Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 7
INNSYN
Vaknaði snöggvast - sofnaði aftur
Brakar í undirstöðumfiskvinnslunnar. Sjávarútvegsráðherra í nefnd um nýtt álver í Straumsvík.
Blönduvirkjun kennt um breytingar á áformaðri virkjunarröð. Búrfell II og Kvíslaveitur smávirkjanir.
Landsvirkjun telur ráðherra misskilja hlutina
að hefur vakið athygli hvað
hljótt hefur verið að undan-
fornu um Halldór Asgrímsson
sjávarútvegsráðherra. Fisk-
vinnslufyrirtæki segja upp starfs-
fólki sínu, verðfall er á afurðum
frystihúsa á Bandaríkjamarkaði
og forsvarsmenn útgerðar og fisk-
vinnslu staðhæfa að framundan
séu enn meiri erfiðleikar. Þeir
svartsýnustu álíta að á næstu
mánuðum verði þeir atburðir er
skipta muni sköpum fyrir framtíð
íslenskrar fiskvinnslu, það verði
um líf og dauða að tefla.
Hvað er
ráðherrann að gera?
En hvar er sjávarútvegsráð-
herra? Er hann ekki fremstur í
flokki við að móta stefnu í mál-
efnum sjávarútvegs? Á hann ekki
einhver svör til íbúa sjávarplássa
sem óttast að kippt verði grund-
vellinum undan atvinnu þeirra?
Hefur ráðherann ekki einhvern
boðskap að færa þeim sem búa
við þá martröð að heimabyggð
þeirra eigi ekki framtíð fyrir sér,
að íbúarnir neyðist til að flytjast
burt þegar fótunum hefur verið
kippt undan atvinnulífinu á
staðnum?
Það verður að segjast eins og er
að Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur ekki verið
fremstur í flokki þeirra sem krefj-
ast þess að veiðar og vinnsla geti
dafnað á eðlilegan máta, að
reksturinn verði t.d. ekki gerður
að skrípaleik með tryllingslega
háum vaxtagjöldum til þeirra
sem útvega lánsfé.
Sjávarútvegsráðherra komst
þó í fréttir fyrir skömmu. Þegar
vitnaðist að Friðrik Sophusson
iðnaðarráðherra ynni að því að fá
álver númer tvö í Straumsvík og
að gert væri ráð fyrir að megnið af
orkunni til álbræðslunnar kæmi
úr nýrri Búrfellsvirkjun, þá tók
Halldór Ásgrímsson að rumska.
Nú vildi þannig til að sama dag og
iðnaðarráðherra undirritaði
samning við fjóra útlenda
auðhringi um hagkvæmnisathug-
un á nýju Straumsvíkurálveri, þá
voru í iðnaðarráðuneytinu enda-
nlega jarðaðar hugmyndir um
byggingu kísilmálmvinnslu
austur á Reyðarfirði. Margir
Austfirðingar hrukku í kút og án
efa hafa einhverjir gert hróp að
fyrsta þingmanni Austurlands-
kjördæmis, Halldóri Ásgrímssyni
sjávarútvegsráðherra.
Með andfælum
' Þeim, sem vakna upp af værum
blundi, er tamt að ræskja sig
hressilega. Lesendur Morgun-
blaðsins urðu heldur betur varir
við ræskingar sjávarútvegsráð-
herra. Blaðið hefur eftir honum
þann 16. júlí síðastliðinn að for-
sendur hagkvæmnisathugunar
iðnaðarráðherra á nýju álveri séu
rangar. Sjónarhornið, sem valið
hafi verið, sé allt of þröngt. Sjáv-
arútvergsráðherra gagnrýndi að
gengið skyldi út frá Straumsvík
sem gefinni forsendu, það bindi
hendur manna varðandi virkjun-
arkosti.
Eins og við er að búast af fyrsta
þingmanni Austfirðinga, vildi
sjávarútvegsráðherra að næsta
stórvirkjun yrði á Fljótsdalshér-
aði en áleit að hún yrði að tengj-
ast stóriðju í grenndinni enda
vildu Austfirðingar stóriðju í
Reyðarfirði. Ekki hefur vitneskj-
an um ályktun alþingis um virkj-
anaröð orðið til að draga úr yfir-
lýsingagleði sjávarútvegsráð-
herra, en samkvæmt henni skal
næsta stórvirkjun íslendinga
verða Blönduvirkjun, sem nú er
unnið að, en sú þarnæsta Fljóts-
dalsvirkjun.
