Þjóðviljinn - 04.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 4. október 217. tölublað 53. órgangur FrœðsluvarpiÖ Dýrt og illa kynnt Fræðsluvarp hóf göngu sína í gær. Námsgögn verða þó ekki til fyrr en í næstu viku. Mennta- málaráðuneytið beitti nýrri reglu við ákvörðun um hver hlutur nemanda í kostnaði ætti að vera, hann verður nú helmingur í stað þriðjungs áður. „Skólagjöld" í íslenskukennslu Fræðsluvarpsins verða 116% dýr- ari en sambærilegt gjald hjá Öldungadeild MH. Eins og íslen- skunámið er uppbyggt er hvorki þörf á útvarpi né sjónvarpi við kennsluna og mætti því spyrja hver tilgangurinn með „íjöl- miðlakennslunni" er. Forráðamenn Fræðsluvarps viðurkenna að þeir renni blint í sjóinn með hugsanlega þátttöku, en góð þátttaka gæti sprengt fjár- hagsrammann. Peir hafa hins vegar sótt um að fjárveiting til þeirra verði sjöfölduð á næsta ári, án þess að kennsluskrá liggi fyrir, né nokkur reynsla sé komin á námið. Val á þeim aðilum sem fengnir eru til að sjá um kennslu í ein- stökum greinum virðist handa- hófskennt, enda var ekki leitað útboða né auglýst eftir kennslu- aðilum. Skólastjóri Málaskóla Mímis telur kynningu Fræðslu- varpsins á kennsiunni „vera fyrir neðan allar hellur." Sjá síðu 2 Skák Kasparov á íslandi Friður meðþorra keppenda Á slaginu klukkan 5 í gærdag hófst fyrsta umferð Heimsbikar- móts Stórmeistarasambandsins, sterkasta skákmóts sem haldið hefur verið hérlendis. Mesta athygli keppenda vakti vitaskuld sjálfur heimsmeistar- inn, hálfþrítugur Azeri af ættum gyðinga og Armena, sjálfur Garríj Kasparov. Hann atti kappi við landa sinn, Arþúr Júsúpov, stýrði svartstökkunum, tefldi Grúnfeldsvörnog bryddaði uppá nýjung. Allt kom þetta þó fyrir eícki því eftir 21 leik var staðan dauð úr öllum æðum. Aðeins tveir skákmenn af átj- án urðu að bíta í það súra epli að tapa. Alexander Beljavskíj og Margeir Pétursson tefldu skemmtilegustu skák umferðar- innar og lét okkar maður sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Svíinn Ulf Andersson sýndi enn hve flínkur hann er í 'erida- töflum og sveið haminn utanaf vesalings Andrej Sókólov. Sjá síður 10 og 11 Landbúnaðarafurðir Obreytt verð Eídra kjötið lœkkar um 15-20% í samræmi við verðstöðvunar- ákvæði bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar um efnahagsað- gerðir verður óbreytt verð á bú- vörum frá því sem var 1. júní sl. Það hefur í för með sér að verð á mjólk og mjólkurafurðum helst óbreytt, sömuleiðis verð á nautakjöti og hrossakjöti. Verð á dilkakjöti af nýslátruðu verður einnig óbreytt. Hins vegar lækkar verð á þeim birgðum sem þegar éru til af dilkakföti um 15-20%. Um er að ræða allt að tvö þúsund tonn. Til þessara niðurgreiðslna ver ríkissjóður samtals 160-170 milj- óhum króha til næstu áramóta, en/sú upphæð er innan þeirra Sjávarútvegur Þjónustunni blæðir Skuldir sjávarútvegsfyrirtœkja við þjónustufyrirtœki nema um 1,5 miljarði króna. 2 afhverjum 10 víxlum lenda í vanskilum Vanskil sjávarútvegsfyrirtækja við þjónustufyrirtæki ýmisskonar hrannast upp og nema í dag um 1,5 miljarði króna og eru sífellt að aukast. Lán fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækja til endurskipu- lagningar og hagræðis í rekstri eru gleypt af bönkum og opinber- um sjóðum en þjónustufyrir- tækin eru skilin eftir úti í kuldan- um. Gestur Halldórsson, forstjóri Vélsmiðjunnar Þórs á ísafirði, segir að 2 af hverjum 10 víxlum lendi í vanskilum og ástandið sé sýnu verst hjá rækjuvinnslunni. Sjá síðu 5 Stórmarkaðir Tveir risar eftir marka sem ákveðin voru í að- gerðum ríkisstjórnarinnar. Að óbreyttu hefði búvöruverð átt að hækka um 8-10% en vegna verðstöðvunar og frestunar launahækkana hækka hvorki laun til bænda né greiðslur til slát- urleyfishafa. Mikil uppstokkun á sér nú stað í matvöruverslun á höfuðborgar- svæðinu. Á sama tíma og Slát- urfélagið hættir rekstri matvöru- verslana eykur KRON hlutdeild sína veruleíga í versluninni og ásamt Hagkaupum eru þessir tveir risar með yfir helming allrar matvöruverslunar á höfuðborg- arsvæðinu á sinni könnu. Þriðji stærsti aðilinn er Fjarð- arkaup í Hafnarfirði sem er að stækka verslun sína um helming þessa daga. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.