Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1988, Blaðsíða 3
A SÍ/ríkisstjórnin Samráðið í strand Forseti ASÍ: Ríkisstjórnin mœtti með kjaraskerbingartillögurnar einar. 10% skattur áhátekjur dekkar hallafrystingar. Þjóðhagsstofnun segir niðurfœrslu launa ná til 40-45% launþega Asmundur Stefánsson forseti ASÍ sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með tillögur og svör ríkisstjórnarinnar á fundi viðræðunefndar ASÍ með ríkis- stjórninni í gær. Hann sagði ríkis- stjórnina leggja það eitt til að lækka laun um 9%. Það gæti haft í för með sér 3% verðlækkun á nokkrum mánuðum sem myndi leiða til 6% kaupmáttarrýrnun- ar. í svörum ríkisstjórnarinnar kom fram að 10% launaskattur á tekjur yfír 100 þúsundum á mán- uði gæfu svipaðar tekjur og nem- ur halla frystingarinnar. f svari ríkisstjómarinnar segir Gjaldþrot All veruleg aukning Um 360 gjaldþrot í Reykjavík til þessa, sem er jafn mikið og alltárið ífyrra. Á Akureyri hefur gjaldþrotabeiðnum hins vegar fækkað á milli ára Sé fjöldi galdþrota hjá einstakl- ingum og fyrirtækjum notaður sem mælikvarði á efnahags- ástandið er óhætt að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafí það verið bágbornara en nú í seinni tíð. Nú þegar eru gjaldþrotaskipti í Reykjavík orðin fleiri en þau voru allt árið í fyrra. Að sögn Brynjars Níelssonar hjá skiptarétti borgarfógetaemb- ættisins í Reykjavík eru gjald- þrotaskiptin þegar orðin um 360, sem er jafn mikið og var allt árið í fyrra. Aukningin er aðallega meðal fyrirtækja og svo virðist sem þau fyrirtæki sem stofnuð vom í þenslunni frá 1985-1987 hafi ekki náð að hasla sér völl og hafa þau ófá lent undir hamrin- um. Jafnframt vekur það athygli að fyrirtæki sem álitin voru stöndug og gróin hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Hjá borgarfógetaembættinu í Keflavík hefur beiðnum um gjaldþrot fjölgað allverulega og eru orðnar 76 á móti 67 á sama tíma í fyrra. Aftur á móti hefur ekki verið úrskurðað í nema um 30 málum til þessa. Að sögn Þór- dísar Bjarnadóttur í Keflavík má þó búast við fjölgun þegar líða tekur á haustið ef ekki koma til stórvægilegar breytingar á rekstr- arstöðu fyrirtækja og einstakl- inga frá því sem nú er. Athygli vekur að á Akureyri hefur gjaldþrotabeiðnum hins vegar fækkað frá því á sama tíma i fyrra. Það sem af er árinu hafa aðeins borist 37 gjaldþrota- beiðnir á móti 49 í ágúst í fyrra. Að sögn Arnars Sigfússonar hjá bæjarfógetanum á Akureyri er að langmestu leyti um einstaklinga að ræða nyðra, fremur en fyrir- tæki, og hefur til dæmis ekkert atvinnufyrirtæki enn sem komið er lent undir hamrinum þar. Arn- ar sagði að þeir einstaklingar sem hafa lent í gjaldþroti hingað til væru aðallega fólk sem hefði átt í fjármálaóreiðu til skamms tíma. „Samanborið við önnur bæjarfé- lög megum við vel við una hér norðan heiða,“ sagði Arnar Sig- fússon á Akureyri. -grh að 10% skattur á laun yfir 100 þúsund krónum á mánuði myndi færa ríkissjóði 2.700 miljónir í auknar tekjur. Þetta sagði Ás- mundur vera svipaða upphæð og næmi halla frystingarinnar. Það hefðu verið vonbrigði að engin efnisleg umræða hefði átt sér stað um einstök atriði af þessu tagi. Ásmundur sagði að ríkisstjórnin yrði að endurskoða afstöðu sína ef eitthvert gagn ætti að vera af frekari viðræðum. Það væri ekki lausn á efnahagsvandanum að launþegar greiddu 9% af sínum launum til þeirra fyrirtækja sem þeir ynnu hjá, gjörsamlega óháð Opinber heimsókn Ólafs fímmta Noregskonungs hófst stundvíslega kl. 11 í gærmorgun er flugvél hans lenti á Rcykjavík- urflugvelli, en hér á iandi dvelur hann fram á fímmtudagsmorgun. