Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 4
þj ÓÐVILJIN N Vi7 sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar gengisævintýri „Afleiðingin af stjórnarstefnu undanfarinna ára er gífurleg tilfærsla á fjármagni í þjóðfélaginu, ekki síst frá frumfram- leiðslugreinum til fjármagnseigenda. Þessi stefna hefur leitt til þess að undirstöðuatvinnuvegir landsmanna og fjölmörg heim- ili standa nú frammi fyrir greiðsluþroti." Þessi lýsing á ástandinu í landinu er úr ályktun miðstjórnar- fundar Alþýðubandalagsins síðustu helgi, og víst að margir geta tekið undir. Hvað er til ráða? Sjálfstæðisflokkurinn æpir á gengisfellingu, helst sem allra mesta, og hefur þannig komið sér upp einföldu lausnarorði í heimi sem verður flokknum sífellt erfiðari og flókn- ari. Undir þetta hafa tekið nokkrir atvinnurekendur, þar á meðal ýmsir forsvarsmenn í frystingunni. Staðreyndin er sú að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og ýmsir áðumefndra forystumanna hafa ákveðið að missa sjónar á raunveruleikanum í bili og lifa lífinu í nánustu framtíð í vímu- kenndum draumaheimi þarsem ekki þarf annað á sig að leggja en að bíða einsog í eldhúsróman eftir því að bókarhöfundur hugsi upp hamingjusamleg endalok. Þetta er eðlilegt í tilviki Sjálfstæðisflokksins. Á þeim bæ eru bústólparnir orðnir langþreyttir á pólitískri tilraunamennsku og vandræðagangi og búnir að ákveða að þeim sé fyrir bestu að hætta um sinn afskiptum af stjórnmálum. Þeir eru komnir í frí þangaðtil forsjónin geri útaf við vinstristjórnina og kalli aftur á Flokkinn til að sólunda enn einu góðærinu útum gluggann. Þetta er hinsvegar óeðlilegt í tilviki þeirra forystumanna í atvinnulífinu sem bera ábyrgð á afdrifum stórra fyrirtækja, at- vinnu fjölda manns og viðgangi heilla byggðarlaga. Bæði skynsemin og reynslan ættu að segja þessum mönnum að það er fráleitt að gengisfelling leysi nokkurn vanda nema í einstaka fyrirtæki. Það sem hefur breyst er að skuld- bindingar útflutningsfyrirtækjanna eru að langmestu leyti mið- aðar við gengi eða þannig verðtryggðar að það litla sem ynnist fyrir útflutningsatvinnuvegina mundi fljótlega étast upþ vegna óhagræðis af aukinni verðbólgu sem hætt er við að sigldi í kjölfarið. Þetta geta menn skoðað af skynsemi, stjórnendur og starfsmenn, hver í sínu fyrirtæki og hver í sínu byggðarlagi. Það sem atvinnuvegirnir fá útúr gengisfellingu jafnast nokk- uð á við þá sjálfhitun líkamans sem felst í að pissa í skóinn sinn. Reynslan ætti líka að geta sett ofaní við þá sem standa og æpa á gengisfellingu með stuttbuxnaliðinu úr Valhöll. Á árinu hafa verið gerðar hvorki meira né minna en þrjár gengisfelling- ar, og samt standa menn slyppir eftir og snauðir. Bæði reynslan og skynsemin segja okkur líka að gengisfell- ingar hafa einn galla öðrum stærri. Þær seilast fyrst og fremst í vasa almennings eftir fjármagninu gegnum stórhækkað vöru- verð. Þær jafngilda kjaraskerðingu hjá alþýðu manna, og rýra hvergi þann gróða sem síðustu árin hefur safnast upp í gegnum peningaverslunarfyrirtækin. Á miðstjórnarfundinum um helgina hafnaði Alþýðubanda- lagið með öllu þessari leið, og aðrir aðilar stjórnarsamstarfsins virðast einhuga um að láta það íhaldsúrræði eiga sig, - þótt auðvitað komi einhverskonar gengisleiðréttingar til greina fyrr eða síðar þyki tæknimönnum þörf á. í