Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.08.1988, Blaðsíða 9
FRETTIR Kvennaþingið Nemum ekki staðar í Osló Innflytjendakonur minntu ráðamenn á sig. Guðrún Ágústsdóttir: Færeyskar, grœnlenskar og íslenskar konur vinni saman þegar heim kemur Við í framkvæmdanefndinni erum sammála um að kvenna- þingið gangi samkvæmt vonum okkar, það rennur allt ijúflega áfram án þess að það sé of skipu- lagt og má segja að hér fái öll blóm að blómstra, sagði Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi íslands f framkvæmdanefnd kvennaþing- sins í Osló. - Það er mjög gaman að því hvað margar uppákomur hafa verið óundirbúnar og ýmsir óvæntir liðir hafa verið teknir á dagskrá. Til dæmis við opnunar- athöfn þingsins þar sem fulltrúar í Norðurlandaráði voru að ræða framkvæmdaáætlun í jafnréttis- málum gengu í salinn innflytjend- akonur með spjöld og merki og vildu flytja ávarp. Þær voru mjög reiðar yfir því, að í framkvæmda- áætluninni er ekki minnst einu orði á innflytjendakonur en það er sá hópur kvenna sem hefur það hvað verst í dag. Það voru allir sammála um það að leyfa þeim að flytja ávarpið og var þeim klapp- að lof í lófa eftir á. Guðrún sagði að í Osló væru staddir um 400 blaðamenn og yfir 10 þúsund konur auk þess hún taldi að umfjöllun fjölmiðla ætti þátt í því að fleiri norskar konur væru á leiðinni á þingið. Aðspurð um hvernig gengið hefði að útvega öllum þessum fjölda gistingu sagði Guðrún að - Ofarlega í mínum huga er að konur frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi vinni saman að sameiginlegum hagsmunamálum þegar heim verður komið, segir Guðrún Agústsdóttir. Mynd mj. útlitið hefði ekki verið gott um tíma en að lokum hefði þó tekist að koma öllum fyrir. Guðrún sagðist vera svolítið vonsvikin yfir fréttaflutningi af þinginu. í sjónvarpi og blöðum hefði aðallega verið sagt frá mag- adansi og norsku konunum sem teldu það vera mesta jafnrétti að konur yrðu skyldaðar til að gegna herþjónustu. Hér er eitthvað nýtt eða sexý á ferðinni og fær því NORDISK FORUM 30/7-7/8 1988 OSLO mikla umfjöllun en aftur á móti ekkert einkennandi fyrir dag- skrána, en innan ráðstefnunnar rúmast allar skoðanir. Hvernig geta konur haldið áfram að vinna úr því sem fram kemur á þessu þingi þegar heim er komið? - Það er ofarlega í mínum huga að færeyskar, íslenskar og grænl- enskar konur myndi samstarfs- hóp og hittist eins fljótt og mögu- legt er, því við eigum mjög margt sameiginlegt. Auk þess hljóta all- ar þessar konur sem hér eru að halda fundi í sínum félögum og dreifa upplýsingum um það sem hér hefur verið að gerast og það hafa myndast tengsl við ýmsa hópa frá hinum Norðurlöndun- um sem mikilvægt er að halda sambandi við. Það má ekki láta staðar numið þegar heim kemur, sagði Guðrún. Það sem snýr sérstaklega að ís- lensku’ konunum hér þá taldi Guðrún bagalegt að þær hefðu ekki túlka því það háði þeim mörgum að skilja ekki önnur Norðurlandamál og geta ekki tjáð sig. - Við íslenskar konur verðum að horfast í augu við það að við þurfum aðstoð við að tjá okkur í norrænni samvinnu ef við ætlum að standa jafnfætis öðrum. Mj/iþ Bás Kvennalistans á kvennaþinginu í Osló hefur vakið mikla athygli. Sýnt er að mörgum norrænum stallsystrum íslenskra