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tók á móti konungi á flugvellinum með fríðu föru- „Ég ætla að kæra ráðninguna í stöðu sparisjóðsstjóra í Spari- sjóði Norðfjarðar fyrir dómstól- um. Jafnréttisráð mun væntan- lega reka málið fyrir mína hönd. Þetta var rosalegt áfall fyrir mig enda var ég búin að vinna sem settur sparisjóðsstjóri frá því sl. febrúar og að auki var ég búin að vinna í Sparisjóðnum í tæp 15 ár,“ sagði Klara ívarsdóttir í Nes- kaupstað við Þjóðviljann. Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar samþykkti fyrir skömmu að standa við ráðningu Sveins Árna- sonar í stöðu sparisjóðsstjóra og felldi með þremur atkvæðum gegn tveimur tillögu frá tveimur stjórnarmönnum að fara að til- afkomu þeirra. Þjóðhagsstofnun telur að nið- urfærsla launa myndi nokkuð ör- ugglega ná til 40-45% launþega, þeirra sem vinna hjá hinu opin- bera eða undir eftirliti hins opin- bera. Erfitt yrði að ná til 10-20% launþega sem skömmtuðu sér að miklu leyti laun sjálfir. Áhrif niðurfærslunnar á 35-50% launþega færu eftir markaðsað- stæðum á vöru og launamarkaði. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði að líkurnar á að niðurfærsluleiðin yrði farin hefðu ekki aukist við þennan fund með fulltrúum ASÍ. Sitt mat væri að sú neyti. í gær tók konungur á móti Norðmönnum búsettum á ís- landi, en um kvöldið sat hann kvöldverðarboð forseta íslands á Bessastöðum. í dag skoðar Ólafur konungur rannsóknarstöð Skógræktar rík- isins að Mógilsá í Kollafirði. Það- an liggur leiðin til Þingvalla og mælum Jafnréttisráðs og ráða Klöru ívarsdóttur í starfið. Að sögn Jóhanns K. Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra hjá Sfldarvinnslunni hf. í Neskaup- stað, sem jafnframt á sæti í stjórn Sparisjóðsins, var hann í fríi þeg- ar greidd voru atkvæði innan stjórnarinnar um umsækjendur í stöðu sparisjóðsstjóra og var því varamaður hans kvaddur til sem greiddi atkvæði með Sveini. Að- spurður hvort ábyrgðarmenn Sparisjóðsins yrðu kallaðir sam- an vegna ráðningarinnar sagði Jóhann ekki búast við því þar sem þeir gætu ekki hnikað samþykkt stjórnarinnar. „Þeir gætu að vísu vítt stýórnina, en ég held að það spenna sem gæti myndast innan einstakra launþegafélaga í kjöl- far niðurfærslunnar gæti gert hana óframkvæmanlega. Miðstjórn ASÍ kemur saman fyrir hádegi í dag og metur stöð- una. Ásmundur Stefánsson sagð- ist vera svartsýnni eftir fundinn en hann var fyrir hann, þar sem hann hefði taíið að ríkisstjórnin vildi ræða við ASÍ á raunhæfan hátt. Ríkisstjórnin kemur einnig saman til fundar í dag vegna þessa máls. Annar fundur hefur ekki verið boðaður með ríkis- stjórninni og viðræðunefnd ASÍ. -hmp síðan í Reykholt í Borgarfirði, þar sem greint verður frá sögu staðarins og fornminjauppgreftri sem farið hefur fram í sumar. Ólafur konungur fimmti nýtur mikilla vinsælda meðal þegna sinna, enda er honum lagið að sameina formfestu og alúðlega framkomu. breyti engu til eða frá. Þetta er orðinn hlutur sem menn verða því miður að sætta sig við,“ sagði Jóhann. Jóhann sagðist aldrei hafa heyrt minnst á það áður en hann fór í sumarfríið að til stæði að greiða atkvæði um umsækjendur í stöðu sparisjóðsstjóra. „Þetta kom því