Og Halldór Ásgrímsson hótaði
hörðu: „Það hefur engin pólitísk
afstaða verið tekin til þessa máls.
Ef nást á eining um þetta mál, er
nauðsynlegt að allar forsendur
liggi fyrir. Eg hef aldrei lagst gegn
athugunum en þegar málið verð-
ur skoðað ofan í kjölinn, þarf
nauðsynlega að kanna alla kosti
sem talist geta hagkvæmir."
Vegna þess að málið hefði ekki
komið til afgreiðslu í ríkisstjórn-
inni eða þingflokkum, sem að
henni standa, taldi ráðherrann að
lítill vandi væri að leiðrétta þessi
mistök. Það er engu líkara en
Halldór Ásgrímsson sé að hóta
því að vera með læti á ríkisstjórn-
arheimilinu.
Haft er fyrir satt, að þeir
Austfirðingar, sem vilja fá stór-
iðjuver í kjördæmið, hafi verið
fádæma ánægðir með þessa
frammistöðu fyrsta þingmanns
síns.
Samgöngu-
erfiðleikar
Nú hefði mátt ætla að Friðriki
Sophussyni iðnaðarráðherra yrði
brugðið; Framsókn með læti og
hótanir um að setja allt í bál og
brand. En hann er hinn rólegasti í
viðtali sem Morgunblaðið birti
næsta dag. Þetta verkefni hafi frá
upphafi verið bundið við
Straumsvík, það hafi alltaf legið
Ijóst fyrir. Áuðvitað mæli ekkert
á móti því að seinna, þegar búið
verði að byggja álver númer tvö í
Straumsvík, verði byggt þriðja ál-
verið. Það gæti sem hægast verið
einhvers staðar á Austurlandi og
þá væri alveg gráupplagt að
virkja í Fljótsdal, annað hvort
væri nú. En nú sé það sem sagt
Straumsvík og virkjanir á Þjórs-
ársvæðinu sem séu á dagskrá.
Þegar iðnaðarráðherra er tek-
inn á beinið í Nýju helgarblaði
Þjóðviljans 5. ágúst og spurður út
í ásakanir Halldórs Ásgrímssonar
varaformanns Framsóknar ítrek-
ar hann að málið hafi verið kynnt
í ríkisstjórninni og segir: „Eigum
við ekki að segja að það sé sam-
gönguskortur innan Framsóknar-
flokksins sem veldur því að þessi
vitneskja hefur ekki borist til
þingmanna flokksins.“
Komst í nefnd
Og iðnaðarráðherra getur upp-
lýst að búið sé að skipa sérstaka
ráðherranefnd til að fylgjast með
framvindu málsins. í henni sitji
einn ráðherra frá hverjum
stjórnarflokki, hann sjáfur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, Jóhanna
Sigurðardóttir fyrir Alþýðu-
flokkinn og fyrir Framsóknar-
flokkinn hvorki meira né minnna
en sjálfur sjávarútvegsráðher-
rann, Halldór Ásgrímsson.
Sú ákvörðun iðnaðarráðherra
að skipa Halldór Ásgrímsson í
ráðherranefnd, sem fylgjast á
með framgangi áætlana um nýtt
álver í Straumsvík og nýja Búr-
fellsvirkjun, gæti við fyrstu sýn
virst furðaníega fífldjörf, dálítið í
ætt við að ráða borgaraskæruliða
í lífvarðarsveit forseta. En iðnað-
arráðherra hefur vitað að ekki
bæri að taka það of hátíðlega þótt
eitthvað hvessti hjá fyrsta þing-
manni Austfirðinga svona rétt á
meðan hann væri að vakna og ná
áttum.
Lesendur Þjóðviljans jafnt á
Austurlandi sem annars staðar
sáu í fyrradag að mat iðnaðarráð-
herra hefur verið hárrétt: Hall-
dór Ásgrímsson hefur séð ljósið
og veit að ekki þýðir að vera með
neitt múður. Hann færir rök fyrir
breyttum skoðunum sínum og sú
röksemdafærsla er vel þess virði
að við hana sé staldrað stutta
stund. Auðvitað skiptir ekki
sköpum hvort menn kúvenda eða
stagvenda, niðurstaðan er ný
stefna. En engu að síður er oft
gaman að fylgjast með siglingu.
