Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 13
_________________ERLENDAR FRETTIR _________________
GenflWashington
Fimm ríki knýja fram
viðræður um tilraunabann
Bandaríkjastjórn knúin að samningaborði um algert bann við kjarnorkutilraunum. Ólafur Ragnar
Grímsson: Allsherjarbann orðið lykilmál á nýjaleik. Stuðningurfrá Kennedy og Simon
Edward Kennedy segir tillögu ríkjanna fimm í beinu framhaldi af stefnu bróður síns, forsetans John Fitzgerald, sem ásamt Khrústsjov
og MacMillan hinum breska stóðu að bannsamningnum 1963.
Bandaríkjamenn og Sovétmenn
munu eftir áramót ásamt öðr-
um kjarnorkuveldum setjast nið-
ur að samningaviðræðum um al-
gert bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn.
Þetta varð ljóst í gær, á aldar-
fjórðungs afmæli samningsins um
bann við kjarnorkutilraunum of-
anjarðar, sem Kennedy og
Khrústsjov áttu að mestan hlut. I
þeim samningi er ákvæði, sem
hingaðtil hefur ekki reynt á, um
að ef fimm samningsríki leggi
fram breytingartillögu við samn-
inginn sé aðildarríkjunum skylt
að taka upp viðræður um þær
breytingar. í gær var tilkynnt í
Genf og Washington að stjórnir
Indónesíu, Júgóslavíu, Mexíkó,
Perú og Sri Lanka hefðu lagt
fram slíka tillögu í bréfi til Shultz,
Shevardnadze og Howe, utan-
ríkisráðherra hinna upprunalegu
samningsríkja, og tillagan var
ennfremur kynnt ráðstefnustjóra
afvopnunarráðstefnunnar í
Genf.
„Þessi tillaga gerir að verkum
að tilraunabann verður á nýjan
leik lykilmál í afvopnunarsamn-
ingum risaveldanna,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson við
Þjóðviljann í gær, en þingmann-
asamtökin PGA sem hann veitir
forystu hafa haft frumkvæði að
samvinnu ríkjanna fimm.
Samtökin héldu ásamt fulltrú-
Itölsku ríkisstjórninni gengur
ekki sem skyldi í baráttunni við
Mafiuna. I gær skipaði hún
þekktan rannsóknardómara, sér-
fræðing í glímu við hermdar-
verkamenn, æðsta yfirmann allra
Mafíurannsókna, eða „umboðs-
mann“, í glimunni við þessi vold-
ugu glæpasamtök.
Strax að loknum ríkisstjórnar-
fundi í gær var gefin út yfirlýsing
þess efnis að Domenico Sica
hefði verið skipaður „umboðs-
maður ríkisvaldsins í baráttunni
við Mafíuna". Sica er þekktur
maður á ftalíu og hefur getið sér
gott orð fyrir rannsókn á hryðju-
verkum ítalskra „borgarskæru-
liða“ (Rauðu herdeildarinnar
svonefndu) og hermdarverka-
hópa úr Austurlöndum nær.
Sem fyrr segir hefur hallað á
ítalska ríkið að undanförnu í
„stríði“ þess við glæpasamtökin.
Helstu orsakir þess eru þær að
lögreglumenn og dómarar í
undirrétti geta ekki setið á sárs
höfði. Alþýða manna hefur fyllst
glögglega með orðahnippingum
þekktra manna úr báðum stéttum
því þær hafa að verulegu leyti far-
ið fram í fjölmiðlum. Hið opin-
bera liggur undir miklu ámæli
vegna þessa og fréttaskýrendur
líta á skipun Sicas sem svar ráða-
manna við gagnrýni almennings.
um ríkjanna blaðamannafund í
húsnæði öldungadeildarinnar í
Washington í gær, og lýsti Ólafur
þar forsögu málsins, - óform-
legum fundi forstumanna PGA
með fulltrúum þrettán ríkja í
Genf í fyrir þremur árum sem
með öðru hefði leitt til þess að
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
Sica hafði á sínum tíma yfirum-
sjón með rannsókninni á ráni og
morði Aldos Moros, fyrrum for-
sætisráðherra Ítalíu. Ennfremur
var honum falið að komast til
botns í banatilræðinu við Jóhann-
es Pál II. páfa árið 1981 og fjölda-
morðinu á Fiumicino flugvellin-
um í Róm fjórum árum síðar. Þá
varð vítisvél einhverra palest-
ínskra hryðjuverkamanna 16 ein-
staklingum að bana.
Ofannefnt ósætti í röðum Maf-
íufjenda verður uppskátt aðeins
sjö mánuðum eftir að yfirvöld
greiddu Mafíunni þyngsta höggið
sem henni hefur verið greitt í
manna minnum. Þá voru 340
mafíósar, háir sem lágir, dæmdir
til langrar fangelsisvistar í Pal-
ermo á Sikiley, höfuðvígi glæpas-
amtakanna.
