Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1988, Blaðsíða 6
Hagstjóm og Viðfangsefni mitt hér í dag er að fjalla um þá áhrifaþætti heilsufars, sem stjórnmálamenn og áhrifaaðilar geta breytt. Ég mun skoða þessi mál af sjónar- hóli verkamanns í víngarði heil- brigðisþjónustunnar og í þeim til- vikum, sem mig skortir reynslu og vísindalegar röksemdir, mun ég beita brjóstvitinu og vona, að sú aðferð falli nærstöddu áhuga- fólki þolanlega í geð. í upphafi væri ekki úr vegi að reyna að skilgreina hugtakið þjóðarheilsa. Mér vitanlega hef- ur engum tekist það ennþá, þótt tiltækar séu ýmsar viðmiðanir af misjöfnu vægi. Áþreifanlegasta viðmiðunin í læknisfræðinni og lýðfræðilegri umræðu eru auðvit- að dánartölur; dánartíðni og flokkun dánarorsaka. Ef við ætl- um að reyna að bæta þjóðar- heilsuna, væri ekki úr vegi að rifja upp, hverjar eru helstu dán- arorsakir okkar íslendinga. Tæp- ur helmingur allra dauðsfalla á hjarta- og æðasjúkdóma að or- sökum. Rúmur fimmtungur deyr af völdum krabbameins, tíundi partur úr öðrum lungnasjúkdóm- um, álíka fjöldi deyr slysadauða og enn annar tíundi partur úr öðr- um sjúkdómum. En „afl dauðans eins nam krenkja alla í veröld hér“ kvað séra Hallgrímur, og úr einhverju hljótum við að deyja, þegar yfir lýkur. Hjarta- og æð- asjúkdómar og krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar aldr- aðra, þótt sorglegar undantekn- ingar séu alltof margar. En þar sem slysfarir eru fyrst og fremst dánarorsök yngri aldursflokk- anna, verða áhrif þeirra á þjóðar- heiisuna hlutfallslega miklu meiri en 10% svarar, því eðlilegra er að reikna töpuð æviár fremur en tíðni dauðsfalla án tillits til aldurs. Slysatíðni er því nokkuð, sem skynsamlegt er að reyna að hafa áhrif á. Þjóöarheilsan ræðst því að miklu leyti af töpuðum æviárum. Hins vegar er líka rökrétt að líta á töpuð vinnuár og skoða einnig hvað veldur örorkái og vinnufjar- vistum. Þar komftlysin vafalítið fremst í röð ásamt ýmsum sjúk- dómum stoðkerfis og hreyfifæra og fötlun af þeirra völdum. Sænski prófessorinn Edgar Borgenhammar talar um 3 tíma- bil í þróunarferli þjóða frá fátækt til ríkidæmis, sem hvert um sig einkennist af mismunandi heilsufarsvandamálum. Fyrst er að telja tímabil örbirgðarkvilla, sem einkennist af skortsjúkdóm- um og mikilli tíðni sýkinga, oft með miklu mannfalli og tíðum dauðsföllum ungbarna. Dæmi slíks sjáum við hvarvetna í þróun- arlöndunum, þar sem allur þorri fólks býr við fátækt og menntunarskort. Til þessa tíma- bils í sögu okkar lítum við með takmarkaðri eftirsjá. Lífsstíll Tímabil ofneyzlukvilla þekkj- um við mun betur. Það ein- kennist af hárri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, sýkursýki og of- fitukvilla auk krabbameins og ýmissa sjúkdóma, sem af reykingum og áfengisnautn leiðir. Norski prófessorinn Peter Hjort sló þeirri ágizkun fram, að 1% hagvöxtur í velferðarþjóðfé- lagi hafi í för með sér 2% verri þjó'^rheilsu. Víst er um það, að sterk bein þarf til að þola góða daga, ekki síst þegar hýenur markaðarins keppast við að fal- bjóða gerviþarfir í frjálsri sam- keppni sinni. Amerískur faraldsfræðingur, Dever að nafni, kallaði á síðasta áratug saman vaska sveit sérfræð- inga og gáfumanna til að rann- saka dánarorsakir í öeorgíufylki í Bandaríkjunum. Þeir komust að því, að lífsstíllinn réð mestu um þróun dánarorsaka, og mátu þeir vægi hans 43% á móti 27% arf- gengra þátta og 19% umhverfis- þátta af efnislegu, félagslegu og sálfræðilegu tagi. Hlutur heil- brigðisþjónustunnar í umræddri þróun var metinn til 11 hundraðs- huta! Þessar niðurstöður koma heim og saman við þá staðreynd, að viðfangsefni sjúkrahúsanna eru fyrst og