mjög á óvart að þeir skyldu afgreiða málið i kyrrþey og það með tilstyrk tveggja vara- fulltrúa. Ef ég hefði vitað af þessu hefði ég dokað við með fríið og þá hefði Klara fengið stöðuna," sagði Jóhann K. Sigurðsson stjórnarmaður í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar. -grh DV-könnun Metfjöldi óákveðinna Kvennalisti öflugur, A-flokkar daufir Óvissan í stjórnmálum dagsins virðist endurspeglast í fylgis- könnun sem DV birti í gær þar- sem helstu tíðindi eru óvenju hátt hlutfall þeirra sem segjast ó- ákveðnir eða neita að svara. Þeir eru fleiri en í nokkurri könnun síðustu misseri, 44,2 prósent, en þetta hlutfall er oftast kringum 35 af hundrað spurðum. Mikið fylgi Kvennalistans kemur helst á óvart þegar athug- uð er fylgisskipting þeirra sem tóku afstöðu, - og það að frum-' kvæði Alþýðubandalagsins í stjórnarandstöðunni síðustu vik- ur skilar flokknum ekki auknu fylgi. Þá kemur Alþýðuflokkur- inn illa útúr DV-könnuninni og hefur aðeins einusinni fengið minna í könnun eftir síðustu kosningar. Niðurstöður miðaðar við þá sem afstöðu tóku: Alþýðuflokk- ur 8,4%, Framsóknarflokkur 20,3%, Sjálfstæðisflokkur 32,2%, Alþýðubandalag 7,7%, Kvennalisti 27,2%, Borgara- flokkur 2,4%, Þjóðarflokkur 1,2%, Flokkur mannsins 0,6%. Úrtak DV er 600 manns. -m Kópavogur Kona stungin til bana Sá hörmulegi atburður átti sér stað aðfaranótt sl. laugardags að ung kona fannst látin að heimili sínu og samkvæmt krufningu lést hún af völdum einnar hnífs- stungu. Hún hét Alda Rafnsdóttir og var 25 ára gömul. Hún lætur eftir sig 7 ára gamlan son. Það var um klukkan 7.20 á laugardagsmorguninn sem tví- tugur maður kom inn á lögreglu- stöðina í Kópavogi og tilkynnti að hann hefði orðið konu að bana þá fyrr um nóttina. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 1. desember nk. og jafnframt látinn sæta geðrann- sókn. Hann hefur ekki áður kom- ið við sögu lögreglu. -grh r Skák íslenskri ein- okun hnekkt Seljaskólií2. sœtiá Norðurlandamóti grunnskólasveita Sveit Tjele efterskole í Dan- mörku sigraði á hinu árlega Norðurlandamóti grunnskóla- sveita í skák að þessu sinni. Full- trúi íslands i keppninni, skáksveit Seljaskóla, varð að láta sér lynda 2. sætið, en tvö síðustu árin hefur hún borið sigur úr býtum. Teflt var á Sandnesi í Noregi. -Seljaskólinn er með ágæta sveit, en það er við ramman reip að draga þar sem þessi danska sveit er, sagði Ólafur H. Ólafs- son, varaformaður Taflfélags Reykjavíkur og annar fararstjó- ranna, í gær; þetta er sérstakur skákgrunnskóli þar sem alþjóð- legir meistarar kenna krökku- num 6 til 8 tíma á viku. Danirnir fengu 15 vinninga af 20 mögulegum, en Seljaskóla- sveitin 12,5 vinninga. A-sveit Norðmanna hreppti 3. sætið með 11 vinninga og B-sveit sömu þjóðar það fjórða með 10 vinn- inga. Sænska sveitin varð næstneðst með 9 vinninga, en sú finnska sat kirfilega að botnsætinu með 2,5 vinninga-HS Ólafur V Noregskonungur og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, við komu kongungsins til Reykiavíkur- flugvallar í gær. Mynd E. Ól. Konungskoma Óðal Snorra heimsótt ÓlafurV kominn. Mógilsá, Þingvellir og Reykholt meðal viðkomustaða Neskaupstaður Klara ætlar að kæra Klara ívarsdóttir œtlar að kœra ráðningu ístöðu sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Norðfjarðarfyrir dómstólum. Jafnréttisráð mun reka málið Þriðjudagur 6. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.