kvennalistakvenna finnst mikið til koma um frammistöðu listans. Mynd mj. Kvennaþingið Hlíf Geirsdóttir frá Húsavík mætti á kvennaþingið í upphlut - heima- saumuðum. Hlíf hafi í nógu að snúast fyrsta dag þingsins við að sitja fyrir í þjóðlegri múnderingunni. Mynd mj. Launajafhrétti ellegar kvemaveifcfall Jóhanna Sigurðardóttir: Kvennastörfverði endurmetin og konurfái hlutdeild í fríðindum Osló - í yfirheyrslu yfír ráð- herrum jafnréttismála á Norðurlöndum á kvennaþinginu í gær áréttaði Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, hug- myndir sínar um kvennabyltingu ef ekki næðist launajafnrétti kynjanna á næstu tveimur árum. - Þá boðum við verkfall með tveggja ára fyrirvara og söfnum digrum verkfallssjóði, sagði Jó- hanna, sem setið hefur ráðstefnu Norðurlandaráðs um fram- kvæmdaáætlun í jafnréttismál- um. Jóhanna sagði að fyrst skyldu menn athuga hvernig áætlun um fjölgun kvenna í stöðum hjá því opinbera og launajöfnuð gengi upp. Tillaga Jóhönnu hlaut góðar undirtektir meðal 700 kvenna sem sóttu fundinn, en jafnréttisráðherra Dana, Henn- ing Dyremose, var ekki jafn hrif- inn. - Yfirlýsingar sem þessar færa jafnréttisbaráttuna 15 ár aft- ur í tímann, sagði hann og fékk að launum óánægjuklið frá áheyr- endum og var það ekki í eina skiptið sem ummæli hans vöktu litla hrifningu. Jóhanna lagði í máli sínu mesta áherslu á kröfuna um endurmat á hefðbundnum kvennastörfum og konur fengju jafna hlutdeild í fríðindum á við karla á vinnu- markaðnum. Hún sagðist fylgjandi því að hið opinbera gripi inní til að tryggja konum launajafnrétti þar sem það hefði sýnt sig að mark- aðsöflin ein og sér gerðu það ekki. Ein þeirra spurninga sem ráð- herramir fengu laut að næsta tak- mörkuðum áhuga fjölmiðla á jafnréttismálum og hvernig mættti breyta því. Henning Dyr- emose sagði að danskir fjölmiðl- ar töluðu um að kvennaþingið væri gamaldags ráðstefna og sagði hann að ef konur vildu fá umræðu um jafnréttismál, þá skyldu þær sjá til þess að næsta ráðstefna yrði opin körlum því jafnrétti værii jú einnig fyrir karla. Jóhanna Sigurðardóttir benti honum á að karlemenn stjórnuðu einu sinni fjölmiðlunum. - Ef konur væm við stjórnvölinn á fjölmiðlum í fimm ár þá yrði jafnréttisumræðunni gefið það vægi sem hún ætti skilið, sagði Jóhanna, en allmörg erindi á kvennaþinginu hafa einmitt fjall- að um næsta takmarkaðan hlut kvenna í umfjöllun fjölmiðla. -mj Laugardagur 6. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Sálfræðingur - sérkennslufulltrúi Sálfræðing vantar í fullt starf við Fræðsluskrif- stofu Suðurlands frá 1. september n.k. Einnig vantar sérkennslufulltrúa í fullt starf frá sama tíma. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Nánari upplýsingar á Fræðsluskrifstofu Suðurlands í símum 98-21962 og 98-21905. Umsóknir sendist á Fræðsluskrifstofu Suðurlands Austurvegi 38, 800 Selfossi. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að VÉLSKÓLA ÍSLANDS vantar kennara í rafmagnsfræðigreinum og að FRAMHALDSSKÓLA AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU vantar kennara til að kenna dönsku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 16. ágúst næstkomandi. Menntamálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.