Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Á að taka niður kórónu Kristjáns 9. sem er á Al- þingishúsinu? Stefán Guðjónsson viðskiptafræðingur: Sjálfsagt að taka hana niður og hefði mátt vera búið að gera það fyrir löngu. Minnismerki og ann- að sem tengt er dönskum yfir- ráðum hérlendis eiga ekki heima í íslenskri nútíð. Þóra Sigurðardóttir verslunarstjóri: Mér finnst hún mega vera því hún minnir okkur á stjórn Dana hér á landi. Að öðru leyti finnst mér al- mennt um merki sem þessi að þau séu orðin tímaskekkja og ekki eiga lengur við í dag. Hildigunnur Gunnarsdóttir húsmóðir: Já það finnst mér að ætti að gera. Við eigum að gleyma því liðna og horfa frekar fram á veginn í stað þess að vera sífellt að líta um öxl. Ragnheiður Skúladóttir menntaskólanemi: Mér stendur nokkuð á sama hvort hún fær að vera eöa verður tekin niður. Það er margt þarfara hægt að gera hér á landi en að taka niður eina kóngakórónu. Valdimar Einarsson skrifstofumaður: Já það finnst mér að ætti að gera. Mér finnst alveg ástæðulaust að hafa kórónuna þarna í dag þar sem hún minnir á liðna tíma sem koma vonandi aldrei aftur. þiÓOVIUINN Fimmtudagur 3. nóvember 1988 239. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Þverflokkspólitiskt ágreiningsefni í upphafi þinghalds: Kóróna Kristjáns konungs níunda á þaki Alþingishússins. Mynd: Jim Smart. Alþingiskórónan ,í selskap landvætta‘ Alþingi brœðir með sér tillögu þess efnis hvort taka skuli niður kórónu Kristjáns konungs níunda og koma fyrir skjaldarmerkinu frá 1944 Yfír miðri þakbrúninni, beint upp yfir neðri málstofunni, gnæfir stóreflis kóróna sem mundi nægja fyrir hclmingi stærra hús, og hvað á hún að þýða? Samanstendur þingið af tómum konungkjörnum, eða er húsið reist á konunglegan kostn- að en ekki á vorn eigin? Eða halda hlutaðeigendur að þeir muni gleðja íslenskar sálir og íslensk hjörtu með flatta þorskfiskinum þó hann sé krýndur, sem ásamt hinum þremur Ijónum hefur villst inn í sclskap hinna íslensku land- vætta? Þessar vangaveltur um Alþing- ishússkórónu Kristjáns konungs níunda og skylt stáss er að finna í rúmlega aldargömlum Þjóðólfi, frá 9. maí 1881 nánar tiltekið, en Alþingi kom saman í sínu nýja húsi um sumarið þetta sama ár. Blaðið segir að það hafi gert skyldu sína með því að benda á það sem mörgum virðist miður fara, og bætir við: Þetta hús vort er alíslenskt, og úr því það er prýtt, þá ætti það að vera prýtt í íslenskum anda en ekki eftir úr- eltum dönskum einveldis og ger- ræðis kreddum. Þessi saga er rifjuð upp hér vegna þess að háttvirtir alþingis- menn hafa nú gefið sér tíma til að líta upp úr fjárlagagerð og krepp- uboðum allt um kring og fjalla þess í stað um „ytri mynda-útgerð hússins," svo enn sé vitnað til Þjóðólfs, og hefur Arni Gunnars- son, Alþýðuflokki, flutt þings- ályktunartillögu hér að lútandi. Vill hann láta taka niður merki Kristjáns níunda, og setja þess í stað skjaldarmerkið frá 1944 ásamt skjaldberum; griðungi, bergrisa, gammi og dreka. Þorskur og Ijón Raunar hefur mynda-útgerðin atarna verið með ýmsu móti, og skýrist til að mynda ólíkindalegur selskapur þess góða fisks þorsks- ins og ljónanna þriggja af því að upphaflega hengu tvö skjaldar- merki á framhlið hússins, annað' danskt og hitt íslenskt. Hið ís- lenska prýddi silfraður, krýndur, flattur þorskur á rauðum grunni, en hið danska þrjú krýnd blá ljón á gulum feldi með rauðum hjört- um. Hefur Þorsteinn Halldórs- son, skjaldarmerkjafræðingur, dregið saman þennan fróðleik og birt í grein í Morgunblaðinu snemma árs í fyrra, en árið 1911 voru bæði merkin tekin niður og hefur ekkert skjaldarmerki hang- ið utan á Alþingishúsinu síðan. Árni segir í greinargerð með tillögu sinni að hann telji ekki viðunandi að Alþingi íslendinga komi saman undir merki erlends konungs, en á móti hefur verið bent á að Kristján níundi hafi ekki síður verið konungur íslands en Danmerkur á sinni tíð, og hafa ýmsir úr hópi alþingismanna orð- ið til að lýsa yfir andstöðu við téða þingsályktunartillögu. Þar í hópi má nefna flokksbróður Árna, Eið Guðnason og sjálf- stæðismanninn Þorvald Garðar Kristjánsson. Þar á móti segir Skúli Alexandersson, Alþýðu- bandalagi, að tillagan sé löngu tímabær. Það stefnir því í að kór- ónumál þetta verði eitt þeirra þakklátu þingmála þar sem flokksaginn er víðs fjarri, en því hefur nú verið vísað til annarrar umræðu og allsherjarnefndar. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.