Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 8
Viltu breyta til? Á Þórshöfn eru eftirtaldar stööur lausar til um- sóknar: 1. Hjúkrunarforstjóri. 2. Heilsugæslulæknir. 3. Ljósmóðir. 4. Héraðsdýralæknir. 5. Tónlistarkennari (skólastjóri). 6. Fóstra (forstöðumaður). 7. Grunnskólakennari. Æskilegar kennslugreinar: raungreinar - íþróttir. Einnig vantar á staðinn iðnaðar- og tæknimenn. Gott húsnæði í boði. Upplýsingar eru veittar hjá viðkomandi fagráðuneyti. Skólastjóri Grunnskólans og sveitarstjórinn á Þórshöfn Staða framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar íslands hf. Bifreiðaskoðun íslands hf. auglýsir eftir umsókn- um um starf framkvæmdastjórafélagsins, sem er nýstofnað og ætlað er að taka við skoðun og skráningu ökutækja ásamt fleiri verkefnum. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi í starfið, sem sameinar reynslu og þekkingu á sviði fyrir- tækjareksturs góðri þekkingu á ökutækjum. Einnig er krafist góðrartungumálakunnáttu. Við- komandi þarf að geta tekið til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir stjórnarfor- maðurfélagsins, Björn Friðfinnsson, sími 25000. Skal skila umsóknum á vinnustað hans í dómsmálaráðuneytinu fyrir 24. ágúst n.k. Verslun Hellissandi Til sölu er verslun Kaupfélags Borgfirðinga á Hellissandi. Um erað ræða vörubirgðir, áhöld og innréttingar og verslunarhúsið Hellisbraut 10 ásamt íbúðarhúsinu Bárðarási 17. Til greina getur komið að selja t.d. vörubirgðir, innréttingar og áhöld en leigja verslunarhúsið. Nánari upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra eða full- trúa kf.stj. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi sími 93-71200. Orðsending til grunnskólakennara Enn er tækifæri til að fá kennarastarf við grunn- skólana í Hafnarfirði. Okkur vantar íslenskukennara í unglingadeildir, kennara til að kenna stærðfræði, eðlisfræði og líffræði í 7., 8. og 9. bekk, sérkennaraog kennara til að annast tónmenntakennslu. Upplýsingar gefur Fræðsluskrifstofa Hafnar- fjarðar sími 53444. Skólafulltrúi Fóstrur Forstöðumann, deildafóstrur vantar til starfa hjá ísafjarðarkaupstað. Útvegum húsnæði - önnur hlunnindi. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 94- 3722. Félagsmálastjóri Listasafn íslands Blávængjaða klukkan Mynd ágústmánaðar í Lista- safni íslands er eftir Marc Cha- gall og heitir „Blávængjaða klukkan“, olíumálverk frá árinu 1949. Chagall var af gyðingaættum, fæddur í Vitebsk í Rússlandi árið 1887 en settist að í Frakklandi og lést þar árið 1985, á 98. aldursári. Á sýningunni eru 41 verk, olíu- málverk, vatnslitamyndir og teikningar og gefur sýningin góða mynd af listferli hans og þeim við- fangsefnum sem heilluðu hann mest. Á hverjum fimmtudegi er leið- sögn um mynd mánaðarins í fylgd sérfræðings, þar sem listamaður- inn og verkið eru kynnt. Leið- sögnin fer fram klukkan 13.30 en aðgangseyrir inná sýninguna er 300 krónur. Sýningu Listasafnsins á verk- um Chagalls lýkur 14. ágúst og fer því hver að verða síðastur að sjá verk þessa heimsþekkta lista- manns. Bœkur Leirböð Út er komin hjá Útgáfunni Org bókin Leirböð - þættir um þjóð- ernið eftir Benóný Ægisson. Bók- in er 64 blaðsíður og fjallar um þjóðernishyggju, þjóðrembing og þjóðernisfasisma. Höfundur reynir samkvæmt sagnfræðilegri hefð að varpa hulu yfir sögu þjóð- ernishreyfinga á íslandi og í Evr- ópu síðastliðin hundruð ár eða svo. í tveim smásögum einum, ljóð- leik (óperutexta), einum atóm- ljóðabálki og einni rímu reynir höfundur að svara ýmsum spurn- ingum sem brenna á mörgum þeim sem láta sig málið varða. Hver var ástæðan fyrir skeifu Ing- ibjargar? Hvernig plumar Mart- inus van der Lubbe sig í villtu næturlífi Reykjavíkurborgar? Hvernig var að vera á bísanum í Róm Mússólínis árið 1939 í upp- hafi síðari heimsstyrjaldar? Hversu má íslenskur ráðherra í heilögu stríði sínu við kanann og hvalastofnana? Þessum spurn- ingum er ef til vill svarað í bók- inni. Þá er einnig reynt að upp- lýsa rúmlega aldargamalt morð- mál frá Islendingabyggðum í Kaupmannahöfn. Höfundur reynir að sjá þeim sem hafa öll svörin fyrir viðeigandi spurning- um. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENMUM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. UUMFEBÐAR RÁO 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Rafei ndavi rkjanám Nemendur verða teknir í rafeindavirkjun í haust á 5. og 7. önn. Námið er bóklegt og verkleg starfsþjálfun á ýms- um deildum stofnunarinnar í Reykjavík og víðs- vegar um landið og lýkur með sveinsprófi. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknir, ásamt vottorði þarsem kemurfram að öllum áföngum á fyrri önnum sé lokið, sakavott- orði og heilbrigðisvottorði, berist Póst- og síma- skólanum fyrir 20. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og símaskólanum, hjá dyravörðum Landsímahúss- ins við Austurvöll og Múlastöðvar við Suðurlandsbraut og ennfremur á póst- og sím- stöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í síma 91-26000/336/385/386. Reykjavík, 07.08. 1988 Skólastjóri Póstnám Nemendur verða teknir í póstnám nú í haust. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá námstíminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúd- entsprófi eða hafi hliðstæða menntun er náms- tími eitt ár. Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijós- riti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, ber- ist Póst- og símaskólanum fyrir 20. ágúst n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og símaskólanum, hjá dyravörðum Landsímahúss, Múlastöðvar og ennfremur á póst- og símstöðv- um. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í síma 91-26000/336/385/386. Reykjavík, 07.08. 1988 Skólastjóri Byggingafélag eldri íbúa í Garðabæ Stofnfundur byggingafélags eldri íbúa í Garðabæ verður haldinn miðvikudaginn 10. ágúst n.k. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20.30. Tillaga undirbúningsnefndar að skipulagsskrá félagsins liggur frammi á skrifstofu félagsmála- ráðs Garðabæjar, safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Garðbæingar 60 ára og eldri eru hvattir til að mæta. Garðabæ, 5. ágúst 1988 Undirbúningsnefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.