Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 11
MENNING FÍM-salurinn Hljómfall litanna Björg Atla: Fyrir mér er liturinn eins og tónlist Þessa dagana heldur Björg Atla sína fjóröu einkasýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6. Björg lauk stúdentsprófi árið 1963. Hún starfaði sem kenn- ari í fimm ár og meinatæknir í níu, áður en hún sneri sér alfarið að myndlistinni, en hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíða- skólans árið 1982. - Ég held að það hafi verið lit- rófsmælarnir á rannsóknastof- unni og eins smásjáin, sem urðu til að vekja myndlistaráhugann hjá mér á ný, - segir hún. - Ég hafði ánægju af starfi mínu sem meinatæknir, en vantaði samt eitthvað, svo ég tók að sækja kvöldnámskeið í Myndlistar- skólanum í Reykjavík. Þar var ég í þrjá vetur, - lengst af hjá Hringi Jóhannessyni, og þá var komið að því að ákveða hvort ég ætti að fara í dagskólann, það er Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, ineð þeirri óvissu sem því fylgdi að sinna myndlistinni sem fullu starfi. Þetta var auðvitað mikil á- kvörðun, sem þýddi meðal ann- ars að allt í einu var bara ein fyrir- vinna á heimilinu. - Myndlistaráhuginn hefur blundað með mér alla tíð. Ég er alin upp við myndlist því faðir minn er myndlistarmaður, og á unglingsárunum fékk ég góða uppörvun hjá kennurum mínum, bæði Sigríði Björnsdóttur og Kristni Péturssyni. Eftir mennta- skólann var hins vegar ekki um annað að ræða en fara að vinna fyrir sér, við hjónin eignuðumst tvo syni á menntaskólaárunum, svo leiðin lá út á land að kenna. Þó sleppti ég aldrei myndlistinni alveg, var til dæmis á kvöldnám- skeiðum hjá Magnúsi Á. Árna- syni þegar ég kenndi í Vest- mannaeyjum. - Ég var í Myndlista- og hand- íðaskólanum frá 1979 til 82, og það voru mjög skemmtileg ár, ég var með góða kennara og eignað- ist skemmtilega félaga, og svo kom að því að fara að vinna sjálf- stætt. Þar held ég að það hafi komið mér að gagni að hafa öðl- ast lífsreynslu áður en ég sneri mér alfarið að myndlistinni. Þó starfið sé heillandi hefur það líka sínar dökku hliðar, maður vinnur einn, og stundum gengur hvorki né rekur um tíma þangað til stífl- an brestur allt í einu. Þá áttar maður sig á því að undirmeðvit- undin hefur verið að vinna að vandamálinu allan tímann. - Ég veit að ég hefði ekki stokkið alsæl út í myndlistina um tvítugt, því með því að ég ólst upp við þetta vissi ég að starf lista- mannsins er alvara og mikil vinna. Og þó að gleðistundirnar séu stórar, koma tímabil sem erf- itt getur verið að komast í gegn- um. - Ég sæki oft viðfangsefni mín í ævintýraheim bernskunnar, ég var glatt og forvitið barn, og svo var ég í ballett í sex ár, og nálgað- ist tónlistina í gegnum dansinn. Ég held að það sé hreyfing í mín- um myndum, þessi hreyfing sem barnið í manni upplifir. Á sýning- unni í Gallerí Borg 1984 voru myndirnar meira Ijóðræn ab- straksjón, en nú eru formin á- kveðnari. Fyrir mér er liturinn eins og tónlist, og ég hef gaman af að láta reyna á þanþol lita og forms og skapa þannig ákveðið hljómfall. - Ég hrífst einnig af nátt- úrunni; af þeim formum sem ég sé þar. Það hafði mikil áhrif á mig að fá tækifæri til þess fyrir tveimur árum að heimsækja slóð- irnar, þar sem ég var í sveit sem krakki; ég var í Reykhóla- sveitinni hjá hinum elskulegu og dugmiklu Kinnarstaða-systrum. Eins átti ég þess kost að koma aftur til Vestmannaeyja fyrir skömmu, en þar kenndi ég í fjóra vetur, á milli Surtseyjargossins og Heimaeyjargossins. - Báðir staðirnir voru tiltölu- lega einangraðir þegar ég var þar, og þegar maður býr í slíkri ein- angrun í svo svipmikilli náttúru verða áhrif hennar sterk. Maður hlýtur að verða hluti af henni, al- veg eins og hún verður hluti af sjálfum manni. Það að koma aft- ur á þessa staði kallaði fram gífur- lega sterkar tilfinningar. í þess- um myndum reyni ég að lýsa kar- akter landsins, þeim tilfinningum sem það hefur vakið hjá mér, og eins kalla ákveðin geðhrif á á- kveðin form. - Ég þyrfti helst að tala um hverja mynd út af fyrir sig ef ég ætti að segja