Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Sigur feðraveldisins Gestur Guðmundsson skrifar Það var forvitnilegt að sjá lýð- ræðisbyltinguna seytla inn undir lokaðar hurðir Alþýðubanda- lagsins við nýafstaðna stjórnar- myndun. Að vanda voru allar viðræður í höndum fámennrar forystu, en þegar leið að lokum þeirra voru haldnir tveir merkir miðstjórnarfundir þar sem skap- aðist rými fyrir hið óvænta í sam- ræðum rúmlega hundrað virkra flokksfélaga alls staðar af landinu. Þingflokkurinn fór þó með lýð- ræðið eins og prakkari með troð- fullt peningaveski sem hann hef- ur fest í ósýnilegt snæri. Vegfar- endur geta horft með áfergju á veskið og ímyndað sér þær lysti- semdir sem hægt er að kaupa fyrir innihaldið, en um leið og þeir ætla að handsama það, kippir prakkarinn í spottann ósýnilega og dregur veskið til sín. Umræður voru varla hafnar í miðstjórn Alþýðubandalagsins þegar prakkararnir í þingflokkn- um drógu stjórnarmyndunina af borði miðst j órnar og inn í fundar- herbergi sitt og héldu fund um hana um marga klukkustunda skeið. En miðstjórnin lét ekki al- veg setja sig út af laginu, heldur spruttu upp margir minni fundir, mislangir og misstórir, og á milli þeirra ráðfærðu miðstjórnar- menn sig við sitt heimafólk. f þessum samræðum kom í ljós að allir flokkadrættir innan Banda- lagsins hafa riðlast svo um mun- ar, afstaða flestra var leitandi og menn vógu og mátu þau rök sem um var teflt. Á seinni miðstjórnarfundinum höfðu prakkararnir í þingflokkn- um lagt veskið á götuna á nýjan leik, en fjarlægt ósýnilega spott- ann. Á þeim fundi höfðu mið- stjórnarmenn gert upp hug sinn eftir þá fjölbreytilegu umræðu sem þeir höfðu átt dagana á undan. Einstaka maður afsalaði sér þó ákvarðanaréttinum eða sagði að hann hefði verið tekinn af sér - þingflokkurinn væri bú- inn að semja um ríkisstjórnar- þátttöku og ekki yrði aftur snúið. Flestir greiddu þó atkvæði út frá sannfæringu sinni um það hvort rétt væri að standa að þessari rík- isstjórn eða ekki. Lófatakinu yfir nýrri vinstri stjórn hafði hins vegar varla linnt, þegar þingflokkurinn hafði framkvæmt nýtt prakkarastrik gegn lýðræðinu. Á fundi sínum úthlutaði hann ráðherraembætt- um flokksins til þriggja karl- manna, allt hæfra manna sem voru vel að embættunum komnir. Þeir leyfðu sér hins vegar að hundsa enn einu sinni þann ríka þátt í lýðræðiskröfu dagsins, að stjórn samfélagsins verði löguð að þörfum kvenna og þær taki beinni og virkari þátt í stjórnar- störfum. Þingflokkurinn leyfði sér þá tímaskekkju að fylla öll ráðherrasæti sín karlmönnum og ganga fram hjá þeim hæfu konum sem til greina komu. Þó er augljóst að þingmennirn- ir höfðu samviskubit yfir því að ganga gersamlega fram hjá þeim hæfu konum, sem komu til greina í ráðherraembætti, því að þær fréttir hafa borist að allir þrír ráð- herrar Alþýðubandaiagsins vilji skipa konur aðstoðarmenn sína við ráðherrastörf, auk þess sem konur muni gegna ýmsum helstu trúnaðarstörfum flokksins á Al- þingi. Með þessu eru þeir ekki bara að gera veikburða tilraun til að bæta fyrir það kynjamisrétti sem kom fram í ráðherraskipuninni og til að bæta ímynd flokksins gagnvart kjósendum. Þeir eru líka að staðfesta gamlar starfs- reglur feðraveldis og karlapóli- tíkur: Það er allt í lagi að hleypa konum að, bara ef þær eru undir karlmennina settar, og undir handarjaðri karlanna er konum ætlað að læra handverkið, svo að þær geti kannski seinna tekið við áhrifastöðunum. í feðraveldinu er engum hleypt að valdastólunum nema hann hafi hlotið langa starfsþjálfun hjá þeim sem með völdin fara. Ungir menn æfa sig í ungliðadeildum stjórnmálaflokkanna, og séu þeir trúir yfir litlum nefndum og stjórnum, eru þeir settir yfir meira. Þegar