Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 3
Verðbólgan Geysist uppá við Verðbólguhraðinn í júlí verður á milli 60 og 70% ef gert er ráð fyrir að lánskjaravísitalan hækki um mánaðamótin um 4-4,5 af hundraði eins og Seðlabankinn gerir ráð fyrir. Þjóðhagsstofnun gerir hins vegar ráð fyrir nokkru minni hækkun lánskjaravísitölunnar, eða 3,2% í júli og 3,5% í ágúst. Verðbólguspá Þjóðhagsstofnun- ar hljóðar uppá 30-50% á næsta þriggja mánaða tímabili. í heild gera menn á þeim bænum ráð fyrir að verðbólgan á árinu verði að jafnaði um 22%. FRETTIR Vestfirðir Búa sig undir átök Alþýðusamband Vestfjarða: Ríkisstjórnin dragi lögin til baka. Aðgerðir boðaðar í haust. Karvel Pálmason: Menn eru vísvitandi að stuðla að borgríki á íslandi Kjaramálaráðstefna Alþýðu- sambands Vestfjarða, haldin lO.júní s!., hefur skorað á verka- lýðsfélögin á Vestfjörðum að búa sig undir átök í september nk. til að endurheimta þann rétt sem ríkisstjórnin hefur numið af verkalýðsfélögunum með bráða- birgðalögum. í ályktun frá ráð- stefnunni segir að efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar hafi verið flausturslegar og að gengið hafi verið fellt í óðagoti eftir gjaldeyrisrán ríkisbankanna og annarra fjármagnsafla. í ályktuninni segir ennfremur að samningar hafi verið gerðir í trausti þess að ríkisstjórnin stæði við loforð sín um stöðugt gengi og að verðbólga færi ekki upp fyrir 15% á árinu. Þá krefst kjara- málaráðstefnan þess að þau strik haldist sem sett voru í samninga til að tryggja kaupmátt og skorar á verkalýðsfélögin að búa sig undir átök verði reynt að hrófla við þeim. Kjaramálaráðstefnan lítur svo á að kjarasamningar Alþýðusam- bands Vestfjarða við vinnu- veitendur séu í fullu gildi og muni verkafólk á Vestfjörðum haga störfum sínum eftir því. Karvel Pálmason varaforseti ASV sagði við Þjóðviljann að velflestir hefðu talið Vestfjarða- samningana skynsamlega á sín- um tíma, ma. þeir sem færu með völdin. Hann sagði að ASV viidi að ríkisstjórnin stæði við sinn hlut. Karvel sagði að byggða- málin væru komin í rúst og mis- réttið í þjóðfélaginu væri orðið hrópandi mikið. „Menn eru ví- svitandi að stuðla að borgríki á íslandi." Hvað afstöðu hans til ríkis- stjórnarinnar varðaði sagði Kar- vel að þriggja flokka stjórn væri alltaf erfið „ég tala nú ekki um þegar toppurinn er í ólagi eins og nú“, sagði Karvel og átti þá við Þorstein Pálsson. -hmp Bíðum ekki með aðgerðir, segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur blaðar í kæruskjali ASI vegna bráðabirgðalaganna. Mynd: E. Ól. ASÍ Kæran komin til Genfar Ragnar Aðalsteinsson lögfrœðingur: Víðtækustu afskipti af samningamálum tilþessa. Ásmundur Stefánsson: Ohugsandi annað en að úrskurður falli ASÍíhag. Bíðum ekki með aðgerðir Eiturefni Slakteftirlit Epoxýlökk og -lím stórhœttuleg heilsu þeirra sem með þau vinna efekki er rétt aðþvístaðið. Ofullnœgjandi reglur Bráðabirgðalögin frá 20 maí sl. fela í sér miklu róttækari af- skipti af kjaramálum en hliðstæð- ar lagasetningar. Yfírleitt hafa slík lög fjallað um afmörkuð svið kjaramála einsog verðbætur á laun eða aðra afmarkaða þætti. Hér er