Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 3
_________________FRETTIR___________________ Sjómenn Svara ekki talstöð Öryggi kastað fyrir róða. Ekki hlustað á rás 16 né neyðarbylgju 21,82. Aðeins svarað í farsímann Sívaxandi noktun á farsíma um borð í fiskiskipaflotanum hef- ur leitt til þess að mjög erfltt er orðið að ná sambandi við skip og báta í gegnum talstöð hvort sem um er að ræða rás 16 í talstöðinni né á neyðarrás 21,82. Aö sögn Ólafs Ársælssonar hjá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa horfir til stórvandræða ef ekkert verður að gert því skip- stjórnarmönnum ber skylda til að hafa talstöðina opna á þessum rásum. Ólafur sagðist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef það kæmi uppá ef neyðarkall kæmi frá sökkvandi skipi og ekki næð- ist í næstu skip vegna lokaðrar talstöðvar. „Pað er alveg ljóst að þetta framferði er ekki til að auka á öryggi sjómanna á hafi úti og al- veg óskiljanlegt hvernig sem á þetta er litið,“ sagði Ólafur Ár- sælsson. Loftskeytastöðin í Neskaup- stað er til að mynda hætt að taka niður aflatölur síldarbáta á sím- svara til upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með eins og gert hef- ur verið í allmörg ár vegna þess að ómögulegt er að ná sambandi við síldarbátanna nema í gegnum farsímann. -grh Verðbólgan Komin í 13.3% Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði aðeins um 0,36% frá síðasta mánuði, enda verðstöðv- un í gildi. Af þessari hækkun stöfuðu 0,2% vegna verðhækk- unar á fatnaði. Síðustu 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 26.6%. Undan- farna þrjá mánuði hefur hækkun- in orðið 3,2% og jafngildir sú hækkun um 13,3% verðbólgu á heilu ári. íslensk hljóðfœrasmíð Orgel handa Akureyríngum Eg er mjög þakklátur Akur- eyringum fyrir það frum- kvæði er þeir sýndu með því að panta hjá mér orgel fyrstir manna, sagði Björgvin Tómasson, pípuorgelsmiður, er tíðindamenn blaðsins tóku hús á honum í gær í tilefni af því að hann hefur nú lokið smíð á kórorgeli fyrir Akur- eyrarkirkju. Verður það einkum notað við tónleikahald og minni athafnir. Orgelið verður flutt norður næstu daga, en það verður vígt við guðsþjónustu 23. október. Pá um kvöldið eru svo fyrirhugaðir tónleikar í tilefni af vígslunni, og hefur organistinn, Björn Steinn Sólbergsson, veg og vanda af þeim. Björgvin lærði og lagði stund á pípuorgelsmíðar í Þýskalandi í átta ár, en tvö ár eru síðan hann fluttist heim. Næstu verkefni eru þegar frágengin: orgel fyrir Ól- afsfjarðarkirkju og síðan kirkj- una á Fáskrúðsfirði, og verða þau bæði stærri en nýja kórorgelið í Akureyrarkirkju. Þá fæst Björg- vin við stillingar og viðgerðir á pípuorgelum um allt land. Það er liðið ár síðan ákveðið var að ég smíðaði kórorgelið, sagði Björgvin; að teikningum og undirbúningi loknum gat verkið hafist, og frá því í byrjun júlí hef- ur verið smíðað af kappi. Nokk- uð af efninu þurfti að fá að utan, s.s. málmpípurnar. Timburvinn- una útfærði Björgvin sjálfur, en orgelið er smíðað úr eik. Hljóðfærið hefur Björgvin smíðað í kompaníi við þýskan starfsbróður, Peter Fuchs, og hafa þeir einnig samstarf um smíði kirkjuorgelanna fyrir Ól- afsfirðinga og Fáskrúðsfirðinga. HS Kórorgel Björgvins Tómassonar fyrir Akureyrarkirkju verður einkum notað til tónleikahalds og við minni athafnir. Það er því viðbót við hljóðfærakost guðshússins, en byggir að sjálfsögðu ekki út kirkjuorgelinu sem fyrir er. Mynd: Jim Smart. y Formaður AB Ovenju skammur tími Nýr kafli í jafnréttisbaráttunni. Aðeins tveir hliðstœðir áfangar eftir Ríkisskip Framtíðin ræðstá morgun Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra lagði fram á ríkis- stjórnarfundi í gær, hugmyndir um það hvernig á að leysa úr fjár- hagsvanda Ríkisskipa. Hann seg- ist reikna með því að málið hljóti afgreiðslu á ríkisstjórnarfundi á morgun, mjög brýnt sé að taka ákvarðanir um framtíðarskipan mála hjá Ríkisskipum. „Það er ekki hægt að að láta Ríkisskip hlaða upp vanskilum,“ sagði Steingrímur við Þjóðvilj- ann. Það væri alveg ljóst að hann myndi ekki leggja til að þjónusta Ríkisskipa yrði skert eða lögð af á meðan væri verið að athuga mál- in. Miklar breytingar hefðu átt sér stað í