Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 9
Sade: Stronger Than Pride Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó ég segði að þessi plata væri (eins og reyndar fyrri plötur hennar einnig) róleg og dreym- andi, en það segir kannski ekki alla söguna. Mikið hefur verið lagt í alla hljóðvinnslu á plötunni og er spillerí hljómsveitarinnar heldur ekki svo slæmt, mikið not- ast við bongótrommur og önnur „náttúru“-hljóðfæri sem setja ágætis svip á plötuna. Það ætti heldur ekki að koma neinum á óvart þegar ég segi að rödd Sade hefur ekkert breyst (eins og við var að búast) og þá ætti það held- ur ekki að koma neinum á óvart þegar ég segi að ég hafi sofnað í fyrsta skiptið sem ég heyrði þessa plötu. Sem slík er hun fín til síns brúks. (6). Talking Heads: Naked Það er nú skömm að því að gefa þessari plötu ekki meira pláss, en þetta verður víst að vera svona á þessum síðustu og verstu tímum. Með „Naked“ (Allsber) hverfa Talking Heads svolítið aftur til uppruna síns, því að sem betur fer hefur poppið vikið fyrir hinni svörtu „funk“-tónlist og hljóm- sveitin aftur farin að spila vitræna djamm-músík í anda hinna svörtu frumherja hennar. Mun meira er lagt í lagasmíðarnar á þessari skífu en á síðustu skífum sveitar- innar, enda gaf hljómsveitin sér góðan tíma til að vinna plötuna. Talking Heads hafa loksins upp- götvað það sem fleiri hljómsveitir mættu uppgötva, en það er að iðnaðarpoppið er skítugt fyrir- bæri og ekki þess virði að fórna virðingu sinni fyrir vinsældir. (9) margar aðrar frægar hljómsveitir áttum við í miklum trommuerfið- leikum í fyrstu, en nú er það mál leyst og komið í fastar skorður því Ármann sér nú um þá hlið mála (þ.e.a.s. eftir að hann lagði míkrófóninn á hilluna)“. Þið tókuð þátt í músíktil- raunum í vor og komust í úrslit en urðuð samt ekki meðal efstu sveita. Voruð þið ánœgðir með árangurinn? „Fyrsta sólarhringinn vorum við á algerum bömmer yfir því að hafa ekki komist í hóp Greifanna og Stuðkompanísins með því að vinna keppnina, en nú erum við nokkurnveginn búnir að ná okk- ur eftir þetta mikla sjokk." Segið mér frá plötunni ykkar. „Já, þetta er dvergskífa með laginu Katla Kalda en platan mun einnig innihalda nýtt lag, „Ástin Sigrar (?)“. Að sögn Bjössa er þetta einhverskonar blómalag á yfirborðinu en þegar vel er að gáð megi finna í því djúpstæðari merkingu. Gunni og Siggi vilja þó taka það fram að þeir hafi ekki enn rekist á hana, hvort sem hún er til staðar eður ei. ihíarT? Mosi Frændi er sveit ungra og kátra pilta sem hafa það sam- eiginlega áhugamál að skapa hin undarlegustu „listaverk“ undir nafni tónlistarinnar. Lag þeirra, „Katla Kalda“, ættu margar út- varpsfríkur að kannast við og á mánudaginn kemur út smáskífa frá drengjunum sem inniheldur þetta lag og annað splunkunýtt sem heitir „Ástin Sigrar (?)“ og ku eiga að fylgja eftir vinsældum þess fyrrnefnda. Ég mælti mér mót við þessa gaura niðri á hljómsveitabúllunni alræmdu „Café Hressó" á síðasta miðviku- dagskveldi og spjallaði ögn við þá um veðrið. Þegar ég tölti í sakleysi mínu inn á „Café Hressó" óð á móti mér ógurleg risaeðla í dyravarð- ardulargervi og krafðist af mér einhverskonar skilríkja og þurfti ég að láta af hendi mitt ástkæra en ofnotaða bókasafnsskírteini til að komast inn á staðinn. Þegar ég var svo loksins kominn inn frétti ég að hljómsveitarmeðlimir höfðu einnig orðið fyrir samskon- ar aðkasti við inngöngu og eru þá orðnir æði fáir staðirnir sem hægt er að lalla inn á á kveldin, án þess að ætla að drekka sig drukk- inn(?). Ekki fékk ég að spjalla við alla Mosameðlimi sökum anna er- lendis hjá gítar- og bassa- leikurunum, en Bjössi, Ármann, Gunni og Siggi voru mættir á svæðið og baunuðu á mig fróðleik um sögu sveitarinnar: Hvenœr byrjaði sveitin? „Við byrjuðum eitthvað að fitla saman síðla árs ’85 en það var ekki fyrr en í upphafi þessa árs sem hljómsveitin varð full- mótuð og hafa ekki orðið manna- breytingar síðan. Eins og fjöl- Pere Ubu: The Tenement Year Pere Ubu er án efa sú hljóm- sveit sem átti stóran þátt í því að hefja nýbylgjuna til vegs og virð- ingar fyrir rétt rúmum áratug með framúrstefnulegu blús-rokki sínu. Fyrr á þessum áratug hætti hljómsveitin en er nú komin til starfa á nýjan leik með plötuna „The Tenement Year“. Ohætt er að fullyrða að þessi endurkoma sveitarinnar hefur heppnast sér- staklega vel því þessi plata jafnast hiklaust á við bestu verk sveitar- innar. Eins og ég gat um áðan er tón- list þeirra framúrstefnuleg og kröftug og í ætt við Captain Beef- heart (Kapteinn Bifhár) ef það skyldi nú hjálpa einhverjum við að gera sér hugmynd um músík- ina. Textar Davíds Tómassonar eru í súrrealískari kantinum og rödd hans (sem fyrr) skerandi og skræk. Þessi plata er ein besta endurkoma hljómsveitar sem ég man eftir og j afnframt besta plata sem komið hefur út á árinu (og kyngiði því). (10 af 11) Aðspurðir um framhaldið sögðu piltarnir ætla að leika fyrir fullu húsi í Casablanca þann 7. júlí næstkomandi og til að bæta upp þennan tímabundna bassa- og gítarleikaramissi mun þriggja manna strengjasveit aðstoða þá ogjafnvel einhverjirfleiri. „Ann- ars ætlum við bara að taka því rólega í sumar en koma svo endurnærðir til leiks í haust og hefja þá spillerí af fullum kraft.“ (Hef ég ekki heyrt þetta ein- hversstaðar áður?). Áð lokum má svo geta þess að þeir Reykvík- ingar sem girnast þessa tveggja laga plötu Mosans (kemur út á mánudaginn) geta pantað hana í eftirtalinni adressu (heimilis- fangi) og fengið persónulega heimsendingarþjónustu að auki, en landsbyggðin verður sem fyrr að láta sér nægja að fá atvinnu- bréfberann í heimsókn. Mosi Frændi Pósthólf 5199 125 Reykjavík ísland P.s. Platan kostar bara þrjá græna. 'tÖRjffl Wbfli, Sunnudagur 3. júlí 1988 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.