Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Flaggað á Akureyri
„Fyrirspurn til Arnmundar Backman, háyfirdómara, frá
fyrrverandi menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni“
Veleðla herra hæstaréttarlög-
maður!
S. 1. laugardag komst ég yfir
svohljóðandi fréttatilkynningu
frá Menntamálaráðuneytinu:
„Fréttatilkynning vegna
samkomulags sem gert hefur ver-
ið á milli menntamálaráðherra og
Sturlu Kristjánssonar, fyrrver-
andi fræðslustjóra í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
í samkomulaginu felst:
Sturlu var boðið að taka á ný
við fyrra starfi sínu sem fræðslu-
stjóri Norðurlandskjördæmis ey-
stra eða þiggja styrk til námsdval-
ar erlendis í 2 ár. Sturla valdi hinn
síðari kost.
Fjármálaráðherra hefur
ákveðið að draga áfrýjun dóms
bæjarþings Reykjavíkur í máli
Sturlu gegn fjármálaráðherra
f. h. ríkissjóðs til baka. Með því
er unað við þá niðurstöðu héraðs-
dóms að uppsögn Sturlu hafi ver-
ið ólögmæt. Hann fær því
greiddar skaðabætur auk sér-
stakra miskabóta, með hliðsjón
af 3. mgr. 11. gr. sbr. 2. mgr. 9.
gr. 1. nr. 38/1954. Með þessu sam-
komulagi er deila málsaðila end-
anlega útkljáð með fullum sátt-
um.
Sturla skal í engu gjalda þess-
arar deilu í framtíðinni gagnvart
ráðuneytinu og njóta trausts,
sannmælis og fyllsta réttar í sam-
ræmi við embættisgengi við hugs-
anlega starfsumsókn á sviði
fræðslumála í framtíðinni.
Trúnaðarmaður menntamála-
ráðherra í .þessu samkomulagi
var Arnmundur Backman, hrl.“
Þar sem þér eruð tilgreindur
sérstakur trúnaðarmaður
menntamálaráðherra í máli þessu
snýi ég mér auðmjúklega til yðar,
sem greinilega eruð einnig skip-
aður sérstakur umboðsmaður
laga og réttar í þessu sambandi og
hafið verið fenginn til þess af fjár-
málaráðherra og menntamála-
ráðherra að finna lagalega niður-
stöðu í málinu í stað Hæstaréttar.
Mér er alveg sérstaklega mikið
niðri fyrir að fá útlistun yðar á
lokadómi yðar, þar sem Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra,
gefur eftirfarandi yfirlýsingar í
Morgunblaðinu s. 1. laugardag:
„Ráðuneytið hefir strikað yfir
þennan kafla í sögu sinni með
þessari niðurstöðu", þ. e. niður-
stöðu yðar, herra hæstaréttarlög-
maður, sem vafalaust er byggð á
grunnmótaðri lögspeki yðar og
réttdæmi. x
Það vill nefnilega svo til að
undirritaður var aðalhöfundur að
þessum kafla í sögu Menntamála-
ráðuneytisins. í honum er að
finna eitthvað af starfsæru hans
og því miður ýmissa helztu starfs-
manna Menntamálaráðuneytis-
ins. Einhver myndi nú segja að
mín vegna sæi ekki á svörtu. En
Svavar Gestsson er raunar af því
húsi, þar sem alsiða er að færa
sögulegar staðreyndir út og inn úr
mannkynssögunni eftir „smag og
behag". (Að ég sletti dönsku er
til virðingar- og áherzluauka).
Þegar Sovét ísland, óskalandið,
kemur, er aldrei að vita hvernig
íslandssagan muni líta út. Ef
armur Ó. Grímssonar í Alþýðu-
bandalaginu verður ofan á er
hætt við að lítið muni fara fyrir
sögu Svavars. Nema maðurinn
verði strikaður út með öllu!
Og þá er nú vissara að vera
búinn í tíma að skjóta stoðum
undir kaflann minn með lögvísi
og réttvísi, raungirni og óhlut-
drægni. Þess vegna skrifa ég yður
ærbödigst til, þar sem þér sitjið
uppi með allt þetta og meira til og
enginn vafi að þér þurfið að fá
öndinni frá yður hrundið eins og
Ármóður skegg forðum.