þeir hafa lært að fara eftir hefðbundnum leikregl- um í öllum meginatriðum, eru þeir tækir á valdastólana. Meira að segja konur geta verið tækar á valdastóla hins kapítalíska feðra- veldis ef þær leggja af ýmsa „kvenlega ósiði“ eins og að hugsa meira í mannlegum gildum en markaðsgildum. Margir byrja sinn stjórnmálaferil með eins konar uppreisn og vilja breyta leikreglunum, en eftir nokkra ósigra hafa þeir slípast svo til að „kerfinu" stafar engin hætta af þeim. í hefðbundnu iðnnámi voru nemarnir vígðir smám saman inn í leyndar reglur sinnar iðngrein- ar. í byrjun voru þeir auðmýktir, en ef þeir þjónuðu meisturum sínum af kostgæfni, gátu þeir öðl- ast réttindi sveina og jafnvel meistara. Þetta námskerfi hefur hvarvetna verið á undanhaldi, en hvergi hefur það reynst jafn lífs- eigt og í valdakerfinu, sem er orð- ið síðasta vígi hins forna feðra- veldis. Lítið bara á ráðherra fráfar- andi og núverandi ríkisstjórnar. Miðað við það sem oft hefur tíðk- ast áður, eru margir þeirra ungir að árum, en þeir hafa allir verið í stjórnmálalæri svo að segja frá blautu barnsbeini, sumir meira að segja hjá feðrum sínum rétt eins og tíðkaðist í meistarakerfi iðnnáms. Þeir hafa sumir verið óstýrilátir en það er löngu liðin tíð. Þeir munu áreiðanlega reyna að sveigja þróun íslenska samfé- lagsins öllu meira inn á brautir félagshyggju en verið hefur um skeið, en þeir munu eflaust beita til þess engu nema hefðbundnum aðferðum, og árangur þeirra verður að sama skapi takmarkað- ur. Undanfarin tuttugu ár hefur hrikt í ýmsum undirstöðum þeirra stjórnarhátta sem hér hafa tíðkast um langt skeið, og kjós- endur hafa sýnt vilja til breytinga. Þeir veittu meira að segja töluverðan stuðning þeirri mótsagnakenndu uppreisn sem var kennd við Vilmund heitinn Gylfason, og þeir hafa flykkst um þau nýju viðhorf sem Kvennalist- inn hefur myndað hreyfingu um, ekki bara í orði heldur í verki. Kerfið er ekki orðið meira kalkað en svo, að það hefur sveigst ör- lítið að þessum nýju kröfum, og nútíma stjórnmálamenn reyna að vera svolítið frísklegir. En starfs- reglur kerfisins hafa ekki breyst í grundvallaratriðum. Alþýðubandalagið hefur ekki náð sér betur upp úr flokkadrátt- um undanfarinna ára en svo, að við úthlutun ráðherrastóla skipti meginmáli að gæta jafnvægis milli þeirra arma sem þar hafa tekist á. Við þessa úthlutun var ekki slegið striki yfir flokka- drættina og reynt að horfa til framtíðarinnar, þeirrar framtíðar sem krefst róttækrar uppstokk- unar, nýrra vinnubragða og jafnréttis kynjanna. Gestur Guðmundsson skrifar vikulegar greinar í Þjóðviljann Alþýðubandalagið hefur ekki náð sér betur upp úr flokkadráttum undanfar- inna ára en svo, að við úthlutun ráð- herrastóla skipti meginmáli að gœta jafnvœgis milli þeirra arma sem þar hafa tekist á. Haustið er gengið í garð og grös farin að sölna. Alþingi hefur verið sett og á næstunni verður alþingi götunnar kallað saman, þ.e. landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga, sem leitt hef- ur utanþingsbaráttu fyrir her- lausu og hlutlausu landi, verður haldin næstkomandi laugardag. Þar verður staðan metin og lögð á ráðin, hvernig baráttunni skuli hagað á næsta ári, en þá eru liðin 40 ár síðan þjóðin, eða réttara sagt alþingi því þjóðin var aldrei spurð, samþykkti að hverfa frá hlutleysi og gekk í bland við hern- aðartröllin í NATO. Þegar í upphafi var mikil and- staða gegn þessari stefnu og enn er hún veruleg ef taka má mark á skoðanakönnunum. Þó að þeir sem lagt hafa baráttunni lið geti glatt sig við þann árangur barátt- unnar, verður að segja eins og er að mjög hefur hallað undan fæti að undanförnu. Hernaðaröflin hafa færst mjög í aukana og hern- aðaruppbygging verið meiri