skipafluttningum á und- anförnum árum og framtíð strandfluttinganna yrði að skoða í ljósi þeirra. Steingrímur sagðist ætla að leitast eftir viðræðum við hin skipafélögin um möguleika á samvinnu eða samræmingu á strandflutningunum. Fyrir nokkrum árum'kom ekk- ert út úr slíkum viðræðum en ráðherrann telur að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. -hmp Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra segir að stjórnarflokkunum hafl tekist á óvenju skömmum tíma að ná niðurstöðu varðandi skipun em- bætta á Alþingi og nefndarkjör. Yflrleitt hafl þetta tekið ríkis- stjórnir nokkrar vikur en nú væru þessi mál leyst á nokkrum dögum. Olafur sagði blaðamanni Þjóð- viljans að við myndun ríkisstjórn- arinnar hefðu verið sett fram þau sjónarmið að fylgja ætti þeirri reglu að formennska í nefndum fylgdi vikomandi ráðuneytum. Forseti sameinaðs Alþingis yrði því í höndum stærsta stjórnar- flokksins. í þessum efnum hefðu alþýðubandalagsmenn lagt áherslu á að formaður fjár- veitinganefndar kæmi í hlut Al- þýðubandalagsins og samkvæmt sömu reglu ætti formaður utan- ríkisnefndar að falla í hlut Al- þýðuflokks. „Þarna höfðum við í huga gott starf Margrétar Frímannsdóttur í fjárveitinganefnd og töldum að formennska hennar í fjárveit- inganefnd hefði bæði markað tímamót í starfssemi nefndarinn- ar og tryggt framhald þeirrar fjárlagavinnu sem við hófum við myndun þessarar ríkisstjórnar," sagði Ólafur. Mikil reynsla Mar- grétar í sveitastjórnarmálum ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 hefði komið að miklum notum. Á þessi sjónarmið hefði Alþýðu- bandalagið lagt ríka áherslu á í viðræðum við samstarfsflokkana. Fyrir nokkrum dögum hefðu þau sjónarmið hins vegar komið upp í viðræðum stjórnarflokk- anna að beitt yrði annarri vinnu- reglu sem stundum hefði verið beitt áður. Hún fælist í víxlverk- un á milli embætta í þinginu og ráðuneyta flokkanna í stjórn. Samkvæmt þessu hefði Alþýðu- bandalaginu verið boðið embætti forseta sameinaðs þings sem væri ásamt forsætisráðherra einn af handhöfum forsetavalds. Víxl- verkunin væri því á milli Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks. Alþýðuflokkurinn fengi formann fjárveitinganefndar þar sem Al- þýðubandalag hefði fjármála- ráðuneytið og Framsóknar- flokkur fengi formann utanríkis- nefndar þar sem Alþýðuflokkur væri með formann fjárveitinga- nefndar. Ólafur sagði þessa niðurstöðu hafa leitt til þeirrar sögulegu stundar að Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins varð fyrsta konan í yfir 1000 ára sögu Álþingis til að setjast þar í forsæti. Þetta sagði Ólafur marka hliðstæð þáttaskil í jafnréttisbar- áttunni og þegar kona varð fyrst forseti lýðveldisins eða þegar kona settist fyrst í ríkisstjórn. Aðeins tveir hliðstæðir áfangar væru eftir: að kona yrði forseti hæstaréttar eða forsætisráðherra. Það væri mikið ánægjuefni fyrir flokkinn að Alþýðubandalagið skyldi skipa þennan nýja kafla í jafnréttisbaráttunni. -hmp Utanríkisráðherra Engin kjamavopn á Islandi Jón Baldvin Hannibalsson á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna: Gerum ráðfyrirað íslensktfullveldi sé virt. Komið vefði í vegfyrir kjarnorkuvígbúnað íhöfunum. ísraelar ogArabar sýnisanngirni og sáttfýsi Það er alkunna, að ísland leyfl ekki kjarnavopn innan síns landsvæðis og gerir einnig ráð fyrir að skip sem koma til hafnar virði íslenskt fullveldi. Þarf ekki að fara um það mörgum orðum að slys með kjarnavopn á sjó gætu haft geigvænlegar afleiðing- ar fyrir þjóð eins og íslendinga, sem byggir lífsafkomu sína á l$f- rænum auðlindum sjávar, sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra m.a. í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í New York í gær. Að mati íslenskra stjórnvalda er afar mikilvægt að samningar um niðurskurð langdrægra kjarn- avopna á landi verði til þess að draga úr hemaðaruppbyggingu á og í höfunum, sagði Jón Baldvin ennfremur. Hann kom víða við í alþjóða- málum í ræðu sinni og sagði m.a. að friðsamleg lausn á ágreining- sefnum Araba og ísraelsmanna væri háð því að deiluaðilar réðu ríkjum sínum í anda gagnkvæmr- ar hófsemi og sáttfýsi. -•g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.