Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 6
Fjárlagafrumvarp rík Í3B Tf* \ ^(xabanki iSLANDS f00368124 ...£****? <í*í^u*' i r- :>«»*«•»<■* S£ÐLA8ANK‘Í ISLANO' F00063605 fj j seolabanki h ISLANDS ii f00368373 600353156 SEOtABANKI i t: ÍSIANDS f 00368374 SF0LA8ANK1 í«st iwrvtí Ríkissjóður Tekjur aukast um 10 miljarða Tekjuskattur hœkkar um 2 miljarða. Bjórinn skilar 950 miljóna tekjuauka. Bifreiðaskattur heldur minni en íár. Rúmlega helmingshœkkun á vörugjaldi Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 77,3 miljarð- ar króna ef allar áætlanir stand- ast. Þetta er 16,3% hækkun frá tekjum ríkissjóðs í ár og skilar ríkissjóði 10,8 miljörðum hærri tekjum. Heildarinnheimta eigna- skatta á að skila ríkissjóði 2,1 miljarði og verður skatthlutfall hækkað úr 0,95% í 1% og stór- eignaskattur tekinn af skuld- lausum eignum einstaklings yfir 6 milljónum og 12 miiljónum hjá hjónum. í fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir að tekjur af tekjuskatti yrðu 4,6 miljarðar króna. Tekju- skatturinn mun hins vegar skila mun meiri tekjum eða tæpum 7 miljörðum. Þetta stafar af því að launatekjur hækkuðu umfram forsendur fjárlaga, tekjuskattur vegna tekna ársins 1987 sem ekki féllu undir staðgreiðslu skilaði meiru en áætlað var c>g inn- heimtan hefur batnað. A næsta ári eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti rúmir 9 miljarðar. í fjárlagafrumvarpinu er vakin at- hygli á því að í ár verður inn- heimta tekjuskatts í 11 mánuði en á næsta ári í 12 mánuði. Með tilliti til vaxandi greiðsluerfiðleika fyr- irtækja og horfanna framundan er reiknað með að tekjur af álögðum tekjuskatti á fyrirtæki lækki úr 2,7 miljörðum í 2,25 miljarða. Hækkun á tollatekjum frá ár- inu í ár verður 6% og er áætlað að þærtekjurverði2,4miljarðar. Þá er miðað við að innflutningur á bílum verði 13-14 þúsund bílar en um 15 þúsund bílar voru fluttir inn þegar mest var 1987. Tekjur af innflutningsgjöldum eru taldar verða 1,2 miljarðar, sem er um 200 miljónum meira en í ár. Tekj- ur vegna bensíngjalds hafa verið heldur meiri en þeir tveir miljarð- ar sem gert var ráð fyrir á þessu ári, aðallega vegna aukinnar bensínsölu. Til stendur að hækka bensíngjald um 3-4% og að það færi ríkissjóði 2,6 miljarða á ár- inu 1989. Tekjur af vörugjaldi urðu held- ur minni í ár en ætlað var vegna margþættra kerfisbreytinga á þeim tekjulið. í fjárlagafrum- varpinu er stefnt að 2,8 miljörð- um í tekjur af þessum lið en þær verða sennilega 1,2 miljarðar á þessu ári. Hér er því úm ríflega helmings hækkun að ræða. Tekjur af söluskatti verða 34,3 miljarðar samaborið við 31 milj- arð í ár. Þá hefur verið tekið tillit til 2-3% samdráttar söluskatts- veltu og 12% nýs söluskatts á happdrætti. í heild er áætlað að ÁTVR skili 4,3 miljörðum í ríkis- sjóð á þessu ári, svo frerni að samdráttur í sölu áfengis og tób- aks sem ríkt hefur að undanförnu haldi ekki áfram. Hagnaðar- aukning ÁTVR vegna bjórsölu er talin verða um 950 miljónir króna og að í heild skili ÁTVR nkissjóði 5,6 miljörðum. Tekjur af bifreiðaskatti verða heldur minni á næsta ári en í ár eða um 1,7 miljarðar. Þetta stafar af breytingum á bifreiðaskoðun en ríkissjóður missir um 300 miljón- ir í tekjum vegna stofnunar Bifr- eiðaskoðunar íslands. -hmp 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 3. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.