Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1988, Blaðsíða 4
SUNNUDAGSPISTILL Tveir Palestínumenn voru skotnirtil bana í átökum á Gazasvæðinu í gær.Sex Pal- estínumennvoruskotnirtil bana í átökum við ísraelska hermenn á Vesturbakkanum í fyrradag... Svona halda dagsfréttirnar áfram að síast inn um sljóar hlustir okkarog sjónvarpsaugu og kannski yppta menn öxlum eins og svo oft áður og hugsa sem svo: Þaðeru alltafeinhver djöfuls læti þarnafyrirbotni Miðjarðarhafs. Sæll er sá sem erlausviðþau. Þóerlíklegtað margir reyni að draga ein- hverjar lágmarksályktanir af fréttunum og þær yrðu vænt- anlega á þessa leið: Ekkert verður eins og áður. Ráða- menn í ísrael verða að gefa upp á bátinn gömul og ný áform sín um að innlima her- numdu svæðin í ísrael, ræða við PLO og semja um stofnun Palestínuríkis við hlið ísraels. Á þann veg hugsa margir í ísra- el sjálfu þótt þeir séu í minnihluta þar, í einhverjum slíkum ályktun- um sameinast utanríkisráðherrar á Norðurlöndum, obbinn af Þriðja heiminum, talsmenn So- vétríkjanna og furðu margir bandarískir Gyðingar og mætti svo lengi bæta við listann ólík- legum sessunautum. Þetta er merkilegt, en náttúrlega er alls ekki víst að þetta dugi til. Vitundarvakning En hvað sem því líður: það er meira en ómaksins vert að skoða hvaða þýðingu uppreisn Palest- ínumanna hefur nú þegar haft bæði fyrir Palestínumenn og ísra- ela. Að því er varðar Palestínu- menn hefur þetta hér helst gerst: Vitundarvakning hefur átt sér stað meðal þeirra, þeir hafa öðl- ast sjálfstraust sem þeim er mikill akkur að í framtíðinni. Upp- reisnin hefur eins og sópað burt lamandi ömurleika hins óbreytta ástands, sem hernámasveldið ís- rael hafði vonast til að yrði sér í hag þegar til lengdar lætur. Uppreisnin hefur fært Palest- ínumönnum fyrsta sigurinn sem um munar í áróðursstríðinu við ísrael og breytt verulega almenn- ingsálitinu í heiminum. Engin „jórdönsk" lausn Uppreisnin hefur styrkt kröf- Palestínumenn í uppreisnarhug: Óbreytt ástand kemur ekki aftur. una um ríki Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gazaströnd sem lágmarkskröfu. M.ö.o. - hún hefur skotið í kaf viðleitni til að finna einskonar „jórdanska" lausn, sem væri í því fólgin að afhenda Jórdaníu aftur forræði yfir mestöllum Vesturbakkan- um. Menn hafa reyndar tekið eftir því, að í Jórdaníu er strang- ari ritskoðun á sjónvarpsfréttum sem sýna átökin á hernumdu svæðunum en í ísrael sjálfu: Ástæðan er sú að þótt Hússein konungur gjaldi varaþjónustu samstöðunni með Palestínu- mönnum, hræðist hann eins og aðrir einræðisherrar það fordæmi sem uppreisn þeirra gefur í hans eigin landi meira en flest annað. Hann mundi ekki kæra sig um að fá undir sína stjórn mikinn fjölda manna sem hefðu fengið þjálfun í virku andófi gegn yfirvöídum. Aðrar óherslur Uppreisnin hefur skipt ísra- elsku samfélagi í andstæðar fylk- ingar. Þeir sem hafa ráðið ferð- inni í ísrael hafa til þessa reynt að viðhalda þjóðareiningu hjá sér með því að hamra mjög á „al- gjörum fjandskap" Palestínu- manna í garð ísraels: Arabar vilja leggja ísrael niður, segja þeir, þeir kalia okkur fasista sem hefðu aldrei átt að vera til - þess vegna er ekki hægt að semja við þessa menn. En eins og palestínsku háskólakennari, Azmi Bishara, segir í nýlegu viðtali, þá hafa upp- reisnarmenn nú ekki haft uppi nein vígorð gegn gyðingum sem slikum eða kröfur um „Palestínu alla“ heldur haldið sig fast við kröfuna um Palestínuríki við hlið Israels, hina svokölluðú „tvegeja ríkja lausn“. I fjórða lagi telja margir (um það eru menn vitanlega ekki sam- mála) að uppreisnin hafi sýnt framá það að eina leiðin til að fá einhverju framgengt á hernumdu svæðunum séu fjöldaaðgerðir án vopnavalds. Þær hafi að minnsta kosti reynst miklu hættulegri Israelsher en skæruhernaður sá sem PLO hefur reynt að halda uppi. Klofningur í ísrael Meðal ísraela hefur sú þróun orðið síðustu vikurnar, að æ fleiri gera sér grein fyrir því að „óbreytt ástand" verður ekki framlengt á hernumdu svæðun- um. Um leið er það augljóst, að ísraelskt samfélag er í vaxandi mæli klofið um það hvað taka skuli við af óbreyttu ástandi. Þeim fjölgar sem hafa allt frá því á dögum innrásarinnar í Libanon andæft þeirri herskáu landvinn- ingastefnu sem hefur átt sér öfluga forystu í Líkúd, hægri- blökk þeirra Begins og Shamirs. Ýmsir þeirra taka undir við friða- rsinnann Ury Avnery, sem hefur lengi boðað þá kenningu að ekki þurfi aðeins að frelsa hernumdu svæðin undan ísrael heldur fsra- elsmenn undan hernumdu svæðnunum (á þeirri forsendu að hernámið tryggi alls ekki öryggi ríkisins eins og margir hafa haldið fram, heldur veiki stöðu þess inn áviðsem útáviðjafnt ogþétt). Á hinn bóginn er enginn skortur á þeim heldur sem taka undir við Shamir forsætisráðherra sem telja fsraela „eiga“ Vesturbakk- ann og veifa m.a. Biblíunni tali sínu til stuðnings. Réttlœtingum slátrað Hvað sem því líður: það er ljóst 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.