Þjóðviljinn - 06.08.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Page 1
Laugardagur 6. ágúst 176. tölublað 53. árgangur Skóglendi Dularfullur birkídauði Geigvœnlegt ásigkomulag birkiskóga á Suður- og Vesturlandi. Alltað þriðja hverttré íÞórsmörk dautt. Ingvi Þorsteinsson: Ein afperlum íslenskrar náttúru í bráðri hœttu Allt að þriðja hver birkihrísla í Þórsmörk er dauð og ástand ann- arra birkiskóga á Suður- og Vest- urlandi er litlu skárra. Ingvi Þor- steinsson, náttúrufræðingur, sem tók þátt í athugun á skóglendi í Þórsmörk, segir að þessi perla ís- lenskrar náttúru sé í hættu. Að sögn Ingva er ekki hægt að kenna sauðkindinni um birki- dauðann heldur átroðningi sívax- andi rennsli ferðamanna í Mörk- ina. Ingvi segir að það verði að setja reglur um ítölu ferðalanga á Þórsmerkursvæðinu. Birkidauðinn er mjög áberandi í kjarr- og skóglendi á Suður- og Vesturlandi í sumar. Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur, segir að umtalsverður birkidauði hafi ver- ið áberandi sl. ár. - Ég get ekki sagt til um orsak- irnar að svo stöddu, en þær eru margar og samverkandi, segir Jón Gunnar. Sjá síðu 2 Sjá síðu 3 I* dag eru liðin rétt 43 ár frá því kjarnorkuspengju var varpað á Hírósíma. Þessa minntust Reykvíkingar með kertafleyt- ingu í gærkvöldi. Seðlabankastjóri Kjarnorkuvopn Tilraunabann í sjónmáli Fimm ríki sameinast um að knýja stórveldin að samningaborði um tilraunabann aðfrumkvœði þingmannasamtakanna PGA. Forystumenn demókrata í Bandaríkjunum lýsa stuðningi Landsiriikjun snuprar Halldor Landsvirkjun telur það mikinn misskilning hjá Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráðherra að ekkert verði við orkuna úr Blönduvirkjun að gera, verði ekki af álveri í Straumsvík. Þótt ekki komi til ný stóriðja, verður núverandi orkuöflunarkerfi fullnýtt eftir þrjú ár, þá verður Blönduvirkjun að verða tilbúin. Það vakti athygli að fyrsti þing- maður Austurlands, Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra, sagði í viðtali, sem Þjóðviljinn birti í fyrradag, að kæmi ekki til nýtt álver í Straumsvík, nýttist ekki orkan frá Blönduvirkjun en af því að hún væri ekki alveg nægjanleg fyrir nýtt álver þyrfti „minni virkjanir" á Þjórsársvæð- inu. Sjá síður 4 og 7 Bandaríkjamenn og Sovét- menn munu eftir áramót ásamt öðrum kjarnorkuveldum setjast niður að samningaviðræðum um algert bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Fimm ríki hafa lagt fram breytingartillögu við aldarfjórð- ungs gamlan samning um bann við kjarnorkutilraunum ofan- jarðar, sem utanríkisráðherrar Kennedy, Khrústsjovs og Mac- Millans undirrituðu 5. ágúst 1963. Það voru alþjóðlegu þing- mannasamtökin PGA sem áttu frumkvæði að framtaki ríkis- stjórnanna fimm, - í Indónesíu, Júgóslavíu, Mexíkó, Perú og Sri Lanka -, og sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður samtakanna í gær að með þessu væri algert tilraunabann á nýjaleik orðið lyk- ilmál í risaveldasamskiptum. Tillaga ríkjanna verður óhjá- kvæmilega til þess að samnings- ríkin, sem nú eru 103, verða að efna til viðræðna um breytingar- tillöguna og verður næsti forseti Bandaríkjanna, - Dukakis eða Bush - þarmeð nauðugur viljug- ur að taka þátt. Reagan-stjórnin Guðmundur Bjarnason heil- brigðismálaráðherra varð við ósk stjórnar Landakots í gær og átti með henni fund. Ráðherrann segir fundinn engu hafa breytt í stöðunni og afstaða hans til skýrslu Ríkisendurskoðunar sé sú sama og áður. Guðmundur mun eiga fund með Jóni Baldvin hefur í átta ár staðið gegn til- lögum um frekari takmarkanir á tilraunum með kjarnorkuvopn. Á blaðamannafundi í Wash- ington í gær kom fram víðtækur stuðningur bandarískra demókr- Hannibalssyni fjármálaráðherra og skýra honum frá fundinum. En Jón hefur sjálfur ekki viljað ræða við stjórn Landakots. Gunnar J. Friðriksson fram- kvæmdastjóri VSÍ segist bjart- sýnn á að málið hljóti jákvæðan endi, en hann á sæti í fulltrúaráði spítalans. Það hafi hins vegar ata við tillöguna, meðal annars frá Paul Simon og Edward Kenn- edy. hvarflað að sér að áhrifamiklir aðilar vilji rifta stofnsamningi Landakots áður en hann rennur út. Hann telur gagnrýni Ríkis- endurskoðunar að mestu byggða á misskilningi. Sjá síðu 3 Sjá síðu 13 Landakot Landakotshnúturinn herðist Stjórn Landakots hitti heilbrigðisráðherra í gœr. Allir aðilar halda fast við sitt Gleymið braskinu Tómas Árnason, Seðlabanka- stjóri segir í samtali við Þjóðvilj- ann að tilgangslaust sé fyrir fyrir- tæki eða stofnanir sem kynnu að freistast til spákaupmennsku með gjaldeyri vegna meintrar yf- irvofandi gengisfellingar, að hugsa um slíkt. „Við fylgjumst mjög grannt með gjaldeyris- kaupum þessa dagana og ef við verðum varir við einhverja lykt af spákaupmennsku munum við grípa í taumana," segir Tómas. Sagði Tómas að eftirlit hefði ver- ið hert, en vildi hins vegar ekki svara því hvort hömlur yrðu sett- ar á gjaldeyriskaup nú á næstunn- i.„En ráðherrar verða látnir vita, verðum við varir við einhverjar hræringar."

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.