hinsvegar um að ræða víð- tækustu lög, sem sett hafa verið í þessum efnum, sagði Ragnar Að- alsteinsson lögfræðingur á blaða- mannafundi Alþýðusambands- ins, en í gær sendi ASÍ kæru á hendur íslensku ríkisstjórninni til aðalstöðva Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO í Genf. Ásmundur Stefánsson kvaðst telja nánast óhugsandi annað en að ILO úrskurði ASÍ í vil. - Það er ljóst að með bráðabirgðalög- unum voru brotin grundvallar mannréttindi hvað varðar félag- afrelsi í landinu. Aðalatriðið er að lögin banna alla endurskoðun á kjarasamningum og grípa á víð- tækan hátt inn í öll kjaramál, sagði Ásmundur. - Það verður ekki beðið eftir úrskurði ILO með frekari að- gerðir, sagði Ásmundur, og bætti við að ef ríkisstjórnin léti sér ekki segjast yrði örugglega gripið til aðgerða og viidi hann ekkert úti- loka í þeim efnum, hvorki tíma- bundin verkföll né yfirvinnu- bönn. Kæra ASÍ mun fara fyrir sér- staka nefnd innan ILO sem fjall- ar um félagafrelsi, en síðan mun stjórn ILO úrskurða í málinu, lík- lega í nóvember. Bæði Ragnar og Ásmundur töldu ólíklegt að al- þingi staðfesti bráðabirgðalögin, félli úrskurður ILO ASI í hag. -gjh Merkingar á cpoxý-efninu cru alls ónógar hér á landi. Það er ekki nóg að segja fólki að börn megi ekki vera nálægt efnum og að ekki megi hita þau. Það verður að segja fólki frá því að ef það andar að sér lofti þar sem einhver epoxý-efni hafa verið í notkun þá á það á hættu að fá asma og of- næmi og sumir telja að efnið sé krabbameinsvaldur, sagði Helgi Guðbergsson læknir, en á bak- síðu Þjóðviljans í gær var sagt frá því að nú liggur einn af okkar bestu myndhöggvurum sjúkur vegna notkunar á epoxý á sinum yngri árum og að mikill fjöldi er- lendra myndhöggvara hefur látist vegna mikillar notkunar á epoxý í verkum sínum. Epoxý er að staðaldri notað í lökk, lím og fleira þvíumlíkt. Iðn- aðarmenn nota efni sem inni- halda epoxý í gífurlega miklum mæli, því af flestum er efnið talið heillavænlegt bjargráð til að herða og styrkja önnur efni. - Fólk áttar sig ekki á því hve mikil hættan er í rauninni. Það verður að átta sig á því að maður veður ekki með hendurnar í hvað sem er og andar ekki hverju sem Igær kærðu stuðningsmenn Sig- rúnar Þorsteinsdóttur forseta- frambjóðanda sjónvarpið fyrir hlutleysisbrot. Kæran var bæði send útvarpsráði og yfirkjör- stjórn. Stuðningsmenn Sigrúnar vilja meina að í þættinum „Forseta- kosningar 88 - Embætti forseta íslands“ sem sýndur var í sjón- varpinu á mánudagskvöldið hafi verið haldið á lofti sjónarmiðum þeirra sem ekki vilja breyta þeim hefðum, sem gilt hafa um forseta- embættið. er að sér, sagði Helgi. - Það hvíl- ir því mikil ábyrgð á framleiðend- um og seljendum epoxýs. Víðir Kristjánsson hjá Vinnu- eftirliti ríkisins segir reglum hér á landi í ýmsu ábótavant og nefndi að hér á landi væru engar reglur beinlínis um fræðslu í meðferð efna sem valda eituráhrifum. - Á hinum Norðurlöndunum er mönnum óheimilt að nota epoxý nema hafa farið á námskeið í meðferð þess, sagði Víðir. - Það vantar hér skýr ákvæði um svona merkingar og einnig upplýsingar um afleiðingar af notkun hættulegra efna, sagði