Þjóðviljinn - 15.06.1988, Side 15

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Side 15
IÞROTTIR Evrópukeppnin Danir léttur biti Pjóðverjar báru af Dönum „Það versta við að falla úr keppninni er að andstæðingarnir slógu okkur ekki út heldur við sjálfir,“ sagði Sepp Piontek þjálf- ari Dana eftir 2-0 ósigurinn gegn Þjóðverjum. Danir fengu enn að kenna á kæruleysi í vörninni þeg- ar þeir léku við Þjóðverja, eins og í 3-2 tapinu gegn Spánverjum. „Við misstum dampinn um stund þegar Guido Buchwald var utan vallar í 5 mínútur vegna meiðsla en vorum aldrei í neinni hættu og höfðum öll tök á Olaf Thon nær líklega að festa sig í þýska landsliðinu með marki sínu gegn Dönum. leiknum," sagði Holge Osieck, aðstoðarþjálfari Þjóðverja eftir leikinn en Beckenbauer var ekki viðlátinn því hann flaug með þyrlu til Frankfurt strax eftir íeikinn til að sjá Ítalíu og Spán leika. Buchwald fór útaf á 34. mínútu vegna meiðsla og Uli Borowka kom inná. Þjóðverjar slógu þar með Dani úr keppninni og hefndu ófaranna í Mexico þegar Danir unnu þá með sama mun. Morten Olsen nær því ekki að leika sinn 100. landsleik en hann spilar númer 99 gegn ítölum á föstudaginn. V-Þýskaland-Danmörk........2-0 Mörk Þjóðverja: Juergen Klinsmann 10.mín og Olaf Thon 87.mín. Lið Þjóðverja: Eike Immel, Juergen Kohler, Matthias Herget, Guido Buc- hwald (Uli Borowka 34. mín), Wolf- gang Rolff, Pierre Littbarski, Lothar Mattháus, Olaf Thon, Andreas Bre- hme, Juergen Klinsmann, Rudi Vo- eller (Frank Mill 75.mín). Lið Dana: Peter Schmeichel, John Sivebaek, Ivan Nielsen, Lars Olsen, Jan Heintze, Morten Olsen, Michael Laudrup (John Eriksen 63.mín), Sö- ren Lerby, Kim Vilfort (Klaus Bergren 73.mín), Flemming Povlsen, Preben Elkjaer. Spjöld: Wolfgang Rolff gult og Pre- ben Elkjaer og Flemming Povlsen einnig. Dómari: Robert Valentine, Skotlandi Áhorfendur: 60.000 Naumur en sanngjarn sigur „Úrslitin endurspegla leikinn," sagði Miguel Munoz þjálfari Spánverja. „Leikurinn gegn Þjóðverjum verður erfið- ur.“ „Allt lið mitt á hrós skilið. Þeir léku vel og það var enginn heppni innifalin í sigrinum. Við ætluðum að vinna, við reyndum og okkur tókst það,“ sagði ítalski þjálfar- inn Azeglio Vicini. ítalir voru mestallan tímann með boltann en flýttu sér hægt. Þeir voru ekkert að flýta sér fram á völlinn til að skilja ekki allt eftir opið í vörninni fyrir hina hættu- legu sóknarmenn Spánar sem áttu nokkuð fá hættulega færi. Þetta var því naumur en þó mjög sanngjarn sigur ítala. Ítalía-Spánn.................1 -0 Mark ítala: Gianluca Vialli 75.mínútu Lið Spánverja: Andoni Zubizarreta, Tomas, Manuel Sanchis, Genardo Andrinua, Miguel Soler, Ricardo Gal- lego (Martin Vazquenz 68. mín), Mic- hel (Áitor Beguiristain 74. mín), Vict- or, Rafael Gordillo, Emilio Butragu- eno, Jose Bakero. Lið ítala: Walter Zenga, Franco Bresi, Riccardo Ferri, Paolo Maldini, Giuseppe Bergomi, Carlo Angelotti, Fernando De Napoli, Giuseppe Gi- annini, Roberto Donadoni, Roberto Mancini (Alessandro Altobelli 70.mín), Gianluca Vialli (Luigi De Agostini 90.mín.) Spjöld: Riccardo Ferri l'talíu, gult. Dómari: Erik Fredrikssen, Svíþjóð Áhorfendur: 51.790. Staðan í l.riðli V-Þýskaland........2 110 3-13 Ítalía.............2 110 2-13 Spánn..............2 10 13-32 Danmörk............2 0 0 2 2-5 0 Næstur leikir Miðvikudag: England-Holland sýndur beint kl. 15.00 og Írland-Sovétríkin. Evrópukeppnin Óeirðir á óeirðir ofan Búist við hinu versta í leik Englendinga og Hollendinga. Engum vœrtþegar Englendingarnir fara um Óeirðarlögreglumenn flykkj- ast nú til Kölnar þar sem leikur Hollendinga og Englendinga fer fram i kvöld. Menn búast við hinu versta því óeirðaseggirnir líta lík- lega svo á að þar komi fram hvor hópurinn er sterkari, óháð því hvernig leikurinn fer. Þegar hafa 180 manns verið handteknir, flestir Englendingar. Það er sorglegt fyrir meirihluta þeirra 8000 Englendinga sem eru komnir til Þýskalands að vera teknir sem óeirðaseggir vegna þess minnihluta sem hefur sig mest í frammi. Bobby Robson hefur reynt að róa seggina en hef- ur lítið orðið ágengt. Ekkert óhult Það er ekkert óhult þegar Eng- lendingarnir fara um borgirnar, Og þetta líka... Le Mans Það átti ekki af Porsche liðinu að ganga í síðasta Le Mans kappakstri. Jaguar náði forystunni en Porsche dró jafnt og þétt á þar til mistök voru gerð er sett var bensín á bílana og Jaguar náði aftur góðu forskoti. Enn dró Porsche á en þá bilaði kælikerfið og enn náði Jaguar góðu forskoti. Porsche liðið var ekki á því að gefast upp enda hefur það unnið Le Mans kappaksturinn 10 sinnum og náði að síga framúr undir lokin og sigra. Keppnin gekk svotil slysalaust tyrir sig þótt 17 af 49 keppendum féllu úr keppni. hvorki saklausir vegfarendur né dauðir hlutir og hefur fjöldi veg- farenda orðið fyrir barðinu á þeim. Breskir sendiráðsmenn eru smeykir um að ef Hollendingar vinna leikinn verði allt vitlaust í Köln en nóg verði um læti samt. Yfirvöld í Köln hafa ekki hvatt bareigendur til að loka í dag en það þarf ekki því flestir loka og líkja þessum skríl við náttúru- hamfarir. Afleiðingarnar UEFA mun 25. júní taka ákvörðun um hvort leyfa skuli enskum liðum að taka þátt í Evr- ópuleikjum á ný eftir að þeir hafa verið í banni í 3 ár, eða síðan slysið varð á Heysel leikvangin- um þegar 39 fórust en talið er enskum hafi verið um að kenna. Framkoma enskra áhorfenda, minnihluta þó, hefur ekki verið góð það sem af er Evrópukeppn- inni, ekki frekar en í síðustu þremur vináttuleikjum fyrir keppnina, og enskir stjórnmála- menn hafa lagt til að þeim verði bönnuð frekari þátttaka. Það er stór spurning hvað veld- ur því að óeirðaseggirnir draga hvað eftir annað með látunum úr möguleikunum á að fá þessu banni aflétt og eyðileggja þar með fyrir öllum þeim fjölda sem vill fylgjast með. Ræturnar liggja einhvers staðar. -ste Evrópukeppnin Dómarar ákveðnir Hart tekið á brotum og töfum „Ef leikmaður fer í leikmann án þess að skipta sér af boltanum, fær hann umsvifalaust rautt spjald, sama hvaða mínúta er,“ segir Heinz Gerl, formaður dóm- araráðs UEFA. „Leikmenn vita að fylgst er gerla með þeim.