Þjóðviljinn - 30.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.08.1988, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Guðmundur Baldursson sést hér skora sigurmark Valsmanna í úrslitaleiknum á laugardag. Þorsteinn Bjarnason hefur varið skot Sigurjóns Kristjánssonar (nr. 3) en skot Guðmundar fer undir Þorstein og í netið. Mynd. e. ói. Mjólkurbikarkeppnin Atli fram og sigurmarak Valsmanna skömmu síðar Guðmundur „útileikmaður“ Baldursson skoraði eina markiðísínumfyrstabikarúrslitaleik Valsmenn eru bikarmeistarar 1988 eftir úrslitaleik við Keflvíkinga á Laugardalsvelli á laugardag. Þeir sigruðu nokkuð örugglega en skoruðu engu að síður aðeins eitt mark, eins og svo oft áður. Guð- mundur Baldursson, úthcrjinn snjalli í Valsliðinu, skoraði eina mark leiksins og var þetta fyrsta mark hans með Val eftir að hann byrjaði að leika með þeim í júní sl. Markið kom skömmu eftir að Atli Eðvaldsson hafði verið færður í sóknina en það þótti furðu sæta að hann lék í vörninni meiri hluta leiksins. Valsmenn höfðu tögl og hagl- dir mest allan leikinn og komust Keflvíkingar lítið áleiðis gegn sterkri vörn þeirra. Það var einna helst Ragnar Margeirsson sem náði að ógna Valsmönnum með leikni sinni en samherjar hans voru að sama skapi ekki eins vel með á nótunum. Þegar Ragnar síðan meiddist og fór útaf rétt fyrir leikhlé var allur broddur horfinn úr Suðurnesjamönnum og aðeins tímaspursmál hvenær Valsmönnum tækist að skora hjá Þorsteini öruggum markverði Bjarnasyni. Valsmenn eru vanir að skora sín mörk (eða sitt mark) í síðari hluta leiksins og það var engin breyting á því nú. Hins vegar hefði sóknarleikur jafnvel orðið skæðari ef Atli hefði leikið fram- ar allan leikinn. Atli lék í vörn- inni og er sú ráðstöfun mjög Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins, 27. ágúst 1988 Valur-ÍBK..................1-0 (0-0) 1-0GuðmundurBaldursson.........67.mín. Llð Vals: Guðmundur Baldursson, Atli Eð- valdsson, Sigurjón Kristjánsson, Magni Blöndal Pétursson, Hilmar Sighvatsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Guð- mundur Baldursson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar Jónsson (Þor- grímur Þráinsson 65.). Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Daniel Ein- arsson, Guðmundur Sighvatsson, Árni Vil- hjálmsson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Sig- urður Björgvinsson, Jón Sveinsson, Gest- ur Gylfason, Ragnar Margeirsson (Kjartan Einarsson 44.), Oli Þór Magnússon, Grétar Einarsson. Dómari: Baldur Scheving. Maður leiksins: Guðmundur Baldursson, útileikmaður. furðuleg því þótt Atli eigi vel heima í þeirra stöðu með lands- liðinu þá nýtast kraftar hans ekki eins vel sem varnarmaður gegn íslensku félagsliði. Atli var sumsé færður fram um þegar um 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Þorgrímur Þráinsson fór í sína stöðu, en Jón Grétar Jónsson úr sókninni og af leikvelli. Markið kom síðan að- eins tveimur mínútum síðar og átti Atli þátt í því þegar hann skallaði vel fyrir fætur Sigurjóns Kristjánssonar, sem slapp inn fyrir vörnina og var í dauðafæri. Þorsteinn varði hins vegar skot Sigurjóns en Guðmundur útileik- maður fylgdi vel á eftir og skoraði í hálftómt markið. Eftir markið var leikurinn nán- ast búinn því Valsmenn áttu ekki í neinum vandræðum með að halda hreinu og klára leikinn. Keflvíkingar þurfa þá að sætta sig við enn einn ósigurinn í bikarúr- slitaleik en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 1975 en Valsmenn unnu síðast árið 1977. Kærkom- inn sigur og sanngjarn hjá Hlíðar- endaliðinu sem hefur verið geysi- lega sterkt nú síðari hluta sumars. -þóm Hilmar Sighvatsson lyftir hér bikamum eftirsótta hátt á loft, en Vals- maður hefur ekki gert það síðan 1977. Mynd: E. Ól. Þriðjudagur 30 ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Vinningstölurnar 27. ágúst 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.980.808.00 1. vinningur var kr. 1.994.970.00. Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 597.000.00 og skiptist hann á 200 vinningshafa, kr. 2.985.00 á mann. 3. vinningur var kr. 1.388.838.00 og skiptist á 5739 vinn- ingshafa, sem fá 242 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasím. -11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.