Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.07.1988, Blaðsíða 14
BRIDGE KROSSGÁTAN Nr. 624 J— 3— ¥ W~ (o 7- 8 T 9 '°S "p )% * 7) w~ V )5 )lr )¥ )7- T~ )8 )b )7 )lt> )(p W~ )0 <9 J9 I£~ 2o f 8 t) VI )s )o V T~ )b )2 is d )5" $2 (p T~ T~ )b V & 3 W~ ? H- )(> )o 9 )S JO )S %> v Vt 12 3 b )b IO &> )$ $> )(p 25 W~ íl )+ V e to )to 30 )b II S2 )2 )D € 29 V Ý (u )*) (? Y 8 JS (p (9 £ /9 w 3 15 (c> fi )S 52 12 /Á )(? )# V n )# V T? ie 3 ÍS 18 /9 w 3 (e )o e 27 3 2 & T~ T~ ? ie k> )4 )l V 31 )é> )8 )¥ Y 3 )5 Ý )¥■ )U 23 )8 )! 3 26 d 3 A )5 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Lausnarorðið á krossgátu 621 var SIGURBJÖRN. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Magnúsar Björnssonar, Birkimel 6 í Reykjavík. Hann fær því innan tíðar senda skáldsöguna Refsku eftir Kristján J. Gunnarsson, fyrrum fræðslustjóra í Reykjavík, en þá bók gaf Menningarsjóður út. Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjar- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 624“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2 21 )¥ & l(o 27 13 3 )9 Lftilegumeni og auðar tóttir Verðlaun fyrir krossgátu 624 verður bókin Útilegumenn og auðar tónir, en hún er eftir Ólaf Briem. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf hana út fyrir fimm árum í endurskoðaðri og endur- bættri gerð. Unnum við? Er þetta er skrifað, er lokið sjö umferðum á Norðurlandamótinu sem lauk í gærdag á Hótel Loft- leiðum. Lesendum er væntanlega kunnugt um úrslit mótsins. Eftir sjö umferðir leiddi ísland mótið, eftir stórsigurinn í fimmtu umferð á móti Dönum, sem leitt höfðu mótið fram að því. Ef ég gerist nú forspár, til til- breytingar, þá spái ég Svíum sigur á mótinu, okkar mönnum 2. sætið og Noregi 3. sætið. Geri ekki upp á milli Dana og Finnum 4. sætið og Færeyingar reka le- stina. í kvennaflokki spái ég Dönum og Finna um 4. sætið og Færeyingar reka lestina. I kvennaflokki spái ég Dönum sigri, þó Svíar gætu hugsanlega tekið þá í gegn og marið fram sigur á elleftu stundu. Það skal þó tekið fram, að ég vona að þessi spá mín reynist röng og okkar menn nái að „hanga“ á sigrinum. Aðstæður og þróun mótsins hafa boðið upp á það, þó óneitanlega sé „veikt“ að henda 23 stigum í Færeyinga. Síðari leikurinn við þá, 16-14 sig- urinn gæti verið sá þröskuldur sem komi í veg fyrir sigur okkar manna. Frammistaða liðsins hef- ur verið afar glæsileg til þessa og yljað mörgum áhorfandanum á stundum. Á það er að líta, að þetta mót er sennilega sterkasta Norðurlandamót til þessa, fjórar af þjóðunum höfnuðu í sex efstu sætunum á síðasta Evrópumóti, með sjálfa Evrópumeistarana Svía í fararbroddi. Undirbúningur og vinna við motið hefur verið til fyrirmyndar, áhorfendur mjög fjölmennir og Hans Olaf Hallén yfirkeppnis- stjóri frá Svíþjóð hreinn töfra- maður í stjórnun. Að öðrum ó- löstuðum á þó Sigmundur Stef- ánsson mótsstjóri mestan heiður- inn af góðri framkvæmd mótsins. Næsta Norðurlandamót verður haldið í Færeyjum 1990. Nánar síðar. Til viðbótar áður birtum úrs- litum í SANITAS-bikarkeppni BSÍ, má nefna, að