fremst þau að fást við kvilla, sem eiga sér langan að- draganda og lítil von er til að lækna megi að fullu. Hins vegar vaknar sú spurning, hvort verj- andi sé að eyða 10% þjóðartekn- anna í verkefni, sem ekki ber ríkulegri ávöxt. Slíkum spurning- um getum við velt fyrir okkur, á meðan við sjálf og aðstandendur okkar þurfum ekki á hinni fullkomnu heilbrigðisþjónustu okkar að halda. Loks ber að nefna þriðja tíma- bilið, sem raunar skarast mjög við ofneysluskeiðið, en það er tímabil vantrúarkvilla. Þessu kvillamynstri hafa hinar háþró- uðu iðnaðarþjóðir kynnzt, og við íslendingar erum þegar farnir að kynnast því. Hér er um að ræða ýmsa kvilla og kvartanir, sem ekki eiga sér líffræðilegar orsak- ir, en stafa fremur af vangetu við- komandi einstaklings til að kljást við áhættur og erfiðleika lífsins á uppbyggilegan hátt. Þarna er um að ræða skort á sálarrósemd, van- trú sjúklingsins á sjálfan sig og vantrú og tortryggni gagnvart umhverfinu og ýmsum tilvistar- legum þáttum lífsins. Einkenni vantrúarkvilla sjáum við heil- brigðisstarfsmenn hvarvetna í starfi okkar. Þetta eru hin svo- kölluðu streitu- og spennuein- kenni og sjúkdómar, er leiðir af því ástandi; geðvefrænir sjúk- dómar. Nægir að nefna vöðva- bólgur, höfuðverk, magabólgur og sársjúkdóma í maga og skeifu- görn, kviðverki, háþrýsting, mis- notkun lyfja og fíkniefna auk reykinga. Þessu fylgja svo ýmis önnur taugaveiklunareinkenni, eftir því sem vonbrigði, sálar- kreppur og hvers kyns duidir setja mark sitt á tilfinningalífið og persónuleikann. Geðvefrænir sjúkdómar og aðrir vantrúar- kvillar setja tvímælalaust veru- legt mark á þjóðarheilsu íslend- inga í dag og eiga stóran þátt í kostnaði heilbrigðisþjónustunn- ar, ekki sízt þegar víkingum einkaframtaksins hefur verið sleppt á lendur heilbrigðisþjón- ustunnar, því að vonum vill RÍKISSTOFNANIR OG SKÓLAR Þriðja og síðasta afgreiðsla á APPLE MACINT- OSH tölvum samkvæmt samningi Innkaupa- stofnunar ríkisins og Menntamálaráðuneytisins við Radíóbúðina verður í byrjun desembermánað- ar. Pantanir þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir 20. október n.k. Upplýsingar veitir Kári Halldórsson í síma 26844. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS, Borgartúni 7, 105 Reykjavik._ heilsufar HeilbrigðisráðstefnaAlþýðubandalagsins Eftir Pétur Pétursson lœkni margur fúslega kaupa vonina um bætta heiisu. Eftir þessar vangaveltur mínar um þjóðarheilsuna væri ekki úr vegi að koma sér að efninu og draga fram nokkur dæmi um áhrif efnahagslegra þátta og hagstjórnar á heilsufar lands- manna. Sem fyrr segir mun ég einkum staldra við atriði, sem við getum með einhverju móti haft áhrif á. Heilbrigðisstefnan kemur að sjálfsögðu fyrst í huga mér þrátt fyrir 11 prósentin hans Devers. Heilbrigðisstefna, ef einhver er, hlýtur raunar að setja mark sitt á allar stjórnvaldsaðgerðir, sem ég á eftir að minnast á, en hér á ég raunar við stjórnun og fjármögn- un heilbrigðisþjónustunnar sjálfrar og raunar fyrst og fremst skiptingu fjármagns og forgangs- röðun verkefna. Ég hika ekki við að fullyrða, að þegar til lengri tíma er litið, væri það farsælla fyrir þjóðarheilsuna, ef landsfeð- ur vorir hygðu meira að forvarna- starfi í stað þess að láta við- gerðarþáttinn vaxa stjórnlaust í takt við tækniframfarir og vax- andi markaðshyggju. Ég vil nefna til dæmi frá vordögum 1984, þegar frumvarpsómynd að efnahagsaðgerðum var hleypt í gegnum þingið og kallaðist „bandormurinn“. f þessu frum- varpi var tilvísanaskylda til sér- fræðinga í iæknastétt felld niður til reynslu í 1 ár. Ástæða þess arna var þrýstingur á skammsýn- an tryggingayfirlækni frá ört stækkandi þrýstihópi, sem