Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 13
Og svo var oltt búið Rúm tvö ár eru liðin frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, og síðan hefur Pripjat verið í eyði. Þrjátíu þúsund íbúar borgarinnar eiga aldrei afturkvœmt Fyrir röskum tveimur árum gekk lífið sinn vanagang í Pripjat. Fallegirturnargerðu sitttil að rjúfatilbreytingar- leysið í húsagerðinni, og á daginn barst skarkalinn frá leikvöllunum milli húsanna, og inn í íbúðirnar þar sem ungt fólk með lítil börn var í miklum meirihluta. Meðalaldur íbúanna í Pripjat var 27 ár og borgin sjálf átti sér ekki heldur langa sögu. Pað er ekki lengra en 16 ár síðan byggð- in reis, og var þar um að ræða íbúðir fyrir það fólk sem vann við kjarnorkuverið íTsjernobyl. Pað mátti heita að allt uppkomið fólk í Pripjat ynni þar. Sunnudaginn 27. apríl 1986 klukkan tvö eftir hádegi var íbú- unum tilkynnt að þeir hefðu hálf- tíma til að taka saman sitt hafur- task. Rútur voru til taks við hverja blokk, samtals um 1100 bílar. Tveimur tímum síðar lagði rútubílalestin af stað, og reyndist rúmlega tveggja kílómetra löng. En líf fólksins hafði þegar verið martröð líkast á annan sólarhring þegar hér var komið sögu. Aðfar- anótt laugardagsins, um hálftvö- leytið, barst magnaður hávaði frá kjarnorkuverinu sem er steinsnar frá bænum eða í þriggja kíló- metra fjarlægð. Gífurleg spreng- ing olli fyrirganginum, og var hún svo öflug að þakið bókstaflega rifnaði af byggingu þeirri sem hýsti kjarnakljúf númer fjögur. Himinninn fyrir ofan breyttist í eldhaf, og megn brunalykt lagðist yfir. Síðan hófst biðin, og ótti og óöryggi gróf um sig. Núna er Pripjat í eyði. Bjark- irnar sem voru bæjarprýði voru rifnar upp með rótum, þar sem geislunin mettaði blöðin. Leikvellirnir eru auðir, hvergi er bíl að sjá á breiðstrætunum, og umferðarljósin eru og verða óvirk um alla framtíð. Sé ekið til borgarinnar frá kjarnorkuverinu og beygt til hægri við miðbæjartorgið verða fyrst fyrir yfirgefin kaffihúsin og verslanirnar við aðalgötuna, en síðan ber fyrir augu stolt borgar- innar sem einu sinni var, en það er spánnýr íþróttaleikvangur með tilheyrandi stúku með sæti fyrir á aonað þúsund manns. Það stóð til að vígja þessi mannvirki 1. maí árið 1986 og höfðu for- svarsmenn íþróttahreyfingarinn- ar í borginni þegar lokið undir- búningi fyrir mikla hátíð af því tilefni, en hvellurinn mikli varð á undan eins og heimsbyggðin veit, og því hefur enginn kappleikur verið flautaður á á nýja staðnum. Skipt hefur verið um jarðveg umhverfis Pripjat og það oftar en einu sinni, en þrátt fyrir það eru f érfræðingar svartsýnir á að borg- in verði nokkru sinni byggileg á ný. Geislunin verður dauðahá um ófyrirsjáanlega framtíð. Sum hinna geislavirku efna munu halda áfram að gefa frá sér ban- væna geisla sína jafnvel svo ár- þúsundum skiptir. Draugaborgin Pripjat er og verður ógnvænlegt dæmi upp á það að mannskepnan hefur ekki alltaf tök á þeim öflum sem hún vill leysa úr læðingi í sína þágu. HS/Ny dag ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.