Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur ó. ágúst 17ó. tölublað 53. árgangur Skóglendi Dularfullur birkidauði Geigvœnlegt ásigkomulag birkiskóga á Suður- og Vesturlandi. Allt aðþriðja hvert tré íÞórsmörk dautt. IngviÞorsteinsson: Ein afperlum íslenskrar náttúru íbráðri hœttu Allt að þriðja hver birkihrísla í Þórsmörk er dauð og ástand ann- arra birkiskóga á Suður- og Vest- urlandi er litlu skárra. Ingvi Þor- steinsson, náttúrufræðingur, sem tók þátt í athugun á skóglendi í Þórsmörk, segir að þessi perla ís- lenskrar náttúru sé í hættu. Að sögn Ingva er ekki hægt að kenna sauðkindinni um birki- dauðann heldur átroðningi sívax- andi rennsli ferðamanna í Mörk- ina. Ingvi segir að það verði að setja reglur um ítölu ferðalanga á Þórsmerkursvæðinu. Birkidauðinn er mjög áberandi í kjarr- og skóglendi á Suður- og Vesturlandi í sumar. Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur, segir að umtalsverður birkidauði hafi ver- ið áberandi sl. ár. - Ég get ekki sagt til um orsak- irnar að svo stöddu, en þær eru margar og samverkandi, segir Jón Gunnar. Sjá síðu 2 Seðlabankastjóri Gleymið braskinu Tómas Árnason, Seðlabanka- stjóri segir í samtali við Þjóðvilj- ann að tilgangslaust sé fyrir fyrir- tæki eða stofnanir sem kynnu að freistast til spákaupmennsku með gjaldeyri vegna meintrar yf- irvofandi gengisfellingar, að hugsa um slíkt. „Við fylgjumst mjög grannt með gjaldeyris- kaupum þessa dagana og ef við verðum varir við einhverja lykt af spákaupmennsku munum við grípa í taumana," segir Tómas. Sagði Tómas að eftirlit hefði ver- ið hert, en vildi hins vegar ekki svara því hvort hömlur yrðu sett- ar á gjaldeyriskaup nú á næstunn- i.„En ráðherrar verða látnir vita, verðum við varir við einhverjar hræringar." Sjá síðu 3 Landsvirkjun snuprar Halldór Landsvirkjun telur það mikinn misskilning hjá Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráðherra að ekkert verði við orkuna úr Blönduvirkjun að gera, verði ekki af álveri í Straumsvík. Þótt ekki komi til ný stóriðja, verður núverandi orkuöflunarkerfi fullnýtt eftir þrjú ár, þá verður Blönduvirkjun að verða tilbúin. Það vakti athygli að fyrsti þing- maður Austurlands, Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra, sagði í viðtali, sem Þjóðviljinn birti í fyrradag, að kæmi ekki til nýtt álver í Straumsvík, nýttist ekki orkan frá Blönduvirkjun en af því að hún væri ekki alveg nægjanleg fyrir nýtt álver þyrfti „minni virkjanir" á Þjórsársvæð- Sjá síður 4 og 7 Idag eru liðin rétt 43 ár frá því kjarnorkuspengju var varpað á Hírósíma. Þessa minntust Reykvíkingar með kertafleyt- inau í aærkvöldi. I ingu í gærkvöldi. Kjarnorkuvopn Tilraunabann í sjónmáli Fimm ríki sameinast um að knýja stórveldin að samningaborði um tilraunabann aðfrumkvœði þingmannasamtakannaPGA.Forystumenn demókrata í Bandaríkjunum lýsa stuðningi Bandaríkjamenn og Sovét- menn munu eftir áramót ásamt öðrum kjarnorkuveldum setjast niður að samningaviðræðum um algert bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Fimm ríki hafa lagt fram breytingartillögu við aldarfjórð- ungs gamlan samning um bann við kjarnorkutilraunum ofan- jarðar, sem utanríkisráðherrar Kennedy, Khrústsjovs og Mac- Millans undirrituðu 5. ágúst 1963. Það voru alþjóðlegu þing- mannasamtökin PGA sem áttu frumkvæði að framtaki ríkis- stjórnanna fimm, - í Indónesíu, Júgóslavíu, Mexíkó, Peru og Sri Lanka -, og sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður samtakanna í gær að með þessu væri algert tilraunabann á nýjaleik orðið lyk- ilmál í risaveldasamskiptum. Tillaga ríkjanna verður óhjá- kvæmilega til þess að samnings- ríkin, sem nú eru 103, verða að efna til viðræðna um breytingar- tillöguna og verður næsti forseti Bandaríkjanna, - Dukakis eða Bush - þarmeð nauðugur viljug- ur að taka þátt. Reagan-stjórnin hefur í átta ár staðið gegn til- lögum um frekari takmarkanir á tilraunum með kjarnorkuvopn. Á blaðamannafundi í Wash- ington í gær kom fram víðtækur stuðningur bandarískra demókr- ata við tillöguna, meðal annars frá Paul Simon og Edward Kenn- edy. Sjá síðu 13 Landakot Landakotshnúturinn herðsst Stjórn Landakots hitti heilbrigðisráðherra í gœr. Allir aðilar halda fast við sitt Guðmundur Bjarnason heil- brigðismálaráðherra varð við ósk stjórnar Landakots í gær og átti með henni fund. Ráðherrann segir fundinn engu hafa breytt í stöðunni og afstaða hans til skýrslu Ríkisendurskoðunar sé sú sama og áður. Guðmundur mun eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni fjármálaráðherra og skýra honum frá fundinum. En Jón hefur sjálfur ekki viljað ræða við stjórn Landakots. Gunnar J. Friðriksson fram- kvæmdastjóri VSÍ segist bjart- sýnn á að málið hljóti jákvæðan endi, en hann á sæti í fulltrúaráði spítalans. Það hafi hins vegar hvarflað að sér að áhrifamiklir aðilar vilji rifta * stofnsamningi Landakots áður en hann rennur út. Hann telur gagnrýní Ríkis- endurskoðunar að mestu byggða á misskilningi. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.