Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1988, Blaðsíða 6
Einar Karl Framhald af bls. 5 flokka forðað þingmönnum hans frá þeim háska að ganga fram hjá konunni í þingflokknum. Þá á ég við að þeir sjái það hjá bræðra- flokkunum erlendis að slíkt er ekki lengur bjóðandi konum sem starfa í flokkunum eða háttvirt- um kjósendum. f þessu máli hefur þingflokkur Alþýðubandalagsins gert í bólið sitt. Þannig háttar nefnilega til að honum hefði átt að reynast valið auðvelt og sjálfgefið. í byrjun þessa áratugar samþykkti lands- fundur Alþýðubandalagsins svokallaða 40% reglu um kynj- askiptingu í kosningum innan flokksins. Enda þótt stjórnmála- flokkur geti ekki bundið hendur þingmanna, sem sækja umboð sitt beint til kjósenda og lúta landslögum, þá er það deginum ljósara að Alþýðubandalagið hefur sem flokkur sett öllum fulltrúum sínum fyrir að halda 40% regluna í heiðri, hvar sem þeir eiga þess kost. Þar sem Al- þýðubandalagsmenn ráða kjöri þrigga manna ætti það að vera sjálfgefið að í þeim hópi væri að minnsta kosti ein kona. Á síðasta áratug komst þingflokkurinn upp með karlaval í ráðherrastóla, en eftir að 40% reglan var leidd í lög Alþýðubandalagsins átti slíkt nánast að vera útilokað. En þingflokkurinn lætur ekki að sér hæða. Athæfi hans er að vísu lög- legt en siðlaust, eins og Vilmund- ur heitinn sagði. Og pólitískt vit- laust, mætti bæta við. Alþýðubandalagið hefur á síð- ustu árum misst að minnsta kosti þriðjung fyrra fylgis síns til Sam- taka um kvennalista. Nú er eins og flokkurinn leggi sérstaka áherslu á að vísa þeim kjósend- um, sem láta sig jafnréttismálin miklu skipta, frá sér til frambúð- ar. Þetta bætist ofan á það ámæli sem flokkurinn hefur lengi legið undir, að valdaklíkurnar innan hans ýti frá sér hæfum konum sem sýni sjálfstæði og eigið frum- kvæði. Með þvíað bregðast sjálfu sér og sínum yfirlýsta vilja í þessu máli er Alþýðubandalagið að segja við kjósendur: Það er rétt sem Kvennalistinn segir, okkur er ekki treystandi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta er mikil synd, því að sú samtenging sem stefna Alþýðubandalagsins gerir ráð fyrir á jafnréttisbaráttu kvenna og baráttunni fyrir félags- legu jafnrétti almennt í þjóðfé- laginu er bæöi rétt og fallega hugsuð. Til þess að svo að setja ráðherralista þingflokksins í sam- hengi við það sem er að gerast í kringum okkur vil ég leyfa mér að halda því fram að enginn mið- flokkur, enginn jafnaðarmanna- flokkur og enginn vinstrisósíal- ískur flokkur er í öðrum norræn- um ríkjum myndi treysta sér að hafa eingöngu karla á sínum veg- um í ráðherrastólum eins og Al- þýðubandalagið og Framsókn- arflokkurinn gera á því Herrans ári 1988. Sú röksemd að ekki hafi verið völ á hæfum konum gagnast hvorugum flokknum. Báðir eiga konur á þingi. Guðrún Helgadóttir er um- deild meðal karla sem kvenna innan Alþýðubandalagsins. (Og hver er það ekki?) Hún er á hinn bóginn vinsæl af alþýðu manna, lagin að koma málum í gegn á þingi og harður pólitíkus ef því er að skipta. Hafi samþingmenn hennar ekki með nokkru móti getað unnt henni ráðherradóms gátu þeir sem best lyft oddvitan- um á Stokkseyri í ráðherrastóls Margrét Frímannsdóttir hefur að vísu ekki setið lengi á þingi, en hún hefur þeim mun meiri reynslu af því að fást við fallít frystihús. en einmitt það skilst mér að verði eitt af höfuðverk- efnum stjórnarinnar. Framsóknarflokkurinn hefði einnig getað teflt fram nýgræð- ingi á þingi, Valgerði Sverrisdótt- ur, reyndri félagsmálamann- eskju. Áð vera nýgræðingur á þingi þarf ekki að reynast neinn þröskuldur í vegi ráðherradóms. Minna má á að tveiraf ráðherrum núverandi stjórnar voru orðnir ráðherrar, áður en þeir komu í fyrsta sinn á þingfund sem alþing- ismenn. Af stjórnarflokkunum virðist Alþýðuflokkurinn einn um það að skynja hversu1 mikið breytinga- og hreyfiafl kvenna- baráttan