stað gengisfellingar vill Alþýðubandalagið að menn sam- einist um endurskipulagningu í atvinnulífinu, fyrirtæki fyrir fyrir- tæki, bygðarlag fyrir byggðarlag, til að aga þau eftir veruleik samtímans og koma á nútímalegri hagræðingu með fullu tilliti til félagslegra sjónarmiða og hagsmuna byggðarlaga. Um leið verður auðvitað að losa atvinnuvegina úr þeirri snöru sem frjálshyggjustefna síðustu ríkisstjórna hefur brugðið þeim um háls, lækka vexti og draga úr verðbólgu þannig að sambærilegt verði við grannlöndin. Þetta er kjarninn í verkefnum ríkisstjórnarinnar næstu mán- uði. Það verður að horfa lengra en frammí næstu viku og jafnvel forsvarsmenn í atvinnurekstri verða að fara að taka á sig þá ábyrgð að hugsa um annað og meira en þrönga flokks- hagsmuni Sjálfstæðisflokksins. Enda virðast vera nógir til þess, jafnvel á æðstu stöðum í ríkiskerfinu. Allan sannleikann! Þegar Magnús Thoroddsen hefur sagt af sér störfum dóm- ara í æðsta rétti þjóðarinnar, - sem hlýtur að verða -, á það að vera næsta verkefni að upplýsa að fullu um öll einkakaup ráðamanna með niðursettu verði í Áfengisversluninni. Almenningur krefst þess að þessi ömurlega spilling sé upp- rætt í eitt skipti fyrir öll. -m KLIPPT Rifrildi hjóna Sæmundur heitir rit, sem gefið er út af SÍNE, og mun heita í höfuðið á þeim Islendingi sem einna kunnastur hefur orðið fyrir nám í útlöndum, Sæmundi fróða. í síðasta tölublaði birtist frásögn af sumarráðstefnu sem SÍNE hélt í ágúst leið. Sú lesning er heldur betur hressandi fyrir þá sem eru hættir að nenna að hafa skoðanir á málum, hvað þá að þeir standi í ströngu við að berjast fyrir þeim. Fundarmenn vírðast ekki allir hafa verið ánægðir með skýrslu stjórnar og vildu sumir að felldur yrði niður í henni kafli um að ákveðnir menn tengdust Sam- bandi ungra Sjálfstæðismanna. Var farið fram á það við fráfar- andi formann að hann bæðist afs- ökunar á þessum aðdróttunum „ella skyldi hann hundur heita“. Það hlýtur að vera umhugsuna- refni fyrir Sjálfstæðismenn að námsmenn skuli leggja slíkt of- urkapp á að hreinsa mannorð sitt af því að vera bendlaðir við flokk- inn. Ekki er nákvæmlega greint frá orðaskiptum en eftir einum fundarmanni er haft að honum liði „eins og hann vœrí dreginn inn í rifrildi gamalla hjóna. “ Svo er þó að sjá sem menn hafi ekki haft geð f sér til að núa hverj- ir öðrum um nasir samneyti við þessa framvarðarsveit íslenskra íhaldsmanna. Eða hvað? „Nú tók Kristján Ari til máls og bað Óskar Borg fyrirgefningar á því að hann skyldi hafa bendlað hann við Sjálfstœðisflokkinn. “ Ég elska þig stormur Margir hafa áhyggjur af ís- lenskri Ijóðagerð. I hálfa öld eða lengur hafa sjálfskipaðir vöku- menn varað við hættunni af at- ómljóðum og brýnt fyrir þjóðinni að ljá ekki eyra einhverju rausi í grilluföngurum sem kunna ekki að láta standa í hljóðstöfum, um- gangast rím eins og strákar sem krota á vegg og hafa ekki eyra fyrir hrynjandi. Þótt enn megi rekast á blaðagreinar þar sem boðað er heilagt stríð gegn óbundnum Ijóðum, leggur drjúg- ur hluti þjóðarinnar skáldum það ekki endilega til lasts þótt þau hirði ekki um að hneppa ljóð sín í þrönga formfjötra. Einkum ef þau hafa eitthvað að segja. En því miður munu þeir víst vera fleiri sem láta sig ljóð litlu skipta, hvort heldur um er að ræða hefð- bundinn kveðskap eða ekki. í erli og amstri