Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 6
FRETTIR Aldraðir Frá menntamálaráðuneytinu: Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar stundakennara á vor- önn í: Vömsvik á Vesturgötu 7 Þýsku, eðlisfræði, efnafræði, sálarfræði og rafiðnir, en í þá grein er óskað eftir tæknifræðingi. Þeir sem hug hafa á kennslu eru beðnir að senda umsóknir til skólameistara fyrir 10. desember n.k. Menntamáiaráðuneytið IfdfM, Isffcrtt | pirirr Flensborgarskólinn i Hafnartirði Frá Flensborgarskóla Þeir sem ætla að hefja nám við dagskólann á vorönn 1989 þurfa að skila umsóknum um skóla- vist eigi síðar en 10. des. n.k., sama gildir um eldri nemendur sem ætla að hefja nám að loknu hléi. í öldungadeild skólans fer innritun fram frá 4.-5. jan. n.k. Skólameistari PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA hjá Pósti og síma Kópavogi. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í síma 91-41225. S|lFrá Borgarskipulagi IJJf Reykjavíkur Einarsnes - Bauganes Tillaga að deiliskipulagi svæðis sem markast af Einarsnesi, Bauganesi og Skeljanesi, staðgr.r. 1.672 og 1.673, auglýsist hér með samkvæmt gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Uppdráttur og greinargerð verður til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga frá 30. nóvember 1988 til 13. janúar 1989. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags innan auglýsts kynningartíma. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Hjartanlegt þakklæti til allra þeirra sem heiðruðu okkur hjónin með nærveru sinni, blómum, gjöfum og heillaóskum eða á annan hátt 21. nóvember sl., á 90 ára afmæli mínu. Gæfa og gengi fylgi ykkur öllum. Gísli Ólafsson Minningarathöfn um Svein Bergsveinsson prófessor Austur-Berlín veröur haldin í Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. desember kl. 13.30. Aðstandendur I Byggingin hefur verið auglýst í ástandi sem stangast á við byggingarreglugerð. Kauptilboð hafa borist í 16 íbúðir af26. Mun meirihluti hundsa reglugerðir eða breyta húsinu? Hilmar Guðlaugssonformaður byggingarnefndar segir að engin lausn sé ennfundin Skilafrestur umsókna um nýjar söluíbúðir aldraðra að Vestur- götu 7 er þann 9. desember og samkvæmt upplýsingum Hjartar Hjartar hjá Reykjavíkurborg hafa borist kauptilboð í 16 íbúðir af 26. Það er hins vegar einn galli á gjöf Njarðar og hann er sá að byggingin brýtur í bága við bygg- ingarreglugerðir og eigi að hlýta þeim regium verður að breyta húsinu. Það þýðir að væntan- legum kaupendum hefur verið boðið upp á vöru sem ekki stenst settar reglur og mætti jafnvel kalla slíkt vörusvik. Meirihluti byggingarnefndar stendur því frammi fyrir því að keyra sam- þykki fyrir byggingunni óbreyttri í gegnum nefndina jafnvel þó það sé skýlaust brot á reglugerð eða að krefjast þess að byggingunni verði breytt. Opnanlegir eða lokaðir gluggar Verði byggingunni breytt er hins vegar hætt við að áhugi vænt- anlega kaupanda kunni að dofna nokkuð. Sá hluti byggingarinnar sem augljósast stangast á við regl- ugerðina er „svalagangur, yfir- byggður með gleri,“ eins og segir í auglýsingabæklingi fyrir íbúð- irnar. Það að svalagangurinn er í heild lokaður af með gleri þýðir að ekki er hægt að telja þá glugga sem opnast út í ganginn „opnan- lega“ samkvæmt skilningi reglu- gerðar, en þar er miðað við að gluggar opnist út undir bert loft, sbr. grein 6.3.1. í byggingarregl- ugerðinni. fbúar ganga inn í íbúðir sínar frá svalaganginum og til að kom- ast í þjónustukjarna á neðri hæð- um þurfa þeir eðlilega að fara eftir áðurnefndum svalagangi. f þjónustukjarnanum er m.a.að finna matsal og framreiðslueld- hús, hársnyrtingu, föndurher- bergi og setustofu, auk heilsu- gæslustöðvar. Gangurinn var Útlitsteikning af Vesturgötu 7. Gluggarnir umtöluðu eru á forhlið álmunnar etst til vinstri. yfirbyggður svo að íbúar gætu notið kosta húsins án þess að þurfa að