sveit Gylfa Pálssonar Akureyri sigraði sveit Þorsteins Bergssonar Austfjörð- um, sveit Magnúsar Sverrissonar Reykjavík sigraði sveit Lár- entsínusar Kristjánssonar Stykk- ishólmi, sveit Ragnars Haralds- sonar Grundarfirði sigraði sveit Valtýs Pálssonar Selfossi, og sveit Braga Haukssonar Reykja- vík sigraði sveit Þórarins Sófus- sonar Hafnarfirði. Næstu leikir í keppninni, sem vitað er um, er leikur Modern Iceland gegn Sig- fúsi Erni, í Sigtúni á mánudaginn, leikur Stefáns Pálssonar og Esk- firðings um næstu helgi fyrir austan og leikur Romex gegn Guðmundi Magnússyni á Reyðarfirði. Leikjum í 2. umferð á að vera lokið fyrir sunnudaginn 24. júlí, en dregið verður í 3. umferð um miðjan júlí. ÓLAFUR LÁRUSSON Á fundi Norðurlandaráðsins í bridge, sem haldinn var í Reykja- vík sl. þriðjudag, komu fram nokkrar athyglisverðar hug- myndir, auk venjubundinna kvartana frá frændum okkar. Fjarlægðin frá Skandinavíu til ís- lands, hinum megin frá, virðist alltaf vera meiri er það kemur í hlut okkar að halda mótin. Vegna þessa er það ein af hug- myndunum að þetta mót verði haldið á fjögurra ára fresti og þá miðsvæðis í Skandinavíu. Jón Rasmussen frá Færeyjum var snöggur að grípa „hugmyndina" á lofti og benti á að Þórshöfn yrði þá fyrir valinu og ekki hefðu þeir neitt á móti því. Annars sýnir þessi tillaga (sem er ættuð frá Sví- um og nýtur ekki vinsælda utan landamæra þeirra) leti þeirra í norrænu samstarfi. Fróðir menn hafa þó bent á að þessi tillaga sé flutt á öllum fundum ráðsins, líkt og þegar Cató gamli lagði til að Karþagó yrði lögð í eyði. Á fundinum kom einnig fram að ekki hefði fengist staðfesting á Rottnerás-mótinu í Svíþjóð á næsta ári (sem Bikarmeistarar 1988 frá íslandi væntanlega taka þátt í) en búist var við jákvæðu svari og yrði mótið þá spilað ca. helgina 1. maí 1989. Á fundinum kom fram félaga- tala sambandanna á Norður- löndum, miðað við árstillag. ís- land stendur þar greinilega best að vígi, miðað við íbúatölu. í Færeyjum eru skráðir 150 fé- lagar, en í Finnlandi 2000, og á íslandi 3000. _______________FJOLMIÐLAPISTILL_________ Þegar hœgir á samfélaginu Jæja, þá blasir hún við í allri sinni dýrð, martröð ritstjórans: sjálf agúrkutíðin. Blöðin verða æ þynnri í roðinu og fréttatímar ljósvakamiðlanna minna frekar á landafræðikennslu en að frétta- menn haldi um púls samfélagsins. Að þessu sinni er engin stjórnarmyndun til að fylla dálk- ana með eins og í fyrra. Forseta- kosningarnar eru afstaðnar og urðu raunar aldrei neitt umtals- vert fjölmiðlaefni. Þar eins og annars staðar var sú tilfinning ráðandi að þessar kosningar væru ómark, plat sem engu máli skipti. Enda varð eini sjáanlegi ávinn- ingurinn af þeim sá að Flokkur mannsins efldist í krossferð sinni fyrir fullkomnun lýðskrumsins. Að honum tækist að fá rúmlega 5% þeirra sem nenntu á kjörstað til að kjósa Sigrúnu ber marg- nefndu „upplýsingaþjóðfélagi" sorglegt vitni. En um það fjallaði Árni Bergmann í öðru samhengi núna í vikunni. Svona virkar einmitt gúrkutíð- in.