“ Dómarar ætla að reyna að stöðva ofbeldi í fótboltanum með því að taka sérlega hart á ofan- greindu brotí og ef menn reyna að tefja, verður líka tekið hart á því. Fjórtán dómarar eru valdir til starfans og einn af þeim, Diet- er Pauly, sagði: „Ég þarf að eiga við 22 lúmska þrjóta sem reyna að snúa á mig, svo að ég verð að vera sá allra lúmskasti til að þeir hlusti á mig.“ í Heimsbikarkeppninni fengu leikmenn 131 gult spjald og 8 voru reknir útaf en það er algert met í stórkeppni sem þessum. -ste Gianluca Vialli varð hetja Itala með nettu marki eftir góð tilþrif. Frjálsar Ógætni kostaði heimsmet Casablancabúinn Aouita var alveg frá sér af reiði þegar hann kom í mark í tveggja mílna hlaupi nýverið og uppgötvaði að einhver hafði slökkt á klukkunni þegar hann átti eftir 110 metra í mark en óopinberlega var hann mæld- ur á nýju heimsmeti. Klukkan er þannig að ljósgeisli nær yfir brautina og þegar ein- hver kemur í mark rofnar geislinn og klukkan stoppar. Einhver hafði gengið fyrir geislann rétt áður en Aouita kom í mark en tímaverðir með venjulegar klukkur sögðu að tími hans hefði verið 8:13.09 mínútur. Heim- smetið á hann sjálfur 8:13.45. Aouita sem á einnig metið í 1500, 2000 og 5000 metra hlaupi var langt á undan Steve Cram frá Englandi. Evrópubútar Sektir og bönn Danska landsliðið verður sektað um rúmar 30.000 krónur vegna þess að John Sive- baek fór í ranga skyrtu í hálfleik Evrópukeppnin Shilton fyrirliði Leikur sinn 100. landsleik gegn Hollendingum Talsverðar líkur eru á því að Peter Shilton, markvörður Eng- lendinga, verði settur fyrirliði þegar þeir leika gegn Hollending- um en Bobby Robson þjálfari sagðist „íhuga það“. Shilton, sem er næstelsti leik- maður keppninnar á eftir Morten Olsen, 38 ára, verður 4. leikmað- urinn til að ná 100 leikja niark- inu. Fyrir eru Billy Wright sem lék 105 leiki, Bobby Charlton 106 og Bobby Moore með 108. Shilt- on lék síðastliðinn nóvember sinn 1.000 deildarleik. „Ég veit að Bryan Robson, nú- verandi fyrirliði, er að íhuga það líka. Það yrði sérlega skemmti- legt fyrir Shilton ef okkur tækist að vinna Hollendinga með hann sem fyrirliða,“ sagði Robson þjálfari. -ste gegn Þjóðverjum. Hver leikmað- ur fær ákveðið númer sem hann skal bera alla keppnina en í hálf- leik hefur Sivebaek tekið skyrtu númer 12 í stað númer 2. Mistök- in komu ekki í Ijós fyrr en skipta átti Lars Olsen, sem hefur núm- erið 12, inná en þá víxluðu þeir skyrtum. írska landsliðið var aðvarað fyrir að senda lækni sinn inná völlinn þegar leikmaður meiddist, án þess að hafa fengið leyfi hjá dómaranum í leiknum gegn Englendingum. Sovétmaðurinn Gennady Litovchenko er kominn í eins leiks bann og leikur því ekki gegn írum. Hann fékk gult spjald gegn Hollendingum en hafði áður fengið gult í undankeppn- inni og fer þar með sjálfkrafa í eins leiks bann. I kvöld Fótbolti Fyrsti leikurinn í bikarkeppni kvenna verður í kvöld. Þar mætast ÍBK og ÍA kl.20.00. Ld.kv. kl.20.00 Fram-Stjarnan 4.d.C. kl.20.00 Höfrungur-Bolungar- vík Miðvikudagur 15. júní 1988 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.