Það sem veldur mér líka vök-
unumm. a. ereftirfarandi úrum-
sögn ríkislögmanns um dóm
'bæjarþings Reykjavíkur í máli
fyrrverandi fræðslustjóra á
Norðurlandi-eystra:
„Dómurinn skilur í raun eftir
óútfylltan tékka fyrir forstöðu-
menn stofnana til umframeyðslu
að vild. Samkvæmt dóminum
getur slík fjármálastjórn ekki
varðað öðrum viðurlögum en
áminningu.“
Ég veit að þér skiljið manna
bezt að undir svona leka þarf
strax að setja og verður yður
vafalaust ekki skotaskuld úr því,
þar sem Svavar og Ó. Grímsson
hafa í raun sett yður yfir Hæstar-
étt í málinu, og ítreka ég lukku-
óskir mínar til yðar vegna svo sér-
stæðs virðingarauka, sem fáum
mun hlotnast, og engum utan Al-
þýðubandalagsins.
Ó. Grímsson, foringi yðar og
fyrirsagnarmaður, segir svo orð-
rétt í viðtali við Morgunblaðið
24. nóvember s. 1.: „Allur að-
dragandi verður að vera með
þeim hætti að enginn geti dregið í
efa að prófmálið sé byggt á eðli-
legum siðferðilegum grunni. Þess
vegna vildi ég sem ráðherra ekki
taka við agavaldi sem jafnvel
Hæstiréttur (leturbr. mín), úr-
skurðaði mér á grundvelli for-
sögu þessa máls“.
Ég vek athygli yðar á þessu,
sem getur orðið yður til
leiðbeiningar við útlistunina og
styrktar ef einhver skyldi voga sér
að fetta fingur út í að Hæstiréttur
var settur' af í málinu og þér í
staðinn.
Ó. Grímsson leggur áherzlu á
siðferðið. Robespierre hinn
franski endaði allar ræður sínar á
að tala um dyggðina.
Ó. Grímsson segir á öðrum
stað í viðtalinu við Mbl. að
fræðslustjóramálið hafi verið svo
persónulegt, og pólitíska mold-
viðrið, sem Alþýðubandalagið
þyrlaði upp, svo villugjarnt, að
nauðsyn hafi borið til að taka það
af Hæstarétti og fá yður í hendur.
Til lukku, hávelborni herra lög-
maður! Annars vaknar spurning-
in hvort hér er ekki góður leki á
ferðinni, sem þér þurfið ekki að
setja undir. Gætu ekki brenni-
vínskaupin í Hæstarétti orðið
hápersónuleg og að fjármálaráð-
herra vildi ekki af þeim sökum
taka við „agavaldi" í því úr hönd-
um dómstóla og fá yður í staðinn
málið í hendur?
Þá yrði nú glatt í Hæstarétti! í
samræmi við dóm yðar í fræðslu-
stjóramálinu mynduð þér senda
dómaranum dobbelt það brenni-
vínsmagn sem hann var búinn að
verða sér úti um. Að því búnu
myndi fjármálaráðherra kosta
dómarann í tvö ár á heilsuhæli
erlendis á fullu kaupi, auk þess
sem þér mynduð taka fram til ör-
yggis að hann héldi kjörgengi til
embættis forseta lýðveldisins
ásamt smærri embættunum.
En nú er komið að aðalatriði
erindis míns við yður og bið ég
yðar velborinheit enn á ný af-
sökunar á framhleypninni og
ónæðinu. Það huggar mig að ég
veit að þér hafið ígrundað allt af
stakri nákvæmni og eigið í fórum
yðar nákvæma útlistun á
yfir-hæstaréttardómi yðar.
Þess vegna bið ég yður allra
náðarsamlegast um upplýsingar
og síðan skýringar á eftirfarandi
atriðum í niðurstöðum dóms
bæjarþings Reykjavíkur í
fræðslustjóramálinu, uppkveðn-
um 8. apríl 1986:
1. Á bls. 48, efst, segir í niður-
stöðu dómsins að umfram-
notkun fræðslustjórans á fé
árið 1986 hafi numið kr.
10.363.000,— tíumilljónum-
þrjúhundruðsextíuogþrem-
þúsundumkróna 00/100.