Þaðervaðiðúreinuíannaðog farið út fyrir efnið til að fylla dálkana. Skyndilega verða smá- vægilegustu mál afar mikilvæg og fá griðarmikla umfjöllun, langt umfram það sem telst eðlilegt á öðrum árstímum. Það sem gerist er að það hægir á öllu samfélaginu, eða eigum við að segja þeim þáttum sem þess fjölmiðlar sækja mest af sinni næringu í. Stjórnmálamenn fara í sumarfrí og geyma allar ákvarð- anir sem hægt er að geyma fram á haustið. Að vísu verður stundum að setja bráðabirgðalög sem geta valdið fjaðrafoki og þá mega pó- litíkusarnir þola það að aðgerðir þeirra njóti mun meiri athygli en vanalega. En að mestu leyti liggur pólitíkin í dvala. Annað sem hefur þó sennilega öllu meiri áhrif á blaða -menn og efnisöflun þeirra er að embættis- kerfið og stjórnkerfi atvinnulífs- ins lamast að verulegu leyti á sumrin. Allt í einu standa blaða- menn frammi fyrir því í hverju málinu á fætur öðru að heimildar- menn eru farnir í sumarfrí og eng- inn getur, þorir eða vill gefa upp- lýsingar sem vanalega eru auðfengnar. ■i: 'tr* ÞRÖSTUR > HARALDSSON ;V í þriðja lagi hafa sumarfri mikil áhrif á ritstjórnirnar. Flestar fréttastofur hér á landi eru í fá- mennara lagi og þegar burðarás- ar þeirra fara í sumarfrí - helstu fréttahaukarnir og vinnuþjark- arnir - þá fer ekki hjá því að þeir sem eftir sitja finni fyrir því. í þeirra stað kemur iðulega ungt og reynslulítið fólk og fyrir vikið fer stærstur tími stjórnenda í að kenna byrjendum á tölvur. Ég man eftir þannig sumar- dögum á ritstjórn Þjóðviljans að það voru kannski tveir, jafnvel aðeins einn reyndur blaðamaður sem hægt var að beita fyrir vagn- inn. En blaðið var alltaf jafnstórt sem þurfti að fylla. Og að vanda var ekki hægt að grípa til að- sendra greina því höfundar þeirra voru líka í sumarfríi. Þá var oft þrautaleiðin að senda blaðamenn og ljósmynd- ara niður í bæ, einkum ef heppnin var með og veðrið skikkanlegt. Þar voru teknar myndir af létt- klæddum stelpum og strákum, spjallað við túristana (Hvað finnst þér um ísland?) eða þá að blaðamaðurinn gerðist Iýrískur og lét gamminn geisa um áhrif góða veðursins á sálarlíf og mannlíf í miðborg Reykjavíkur. Það voru - og eru - ýmsir fastir liðir í þessu „gúrkuefni“. Ég man til dæmis eftir árvissum heim- sóknum á tjaldstæði í Laugardal. það var ekkert sumar án þess að þar væri leitað fanga. Og flest sumur mátti sjá afrakstur slíkra heimsókna í öllum Reykjavíkur- blöðunum (kannski sendir Dagur sína menn líka á tjaldstæðið á Akureyri). Þegar verst lætur er brugðið á það ráð að búa til fréttir. Algeng- ast er að segja frá atburðum sem hefðu orðið sögulegir ef þeir hefðu átt sér stað - sem ekki var raunin, sbr. fyrirsögn Tímans um daginn: Fálkaþjófarnir skrópa! En svo er líka hægt að senda blað- amann og ljósmyndara út á með- al fólks og fá það til að taka þátt í einhverjum leik. Ég sá til dæmis í DV fyrir skömmu að þar hafði kviknað sú bráðsnjalla hugmynd að kanna innihaldið í vösum veg- farenda. Ef að líkum lætur þurfa margir að tæma vasana áður en haustar í þeim göfuga tilgangi að fylla dálka dagblaðanna. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.