er undir niðri í íslensk- um stjórnmálum, og skipa liði sínu í samræmi við það. Hlutfall kynjanna meðal ráðherra í ríkis- stjórninni er ljótur blettur á þeirri vinstri stjórn sem nú hefur verið prjónuð saman og að öðru jöfnu er það munstur í landsmálapóli- tík sem undirrituðum fellur best við. Skogás 29/9 1988 Einar Karl Haraldsson 6 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN FLOAMARKAÐURINN Atvinna óskast 17 ára stúlka óskar eftir vinnu með skóla 3-4 kvöld í viku og um helgar. Upplýsingar í síma 686878 milli kl. 18 og 20. Miðstöðvarketill til sölu 3,5 fermetrar, spíraldunkur, forhit- ari, 3 fermetrar, þenslukar, 75 lítrar, salernisskál og seta. Upplýsingar í síma 33269. Til sölu Sharp vídeótæki með 30 daga minni og Victor PC tölva með hörð- um disk, ársgömul, lítið notuð. Einnig barnarúm og Chicco burð- arpoki. Upplýsingar í síma 14796 eftir kl. 18.00. Á Langholtsvegi 112A fæst: notað gólfteppi að stærð á milli 50 og 60 fermetrar, verðhugmynd 1000 krónur, 70 lítra vatnsgeymir, verðhugmynd 500 krónur, 2 þvotta- balar úr blikki og innihurð úr eik 80x200 sm með körmum. Upplýs- ingar er einnig að fá í síma 30672 eftir kl. 18. Hef herbergi til leigu gegn hús- hjálp Upplýsingar í síma 641186. Til sölu lítill stálvaskur, fuglabúr, ungbarna- stóll og handklæðaslár fyrir bað. Á sama stað óskast gluggi (helst glerjaður) stærð ca. 1,3x1m og ódýr stálofn. Upplýsingar í síma 612430 eftir kl. 18.00. Hjónarúm til sölu Þýskt, stórt, antik hjónarúm fyrir að- eins kr. 10.000 stgr. Upplýsingar í síma 10282. íbúð til leigu Til leigu er 3ja herbergja ibúð, rúm- lega 60 fer/n. á Skólavörðuhplti. Laus strax. Upplýsingar í síma 623909 eftir kl. 18.30. Barnaföt frá Fix Til sölu barnaföt á 0-10 mánaða, ca. 60 stk. á kr. 5000.- (allt nýlegt). Sími 17133. Byrjendatrommusett til sölu Verð 25-30 þús. kr. Sími 73311 eftir hádegi. Til sölu 2 stk. notuð hedd á Volkswagen 1600 vél. Upplýsingar í síma 44465. Gram frystikista 210 lítra, til sölu. Sími 42494 eftir kl. 18.00. Pössun óskast 14 ára stúlka óskar eftir að.'fá vinnu við pössun. Hef góða reynslu. Sími 17087. Svalavagn óskast Óska eftir ódýrum svalavagni. Sími 44919. Húsnæði óskast Ung og reglusöm, snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 ára og 11 ára, óska eftir að taka a leigu 4-5 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 16249 á kvöldin og 11640ádaginn. Barnavagn Til sölu brúnn flauels-barnavagn frá Mothercare með fylgihlutum. Upp- lýsingar í síma 33377. Nýlegt rúm til sölu 120x200 sm(án gafla). Uppl. í síma 41373 e.kl. 18. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem íyrst Einhver fyrirframgreiðsla möguleg.Uppl.ísima 25661 eftirkl. 17.00. Til sölu Peugeot 205 árgerð '87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Vilt þú læra spænsku eða á katalónsku? Kenni spænsku og katalónsku i einkatímum eða hópum. Hef til leigu íbúð í Barcelona. Upplýsingar í síma 24634, Jordi. Atvinna - íbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtiðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvisar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftirkl. 19.00. Búðarkassi óskast Upplýsingar í síma 21784. SIBS 26. þing SÍBS verður haldið dagana 14. - 16. október 1988 og verðursett að Hótel Sögu (hlið- arsal A, 2. hæð) föstudaginn 14. okt. kl. 13.30 stundvíslega. Athygli er vakin á því að í tilefni 50 ára afmælis SÍBS verður hátíðardagskrá að viðstöddum fors- eta íslands í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 14. október og hefst hún stundvíslega kl. 15.00. Stjórn SÍBS Úlfur Gunnarsson, heiðursborgari isafjarðarkaupstaðar og fyrrverandi yfiriæknir Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði, verður jarðsunginn frá kapellu ísafjarðarsafnaðar í Mennta- skólanum á ísafirði föstudaginn 7. október kl. 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði njóta þess til tækjakaupa. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna og bæjarstjórnar ísa- fjarðar, Bæjarstjórinn á ísafirði. IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS: 24.-29. okt. Loftræsti- og hitakerfi. Námskeiðið er ætlað mönnum sem annast uppsetningu og smíði kerf- anna. 20-25 kennslustundir. MÁLMTÆKNIDEILD: 7. nóv. Hlífðargassuða. Ætlað starfandi iðnaðarmönnum. Ryðfrítt stál og smíðastál: Flokkun og eiginleikar, tæring, suðuaðferðir o.fl. Ál: Flokkun og eiginleikar, suðuaðferðir, suðugallar o.fl. 40 stundir. REKSTRARTÆKNI - VÉLTÆKNI: 24.-26. okt. Markaðssetning. Markmiðið er að gera þátttak- endur færa um að útbúa markaðssetningaráætlun og gera grein fyrir atriðum sem nauðsynleg eru til að koma vöru á markað. 31. okt.-5. nóv. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Nám- skeiðinu er ætlað að auka skilning þátttakenda á hvaö atvinnurekstur útheimtir, hvað þurfi að athuga og hvað beri að varast. 28. okt. Strikamerki 1. Haldið á Akureyri. Kynntar verða helstu tegundir strikamerkja, hvað vinnst með notkun strikamerkja, nauðsynlegurbún- aður. 4 kennslustundir. 28. okt. Strikamerki 2. Haldið á Akureyri. Hvað er strika- merki, notkun, staðsetning strikamerkja, stærðir, prenttæknileg atriði, gerð umbúða og eftirlit. 6 kennslustundir. 25. okt. Strikamerki 2. Haldið í Reykjavík. 24.-26. okt. Örtölvutækni 1. Grundvallarhugtök örtölvutækn- innar. Hvernig vinnur örtölvan? Nemendur leysa sjálfir forritunarverkefni á véla- og smalamáli 8088/86 ör- gjörvafjölskyldunnar. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: 10. okt. Vöruþróun. Helstu þættir vöruþróunar og hlutverk verkstjóra í vöruþróunarstarfinu, grundvöllur vöru- þróunar, hugmyndaleit, o.fl. 11. okt. Verktilsögn og vinnutækni. Farið er yfir skipu- lagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmanna- fræðslu, líkamsbeitingu við vinnu og vinnuvistfræði. 14. okt. Tíðniathuganir og hópafköst. Farið er yfir tíðni- rannsóknir og hvernig meta má afköst hópa, verk- stæðisskipulag og hagræðingu vinnustaða, af- kastahvetjandi launakerfi. 17. okt. Verkskipuiagning og tímastjórnun. - Farið er yfir undirstöouatriði í aætlanagerð, verkskipulagningu og tímastjórnun fyrir verkstjóra. Gerð CPM-fram- kvæmdaáætlana og Gnatt-áætlana. 19. okt. MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlana-gerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. 21. okt. PROJECT-forrit og verkáætlanir. Farið er yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC- tölvu, kynning á tölvuforritinu PROJECT. 24. okt. Samstarf ogsamvinna. HaldiðáAkureyri. Hvaðer stjórnun og hvert er hlutverk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu. 28. okt. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Haldið á Akureyri. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvað einkennir góð verkfyrirmæli. 3. nóv. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Haldið á Reyðarfirði. J 28. okt. Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. Kostnað slysa og hvað vinnst með bættu öryggi. 31. okt. Bruna-ogslysavarnir. Fariðeryfirbruna-ogslys- avarnir, brunaflokka, slökkvitæki o.fl. Sjúkrakass- ann og æfingar í fyrstu hjálp. 4. nóv. Undirstaða vinnuhagræðingar. Farið er yfir undirstöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræðingu og mat á árangri, o.fl. 9. nóv. Kjarasamningaroglög. Fariðeryfirskaðabótarétt og vinnulöggjöf, sakaregluna, saknæmi. Túlkun kjarasamninga o.fl. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn- tæknistofnunar, nemaannaðsétekiðfram. Nánari upp- lýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma (91 )687000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins í síma (91 )687440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91 )687009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.