Spurning: Hvaða viðurlög
teljið þér, herra lögspekingur,
að eigi við um slíkt misferli? í
þessu sambandi ber að upp-
lýsa að dómurinn kemst að
þeirri niðurstöðu að þetta
gerði fræðslustjórinn af
ráðnum hug og þrátt fyrir ítr-
ekaðar aðvaranir Mennta-
málaráðuneytisins. Gæti það
auðveldað yður svarið að
minna á að útsöluverð
dómarabrennivínsins er talið
nema aðeins einum fimmta
hluta af óráðsíu fræðslustjór-
ans?
2. Á bls. 49, efst, segirsvo í dómi
undirréttar: „Stefnanda, (þ.e.
fræðslustjóranum - Áths.
mín) var skylt að hlíta fyrir-
mælum ráðuneytisins að því er
almennt viðkom fjársýslu í
fræðsluumdæminu. Með því
að heimila ofangreinda um-
framkennslu brást hann því
starfsskyldu sinni“ (Lbr.
mín).
Spurning: Hversu mikið af
miskabótunum, sem þér
dæmduð fræðslustjóranum, er
til komið vegna ofangreindra
starfshátta fræðslustjórans
fyrrverandi?
3. Á bls. 50 í dóminum, efst,
segir svo: „Fallast verður á, að
stefnandi hafi með baráttuað-
ferðum sínum fyrir aukinni
stuðnings- og sérkennslu í um-
dæminu eigi gætt þeirrar hóf-
semi sem krefjast verður af
manni í slíku trúnaðarstarfi og
þar með brugðist trausti yfir-
boðara sinna í Menntamála-
ráðuneytinu, m. a. með urn-
mælum í fjölmiðlum, þar sem
ekki er farið rétt með stað-
reyndir um kennsluþörf"
(Lbr. mínar).
Spurning: Hversu mikið ákv-
áðuð þér í dómi yðar að Ó.
Grímsson, fjármálaráðherra,
skyldi greiða í verðlaunafé
fyrir umgetnar starfsað-
ferðir?
4. Ábls. 52,efst,segirsvoídómi
bæjarþings Reykjavíkur frá 8.
febrúar 1986: „Einnig telur
dómurinn að stefnandi hafi
við stjórnun embættisins og í
opinberri umfjöllun brotið
trúnað við Menntamálaráðu-
neytið og ráðherra þess“.
(Lbr. mín).
Spurning: Hvað er að brjóta
trúnað, hr. Höjesteretssag-
förer? Og hvað vóg trúnaðar-
brotið þungt í miskabótarupp-
hæð ykkar Svavars?
Fleiri spurningar set ég nú ekki
fram að sinni, en ég bið og vona
að yður verði greitt um svör. Ég
hefi rætt við ritstjóra Morgun-
blaðsins um að gefa yður rúm
fyrir svör yðar og lærdómsríkar
útlistanir. Ef þér skylduð ekki
lesa Morgunblaðið hefi ég til von-
ar og vara sent bænakvabb þetta
til Tímans og Þjóðviljans einnig
og veit að þau blöð myndu fús-
lega ljá yður rúm fyrir lærdóms-
listir yðar.
Ég bið og segi að þér farið ekki
að blanda veslings fræðslustjór-
anum fyrrverandi of mikið inn í
þetta mál úr því sem komið er.
Hann er orðinn algjör aukaper-
sóna í þessum sjónleik, sem Al-
þýðubandalagið á allan heiður af
að hafa sett á svið. Ekkert má
skyggja á lokaatriðið, þar sem
ráðherrarnir Ó. Grímsson og
Svavar, hafa tekið að sér að syng-
ja lokaaríuna með öruggu lögf-
ræðilegu undirspili yðar.
Ég vona að þér sjáið yður fært
að svara mér fljótt og vel, svo ég
komist hjá frekara umstangi.
Rétt er að mál þetta fari sem mest
af hljóði, því annars er ekki að
vita nema fjölmiðlafólk hrökkvi
upp af værum blundi. Þá verður
fjandinn laus. Það er ekki gustuk
að vera að stugga við frétta-
mönnum, síst hinum hlutlausu,
því Atli Rúnar t. d. á Útvarpinu
mun hafa oftekið sig í fyrra á
þrotlausri vinnu í þágu réttlætis-
ins og hlutleysins, vikum saman,
nætur og daga, í máli þessu. Á
hinn bóginn má auðvitað segja að
það sé til skammar að hinn nýi
háyfirdómur yðar skuli ekki
vekja meiri athygli á þeim bæj-
um, en raun ber vitni.
