Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.08.1988, Blaðsíða 8
Tvær spennu- sögur Regnbogabækur hafa nú sent frá sér tvær nýjar kiljur og eru þær nú orðnar níu alls. Kiljurnar sem hér um ræðir eru: Timothy- skjölin eftir Lawrence Sanders en hann er einn kunnasti spennu- sagnahöfundur samtímans er- lendis. Til marks þar um má nefna að þessi bók hans skipar nú efsta sætið á metsöiulistum í Bandaríkjunum. Seinni bókin Njósnari af lífi og sál er eftir John le Carré sem af mörgum er talinn einn fremsti spennusagnahöfundur samtím- ans. Hann er íslendingum kunn- ur bæði fyrir bók sína Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum og sjónvarpsþættina um Smiley í Tinker, Taylor, Soldier, Spy sem sýnd var hér í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. Bókin er 595 bls. að lengd. Útsöluverð bókanna er kr. 590. II Ludlum hjá Veröld Mánaðarbók bókaklúbbsins Veraldar í ágúst var skáldsaga eftir Robert Ludlum, eins vinsæl- asta spennusagnahöfundar sem nú er uppi. „Hart á móti hörðu“ heitir hún og kom út fyrir síðustu jól frá forlagi Setbergs í íslenskri þýðingu Gissurs Ó. Erlingssonar í ágústmánuði í fyrra bauð Veröld einnig skáldsögu eftir Ro- bert Ludlum, Milli lífs og dauða, og naut hún óvenju mikilla vin- sælda. Gerðuberg Sóley sýnir áfram Sýning Sóleyjar Ragnarsdóttur í Gerðubergi, Breiðholti, hefur verið framlengd og mun hún standa til 10. september nk. Sóley útskrifaðist frá kennara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1986. Myndir hennar eru collage- og einþrykksverk, unnar með blandaðri tækni, þrjátíu og fjórar að tölu en helmingur þeirra hefur þegar selst. Sýningin verður opin á opnun- artíma Gerðubergs, mánudaga til fimmtudaga kl. 9-21, föstudaga kl. 9-19 og um helgar kl. 15-19. Norræna húsið Selló- tónleikar Sigurður Halldórsson sellóleikari heldur sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í Reykjavík Dagný og Sigurður æfa fyrir tónleikana. Mynd - Ari. Á laugardaginn halda Sigurður Halldórsson sellóleikari og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari tón- leika í Norræna húsinu. Á efn- isskránni verða Einleikssvíta nr. 5 fyrir selló, eftir J.S. Bach, Són- ata í A-Dúr eftir Beethoven, Til- brigði við slavneskt stef eftir B.Martinu, og Sónata op. 40 eftir Shostakosvitsch. Sigurður Halldórsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík vorið 1985. Hann hélt þá til framhaldsnáms við Guildhall school of Music and Drama í London og lauk þaðan námi í einleikaradeild fyrr í sumar. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar Sigurðar í Reykjavík, en áður hefur hann komið fram á kammertónleikum, í útvarpi og sjónvarpi, og haldið tónleika úti á landi og erlendis. Dagný Björgvinsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1981. Næstu tvö árin var hún við nám hjá Árna Kristjánssyni og kenndi við Tónmenntaskólann í Reykja- vík. Síðastliðinn vetur var hún við nám við Guildhall school of Music and Drama, þar sem þau Sigurður hófu samstarf. Dagný hefur sérhæft sig í píanóundir- leik, og hefur spilað með ýmsum listamönnum. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á laugardaginn. LG Tónlist Messaien er snillingur! Franski organistinn Loic Mallié impróvíserar á orgel Dómkirkjunnar annað kvöld Loic Mallié: „Messiaén er bæði gáfaður og góður, mikill hugsuður og heimspekingur." Mynd - Ari. Annað kvöld kl. 20:30 heldur franski organistinn Loic Mallié tónleika í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Þar mun Mallié meðal ann- ars leika verk eftir sjálfan sig, eftir J.S. Bach, og eftir Olivier Messiaén, sem var kennari Mail- lés við Tónlistarháskólann í Par- ís. Auk þess mun hann leika af fingrum fram tilbrigði við þemu sem Edda Erlendsdóttir pianó- leikari velur. Maillé er margverð- launaður fyrir impróvísasjónir af þessu tagi, þar á meðal hefur hann hlotið ein eftirsóttustu verð- launin á þessu sviði í alþjóðlegri samkeppni í Chartres árið 1982. Mallié hefur haldið tónleika víða um lönd og hlotið frábærar viðtökur. Auk þess að vera tón- skáld og organisti við kirkju heil- ags Péturs í Neuilly, er hann próf- essor við Tónlistarháskólann í Lyon. Hann kveður ekki vera svo mikið um sig að segja, hann