Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Hafnarfjörður Grænlendingamir komnir Svo virðistsem grœnlenskir rœkjutogarar skipti eingöngu við Hafnarfjörð í vetur en ekki Isafjörð. Leyfi sjávarútvegsráðuneytisins án skilyrða um sérstaka höfn vrsti grænlenski rækjutogar- ínn á þessu hausti kom nýlega Menntamálaráðherra Frétta- bréfið er sagn- fræði Svavar Cestsson menntamála- ráðherra ákvað á dögunum að stoppa dreifíngu fréttabréfs menntamálaráðuneytisins þar sem aðalefni þess væri ný aðal- námsskrá grunnskóla en menntamálaráðherra hefur ákveðið breytingar á allri vinnu í sambandi við hana. Svavar sagði blaðamanni Þjóðviljans að frétt- abréfíð hefði fyrst og fremst sögu- legt gildi þar sem forsendur inni- halds þess hefðu allar breyst. Fréttabréfið var tilbúið til dreifingar skömmu eftir að Birgir ísleifur Gunnarsson fráfarandi menntamáiaráðherra yfirgaf menntamálaráðuneytið. í til- kynningu frá menntamálaráðu- neytinu segir að þar sem menntamálaráðherra hafi kynnt breytt vinnuferli varðandi nýja aðalnámsskrá sé ekki lengur hætta á misskilningi um hvað fyrirhugað sé í því efni. Þess vegna hafi eintak af fréttabréfinu verið sent fjölmiðlum, samtökum kennara og fleiri aðilum og þeir sem vilji geti orðið sér út um ein- tak í ráðuneytinu. Birgir fsleifur Gunnarsson hef- ur sakað Svavar Gestsson um það að slá sig til riddara með því að draga nokkrar ákvarðanir sínar til baka og með því að stoppa dreifingu umrædds fréttabréfs. -hmp til löndunar og áhafnaskipta í Hafnarfirði en þar á undan höfðu tveir komið til Reykjavíkur sömu erinda. Um 30 grænlenskir rækjutog- arar hafa heimild sjávarútvegs- ráðuneytisins til að landa afla sín- um í höfnum landsins án nokk- urra skilyrða og geta þessvegna landað afla sínum á Hornafirði ef þeir vilja. Til skamms tíma höfðu togararnir svo til eingöngu við- komu á ísafirði en í fyrra varð hinsvegar breyting á afstöðu Grænlendinga og í stað þess að sigla þangað sneru þeir við- skiptum sínum til Hafnarfjarðar og hefur Þorvaldur Jónsson skip- amiðlari tekið yfir þau viðskipti sem bróðir hans Gunnar Jónsson á ísafirði hafði. í sumar gerðu ísfirðingar til- raun til að fá Grænlendinga til að taka upp fyrri háttu en sýnilega án mikils árangurs þrátt fyrir bjartssýni þar um eftir viðræður við grænlenska útgerðarmenn. Á sínum tíma var fjárhagstap fyrir- tækja og opinbera stofnana á fsa- firði metið á um 100 miljónir króna vegna þeirrar stefnu Grænlendinga að skipta fremur við Hafnarfjörð en þá. Að sögn Þorvaldar eru þetta rækjutogarar sem geta borið 2- 400 tonn af frystri rækju en vegna lélegs afla að undanförnu hafa þeir hingað til aðeins landað um 100 tonnum af rækju að meðaltali og aflinn aðeins verið 2-3 tonn á sólarhring. Rækjan er heilfryst um borð og hún seld hrá til Jap- ans en sú sem seld er til Evrópu er soðin um borð. -grh Grænlenskir rækjutogarar eru byrjaðir að venja komur sínar hingað til lands og nýlega kom sá fyrsti til Hafnarfjarðar til löndunar og áhafna- skipta. Miklar líkur eru á að þeir verði sjaldséðir á ísafirði í vetur þrátt fyrir bjartsýni bæjaryfirvalda um hið gagnstæða. Mynd: E.ÓI. Siglingamálastofnun Mun betri sorphreinsun Um 8-10þúsund m3 afsorpifalla til árlega um borð í íslenskum skipum á ári hverju falli til um borð í kki er talið ólíklegt að 8-10 þúsund m' af ópressuðu sorpi Svanfríður Jónasdóttir skipaflota landsmanna. Sorp frá skipum eru matarleifar og annar úrgangur frá skipi og áhöfn en ekki ónýt veiðarfæri. „Það er mun betri aðstaða nú en nokkru sinni áður í höfnum landsins til að taka á móti sorpi frá skipum og bátum. Samfara því ásamt átaki Landssambands íslenskra útvegsmanna, sjó- manna og fleiri aðila fyrir því að öllu sorpi sé skilað í land hefur ástandið stórbatnað,“ sagði Eyj- ólfur Magnússon í mengunar- deild Siglingamálastofnunar. Nú er svo komið að við nær allar hafnir eru sorpkassar eða sorpgámar og hafa hafnarstarfs- menn upplýst að þeir séu mikið notaðir af skipum og jafnvel af byggð í landi. Þetta þýðir von- andi að mun minna sé hent af sorpi í sjóinn í kringum landið en áður og að fjörur landsins séu hreinni en ekki uppfullar af plastmengun og öðrum óþverra. -grh Grásleppa Samstarf