Allt vegna Blöndu
Sjávarútvegsráðherra hefur
sem sé komist að því eftir nokkra
yfirlegu að ekki verði undan því
vikist að byggja nýtt álver í
Straumsvík vegna þess að á sín-
um tíma var ráðist í Blönduvirkj-
un: „Það liggur alveg fyrir,“ segir
hann í Þjóðviljaviðtalinu, „að
slíkt álver yrði að vera tengt
Blönduvirkjun. Blönduvirkjun
er það stór að hún verður ekki
nýtt fyrir almennan markað fyrr
en um aldamótin þannig að þegar
ákveðið var að byggja Blönduvir-
kjun, þá var markaðurinn stór-
kostlega vanmetinn. Þar er um
fjárfestingu að ræða sem ekki
nýtist fyrr en mun síðar en ráð var
fyrir gert og því er það mikið
hagsmunamál fyrir Landsvirkjun
að finna notanda fyrir þá orku
sem þar verður aflað.“
Og þegar sjávarútvegsráð-
herra er spurður hvað gera eigi
við orkuna úr Blönduvirkjun ef
ekkert skyldi nú verða af því að
nýtt álver rísi í Straumsvík, þá
segir hann: „Ja, þá er ekkert við
hana að gera. Þá rennur hún bara
fram hjá.“
En það er maðkur í mysunni
því að „verði álverið í Straumsvík
stækkað, dugir hún hins vegar
ekki til. Því þyrfti minni virkjanir
á Þjórsársvæðinu til að fullnægja
þeirri þörf.“
Sem sagt: Blönduvirkjun er
staðreynd. Eitthvað verður að
gera við orkuna úr henni. Látum
hana í Straumsvíkurálver. Af því
að hún nægir ekki til þess, þá
byggjum við minni virkjanir á
Þjórsársvæðinu. Seinna kemur
svo almennileg virkjun austur á
landi. (Það mun vera skáldaleyfi
að kalla Búrfell II ásamt Kvísla-
veitu „minni virkjanir".)
Þetta er góð kenning fyrir þing-
mann sem þarf að fara heim í
kjördæmi og ræða við bálilla
kjósendur sem farið var að
dreyma stóriðju heima í héraði.
(Sko, ég reyndi, en málið var
bara allt of langt komið.) En sé
kenningin grannskoðuð kemur í
ljós að gera má ráð fyrir að þeir,
sem ákváðu að hafist yrði handa
við virkjun Blöndu, hafa vaðið í
villu og svíma og ráðist í rándýra
stórvirkjun án þess að nokkur not
væru fyrir aukna raforku.
Stunginn
svefnþorni
Það er því engin furða að for-
svarsmenn Landsvirkjunar hafa
brugðist hart við eins og sjá má af
athugasemd þeirra sem birt er í
Þjóðviljanum í dag. Þeir telja
kenningu sjávarútvegsráðherra
byggða á misskilningi. Þeir
minna á að verklokum við Blönd-
uvirkjun hefur verið frestað um
þrjú ár miðað við upphaflegar
áætlanir. En ekki megi dragast
lengur en til hausts 1991 að hún
komist í gagnið. „Er slíkt talið
nauðsynlegt,“ segir Halldór Jón-
atansson forstjóri í fréttabréfi
Landsvirkjunar, „þar sem gera
má ráð fyrir að núverandi orku-
öflunarkerfi verði þá fullnýtt
vegna hinnar árlegu aukningar í
raforkueftirspurn hins almenna
markaðar og það þótt engin ný
stóriðja bætist við.“
Það lá að: Blönduvirkjun er
síður en svo ætlað að framleiða
orku fyrir stóriðju. Hún á að
mæta aukinni eftirspurn á al-
mennum markaði. Er það furða
þótt forsvarsmenn Landsvirkjun-
ar telji kenningu sjávarútvegs-
ráðherra byggða á misskilningi.
Við Þjóðviljamenn erum dálítið
frakkari og leyfum okkur að setja
fram þá skýringartilraun að sjáv-
arútvegsráðherra hafi orðið
svefns vant og að kenning hans
um Blönduvirkjun sé aðferð hans
við að fá svefnfrið. Og nú er hann
sem sé sofnaður aftur.
ÓP
Laugardagur 6. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7