þótti þrengt að umsvifum sínum. Þessi ákvörðun hefur ekki verið endur- metin í Ijósi reynslunnar, þrátt fyrir skýr lagaákvæði þar um. Þetta umrædda atriði er nú orðið að meiriháttar sulii í þjóðarlík- amanum, sem er tvöföldun kostnaðar hins opinbera við sér- fræðilæknishjálp í Reykjavík, svo vitnað sé til nýútkominnar skýrslu borgarlæknis. Nú spyr sjálfsagt einhver, hvaða auknu verkefni þessir ágætu starfsbræð- ur mínir séu að fást við. Um hvaða tvöföldun viðfangsefna er að ræða? Ég fullyrði, að taisverð- ur hluti aukins vinnuálags þeirra stafar af geðvefrænum sjúkdóm- um, vantrúarkvillum, sem sjálf- sagt eru meðhöndlaðir á misjafn- lega farsælan hátt. Hugsanlega er 73% aukning lyfjakostnaðar í Reykjavík frá 1981 til 1986 einnig hluti af þeim sulli, sem fýrr- greindur bandormur alþingis- manna kveikti. Á sama tíma virð- ast forvarnirnar standa í stað. Áfengismálastefnan, ef einhver skyldi nú vera, hefur af skiljan- legum ástæðum veruleg áhrif, þar sem misnotkun áfengis er að mínu viti umfangsmesta heilsu- farsvandamál íslendinga. Svíar hafa reiknað það út, að kostnað- ur sænsku þjóðarinnar vegna af- leiðinga áfengisdrykkju sé fer- faldur á við gróða ríkisins af einkasölunni. Ákvörðun Alþing- is frá síðasta vori um að auka hér framboð af áfengi á almennum markaði, mun vafalítið hafa stór- háskalegar afleiðingar í för með sér fyrir þjóðarheilsuna, ef marka má fullyrðingar færustu sérfræðinga okkar í áfengismál- um. Þó ekki væri nema vegna þeirrar jákvæðu þjóðarafstöðu Islendinga gagnvart áfengi, sem fram kom í ákvörðun Alþingis og undangenginni umræðu í þjóðfé- laginu. Þessi afstaða gagnvart helzta ógnvaldi góðrar þjóðar- heilsu hlýtur að hafa mikil áhrif á skoðanamyndun uppvaxandi kynslóðar. Áfengislöggjöfin og efnahagsaðgerðir henni tengdar ráða miklu um áhættuþætti slysa með þjóð vorri. Gildir það bæði um umferðarslys, drukknanir,. slys í heimahúsum, sjálfsmorð, manndráp, meiðingar og elds- voða. Að maður nú ekki tali um fjölskylduhörmungar og andlega skilar sér í lækkuðum sjúkra- kostnaði, minnkaðri örorku og vinnu- og æviárum, sem ella hefðu tapast. Þessu veldur æska fórnarlambanna. Efnahagsmálastefnan í þrengri merkingu ræður verðbólgu og þenslu í þjóðfélaginu, sem aftur hlýtur að hafa talsverð áhrif á lífsstíl einstaklinganna, andlega líðan þeirra, áfengismisnotkun, lyfjaofát o.m.fl., ekki sízt upp- vaxtarskilyrði barna og unglinga en andrúmsloft æskuheimilanna er talið ráða miklu um mótun til- finningalífs barna og hættuna á, að þau verði vantrúarkvillum og geðvefrænum sjúkdómum að bráð. Vinnumálastefnan og aðgerðir samkvæmt henni ráða skiptingu arðs og byrða, kaupmætti, fram- færslugetu og fátæktarmörkum og þar af leiðandi hefur hún áhrif á lífsstílinn og hann á þjóðar- heilsuna. Að nota rétt til veikind- adaga sem verzlunarvöru í kjar- asamningum getur haft áhrif á sjúkdómshugmynd og jafnvel áfengis og fíkniefna með öllum sínum afleiðingum. Fjölmiðlastefnan eða löggjöf um fjölmiðla markar starfsemi þeirra bás í þjóðfélaginu. Óheft samkeppni án nokkurra krafna um lágmarksgæði gefur fjölmiðl- um og markaðsöflum verulegt svigrúm til áróðurs og skoðana- myndunar, sem aftur hefur sín áhrif á lífsstíl fólks og heims- mynd. Mikið framboð efnis getur leitt til þess að þeir, sem helzt þyrftu á andlegri og líkamlegri þjálfun að halda, veldu full mikið og höfnuðu of litlu, heilsu sinni til óþurftar. Fiskveiðistefnan getur haft margs konar áhrif á þjóðar- heilsuna. Með því að spilla auð- lindum sníðum við afkomendum okkar þrengri efnahagslegan stakk en ella hefði orðið. Fisk- veiðistefnan hefur umtalsverð áhrif á slysahættu sjómanna. Að undanskilja báta undir 