Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 10
Heilög kind og hott, hott Ég segi það satt, sauðkindin sló mig gjörsamlega út af laginu í síðustu viku, en þá átti ég sérlega góða daga í laufgrænum lundi, við seiðandi árnið og svala lind. Þetta var sérlega hógvær ferð útí vaknandi vor. Hveitibrauðið. Litli blakkur minn valhoppaði um ákaflega vel holótta vegi Árnes- sýslu sem í leiðslu væri og draumhygðin sótti stíft á mig er við liðum upp í kjarri vaxinn lund; íslenskan skóg; Brekkuskóg. Þar er vatnið kaldara en heita vatnið heitara en loftið hreinna en lyktin betri en allt, allt, allt. í þessari skógarsinfóníu, í miðri dásemd tilverunnar, á hol- óttum vegum Árnessýslu sátu ær. íslenska sauðkindin í öllu sínu mikilúðlega veldi á miðjum þjóðvegi númer35. Þærjórtruðu og kjömsuðu aftur og aftur á gómsætum grænlaufum grass- ins úr túninu við veginn. Af á- fergju. Og meö lömbin. Lítil falleg og dulítið heimskuleg lömbin sem við minnsta ónæði eða rask litu upp úr eigin kaksi við að sjúga kafloðnarmæðursínar, og með dillandi dindil, og einsog sögðu: „Hva!“ með galopin augun og sí- brosandi munn. Að sjálfsögðu ákaflega hjartnæm og hugguleg sjón að sjá ungviðið við móðurbarminn blíða en ef satt skal segja þá hefði ég fremur kosið að fá að njóta hennar í dulítið meiri fjar- lægö því keyrandi eftir þjóðvegin- um, á hverjum meira en 70 kíló- metra hraði er leyfður, kann ég illa að þola að geta ekki leyft mér að keyra hraðar en sem nemur um 30 kílómetra hraða á klukku- stund af hræðslu við að í næstu andrá stökkvi fyrir iitla blakk minn lítið, saklaust og fallegt lamb. Hræðslu við að sundurkremja það og sálga á sekúndubroti. Ef það væri nú til dæmis inní girðingu heimahjásér. í hagan- um sem beinlínis tilheyrir bónd- anum sem telursig eiga það. Með móður sinni. I túninu heima. Þá þyrfti ég ekki að akaeftirófær- um þjóðveganna hér á íslandi með dauðans ógn yfir höfði mér í hverri andrá heldur frír og frjáls á mínum dásamlega hott, hott. Tómas í dag er 15. júní, miövikudagur í áttundu viku sumars, tuttugasti og sjötti dagurskerplu, 167.dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.56 en sest kl. 24.01. Viðburóir Vítusmessa. Vilhjálmur 2. verður konungur í Prússlandi og þýskur keisari 1888 (til 1918). Þjóðviljinn fyrir 50 árum Brezka stjórnin neitar að vernda ensk verzlunarskip við Spán. Chamberlain gefur Franco frjáls- ar hendur um loftárásir á hlutlaus skip. - Smánarverð á síld í bræðslu. Sjómannafélag Reykjavíkur á að kalla strax sam- an fund til að ákveða hvað gera skuli til að knýja fram sómasam- legt verð. UM UTVARP & SJONVARP Ráðgátur og Stöð 2 kl. 22.40 í kvöld byrjar ný þáttaröð á Stöð 2. Þættir þessir fjalla um leyndardóma og ráðgátur, tekið er fyrir ýmislegt sem ekki hefur tekist að skýra, svo sem dularfull leyndardómar mannshvörf, óupplýsta glæpi, þjóðsögur og skrímsli, drauga og spádóma Nostradamusar. í þætt- inum í kvöld verður litið á röð óvenjulegra atvika er áttu sér stað áður en skipið Titanic sökk. Ertu að ganga afgöflunum? Rás 1 kl. 22.30 í kvöld verður þriðji þáttur Einars Kristjánssonar í þáttaröð- inni um hið umtalaða ár 1968. Fjallað verður um fréttnæma atburði ársins 1968 sem var óvenju viðburðaríkt, bæði vestan hafs og austan, sem og hér á landi. Leitast verður við að bregða ljósi á baksviðsatburða, strauma og stefnur og þróun þjóðfélagsmála þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því marg- rómaða ári, 1968. í þáttunum verður rætt við fólk sem upplifði atburði, úr mismunandi fjarlægð þó, og brugðið upp svipmyndum úr fréttum Ríkisútvarpsins frá þessum tíma. Þá verður leitað til fræðimanna, sagnfræðinga og þjóðfélagsfræðinga sem fjallað hafa um tímabil það sem hér um ræðir. í þættinum í kvöld verður sagt frá atburðunum í Tékkóslóvakíu í ágústmánuði þetta ár og aðdrag- anda þeirra, vorinu í Prag. Blaðakóngurinn Sjónvarpio kl. 20.35 í kvöld hefur göngu sína í sjón- varpinu nýr framhaldsþáttur. Þættir þessir eru breskir og fjalla um ríkan blaðaútgefanda sem hyggst færa út kvíarnar og yfir- taka eitt elsta og virtasta blaðið í London. Ekkert virðist ætla að ganga í þeim efnum fyrr en hann hittir unga og hæfileikaríka blað- akonu sem áhuga hefur á rit- stjórastólnum. GARPURINN KALLI OG KOBBI Mamma segir að það sé jafn eðlilegt að deyja og fæðast. Hvort tveggja partar af lífshlaupinu. Hún segir að svonalagað skilji maður ekki til fulls, en það sé líka svo margt óskiljanlegt og að maður verði að gera sitt besta með þeim skilningi sem manni sé gefinn. FOLDA f Eru foreldrar þínir líka þverhausar? t r Þau eru ekki þverhausar sjálf, en haga sér oft einsog þverhausar. I-----------------------------------------| Þau gera sér auðvitað enga grein fyrir því... 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.