Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 12
FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 í Kristalsal Hótel Loftleiða og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðal- fundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 15. mars nk. frá kl. 9.00-17.00. Af- hendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundar- dags. Stjórn Flugleiða hf. REYKJKMIKURBORG Acuuan Sfödun Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar auglýsir lausa stöðu forstöðumanns fjölskylduheimilis fyrir unglinga. Staðan er laus frá 1. maí n.k. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða háskólamenntun á sviði uppeldis- og sálar- fræði ásamt reynslu af meðferðarstarfi. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefnar í síma 25500 (yfirmaður fjöl- skyldudeildar) eða 622760 (unglingadeild). Um- sóknarfrestur er til 30. mars. REYKJMIIKURBORG K*| Aautevi Stödun ^ HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfóik: HJÚKRUNARFRÆÐINGA við BARNADEILD bæði er um fastar stöður og sumarafleysingar að ræða. HJÚKRUNARFRÆÐINGA við HEIMA- HHJÚKRUN - sumarafleysingar. SJÚKRALIÐA við HEIMAHJUKRUN - um er að ræða hlutastarf á næturvaktir og einnig sumaraf- leysingar. LJÓSMÆÐUR við MÆÐRADEILD - suma- rafleysingar. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, Reykjavík fyrir kl. 16.00 mánudaginn 21. mars 1988. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir febrúar mánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Nikaragva Þijú núll skorin burt á einni nóttu Spákaupmenn og kontraliðar sátu uppi með verðlausan pappír Þessa dagama er skammt stórra högga á milli í nicaraguönsku efna- hagslifi. Undanfarna mánuði hefur verðbólgan skrúfast upp nærstjórn- laust (nær tvö þúsund prósent á síð- asta ári) og kauphækkanir héldu eng- an veginn í við verðlagsþróunina. Braskið blómgaðist og ekki sá fyrir endann á ringulreiðinni. Alllengi höfðu verið á kreiki vangaveltur um, að stjórnvöld hlytu með einhverju móti að grípa í taumana. Daníel Or- tega, forseti landsins, var að því spurður í áramótaviðtali í BARRICA- DA (málgagni FSLN), hvort til stæði að innleiða nýjan gjaldmiðil. Ortega neitaði því og sagði þjóna litlum til- gangi að grípa til slíkra ráðstafana, fyrr en efnahagslífið væri aftur komið á réttan kjöl. Annars stæðu menn í sömu sporum eftir stuttan tíma. Rrjú núll skorin burt f>að kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar tilkynnt var á sunnudagskvöldið 14. febrúar, að daginn eftir gengi nýr „cordó- bi“ í gildi, þúsund falt verðmætari en sá gamli. Ákveðinn var þriggja daga frestur til þess að skipta gömlum seðlum, og sagt, að sá frestur yrði undir engum kringumstæðum framlengdur. Hverjum einstaklingi var leyft að skipta tíu milljónum gamalla cor- dóba fyrir 10.000 nýja, (500 doll- arar á gamla genginu, 1000 á hinu nýja). Bankamenn numdir á brott Myntbreytingin, sem kennd var við píslarvotta byltingarinnar f þorpinu Quilalí, var skipulögð, eins og um hernaðaraðgerð væri að ræða. Nokkrum dögum áður en hulunni var svipt af fyrirtæk- inu, var þorri bankastarfsmanna í landinu kallaður út í sveitir lands- ins, til meintara heræfinga. Tím- inn var hins vegar notaður til þess að upplýsa starfsmennina, sem haldið var í algjörri einangrun, um