Allra virðingarfyllst,
Sverrir Hermannsson
fyrrverandi
menntamálaráðherra
P. S.
Ég vil vekja athygli yðar á því að
þegar háyfirdómur yðar féli var
flaggað fyrir yður og Svavari og
Ó. Grímssyni og hele herskabet á
Akureyri. Uppalendurnir og
skjólastjórarnir Sverrir Pálsson
og Benedikt Sigurðarson drógu
íslenzka fánann alveg að hún á
skólum sínum í fögnuði yfir rétt-
um framgangi göfugs og góðs
máls og yður til ævarandi lofs og
dýrðar og afganginum af Alþýðu-
bandalaginu.
Yðar auðmjúkur
og undirdánugur
Sv. Hermannsson
Sverrir er bankastjóri Lands-
bankans og fyrrvcrandi mennta-
málaráðherra.
„Ogþá er nú vissara að vera búinn ítíma að
skjóta stoðum undir kaflann minn með lögvísi
og réttvísi, raungirni og óhlutdrægni. Þess
vegna skrifa égyður œrbödigst til, þar sem þér
sitjið uppi með alltþetta og meira til og enginn
vafi að þérþurfið aðfá öndinnifráyður
hrundið eins og Armóður skegg forðum. “
fræðslu?
Áhættuhópar framtíðariimar ónæmir fyrir
Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar
Hættan á eyðni er eitt af erfið-
ustu heilbrigðisvandamálum sem
við höfum staðið frammi fyrir síð-
ustu áratugi.
Ef smitleiðir breytast ekki frá
því er nú er vitað er mjög líklegt
að unnt verði að hindra út-
breiðslu veikinnar meðal þess
fólks í áhættuhópunum sem mót-
tækilegt er fyrir fræðslu.
Mikil vinna er lögð í að finna
bóluefni gegn eyðni. Allir virðast
bíða eftir slíku bóluefni sem enn á
trúlega langt í land. Það verður
hlutverk læknavísinda að finna
þetta bóluefni. Á meðan við bíð-
um er mikilvægast að ná til þeirra
sem virðast vera „ónæmir“ gegn
fræðslu um eyðni og breiða sjúk-
dóminn út. Læknar ráða ekki við
slíkt einir. Stjórnmálamenn og
félagsmálayfirvöld eiga hér leik á
borði og verða að útvega fjár-
magn til nauðsynlegra aðgerða á
félagslegu sviði. í áhættuhópum
framtíðarinnar verður trúlega að-
allega að finna þá homma og
gagnkynhneigða, jafnframt
vímuefnaneytendur af báðum
kynjum, sem eru lítt móttækilegir
fyrir fræðslu.
Ekki er víst að bæklingar og
fjölmiðlafræðsla nái vel til þess
fólks og því verður að grípa til
annarra ráða. Það verður að leita
það uppi og freista þess með
öllum ráðum að gera því ljósa
hættuna. Samkvæmt upplýsing-
um lögreglu og SÁÁ eru t.d. á
ferð í Reykjavík tugir unglinga
sem eru háðir fíkniefnum og
stundam.a. vændi. Ánefaverður
erfiðast að ná til þessa áhættu-
hóps. Forvarnir á þessu sviði
verður að stórefla og ráða hæft
fólk til að leita þetta fólk uppi og
freista þess með öllum ráðum að
fá það í meðferð. Nokkra miljón
króna fjárveiting í dag til þessara
verka getur sparað hundruð milj-
óna síðar meir. Vel skipulögð
fræðsla á vinnustöðum er ekki
síður mikilvæg en fræðsla í
skólum, því þar er að finna t.d.
fólk er hættir snemma í skóla.
Ekki virðast allir stjórnmála-
menn hafa gert sér þetta ljóst því
að framlag ríkisins til eyðni fyrir
árið 1989 er lækkað um nær helm-
ing frá árinu 1988. Sveitarfélög
verða einnig að þekkja sinn vitj-
unartíma, t.d. hefur starfsemi
útideildar Félagsmálastofnunar
lítið eða ekkert verið efld á síð-
asta ári þótt heilbrigðisyfirvöld
hafi lagt mikla áherslu á að svo
yrði gert.
Miðvikudagur 30. nóvember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5