Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmaráðs Aöalfundur kjördæmaráös AB á Reykjanesi verður haldinn 12. nóvember nk. í Félagsheimilinu Festi í Grindavík og hefst kl. 10.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skýrsla kosningastjórnar: Valþór Hlööversson. Matarhlé. 3) Ólafur Ragnar Grímsson form. AB og fjármálaráð- herra: Alþýðubandalagið í ríkisstjórn - verkefnin framundan. 4) Almennar umræður. Stjórnin Ólafur Ragnar AB Vestfjarða Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna á Vestfjörðum verður haldin að kvöldi laugar- dagsins 12. nóvember í veitingahúsinu Skálavík. Gestir: Svanfríður Jónasdóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Miðapantanir í síma 4017 á ísafirði, 7437 í Bolungarvík, 6215 á Suðureyri og 7619 á Flateyri. Kjördæmisráð. Bolungarvík Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins í Bolungarvík verður haldinn laugardaginn 12. nóvember kl. 16.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá: venjuleg aðalfund- arstörf. Gestir: Svanfríður Jónasdóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Stjórnin. Guðrún Svanfríður Opnir fundir á Austurlandi Haldnir verða opnir fundir með Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni. Á Stöðvarfirði laugardagsmorgun 5/11 kl. 10 í barnaskólanum. Á Fáskrúðsfirði laugardaginn 5/11 kl. 13.00 í Verkalýðshúsinu. Á Reyðarfirði laugardaginn 5/11 kl. 16.00 í Verkalýðshúsinu. Rædd verður staðan heimafyrir og í þjóðmálunum. ... .. . . , Alllr velkomnir. Alþyðubandalagið Blönduós Almennur fundur Alþýðubandalagið boðar til al- menns fundar á Blönduósi, sunnudaginn 6. nóvember kl. 16.00 á hótelinu (Snorrabúð). Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra og Ragnar Arnalds alþm. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalagið í Kópavogi ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði Skemmtikvöld í Vitanum Æskulýðsfylkingin í Hafnar- firði stendur fyrir skemmti- kvöldi í Æskulýðsmiðstöðinni Vitanum í kvöld, fimmtudag. Skemmtunin hefst kl. 20.30. Meðal skemmtiatriða, hljóm- sveitin Centaur, Ijóðalestur, málverkasýning og fleira og fleira. Allir ungir Gaflarar eru hvattir til að mæta i Vitann. ÆFHA Pakistan Hvort kýstu örvar eða reiðhjól? Andiframliðinnaforseta svífuryfir vötnum i — Pakistanir marséra í Karachi, sumir teyma reiðhjól en öngvir munda örvar. Á smærri myndinni sjáum við hina íðilfögru Benazír Bhutto. ann 16. þessa mánaðar fara þingkosningar fram í Pakist- an og eru 48 miljónir manna á kjörskrá. Þar af eru all margar miljónir einstaklinga sem hvorki kunna að lesa né draga til stafs. Það kemur þeim ekki í koll við atkvæðagreiðsluna því þeim stendur til boða að setja kross- mark við ýms tákn öndverðra stjórnmálahreyflnga; örvar, reið- hjól, klukkur og dráttarvélar, og fleira í líkum dúr. Alls geta þeir valið á milli 80 táknmerkja! En hvort kjósandinn býr í afdölum Hindu Kush eða hírist í einhverju eymdarhreysanna í fá- tækrahverfum Karachi þá er næsta líklegt að hann íhugi aðeins tvo kosti, örvarnar og reiðhjólið. Örvarnar eru tákn Pakistanska alþýðuflokksins (PPP) sem lýtur forystu Benazírs Bhuttos en reiðhjólið er merki níu flokka sem eiga það helst sameiginlegt að vera uppsigað við Bhutto slektið. Þetta er í fyrsta skipti í ellefu ár að landsmenn fá sjálfir að velja sér þjóðhöfðingja. Að sönnu efndi Zia heitinn Ul-Haq til nokkurs konar þingkjörs árið 1985 en þá voru herlög í gildi, engir stjórnmálaflokkar fengu að bjóða fram og forsetinn hafði búið svo um hnúta að hverjar svo sem lyktirnar yrðu þyrfti hann ekki að deila völdum með einum né neinum. Dauði Zíu í ágústmánuði síð- astiiðnum olli straumhvörfum í pakistanskri pólitík. Fréttaskýr- endur eru á einu máli um það að hann hefði aldrei ljáð máls á því að Benazir, dóttir Alís Bhuttos sem hann steypti sjálfur af stóli og lét svo drepa, gæfi kost á sér til þingsetu. Þegar „sterki maðurinn“ var allur tók Ghulam Ishaq Khan, oddviti öldunga á löggjafarsam- kundunni, við forsetaembættinu til bráðabirgða. Þeir Mirza Asl- am Beg, nýr hæstráðandi í hern- um, létu það verða eitt sitt fyrsta verk að heita sigurvegurum vænt- anlegra kosninga því að virða úr- slit og draga sig í hlé. Pakistan er 41 árs gamalt ríki og hafa stríðs- menn setið yfir hiut íbúanna röskan helming þess tíma. Hver úrslit verða veit enginn og er vandi um slíkt að spá, fylgiskannana-plágan er af ýms- um ástæðum, þó einkum tækni- legum, ekki farin að herja á Pak- istani. Þó er fullvíst talið að efinn sé sá hvort frú Bhutto hefst til valda eður ei. Það má einu gilda hvar drepið er niður fæti í Pakistan, hvar- vetna ber fána Alþýðuflokksins fyrir