Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Alþýðubandalagið bregst sjálfu sér Afrekaskráflokksinsí „kapphlaupinu“ um að komakonumtilœðstu metorða er enn autt og óskrifað blað Þegar óskastjórnin er komin á laggirnar ætti ekki að vera þörf að kvarta. Gott væri að geta látið nægja að óska henni velfarnaðar og langra lífdaga. En ég lét segja mér þrisvar að í ríkisstjórninni ættu sæti átta karlar og aðeins ein kona. Slík hlutföll milli kynja eru ekki sæmileg í vinstri stjórn, sem setið getur fram á tíunda tug ald- arinnar. Alþýðubandalagið heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt sem stjórnmálaflokks á þessu ári. f af- mælishófinu verður því miður ekki hægt að halda neinar ræður um Flokkinn sem hefur brotið konum braut til æðstu metorða á sínurn vegum. Alþýðubandalagið hefur tekið þátt í myndun fjögurra ríkis- stjórna á 20 ára flokksferli. Á þessu tímabili hefur flokkurinn útnefnt samtals 12 ráðherra. Enginn þeirra hefur verið kona. Kona hefur aldrei gegnt embætti flokksformanns eða formanns þingflokks. Einar Karl Haraldsson skrifar Alþýðubandalagaið vann glæsilegan kosningasigur í Reykjavík 1978, en tefldi ekki borgarstjórnarkonum sínum Afrekaskrá flokksins í „kapp- hlaupinu" unt að koma konuni til æðstu metorða er með öðrunt orðum autt og óskrifað blað. Al- um tilfellum höfðu menn komið málum í það horf að tvenn af þrennum ráðherraefnum voru nánast gefin fyrirfram, og hvor- „Á síðasta áratug komstþingflokkurinn upp með karlaval í ráðherrastóla en eftir að 40% reglan var leidd ílögAlþýðubandalagsins átti slíkt nánast að vera útilokað. En þingflokkur- inn lœtur ekki að sér hœða. A thœfi hans er að vísu löglegt en siðlaust, eins og Vilmundur heitinn sagði. Ogpólitískt vitlaust, mœtti bœta ' við. “ tveimur fram til borgrráðs eða til embættis forseta borgarstjórnar. Flokkurinn hefur tögl og hagldir í útgáfu Þjóðviljans. Á tuttugu ára starfsferli Alþýðubandalagsins hafa átta sinnum verið ráðnir rit- stjórar að Þjóðviljanum. Enginn þeirra hefur verið kona. þýðubandalagið er að þessu leyti jafnmikill karlaflokkur og Fram- sóknarflokkurinn. Alþýðubandlagið lenti í svip- aðri stöðu við myndun núverandi stjórnar einsog Alþýðuflokkur- inn hafnaði í þegar fráfarandi stjórn var í burðarliðnum. f báð- irtveggja tvímenninganna þar á ofan af suð-vesturhorni landsins. Þriðja ráðherraefnið varð því helst að vera þeirn kostum búið að vera kvenmaður af lands- byggðinni norðan, austan eða vestan. Nú eru þingmenn af þessum svæðum nær eingöngu karlmenn og varla hægt annað en að velja úr þeirra röðum, ef á annað borð á að hafa dreifbýlismenn í hópi ráðherra. Af þeim sökum er það refskapur eða endurtekin óhepp- ni að mál teflaát á þann veg í báð- um flokkum að velja verður á milli landsbyggðar- og jafnréttis- sjónarmiða við tilnefningu ráð- herra. Alþýðuflokkurinn hefur nú í tvígang valið konu til ráðherra- dóms. Enginn getur haldið því fram að honum sé eitthvað auð- veldara að fullnægja jafnréttissjónarmiðum við val á þremur ráðherrum heldur en Al- þýðubandlaginu. í þingflokki krata eru aðsópsmiklir dreifbýlis- menn og fyrrverandi ráðherrar alveg einsog hjá Alþýðubanda- laginu. Kannski hafa tengsl Al- þýðuflokksins við aðra krata- Framhald á bls. 6 Einar Karl Haraldsson er fyrrver- andi ritstjóri Þjóöviljans. Hann er nú ritstjóri í Svíþjóð. Við Að þessu sinni verður pistill minn efnislega samhljóma þeirri ræðu sem ég flutti á miðstjórnar- fundi skömmu fyrir klukkan þrjú aðfararnótt sunudagsins 25.9., en ég var einn af fáum sem voru nógu ofarlega á mælendaskrá til að láta álit sitt í ljós áður en snurða hljóp á stjórnarmyndun- arviðræðurnar þá nótt. Með birt- ingu þessarar ræðu hyggst ég gefa lesendum Þjóðviljans nokkra nasasjón af þeim umræðum innan miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins sem leiddu til aðildar flokksins að ríkisstjórn, en þeim umræðum má alls ekki ljúka nú. Góðir félagar. Það er verið að biðja okkur að skrifa upp á víxil. Hér standa frammi fyrir okkur forsvarsmenn fyrirtækis, sem hefur lengi verið rekið með