sé fæddur í Bretagne, verði bráðum fjörutíu og eins árs, kvæntur Isa- belle sem er pianisti með sömu menntun og hann sjálfur og sam- an eigi þau tvö börn. - Isabelle kemur með mér á tónleikaferða- lög og er mér til mikillar aðstoð- ar, segir hann. - Ég hef alla tíð verið í tónlist- inni, en reyndar hef ég Licence (BA próf) í lögum, því ég ætlaði að verða íögfræðingur þangað til það rann upp fyrir mér í hverju lögfræðin væri fólgin... Ég stund- aði nám í píanó- og orgelleik og tónsmíðum við Tónlistarhá- skólann í París. Messiaén - Það má segja að ég sé þrí- skiptur; til að byrja með er ég organisti, svo er ég kennari í „tónskrift", sem er ekki það sama og að kenna tónsmíðar heldur fer maður í gegnum verk tónsnilling- anna með nemendunum og kenn- ir þeim að skrifa eins og þeir. Þá kynnast þeir þessum höfundum og læra aðferðir þeirra, og það getur verið mikilvægt fyrir fólk sem vill vera tónskáld. Ég kynntist sjálfur mörgum af frem- stu tónskáldum okkar tíma í gegnum slíkt nám. í þriðja lagi er ég tónskáld. Ég lærði tónsmíðar hjá Olivier Messiaén, og hann er án efa sá kennara minna sem hef- ur haft mest áhrif á mig. - Messiaén er snillingur! Hann er bæði gáfaður og góður, mikill hugsuður og heimspekingur. Hann er geysilega atorkusamur, vann frá morgni til kvölds alveg 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN þangað til hann fór á eftirlaun. Það er óhætt að segja að hann hafi mótað alla franska tónlistar- menn í tvær kynslóðir. - Mikilvægur þáttur í fari hans er að hann er mjög trúaður, og það er atriði sem manni ber að hafa í huga þegar maður leikur eða hlustar á tónlist hans. Það skiptir ekki máli hvort maður er sömu trúar, eða hvað manni finnst um trúmál yfirleitt. En trú- arupplifanir hans, þær sýnir sem hann fær út frá trúnni, skipta miklu máli, því það eru þær sem hann túlkar í gegnum tónlistina. Af fingrum fram Mallié er kominn hingað til lands fyrir tilstilli Alliance fra- ncaise og Eddu Erlendsdóttur sem er samkennari hans við Tón- listarháskólann í Lyon og átti hugmyndina að ferðinni. - Ég er kominn hingað til að kynnast dá- samlegu landi, - segir hann, - og þar sem Messiaén verður 80 ára eftir nokkrar vikur er þessi tón- leikaferð helguð honum. - Ég leik tvö verk eftir hann, bæði tengd helgisögunum, eða kristinni mystík, tónverk um ljós- ið sem kom í heiminn við fæðingu Frelsarans, og verk um himnaför Jesú. - Á efnisskránni er líka verk eftir mig, það er út frá Epiphanié, trúarhátíð sem tengist heimsókn vitringanna til Jesúbarnsins í Betlehem. - Að öðru leyti ræðst verk- efnavalið af möguleikum hljóð- færanna sem ég spila á, en það sem er nýstárlegast á efnisskránni er að ég leik af .fingrum fram út frá þemum sem ég fæ í hendurnar rétt fýrir tónleikana, þannig að ég er að sjá þau í fyrsta skipti þegar ég spinn út frá þeim. Þetta er svo- lítið í áttina að því að tengja skrif- aða tónlist og þá impróvíseruðu. Það sem ég spila verður að vera frumsamið, má ekki hljóma eins og skólaæfing eða eitthvað sem fólk hefur heyrt mörgum sinnum, og það verður alltaf að þjóna því þema sem ég geng út frá. Að lokum lýsir Maillé ánægju sinni með viðtökurnar hér á landi og gestrisni fjölskyldu Eddu Er- lendsdóttur. Hann hefur orð á því hvað birtan hér á landi sé dá- samleg, og að landslagið minni hann helst á Tunglið. LG Bækur Párbók Eyvindar P-árbók I heitir lítið kver með gati gegnum sem Eyvindur Eiríksson hefur sent frá sér, og er kallað á titilsfðu „einsgatsbók samin og handboruð af höfundi sjálfum“. Eyvindur sagði í örstuttu spjalli að þetta væri einskonar millileikur í stöðunni, enda von á skáldsögu frá hans hendi í haust á vegum Iðunnar. Eyvindur er ís- lenskufræðingur að mennt og starfi, auk höfundskapar, hefur áður gefið út ljóðabækurnar Hvenær? (‘74) og Hvaðan - það- an (‘78,) fékk viðurkenningu í leikþáttasamkeppni MFA fyrir nokkrum árum. í „P-árbók“ kennir ýmissa grasa, og líkjast sum leikritsbrot- um, önnur smásögum, enn önnur ljóðum, málsháttum, og eintali margskonar. Innanum eru heimspekilegar kersknivísur einsog þessi: Eiríkur hjá ess vaff err engan hefur friðinn. Stöðugt gengur strætó verr. Strýk ég mér um kviðinn. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.