tækniþjóðfélagsins nær ljóðið ekki eyrum þeirra. Því skiptir miklu að þeir, sem ráða fyrirferðarmiklum og oft ærið hávaðasömum fjölmiðlum, OG SKORIÐ leyfi veikri en ómþýðri rödd ljóðsins stöku sinnum að brjótast í gegnum skarkala hversdagsins. Sú ákvörðun Ríkissjónvarpsins að sýna ljóðaþætti, þar sem gerð er grein fyrir einhverju skáldi og lesið valið ljóð eftir það, hefur því verið þakksamlega þegin af mörgum. Og kannski hefur þessi dagskrárliður orðið til að kveikja einhvers staðar ljóðaáhuga þar sem lítið var um hann áður. sem geisar um grund Síðastliðið sunnudagskvöld var kvæðið Stormur eftir Hannes Hafstein flutt í ljóðaþætti Ríkis- sjónvarpsins. f inngangi var gerð grein fyrir ævi Hannesar og sagt frá starfi hans að skáldskap og pólitík á fyrstu áratugum þessar- ar aldar. Hannes hefur löngum vakið áhuga manna bæði með ljóðum sínum og þá ekki síður fyrir það að hafa sameinað í einni og sömu persónunni skáld og stjórnmálamann. Ó, að við ætt- um nú enn þá stjórnmálamenn sem gætu gert eitthvað meira en að tala um menninguna! Hér áður fyrr var mikið um það rætt hve glæsilegur Hannes Hafstein var á velli. En því miður fyrir þá, sem eru örlítið þyngri en þeir voru á sínum unglingsárum, rikja nú þær tískukröfur að mönnum með vaxtarlag Hannesar er ein- dregið ráðlagt að fara í leikfimi- æfingar og minnka við sig matar- skammtinn. Að lokinni kynningu á Hann- esi Hafstein hófst upplestur kvæðisins. Og hver birtist þá á skerminum og hefur upp sína raust? Sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson. Hann flutti ljóðið mæta vel og skorti ekkert á þann karlmennskuanda sem hrekja vill burt loftilla og dáðlausa lognmollu. Framhaldsþættir Þótt óreyndum ungmennum, sem ekki hafa enn gert sér grein fyrir því hvernig pólitík og skáld- skap getur slegið saman, yrði á að spyrja hvort hann væri nýr þessi, skynjuðu þeir lífsreyndari að hér voru mikil tíðindi að gerast. Hér rann allt saman í eitt; skáldið, ljóðið og flytjandinn. Er ekki Da- víð einmitt skáldmæltur sjálfur? Er hann ekki á bólakafi í pólitík- inni? Og hvað með vöxtinn? Áhorfendur hljóta að mega vænta framhalds á því að pólitík- usar, sem keppast um hylli al- mennings, verði látnir lesa Ijóð góðskáldanna. Ugglaust má bú- ast við því að Svavar Gestsson verði fenginn til að lesa Brautina eftir Þorstein Erlingsson. Kann- ski les svo Steingrímur Her- mannsson eitthvað eftir Guð- mund Inga á Kirkjubóli og Jó- hanna Sigurðardóttir fer með kvæði eftir Erlu. Hér er um gullið tækifæri að ræða fyrir stjórnmála- menn til að efla vinsældir sínar. En ósagt skal um það látið hvort þessi tilhögun verður til að auka ljóðaáhuga almennings. ÓP Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 ÚtgefandlrÚtgáfufélagÞjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Porleifsson, Guömundur RúnarHeiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Siguröur A. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson. Útlit8teiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsia: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSiguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Anna Benediktsdóttir Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. innheimtumaður: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333&681663. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.