10 tonn- um frá fisicveiðikvóta hefur haft í för með sér verulega fjölgun smá- báta, sem bjóða hættunni heim. veg, sem hollustusamlegur þykir. Einnig er vert að minna á hlut áróðurs og fræðslu, en mataræði okkar hefur sem kunnugt er mikil áhrif á heilsufarið. Landbúnaðarstefnan hefur raunar sams konar áhrif og manneldisstefnan með verðlagn- ingu afurða og stjórn framleiðslu. Einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma er sem kunnugt er neyzla mikillar dýrafitu. Húsnæðismálastefnan getur haft margvísleg áhrif á þjóðar- heilsuna. Þröngbýli og lakur húsakostur er gróðrarstía sótt- kveikja og telst því mikilvægur áhættuþáttur sjúkdóma, þar sem efnaleg gæði eru af skornum skammti. Sennilega hefur bættur húsakostur íslendinga á þessari öld ráðið meiru um sigur okkar á hvíta dauðanum heldur en til- koma sýklalyfjanna. Tilhneiging íslendinga á seinni árum til að byggja gríðarlegar hallir yfir sig langt um efni fram getur hins veg- ar ekki talist heilsusamleg. Þessi skaðlegi streituvaldur ungra for- Svíar hafa reiknað út að kostnaður sænsku þjóðarinnar vegnar afleiðinga áfengisdrykkju sé fjórfaldur á við gróða ríkisins af einkasölunni. vansæld og hrörnun auk efnalegs tjóns. Til fyrirmyndar Tóbaksmálastefnan er til fyrir- myndar hjá okkur íslendingum. Allir fræðimenn um forvarnir benda á tóbaksvarnir sem eina virkustu forvarnaaðgerð sem völ sé á gegn hjarta- og æðasjúkdóm- um, lungnasjúkdómum og krabbameini. Með skeleggum ákvörðunum hefur Alþingi tekizt að sá í þann forvarnaakur, sem á komandi áratugum ætti að geta borið góðan ávöxt, m.a. vegna þeirrar neikvæðu þjóðarafstöðu gegn tóbaki, sem æskulýðurinn verður ljóslega var við. Samgöngumálastefnan, þ.e. allar aðgerðir í samgöngumálum, hefur veruleg áhrif á slysatíðni og slysavarnir. Hér á ég við um- ferðarlög, sem bjóða notkun bíl- belta, ákvarða hámarkshraða, löggæzlu, viðurlög við brotum o.þ.h. Hönnun og bygging góðra umferðarmannvirkja er mikilvæg heilbrigðisaðgerð, því allt sem getur dregið úr umferðarslysum, lífsafstöðu þess einstaklings, sem að morgni þarf að gera það upp við sig, hvort hann sé nógu frísk- ur til að fara í vinnuna. Hinum „vantrúuðu“ kann að finnast ástæða til að nota þennan rétt oft- ar en þeim er kannski hollt. Að fela þriðja aðila, þ.e. læknum, fomspurðum að skera úr um hvort launþegi er óvinnufær, er gjörsamlega vonlaust verkefni. Aukning frídaga getur verið tví- eggjað sverð fyrir þá, sem lítt kunna að nota tómstundir sínar sér til velfarnaðar. Vinnuvernd og iðjufræðilegar aðgerðir hafa mikla þýðingu fyrir líðan og heilsu launþegans, þótt oftast sé orsaka vanheilsu að leita utan vinnustaðar. Iðjufræðilegt for- varnastarf á íslandi er alltof skammt á veg komið. Loks verð ég að nefna atvinnuleysið, sem er almennt viðurkénndur sjúk- dómsvaldur meðal nágranna- þjóða vorra. Nægir að benda á þá andlegu vanlíðan, sem atvinnu- leysi fylgir og getur haft í för með sér geðvefræna sjúkdóma, þung- lyndi, sjálfsmorð og misnotkun íslendingar eiga Norðurlanda- metið í drukknunum og eru því hertar öryggiskröfur á sjó mikil- væg forvarnaaðgerð. Tollastefna Tolla- og skattastefnan gefur möguleika til verulegra áhrifa með áhrifum á verðlagningu mis- munandi hollra innfluttra mat- væla og drykkjarfanga. Með því að hækka sykurtoll gætum við dregið úr tannskemmdum og með lækkun á verði hollustufæðu myndum við greiða fyrir neyzlu hennar. Tollalækkun á bflum er hins vegar aðgerð, sem líkleg er til að spilla þjóðarheilsunni vegna þeirrar slysahættu, sem aukin bflaeign landsmanna hefur í för með sér. Umhverfismálastefnan hefur áhrif á þjóðarheilsuna til hins betra með bættum mengunar- vörnum og með