við Kanada- menn Viðrœður um verð og hrognaþörf í janúar nk I byrjun næsta árs í janúar nk. eru væntanlegir hingað til lands fulitrúar kanadískra grásleppu- hrognaframleiðenda til viðræðna við fulltrúa Landssambands smá- bátaeigenda um hrognaþörf og verð en þessar þjóðir eru samtals með um 80% af heimsmarkaðn- um fyrir grásleppuhrogn. Að sögn Arnars Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda eru þessar fyrirhuguðu viðræður milli fram- leiðendana afar mikilsverðar fyrir hérlenda grásleppufram- leiðendur sem hingað til hafa átt undir högg að sækja á heimsmarkaðnum vegna óhag- stæðs verðsamanburðar við Kan- adamenn og minni framleiðslu. Þessum viðræðum við Kanada- menn var komið í kring að frum- kvæði stjórnar Landssambands smábátaeigenda með dyggum stuðningi Stefáns Gunnlaugs- sonar á viðskiptaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins sem hafði milligöngu um viðræðurnar af ís- lands hálfu. -grh Kvennalistinn Sundurgreind úttekt Kvennalistinn leggur áherslu á að fá sundurgreinda úttekt á stöðu og rekstri útflutnings- greinanna og að aðgerðum verði hagað í samræmi við niðurstöður hennar. Á samráðsfundi Kvennalista- kvenna á Húsavík um sl. helgi var ítrekuð andstaða Kvennalistans gegn árásum stjórnvalda á rétt- indi og kjör launafólks. - íslenskt atvinnulíf líður að mörgu leyti fyrir ytri aðstæður, svo sem óhagstæða þróun gengis og verðlags á erlendum mörkuð- um, en einnig fyrir ábyrgðarleysi í rekstri, vanþekkingu og rangar áætlanir. í þeim efnum sem mörgum öðrum er þörf fyrir breytt hugarfar, þar sem ábyrgð og virðing fyrir umhverfinu og sameiginlegum verðmætum okk- ar allra eru höfð í öndvegi, segir í ályktun fundarins. Már Guðmundsson Fjármálaráðuneyti Svanfríður til aðstoðar Már Guðmundsson ráðinn efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra r Olafur Ragnar Grímsson fjár- bandalagsins á landsfundi flokks- málaráðherra, hefur ráðið jns sl. vetur og hefur verið vara- Svanfríði Jónasdóttur varafor- þingmaður flokksins frá síðustu mann Alþýðubandalagsins og þingkosningum. bæjarfulltrúa á Dalvík, sem að- Már Guðmundsson er 34 ára stoðarmann sinn í fjármálaráðu- gamall Reykvíkingur. Hann neytinu. ^stundaði nám í þjóðhagfræði á Svanfnður er 37 ára gömul og Bretlandi og hefur starfað við hefur starfað sem kennari við hagfræðideild Seðlabankans frá Dalvikurskóla frá 1974. Hún var árinu 1980. kjörin varaformaður Alþýðu- „Er hægt að tala um miðaldamann?“ Franskur miðaldafrœðingur flytur erindi við Háskólann. Er hægt að tala um miðalda- mann? er sú spurning sem fra- nski miðaldafræðingurinn Jacq- ues Le Goff mun velta fyrir sér í erindi sem hann flytur í Háskóla íslands á morgun, flmmtudag, kl. 17.15. Verður fyrirlesturinn haldinn á frönsku í stofu 101 í Odda, en ágripi af honum á ís- lensku verður dreift meðal áheyrenda. Jacques Le Goff er einn af forsprökkum hinnar svokölluðu „Annála-hreyfingar“ nú á dögum, en hún hefur starfað í ein sextíu ár umhverfis samnefnt tímarit og valdið mikilli byltingu í sagnfræði og sagnfræðirannsókn- um. Er hann tvímælalaust einn merkasti miðaldafræðingur Frakklands, og sennilega meðal helstu núlifandi sérfræðinga í sinni grein. Hann fæddist í Toul- on árið 1924, en stundaði síðan nám í París, Óxford og Róm. Frá 1954 hefur hann kennt við ýmsa háskóla og háskólastofnanir, fyrst í Lille og síðan París. Jacques Le Goff hefur samið fjölda rita um sín fræði. Fyrst þeirra var bók um „Menntamenn á miðöldum", sem kom út 1957 og vakti athygli fræðimanna, en víðfrægur varð hann síðan 1964 fyrir hið mikla rit sitt um „Mið- aldamenningu Vesturlanda", sem hefur verið þýtt á mörg tung- umál. Hefur hann mikið fengist við að rannsaka hugarfarssögu miðalda, og meðal síðustu rita hans um það efni má nefna „Upp- runa hreinsunareldsins“ sem kom út 1981 og „Peningana eða lífið" sem kom út 1986 og fjallar um viðhorf miðaldamanna til ok- urs og vaxta. í fyrirlestri sínum í Háskóla íslands mun Jacques Le Goff fjalla um þær hugmyndir sem menn gerðu sér á miðöldum um manninn og eðli hans og um þró- un þeirra. e.m.j. 2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 12. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.