sjónir í svörtum, gulum og rauðum lit, á nautseyki til sveita, léttivagni í bæjum og límósínum nkismanna í borgum. Andi Alís Bhuttos svífur yfir vötnum og gamlir aðdáendur hans sverja dótturunni hollustueiða. Öllum er ljóst að kosningarnar snúast síður um málefni en einstaklinga, lífs og liðna. Sjálf hefur Benazír ekki getað beitt sér sem skyldi í kosninga- baráttunní. Hún ól barn í sept- ember og hefur því haft öðrum hnöppum að hneppa um skeið. En fyrr í vikunni hélt hún tvo fundi, í Punjab og Sind, og var ekki að sökum að spyrja: í tví- gang hylltu múgur og margmenni hana sem þjóðhöfðingja. Reuter/-ks. VIÐHORF Ráðamenn Reykjavíkur... Framhald af bls. 5 strengingar hafðar uppi. Síðan hefur allt gengið fram sem Bandaríkjastjórn hefur óskað. Nú síðast ratsjárstöðvar sem sagt var að yrðu svo skelfing góðar fyrir íslenska sjómenn. Sá áróður létti róðurinn að fá heimamenn til að samþykkja ratsjárstöðvar á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli. Nú er komið á daginn að þarna eru engar skiparatsjár og verða ekki, enda koma þær mann- virkjasjóði Nató ekkert við, en hann stendur straum af kostn- aðinum. Ratsjárstöðvarnar sem verið er að byggja eru einungis liður í áætlun Bandaríkjastjórnar að gera ísland að stjórnstöð í árásarstríði. Það þykir hentugra að hafa slíkt ekki alveg í eigin hlaðvarpa. í blaðaflettunum rakst ég líka á viðtal við vinnukonur frá Norð- urlöndum sem vinna hér á heimil- um. Þá fór ég að hugsa um það hve jafnréttið getur verið afstætt. Sagt er að konur vilji aukin rétt- indi fyrir konur, en hér mætti bæta við sumar. Til dæmis virðast ódýrar vinnukonur hafa komið ótrúlega mörgum, ótrúlega jafn- réttissinnuðum heimilum til bjargar og forðað þeim frá upp- lausn með því að gefa báðum for- eldrum færi á fundastússi, eða öðru stússi utan heimilis. Svona getur frelsið verið afstætt. Ótrúleg ósvífni Fyrir nokkrum dögum var for- sætisráðherra á beinni línu á Rás 2. Meðal annarra hringdi í hann fiskvinnslukona af Akranesi sem vildi fá að heyra réttlætingu Steingríms á því að taka með bráðabirgðalögum umsamdar hækkanir af hennar launum, en þau sagði hún nema um 32 þús- und krónum á mánuði. Forsætis- ráðherra sagði þessi laun ósköp lág, en, bætti hann við, annað hvort er að sætta sig við þessi laun eða engin. Fiskvinnslan getur ekki borgað meira og hækki launin verður atvinnuleysi. Ótrúleg ósvífni hjá manni sem átt hefur þátt í því allt frá árinu 1983 að ógilda alla gerða kjara- samninga, ræna umsömdum launahækkunum, banna starf- semi verkalýðshreyfingarinnar - alltaf undir því yfirskini að núna - einmitt núna - væri verið að bjarga útflutningsatvinnugrein- unum. Það sem gerst hefur í björgun- arleiðöngrum stjórnvalda síðustu árin er það eitt að launabilið hef- ur vaxið meira en dæmi er til um áður. Hér eru nú tvær þjóðir. Þjóð sem á og hin sem ekki á. Þjóðin sem fær greitt kaup sam- kvæmt samningum og hin sem nýtur yfirborgana og alls kyns fríðinda, að ógleymdu þeírri þjóðinni sem skammtar sér tekj- ur sjálf og hirðir ávextina af ann- arra erfiði. Það sem skiptir mestu er afnám vísitölutryggingar launa. Sí og æ hefur verið klifað á því að vísi- tölutrygging launa valdi verð- bólgu, þessu ótrúlega nauti sem aldrei hreyfist úr stað að sögn stjórnvalda og atvinnurekenda nema þegar farið er að ræða launin. Vísitölutrygging launa veldur hins vegar engri sjálfkrafa hækk- un á verði annarrar vöru og þjón- ustu. VTsitölutrygging launa er ekkert annað en trygging þess að samningar haldi á samningstíma og á að tryggja síðbúnar bætur fyrir verðhækkanir sem þegar hafa orðið. Þess vegna eigum við að krefjast skilyrðislausrar verð- tryggingar launa, þegar pólsku ástandi afléttir og verkalýðs- hreyfirtgin hefur rétt til að semja um kaup og kjör. Framundan eru þing Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusambands Islands. Lítið hefur heyrst af undirbúningi utan hvað farið er að makka um stjórnarstóla. Á þessum samkundum verka- lýðshreyfingarinnar ætti hins veg- ar að ræða annað og meira. Þar ætti að ræða hvernig slíkt geti gerst að kjörnir forystumenn hreyfingarinnar ganga fram fyrir skjöldu og lýsa sig samþykka af- námi samningsréttar. Hvernig kjörnir forystumenn geta opin- berlega troðið á grundvallar- mannréttindum, einsog fjórmenningsklíkan í Verka- mannasambandinu gerði á dög- unum. Þar ætti ekki síst að ræða hvaða leiðir eru færar til úrbóta eigi verkalýðshreyfingin ekki að molna sundur í frumeindir eigin- hagsmunapotsins. Grein þessi var flutt sem erindi Um daginn og veginn í Ríkisút- varpinu 10. október sl. Millifyrirsagnir eru Þjóðviljans. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.