halla, fyrirtækis sem hefur gengið jafnt og þétt á eiginfjármagn sitt og misst markaðshlutdeild sína. Þeir biðja okkur að skrifa upp á víxil sem á ekki bara að gefa fyrirtæk- inu færi á að rétta við heldur líka að veita blessun yfir allt þjóðar- búið. Við erum beðin um að skrifa upp á þennan víxil án þess að hafa í höndum neinar trygg- ingar um að þeir sem við skrifum upp á hjá verði nokkurn tímann borgunarmenn fyrir honum. Þá fylgir sá böggull skammrifi, að víxlinum fylgir 5-7% lántöku- gjald, sem er lagt á alla lands- menn og auk þess svipting mannréttinda um nokkra hríð, en það er sá biti sem flest okkar eiga erfitt með að kyngja. Á þessum viðsjárverðu tímum höfum við öll verið vöruð við að skrifa upp á víxla. Eftir mikla um- hugsun hef ég þó komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla að skrifa upp á hann þennan, í trausti þess að þeir sem við skrifum upp á hj á, og við sem skrifum, eigum í sam- einingu fyrir víxlinum þegar þarf að borga hann á næstu mánuðum og misserum. Ég ætla ekki að fara að for- dæmi sumra ræðumanna héf og flytja langa og ítarlega spgu- skoðun um þjóðfélagsþróun.síð- ustu áratuga, en tel hins végar nauðsynlegt að dvelja noklttjð við atburðarás sfðustu vikna og draga lærdóma af henni. Ap mínu mati hefði, Alþýðubandá- lagið átt að bregðast öðru vísi við henni: getum skapað sbaumhvörf Gestur Guðmundsson skrifar 1. Flokkurinn hefði þurft að vera betur undir hana búinn. Strax síðasta vetur hefði hann átt að standa uppi með fullgildan og ít- arlegan valkost að stjórnarstefnu og getað kynnt hann þjóðinni á meðan á langvarandi dauðastríði fráfarandi ríkisstjórnar stóð. 2. Þegar dró að falli stjórnarinn- ar, en dauðateygjur hennar hóf- ust strax í vor, hefði Alþýðu- bandalagið átt að leggja sig í framkróka um að ná samstöðu með Kvennalista, svo að þeir tveir flokkar gætu mótað at- burðarásina en ekki bandalag Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags. Þegar ríkisstjórn klúðrar stjórn landsins, er eðli- legt að frumkvæði um nýja óvinsælan í okkar röðum með þeim mistökum sínum að krefjast þjóðstjórnar, en við skulum ekki gleyma því sem við getum lært af Kvennalistanum, sent sé vinnu- brögðunum. Forysta flokksins hefði átt að hafa stöðugt samráð við almenna flokksmenn um við- ræðurnar. Þá stæðum við ekki hér og þyrftum að ræða ýmsar grundvallarspurningar frá grunni. En sagan gerist ekki í þáskild- agatíð, og ég flyt þessa gagnrýni fyrst og fremst til þess að við get- um lært af atburðarás liðinna vikna. Nú stöndum við og þurf- um að taka afstöðu til niðurstöðu þeirrar atburðarásar. Ég vil mót- mæla því að við þurfum að taka að sótt verði fram á hinum ýmsu sviðum. Þess vegna veltur mest á okkur, að við fylgjum þessum stjórnarsáttmála eftir, tökum þátt í útfærslu hans og fylgjumst vel nteð framgangi mála á öllum sviðum. Ég ætla mér ekki hér að fara ítarlega út í alla þá mála- flokka sem við þurfum að fylgja eftir, en vil þó nefna nokkra sem mér finnst hafa forgang: Þar vil ég fyrst nefna stefnu- breytingu í atvinnu- og efna- hagsmálum. Alþýðubandalagið og forverar þess hafa áður staðið að þrekvirkjum í atvinnumálum, í Nýsköpunarstjórninni 1944-6, Vinstri stjórninni 1956-8 og Vinstri stjórninni 1971-4, en það verkefni sem nú blasir við er allt Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki skemmtilegar og stjórnarsáttmálinn er áflest- an hátt loðinn og veitir engar tryggingarfyrir þvíað sótt verðifram á hinum ýmsu sviðum. Þess vegna veltur mest á okkur, að viðfylgjum þessum stjórnarsáttmála eftir, tökum þáttí útfœrslu hans ogfylgjumst vel með framgangi mála á öllum sviðum. stjórnarstefnu komi frá stjórnar- andstöðu. Kvennalistinn hefur alls ekki skilið nauðsyn þessa bandalags sem skyldi, en Al- þýðubandalagið hefði líka átt að þrýsta mun ákveðnar á að skapa þetta bandalag. 