fyrirhugaðar breytingar, og gefa þeim nauðsynleg fyrirmæli í því sambandi. í þrjá daga var unni ð sleitu- laust á meira en 1600 skiptistöð- um um landið þvert og endilangt. Endalausar raðir af fólki biðu eftir því að skipta töskum fullum af seðlum fyrir eina veskisfylli. Landamærunum að Hondúras og Costa Rica car lokað meðan breytingarnar stóðu yfir. íslenska lesendur rekur vafa- laust minni til hins langa undir- búningstíma, sem fór á undan ís- lensku myntbreytingunni á sínum tíma. í Nicaragua hófst undur- búningur þegar árið 1985. En því hvfldi slík leynd yfir þessu? Efnahagur í felum Samkvæmt óopinberum heim- ildum eru um 60% efnahagslífs- ins í Nicaragua utan hins form- lega geira. Þessi „óformlegi“ hluti efnahagslífsins lætur ekki að stjórn ríkisvaldsins, borgar ekki gjöld né skatta. Stjórnvöld eiga því óhægt um vik að stýra þróun- inni innan þessa geira, nema þá með dramatískum skyndiaðgerð- um á borð við þessar. í nýlegri könnun á hinum óformlega hluta efnahagslífsins, sem framkvæmd var á vegum háskólans í höfuð- borginni, kemur fram að flestar fjölskyldur í Managua eru á ein- hvem hátt viðriðnar hann. Það er til að mynda algengt að einn eða 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnui tveir í hverri fjölskyldu stundi venjulega launavinnu, við fram- leiðslustörf eða einhvers staðar í ríkisgeiranum. Aðrir í fjölskyld- unni vinna hin og þessi hlutastörf sem götusalar eða höndlarar á mörkuðum víðs vegar um borg- ina. Sölustarfsemi þessi er nauðsynleg til þess að lifa af fyrir þær fjölskyldur sem hana stunda. Vitaskuld er líka töluvert um spákaupmenn, sem kaupa inn í stórum stfl, selja dýrt og hafa milljónir upp úr krafsinu. Að sögn félagsvísindamanna er hið uppsprengda vöruverð hjá götu- sölunum oftast nær forsenda þess Aldin sölukona í Matagalpa, norð- austan Manögvu. að tryggja þeim nauðsynlegt fjár- magn til að þeir geti haldið áfram iðju sinni. Áftur á móti sé fráleitt að setja allt þetta fólk undir einn hatt og lýsa því sem gagnbylting- arsinnuðum sníkjudýrum á þjóð- félagslíkamanum. Þvert á móti segja forsprakkar könnunarinn- ar, að ýmsir þessara höndlara gegni gagnlegu hlutverki, síst minna en margir þeir, sem til- heyra hinum formlega geira. Vítahringur rofinn Megintilgangurinn með þess- ari efnahagslegu leiftursókn var sá að rjúfa þann verðbólguvíta- hring, sem var í þann veginn að valda óbætanlegum skaða á efna- hagslífinu. En ekki dugir mynt- breytingin ein. Ýmsar hliðarráð- stafanir hafa verið framkvæmd- ar, m.a. ákveðið nýtt hámarks- verð á nauðsynjavörum á borð við hrísgrjón, sykur, þvottasápu og eldspýtum, svo dæmi séu tekin. Einnig hafa verið gerðar lagfæringar á kauptöxtum, sem eiga að auka kaupmáttinn veru- lega. En til þess að þetta gangi allt saman upp, þarf að hafa strangt eftirlit með því, að há- marksverðið sé virt. Ýmsum höndlurum og öðrum kaupa- héðnum hefur gengið illa að venj- ast nýjum aðstæðum og halda þeir fast við verðbólguhugsunar- háttinn, sem gafst þeim svo vel fram að þessu. Daglega berast af því fregnir, að CDS-nefndirnar svokölluðu (hverfisnefndir skipulagðar af sandinistum), verkamenn og aðrir neytendur fjölmenna á markaði ásamt eftir- litsmönnum viðskiptaráðuneyt- isins og krefjist þess að vörurnar séu seldar á skaplegu verði. Lög- reglan