en nokkru sinni fyrr og farin að teygjast út á annes á ný. Verið er að reisa ratsjárstöðvar á Bola- fjalli vestra og Gunnhólfsvíkur- fjalli eystra. Enn einu sinni var blekkingum beitt til að afla fylgis við hernaðarbröltið. Stöðvarnar áttu að auka öryggi sjómanna og var þar leikið á viðkvæma strengi í þjóðarsálinni, því að þær fjöl- skyldur eru margar sem hafa mátt sjá af vandamanni í hafið. Nýver- ið hefur svo komið fram að engar skiparatsjár eru í þessum stöðv- um. Ekki þarf að kvarta undan misræmi hjá forsvarsmönnum hernaðarhyggju hérlendis, því öll Um friðarbaráttu Guðmundur Georgsson skrifar með fjárframlögum, sem ekki skal vanmetið, og taki þátt í fjöl- daaðgerðum, eru tiltölulega fáir virkir í baráttunni nú. Ekki svo að skilja að allir sem hætt hafa störfum innan okkar samtaka hafi hætt virkri þátttöku í friða- rbaráttu. Margir þeirra hafa hasl- að sér völl í öðrum friðarsam- tökum, sem einkum hafa beitt sér gegn kjarnorkuógninni, ef til vill í von um skjótari og áþreifanlegri árangur. Það er hins vegar orðið degin- um ljósara að ísland verður í raun aldrei friðlýst fyrir kjarnorku- vopnum á meðan við erum aðilar „Stöðvarnar áttu að auka öryggi sjó- manna og varþar leikið á viðkvæma strengi íþjóðarsálinni, þvíaðþærfjöl- skyldur eru margar sem hafa máttsjá af vandamanni íhafið. Nýverið hefur svo komiðfram að engar skiparatsjár eru í þessum stöðvum. “ sú leið sem þeir hafa leitt okkur allt frá inngöngunni í NATO er vörðuð blekkingum. Er furða, þó að þeir sem andvígir eru hernað- arbröltinu, sem framið er undir kjörorðinu til verndar lýðræði, hafi löngum verið tortryggnir og oft ætlað forsvarsmönnum hern- aðarbröltsins aðrar og lægri hvat- ir? Vafalítið má rekja aukin víg- búnaðarumsvif hérlendis að ein- hverju leyti til þeirrar staðreynd- ar að mjög hefur dofnað yfir andófinu utanþings sem innan. Herstöðvaandstæðingum á þingi hefur fækkað og þar með dregið úr slagkrafti þeirra og enda þótt margir styðji utanþingsbaráttu Samtaka herstöðvaandstæðinga að hernaðarbandalagi sem byggir hernaðaráætlun sína á því að svara jafnvel árás með hefð- bundnum vopnum með kjarn- orkusprengjum. Því til sönnunar mætti leiða fram mörg vitni. Hér skal aðeins minnt á að Carring- ton, fyrrum framkvæmdastjóri NATO, lýsti því yfir, þegar Danir voru að hugleiða að lýsa land sitt kjarnorkuvopnalaust í friði jafnt sem í ófriði, að það jafngilti úr- sögn úr NATO. Vestur- Þjóðverjum varð það á að í kjölf- ar samninga Gorbatsjofs og Re- agans um meðaldrægar eldf- laugar að lýsa yfir því að þeir vildu losna við svokölluð vígvallar- eða taktísk kjarnorku- vopn sem mikið er af í þeirra heimahögum. Það hrikti í innviðum NATO og Vestur- Þjóðverjar urðu að beygja sig. Það mætti lengi telja slík dæmi til stuðnings því að raunhæfasta friðarbaráttan er baráttan fyrir hlutlausu og herlausu landi. Að sjálfsögðu eigum við af fremsta megni að styðja við friðarvið- leitni hvar sem er í heiminum. Það leysir okkur hins vegar ekki undan þeirri skyldu að beina at- orku okkar að því að gera hreint fyrir eigin dyrum, svo að gripið sé til orðalags hinnar hagsýnu hús- móður. Því hvet ég herstöðvaandstæð- inga til að taka þátt í að marka baráttuleiðir á landsráðstefnunni næstkomandi laugardag. Þar eru allir andstæðingar hersetu og að- ildar að NATO velkomnir og jafnréttháir. Vöknum til dáða og látum kjörorð okkar, ísland úr NATO og herinn burt, hljóma kröftuglega um allt land á næsta ári þegar 40 ár eru liðin frá því að þjóðin var hneppt í herfjötra. Reykjavík, 11. október 1988 Gu&mundur Georgsson er læknir í Reykjavík. Hann er þekktur fyrir baróttu gegn herstö&vum á fs- landi. Mi&vikudagur 12. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.