fara í kuldagallann á leið í matinn eða í hárgreiðslu. En þar sem hönnunin stangast á við regl- ugerðina þarf hér að verða breyting á; annað hvort verður svalagangurinn aðeins með gler- skyggni eins og fyrst mun hafa verið ætlunin, sem þýðir kulda- gallaklæðnað fyrir matinn, eða að reglugerðinni verði breytt en slíkt tekur tíma auk þess sem alls er óvíst hvort slík breyting næði fram að ganga. Þriðji mögu- leikinn er reyndar fyrir hendi og hann er sá sem fyrr var nefndur eða að meirihluti byggingar- nefndar hundsi byggingarreg- lugerð. Reyndar er hinn yfirbyggði svalagangur ekki eina atriðið sem brýtur í bága við reglugerðina. Breidd svefnherbergja í níu ein- staklingsíbúðum mun aðeins vera um 1,50 metrar og er það í bága við grein 6.1.3., stærstu herbergi einstaklingsíbúða er 16,3 ferm- etrar en skulu hið minnsta vera 18 fermetrar skv. grein 6.1.1. auk þess sem vafi leikur á hvort fleiri atriði standist reglugerð. Hilmar Guðlaugsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður byggingarnefndar Reykjavíkur- borgar sagði að málið væri í skoðun, en enn hefði ekki verið fundin lausn á þessum vandamál- um. Taldi Hilmar víst að lausn finndist, en næsti fundur bygging- arnefndar er þann 8. desember eða daginn áður en umsóknar- frestur fyrir íbúðirnar rennur út. phh Miðstjórn AB Ríkisstjómin gangi ekki gegn boðskap friðar og afvopnunar Alyktun miðstjórnarfundar umfriðar- og afvopnunarmál Friðar- og afvopnunarbarátta hafa ætíð verið grundvallarþáttur í þjóðmálastarfi Alþýðubanda- lagsins. Það er og verður stefna flokksins að ísland verði herlaust og friðlýst land. Alþýðubanda- lagið hefur alla tíð verið andvígt skiptingu heimsins í tvær valda- blokkir undir forræði Bandaríkj- anna annars vegar og Sovétríkj- anna hins vegar. Flokkurinn tekur því fullan þátt í alþjóðlegri baráttu fyrir því að öll hernaðar- bandalög verði lögð niður. Það er lágmarkskrafa til þeirrar stjórnar félagshyggju og jafnréttis sem nú situr að hún gangi ekki gegn boðskap friðar og afvopnunar á alþjóðlegum vettvangi. Þvert á móti á ríkis- stjórnin að styðja friðar- og af- vopnunarviðleitni í heiminum. Það er grundvallaratriði að Bandaríkjaher og Nató fái ekki að gera varaflugvöll hér á landi. Flokkurinn mun leggja þunga áherslu á eftirfarandi mál: 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. Ríkisstjórnin styðji tillögu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna um tafarlausa frystingu kjarnavopna sem fyrsta skref í Allsherjaráætlun Samein- uðu þjóðanpa um afvopnun. 2. Ríkisstjórnin vinni að því að lýst verði yfir kjarnorku- vopnalausu svæði Norður- landanna. 3. Ríkisstjórnin beiti sér gegn öllum áformum Bandaríkja- hers og Nató um aukin hern- aðarumsvif á Norðurslóðum. 4. Ríkisstjórnin gangist fyrir því að haldin verði alþjóðleg ráð- stefna á íslandi til að undir- búa formlega samninga um afvopnun á Norður- Atlantshafi. 5. Ríkisstjórnin beiti sér gegn öllum áformum Nató um end- urnýjun kjarnavopna í Evr- ópu samkvæmt Montebello samþykktinni svokölluðu 1983. 6. Ríkisstjórnin styðji hug- 30. nóvember 1988 myndina um stórfellda fækk- un í hefðbundnum herafla Nató og Varsjárbandalagsins í Evrópu. Jafnframt vinni stjórnin að því að fækkun vopna í Norður-Atlantshafi verði tekin inn í þær við- ræður. 7. Ríkisstjórnin styðji tillögur um að kjarnavopnum verði aldrei beitt að fyrra bragði. 8. Ríkisstjórnin taki þátt í að móta hugmyndir um hvernig þeim hundruðum miljarða dollara sem varið er árlega til vígvæðingar verði beitt í þró- unarhjálp. 9. Ríkisstjórnin viðurkenni hið nýja Palestínuríki og fordæmi jafnframt morð og limlesting- ar ísraelshers á palestínskum almenningi. 10. Ríkisstjórnin mótmæli íhlut- unarstefnu risaveldanna hvar sem hún birtist og standi fast við þá grundvallarstefnu að sjálfsákvörðunarréttur þjóða sé virtur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.