Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Flugvallarmálin Odýrara í Reykjavík Gjaldskráðar lendingar erlendra smávéla á Keflavíkurflugvelli 1987 eru 696. Á Reykjavíkurflugvelli eru þœr uml400. Reykjavík ódýrari °g þœgilegri sem viðkomustaður Iumræðunni um flugvallarmál- in að undanförnu hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna fer- juflugið og millilendingar er- lendra einkaflugvéla fari ekki fram um Keflavíkurflugvöll. Á hverju ári lenda 12-1400 einka-og ferjuflugvélar á Reykjavíkurflug- velli á meðan 696 slíkar vélar lentu á Keflavíkurvelli á síðasta ári. Flugmönnum þessara véla þykir aðstaðan á Reykjavíkur- flugvelli ein sú þægislegasta sem þeir hafa kynnst. Þar geta menn rennt á vélinni sinni alveg heim að hótelinu. Þá er enn athyglisverð- ara að minnstu vélarnar sem greiddu lendingargjald á Kefla- víkurflugvelli, þ.e. eins hreyflls vélarnar, voru aðeins 36 á síðasta ári. Lendingar lítilla véla á Reykja- víkurflugvelli voru 10.630 árið 1984 þar af voru erlendar vélar rúmlega eitt þúsund. Lendingar í áætlunarflugi Flugleiða og Arn- arflugs voru 5.800 það ár. Lend- ingargjald fyrir millilandaflug og erlendar vélar á Reykjavíkur- flugvelli er lægra en á Keflavíkur- flugvelli. Greiða skal 5.80 Bandaríkjadali á hvert byrjað tonnið og lágmarkslendingar- gjald er 72 dalir fyrir lendingu. f Innanlandsfluginu eru önnur lendingargjöld. íslenskar vélar sem eru léttari en 2 tonn eru gjaldfríar. Þyngdarflokkurinn 2- 5 tonn þarf að borga 500 krónur en þyngri vélar þurfa að greiða 105 krónur fyrir hvert byrjað tonn. Á Keflavíkurflugvelli eru ís- lenskar vélar undir 5.7 tonnum gjaldfríar. Hvert byrjað tonn kostar hins vegar 6.40 Bandaríkj- adali fyrir erlendu vélarnar. Lág- markslendingargjöld eru þar 79.20 dalir. Af þessu er ljóst að tölvert dýr- ara er fyrir erlendar smávélar að lenda á Keflavíkurflugvelli en á Reykjavíkurflugvelli. Til skamms tíma hefur líka aðstaða fyrir ferjuflugmenn og annað einkaflug verið mikið lakari suður frá en hér í Reykjavík. Þjónusta Loftleiðahótelsins við þessa flugmenn er rómuð á meðal þeirra sjálfra. Eftir lendingu þyk- ir einkar þægilegt að renna vél- inni upp að hótelinu og koma sér fyrir þar og láta stjana við sig. -gís. Flugumferðarstjórar í flugturninum í Fteykjavík hafa í nógu að snúast á hverju ári við að leiðsegja ferjufluavélum og einkaflugvélum inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Á hverju ári lenda milli 12000 til 14000 einka- og ferjuflugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Allir landsmenn um hann árlega Þotur eru fjölmennastar í hópi þeirra flugvéla sem lenda á ári hverju á Keflavíkurflugvelli. Á síðasta ári lentu reyndar á flugvellinum 696 einka- og ferjuflugvélar. Keflavíkurflugvöllur Nær eingöngu þotuflug 36 einshreyfils vélar lentu ífyrra. 706 lendingar herflugvélafrá öðrum Natóríkjum en Bandaríkjunum Flugumferðin um Keflavíkur- flugvöll er í raun miklu meiri en greiðandi umferð um völlinn gefur til kynna. Þar koma til allar herflugvélarnar og aðrar vélar á vegum Bandaríkjahers. Fróðlegt er að skoða samsetningu hins greiðandi flugs í gegnum Kefla- víkurflugvöll en því er skipt í tvo aðal flokka eða reglubundið áætl- anaflug og óreglulegt flug. Reglubundna áætlunarflugið er með 3.500 lendingar árið 1987 en óreglubunda flugið 1.842 lendingar. Síðari flokknum er hægt að skipta niður í fjóra hópa. 1. Hópur: Einka- og ferjuflug- vélar með 696 lendingar. 2. Hópur: Hervélar frá öðrum Natóríkjum en Bandaríkjunum með 706 lendingar. 3. Hópur: Bandarískar farþega- og flutningavélar (utan reglubundinna áætlana) með 168 lendingar. 4. Hópur: Aðrar farþega-og flutningavélar (t.d. rússneskar, spænskar og fl.) með 272 lending- ar. Ef skoðaðir eru helstu flokkar flugvéla sem fara um Keflavík þá skiptast þær þannig að þoturnar eru langflestar, 4.820 lendingar, þar af DC-8 þotur með 1783, Bo- eing 727 með 1514 og Boing 747 með 433 lendingar. Skrúfuþot- urnar eru næstar með 486 lend- ingar og litlar eins hreyfils vélar sem lentu á vellin um á síðasta ári voru aðeins 36. Þarna kemur í ljós að öll umferð þessara litlu véla fer um Reykjavíkurflugvöll. -gís. Auk þess að sinna stórum hluta af öliu innanlandsflugi er Reykjavikurflugvöllur varaflug- völlur fyrir millilandaflugið okk- ar og allt flug til Grænlands og Færeyja. Þá hefur Landhelgis- gæslan aðstöðu þar einnig Flug- björgunarsveitin og einkaflug- reksturinn. Um 55% umferðarinnar um völlinn er á norður-suður braut hans. 35-40% umferðarinnar fer um austur-vestur braut en aðflug að austurendanum er yfir Fos- svoginn og Breiðholtið. Að lok- um er um 5-10% umferðarinnar á Reykjavíkurflugvelli um suðvestur-norðaustur brautina. Umferð um Reykjavíkurflug- völl svarar til þess að allir íslend- ingar farí um hann einu sinni á ári. í framtíðarspá sem gerð var 1982 af flugvallarstjóra er gert ráð fyrir að allt að 350 þúsund farþegar fari um völlinn árið 1990. Þegar upp koma umræður um að leggja niður Reykjavíkurflu- gvöll vakna spurningar um það hvað eigi að gera við allt þetta mikla flæmi sem undir hann er lagt. Landsvæðið allt er 142.5 hektarar og eru 82 h. í eigu Reykjavíkurborgar og 60.5 h. í eigu ríkissjóðs. -gís. SUMARGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. MAÍ SL. ” ágúst 16. Mjg ágúst fa lan meö lánskjaravísitölu. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 FORÐIST OÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA t>J Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REmiAVÍK S: 69 69 00 m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.