því að skapa fólki betri skilyrði til hollrar útivistar. Manneldisstefnan getur með verðstýringu matvöru og drykkj- arfanga haft veruleg áhrif á neyzluvenjur landsmanna á þann eldra, húsbyggingaræðið, setur mark sitt á hina uppvaxandi kyn- slóð, eins og húsnæðisstefna stjórnvalda hefur verið á iiðnum árum. Skólastefnan og fjármögnun skólakerfisins ræður því, hvort hinir gífurlegu möguleikar skól- anna til heilbrigðisuppeldis eru nýttir eður ei. Af framansögðu má ljóst vera, að efnahagslegir þættir og ýmsar stjómunaraðgerðir hafa veruleg áhrif á heilsufar okkar og senni- lega miklu meiri, heldur en áhrif- um okkar heilbrigðisstarfsmanna nemur. Til að bæta þjóðarheilsu frá því sem nú er sé ég helzt von í forvarnastarfi á breiðum grund- velli, þar sem allir landsmenn tækju höndum saman og legðu aðaláherzlu á hina uppvaxandi kynslóð. Hlutverk heilbrigðis- starfsfólks yrði fyrst og fremst að reka áróður og greina áhættu- þætti. Pétur Pétursson er læknir á Heilsugæslustööinni á Akur- eyri. Millifyrirsagnir eru blaðsins. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýdubandalagið Vesturlandi Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður haldinn í Röðli í Borgarnesi, sunnudaginn 16. október. Fundurinn hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Skúli Al- exandersson alþm. mæta á fundinn. Fundarstjóri Svavar Halldór Brynjúlfsson. Stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur Félagsfundur verður í Rein, fimmtudaginn 13. október kl. 20.30. Skúli Steingrímur J. Á dagskrá: Ríkisstjórnarþátttaka Alþýðubandalagsins, verkefni nýrrar ríkis- stjórnar, staða flokksins. Á fundinum koma Skúli Alexandersson alþingis- maður og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra. Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Keflavík og Njarðvík verður haldinn laugardaginn 22. október nk. klukkan 15. Fundarstaður auglýstur síðar. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar og stuðningsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin Umhverfismál Fundur miðvikudagskvöld Starfshópur um umhverfismál heldur fund í Miðgarði, Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 12. október kl. 20.30. Umræðuefni: Stjórnun umhverfisverndar. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjavík Borgarmálaráðsfundur Fundur miðvikudaginn 12. október kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Umferðarmál, hraðahindranir Málshefjandi: Gunnar H. Gunnarsson Önnur mál Stjórnin Gunnar HÞ. Svavar Ólafur Ný ríkisstjórn - ný stjórnarstefna Ráðherrar Alþýðubandalagsins kynna stefnu flokksins og nýrrar ríkis- stjórnar á opnum fundi í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ (við nýja miðbæinn), laugardaginn 15. október kl. 15.00. Ölafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og sam- gönguráðherra flytja stuttar framsögur og svara fyrirspurnum fundar- manna. Fundarstjóri: Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Alþýðubandalagið Garðabæ ÆSKULÝÐSFYI KINGIN Æskulýðsfylkingin 50 ára Undirbúningsnefnd fyrir 50 ára afmæli ungliðahreyfingar sósíalista fundar að Hverfisgötu 105, laugardaginn 15. október kl. 10.00. Ljúffengt morgunkaffi á boðstólum. Ungir sem aldnir ungliðar velkomnir. Nefndin Steingrímur PÓST- OG Sf M AMÁLASTOFNUNIN LOFTSKEYTAMAÐUR/SÍMRITARI óskast til starfa við póst- og símstöðina á SIGLUFIRÐI Jafnframt er óskað eftir RITSÍMARITARA sem lyki FJARSKIPTANÁMI á vegum Póst- og símaskólans. Upplýsingar hjá umdæmisstjóra á Akureyri í síma 96-26000. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. október 1988 Miðvikudagur 12. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.