3. Um leið og menn stóðu í samn- imgaviðræðum við forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, hefði Alþýðubandalagið átt að flytja mun skeleggari gagnrýni á vinnubrögð þessara forystumanna, sem fyrst létu stjórnun landsins drabbast niður í marga mánuði, en beittu síðan tímapressu til að laga nýtt banda- lag í stjórnmálum að eigin ósk- um. 4. Innan Alþýðubandalagsins hefði þurft að stánda mun lýð- ræðislegar að viðræðum. Ég legg kannski aðra merkingu í orðið lýðræði en flestir flokksfélagar mínir, þar á meðal þeir sem kenna sig mest við lýðræði. Kvennalistinn hefur gert sig afstöðu til hennar eins og orðnum hlut, og ég vil líka setja fyrirvara við þá túlkun Ólafs Ragnars Grímssonar, að með þessari stjórn hefjist straumhvörf í ís- lenskum stjórnmálum. Slík straumhvörf koma ekki af sjálfu sér eða af einni stjórnarmyndun, og þau skapast ekki af því einu að illa er komið fyrir íhaldinu - þótt gaman sé að sjá ráðleysi Sjálf- stæðisflokksins og Albert Guð- mundsson betla um að fá að vera með svo að hann geti haldið sam- an eigin flokki og bjargað framtíð hans. - Hins vegar getum við skapað þessi straumhvörf, stjórn- armyndunin getur verið liður í þeim, en þá þurfum við að fylgja henni eftir með mikilli vinnu. í upphafi máls míns líkti ég samþykkt okkar við þá athöfn að skrifa upp á víxil. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki skemmtilegar og stjórnarsáttmál- inn er á flestan hátt loðinn og veitir engar tryggingar fyrir því annars eðlis og vandasamara. Hingað til hefur Alþýðubanda- lagið beitt sér fyrir útvíkkun á efnahagsgrundvellinum, en nú er komið að því að umbylta honum. Við þurfum að gera undirstöðu- atvinnugreinina hagkvæmari og hafa það markmið að leiðarljósi að þar geti menn haft lífvænleg kjör fyrir átta stunda vinnudag. Hér er um geysistórt verkefni að ræða, og flokkurinn þarf að virkja fjölda manns til að vinna að því, svo að hann geti tryggt raunverulegan árangur. í öðru lagi vil ég nefna húsnæð- ismál. Þar þarf að fylgja eftir ó- ljósu orðalagi málefnasáttmá- lans. í þriðja lagi vil ég nefna da- gvistunarmálin, þar sem við þurf- um að þrýsta á um að staðið verði við loforð um stórfellt átak. Þess- ir þrír málaflokkar eru megin- verkefni komandi stjórnar að mínu mati, þótt full ástæða sé til þess að fylgja fleiri málaflokkum eftir. Til dæmis þarf að vinna að því að draga úr mikilvægi her- stöðvarinnar í atvinnulífinu og fylgja sjálfstæðari utanríkisstefnu á alþjóðavettvangi. Menntamálin þarf að losa úr herl- eiðingu þeirra hjá íhaldinu og ástæða er til að fagna ákvæðum málefnasáttmálans um eflingu rannsókna í landinu. Við tryggjum ekki framgang þessara málefna nema flokkurinn standi lýðræðislega að þessari stjórnarþátttöku, ræði málefni hennar á opinn hátt og virki fé- laga og stuðningsmenn flokksins til að útfæra einstaka málaflokka. Þá er ekki síður mikilvægt, að sú grasrót, sem á þann hátt er kvödd til starfa, leiti allra ráða til aukins samstarfs við félagshyggjusinn- aða flokksfélaga í Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Kvenna- lista. Við hljótum að stefna að því að Kvennalistinn taki þann sess sem honum ber í hópi félagshyg- gjuafla, og til að tryggja þessa samfylkingu, er ekki nóg að for- ystumenn flokkanna vinni sam- an, heldur verður að takast sam- starf meðal almennra félaga. Gestur Guðmundsson skrifar vikulegar greinar í Þjóðviljann. Við birtingu síðustu greinar Gests Guðmundssonar féll hluti hennar út í prentun. Þetta kom ekki verulega að sök, en hér er þessi kafli birtur í því samhengi sem hann átti að vera, neðst í 4. dálki greinarinnar. Það sem féll út er skáletrað: Annars vegar hljótum við að spyrja okkur að því, hvort þessi möguleiki á straumhvörfum er í raun og veru tilstaðar, hvort stór- sóknarfórnin bœti stöðu okkar á miðborðinu á afgerandi hátt, svo að gripið sé til samlíkingar úr skákinni. Hins vegar hljótum við að spyrja okkur að því, hvort ein- mitt nú sé runnin upp sú stund að við föllumst ekki á fleiri mála- miðlanir varðandi samningsrétt og möguleika verkafólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og kjör, mannsfórnin sé í raun þess eðlis að hún skemmi enn frekar fyrir stöðu okkar og umbjóðenda okk- ar. Fimmtudagur 6. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.