hefur eftirlit með því, að ekki selji aðrir á mörkuðunum, en þeir, sem til þess hafa tilskilin leyfi. Vörubirgðir „ólöglegra" höndlara eru gerðar upptækar í stórum stfl. Því er hampað af sandinistum og stuðningsblöðum þeirra, að hér sé um kjaftshögg að ræða fyrir hvers kyns spákaupmenn og gur 13. mars 1988 braskara. Tíu milljón cordóba hámarkið skildi marga þá stór- tækustu eftir í sárum, þeir brunnu inni með margfalda þessa upp- hæð í gömlum seðlum. Sama máli gegnir um sveitir kontraskæru- liða, „pilta Reagans” (eins og Or- tega forseti kallar þá), sem réðu yfir stórum fúlgum til árása og hryðjuverka. Að sögn yfirvalda innheimtust rúmlega 80% af því peningamagni, sem í umferð var. Þau 20%, sem á vantar, skrifast á reikning braskara og gagnbylt- ingarmanna. Sagt var frá því að lögreglan hefði staðið bandaríska sendiráðsmenn að því að dreifa sér skipulega um alla borgina með kippur af seðlum, sem skipta átti fyrir nýja. Á milli línanna stóð skrifað, að fjármunina hefði átt að nota til að grafa undan bylt- ingunni. Breytingin virðist hafa mælst nokkuð vel fyrir. Almenningur varð að vísu fyrir nokkrum óþæg- indum þá þrjá daga, sem skiptin stóðu yfir. Ríkisstjórnin gaf um það tilskipun, að ókeypis skyldi vera í strætisvagna og aðrar áætl- unarbifreiðar, en því vildu eigendurnir ekki una og lögðu bifreiðum sínum. Eins dróst verslun saman vegna óvissu um, hvaða gjaldmiðil ætti að nota. Saklaus fórnarlömb En aðgerðirnar komu illa niður á öðrum en bröskurum og kontr- um. Hún bitnaði einnig með full- um þunga á þeim hópi manna, sem alþjóðasinnar nefnast („los internacionalistas") og fjöl- mennir eru hér í landi. Þetta fólk fær flest borgað í bandaríkja- dölum hjá þeim samtökum, sem það vinnur hjá, allt frá 150 $ upp í 1000 $ (setja hér viðeigandi upp- hæðir í ísl. kr.). Segja má, að al- þjóðasinnarnir hafi margir hverj- ir lifað góðu lífi, einkum ef lífs- kjör þeirra voru borin saman við kjör innlendra starfsbræðra þeirra. Nú hefur gengi bandaríkj- adals fallið um helming gagnvart cordóbanum og vöruverð jafn- framt hækkað nokkuð. Kaupmátturinn er þarafleiðandi a.m.k. helmingi lægri en áður var. Alþjóðasinnunum þykir mörgum súrt í brotið, að efna- hagsráðstafanirnar bitni á þeim sérstaklega. Kannski hugga þó einhverjir þeirra sig við það öf- uga hlutfall, sem virðist ríkja milli ástands í gengis- og efna- hagsmálum annars vegar og lífs- kjara erlendra ríkisborgara hins- vegar. Því lægra sem gengi stað- bundins gjaldmiðils er gagnvart bandaríkjadal (hér í álfu er dalur- inn sá eini, sem skiptir máli), þeim mun betri lífskjara njóta út- lendingarnir. Afturámóti rýrna lífskjör þeirra í takt við stöðug- leika gengis og efnahags. Tíminn til breytinganna var að öllum líkindum valinn vegna þeirrar blindgötu, sem kontra- sveitirnar virðast komnar í, eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi tillögu um frekari fjár- stuðning við þá. En hvað sem segja má um hinar róttæku ráð- stafanir stjórnar sandinista, velt- ur þó allt á því, hvort þeim tekst að byggja upp atvinnulífið eftir marga ára stríð og viðskiptabann og jafnframt auka framleiðni í landbúnaði og iðnaði. Án þess er allt unnið fyrir gýg. Einar Hjörlcifsson Kristiina Björklund

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.