En maður kemur í manns stað
og nýir herrar hafa sest við
stjórnvöl Mafíunnar á Sikiley.
Um þetta fórust innanríkisráð-
herra Ítalíu, Antóníó Gava, svo-
hljóðandi orð þegar hann gerði
grein fyrir skipun Sicas í embætti
umboðsmanns:
„Það er mjög hætt við því að
Mafíunni vaxi ásmegin á ný-
...brýna nauðsyn ber til þess að
móta skýra og árangursríka
stefnu í baráttunni gegn þessum
glæpasamtökum.“
Embætti umboðsmanns var
anna hefði lýst stuðningi við
þessa leið bæði í fyrra og hitti-
fyrra. Hingaðtil hefðu engin
fimm ríki hinsvegar viljað ganga
fram fyrir skjöldu.
Á blaðamannafundinum voru
ýmsir bandarískir þingmenn, þar
á meðal öldungadeildarmennirn-
ir Tom Harkins og Paul Simon,
stofnað árið 1982 í kjölfar ein-
hvers illræmdasta glæps sem Maf-
ían hefur framið. Þá myrtu út-
sendarar glæpasamtakanna
Carlo Alberto Dalla Chiesa, ný-
skipaðan yfirrannsóknardómara
í Palermo, og eiginkonu hans.
Reuter/-ks.
einn þeirra sem kepptu um for-
setaframboðsútnefningu demó-
krata, og lýstu þeir stuðningi sín-
um við þessa aðferð. Það gerðu
líka Paul Wrankee, helsti samn-
ingamaður Carter-stjórnarinnar í
afvopnunarmálum, og Cheysen,
annar helsti samningamaður
Kennedy-stjórnarinnar við
samningagerðina 1963 sagði að á
þeim tímum hefðu Bandaríkja-
menn viljað algert bann, en So-
vétmenn staðið á móti.
Á fundinum var einnig lesin
orðsending frá öldungadeildar-
þingmanninum Edward Kenne-
dy, einum helsta foringja dem-
ókrata, þarsem hann fagnaði
mjög atburðum og sagði að þetta
frumkvæði að algeru banni væri í
beinu framhaldi af afvopnunar-
stefnu bróður síns í forsetastóli.
Demókratar hafa andstæða af-
stöðu við Reagan-stjórnina í
bannmálum, og kom það skýrt
fram í gær þegar Dukakis forset-
aframbjóðandi þeirra lýsti í til-
efni samningsafmælisins stuðn-
ingi við algert bann, en Bush
varaforseti kvaðst mundu halda
áfram Reagan-línu í þessum efn-
um.
Með tillögu ríkjanna fimm er
ljóst að hvor þeirra sem er verður
nauðugur viljugur að senda full-
trúa til viðræðnanna á næsta ári.
Samningur einsog sá frá 1963 er
staðfestur af öldungadeild
Bandaríkjaþings, hefur lagagildi,
og verður því ekki hunsaður svo
glatt af Hvíta húsinu.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi hef-
ur fyrir sitt leyti fagnað tillögu
ríkjanna fimm og lýst yfir að So-
vétríkin taki fullan þátt í nýrri
ráðstefnu. Sovétríkin hafa und-
anfarin ár beitt sér fyrir tilrauna-
banni og eitt af fyrstu verkum
Gorbatsjovs var að stöðva ein-
hliða tilraunir heimafyrir.
Tillagan nú og væntanlegar
viðræður um tilraunabanr, auka
enn hróður þingmannasamtak-
anna PGA, sem kunnust voru
fyrir að hafa átt frumkvæði að
samvinnu „þjóðarleiðtoganna
sex“ um afvopnunarmál.
-m
Sumarráðstefna SÍNE 1988
Sumarráðstefna SÍNE verður haldin laugardaginn 6. ágúst n.k. kl. 14.00 á
Hótel Borg við Austurvöll. Á fundinum verður starfið framundan skipulagt og
staðan í dag rædd.
Er mögulegt að leiðrétta framfærsluviðmiðanir LÍN, og þá hvernig?
Dagskrá fundarins:
A) Kosning fundarstjóra og fund-
arritara.
Skýrsla stjórnar og fulltrúa
SÍNE í stjórn LÍN.
Endurskoðaðir reikningar fyrir
starfsárið teknir til afgreiðslu.
Fréttir úr deildum.
B)
C)
D)
E) Stjórnarskipti.
F) Tillögur til ályktunar sumarráð-
stefnu afgreiddar.
G) Kosning fulltrúa SÍNE í stjórn
LÍN og sambandsstjórn ÆSt.
H) Kosning fulltrúa SÍNE í heildar-
samtök námsmanna.
I) Önnur mál.
Brýnt er að sem flestir SÍNE félagar mæti á ráðstefnuna.
Stjórn SÍNE
✓
Italía
Mafían hefur níu líf
Mafían hefur náð sér eftir blóðtökuna í Palermo. Ósætti embœttismanna
tálmar baráttuna við glœpasamtökin
Laugardagur 6. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13