Gísli Guðmundsson efnaverk- fræðingur hjá Málningu hf. en fyrirtækið framleiðir epoxý-lökk í miklum mæli. Aður fyrr seldi Málning hf. epoxý-kvarz og notuðu mynd- höggvarar það nokkuð í sín verk. Fyrir nokkrum árum var fram- leiðslu efnisins hætt, en erlendir myndhöggvarar sem mest notuðu það liggja nú fyrir dauðanum vegna eituráhrifanna og eru reyndar margir þeirra látnir fyrir aldur fram. Stuðningsmenn hennar benda einnig á að ekkert tillit hafi verið tekið til óskar þeirra um að stjórnmálafræðingur kæmi fram í þættinum til að útskýra þær breytingar sem Sigrún vill gera á starfsháttum forseta. Markús Á. Einarsson varafor- maður útvarpsráðs sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann ætl- aði ekki að kalla saman sérstakan fund vegna þessa máls. Málið verður tekið fyrir á næsta reglu- lega fundi ráðsins sem verður 24. júní. —sg Álverið Samningurinn er löglegur VSÍskilaði greinargerð ígœr. Ríkisstjórnin ennþá ráðalaus. Friðrik Sophusson: Sannfœrður um að lögin standast stjórnarskrá Álviðrœður -tt Forsetakosningarnar Sjónvarpið kært Vinnuvcitendasamband íslands skilaði í gær til ríkisstjórnar- innar greinargerð þeirri sem stjórnin hafði óskað eftir. Niður- staða VSÍ er sú að bráðabirgða- lögin nái ekki yfir þá samninga sem gerðir hafa verið í álverinu. Enda hafi þeir verið undirritaðir af fulltrúum vinnuveitenda áður en lögin voru sett og hafi því verið fullgilt samningstilboð. Friðrik Sophusson segir að engra við- bragða sé að vænta að hálfu ríkis- stjórnarinnar fyrr en hún hafi kynnt sér greinargerð VSÍ. í greinargerð VSÍ segir að meginspurningin snúi að því hvort ákvæðum laganna hafi ver- ið ætlað að koma í veg fyrir að gildandi kjarasamningar kæmust á milli hinna ýmsu samningsaðila á vinnumarkaði með samþykki samningstillagna sem legið hafi fyrir við setningu laganna. Það sé hins vegar málvenja að segja samning gerðan þegar samninga- nefnd áritar tillögu að samningi. Friðrik Sophusson starfandi for- sætisráðherra hafði ekki séð greinargerð VSÍ þegar Þjóðvilj- inn talaði við hann í gær, en greinargerð verkalýðsfélaganna sagðist hann túlka þannig að þau vildu láta reyna á það hvort lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Sjálfur sagðist ráðherrann vera sannfærður um að svo væri ekki. „Ég álít að verkalýðsfélögin vilji bíða með endanlegt álit þar til slíkur úrskurður liggur fyrir,“ sagði Friðrik. -hmp 90-110 tonna álver Igær lauk í London viðræðum iulltrúa íslenskra stjórnvalda og fjögurra evrópskra álframl- eiðenda um stofnun samstarfsfyr- irtækis um að reisa nýtt 90- 110.000 tonna álver í Straumsvík, sem rekið yrði í samvinnu við ISAL. Ákveðið er að annar fundur stjórnvalda og álframleiðend- anna fjögurra verði haldinn í Reykjavík 4. júlí n.k. þar sem stefnt er að því að ganga frá stofn- un sameiginlegrar verkefnisst- jórnar sem geri endanlega hag- kvæmnisathugun á nýju álveri. Ráðgert er að unnt verði að taka endanlega ákvörðun um byggingu álversins á næsta vori, en samkvæmt áætlunum gæti nýtt álver tekið til starfa á fyrri hluta árs 1992. -r Miðvikudagur 15. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.