eitthvað meira um þær. Hvert málverk er veröld út af fyrir sig, veröld, sem lýtur sín- um eigin lögmálum og verður að standa ein og óstudd. Það var gaman að raða þessum einstak- lingum saman í sýningu, þó að sumir þeirra hafi hreinlega reynst of sjálfstæðir til að hægt væri að hafa þá með. Sýning Bjargar, sem stendur til sunnudagsins 4. desember, er opin daglega kl. 14-19. lG Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur - Nýjar bækur — Nýjar bækur Púsluspil unglinganna Frjálst framtak hefur sent frá sér unglingabókina Púsluspil eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Er þetta önnur unglingasagan sem út kemur eftir Hrafnhildi en bók- in Leðurjakkar og spariskór sem út kom í fyrra hlaut mjög góðar viðtökur og var ein af mest seldu bókum ársins. Púsluspil fjallar um ungling í 9. bekk grunnskóla. Aðalsöguhetj- urnar eru þær Júlía og Áslaug sem hafa yndi af tónlist og kunna ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. En samkeppnin er hörð. Sumir eiga öll hljóðfærin, aðrir alla tónlistina. Og það er ekki bara tónlistin sem blómstrar hjá ungu stúlkun- um heldur kemur ástin einnig við sögu og þar gerist ýmislegt spenn- andi. Þá glímir Júlía einnig við fortíð pabba síns sem reynist henni hið mesta púsluspil. ÓLAFUR M. JÓHANNfSSON Ovœnt æointýri ÆVINTYRABÆKUR ÆSKUNNAR íslensk ævintýrabók Út er komin ný, íslensk ævin- týrabók, Ovænt ævintýri, eftir Olaf M. Jóhnnesson kennara. Lesandinn er leiddur inn í heim ævintýranna er koma einlægt á óvart, hvort sem lesandinn ferð- ast í fylgd með hjálpsama hvíta fuglinum, skapstyggu geitinni hans Jósa, svartþrestinum í Blá- tannaborg, Bangsa litla, töfra- stafnum hans Afa, Dísu í eyði- mörkinni eða malarastráknum sem villtist frá myllunni sinni. Ævintýrin eru prýdd fjölda mynda eftir höfundinn. Ólafur M. Jóhannesson hefur um árabil ritað greinar í dagblöð. Sögur eftir hann hafa birst í barn- ablöðum og verið fluttar í hljóð- vaipi og sjónvarpi. Óvænt ævintýri er 80 bls. Kápumynd er eftir höfundinn en Almenna auglýsingastofan sá um útlit. Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. en filmuunn- in í Offsetþjónustunni. Merele Haltnsen at Brit Utseth SYSTKKNI FATLAÐRA BARNA Bróöir minn er fatlaður Út er komin ný bók á íslensku sem heitir Systkini fatlaðra barna. Hún fjallar um hugsanir og viðbrögð barna sem eiga fatl- aðan bróður eða systur. Rétt fyrir utan Ósló er staður sem heitir Frambu. Þar eru hald- in námskeið fyrir fjölskyldur fatl- aðra barna. Saman koma mörg börn með einhverja ákveðna fötl- un t.d. litningagalla, klofinn hrygg, einhverfu eða vöðvasjúk- dóma svo eitthvað sé nefnt. For- eldrar fá fræðslu og ráðgjöf, fötl- uðu börnin greiningu og meðferð en önnur börn (systkinin) eru í dagvistun eða í skóla staðarins. Þau börn sem tóku þátt í könnun- inni voru flest í leikskólanum. Höfundar bókarinnar fá börnin til að segja frá ýmsum atvikum sem eðlilega koma upp hjá fjöl- skyldum með fatlað barn. Þetta var gert með því að láta þau ljúka við sögur með teikningum, sem þau síðar settu texta við. Höfundarnir Merete Holmsen og Brit Ulseth styðjast við ýmsar heimildir sem hafa komið út um þetta efni. Þær eru fóstrur með sérkennslunám að baki og hafa lengst af starfað með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Bókin er 120 síður og með mörgum myndum barnanna sem tóku þátt í athuguninni. Aftast í bókinni er bókalisti yfir flestar ís- lenskar bækur sem fjalla um mál- efni fatlaðra, tekinn saman af Kristínu Indriðadóttur bóka- safnsfræðingi. Bókin er þýdd af Þórunni Guð- mundsdóttur og Elmari Þórðar- syni. Hún er gefin út af Elmari Þórðarsyni í samráði við Landssamtökin Þroskahjálp. Landssamtökin Þroskahjálp v/ Nóatún 17 í Reykjavík sjá um dreifingu bókarinnar. öunnel Linde Goggur, kisa og ganili maðurinn Myndlr: Tord Nygren Fyrir byrjendur í lestri Lestrarbækur Iðunnar: Anna 7 ára og Anna og lcyndarmálið eftir Hans Peter- son. Goggur, kisa og gamli mað- urinn eftir Barbro Lindgren. Stjáni og Stubbur eftir Gunnel Linde. Iðunn hefur gefið út fjórar bækur í nýjum flokki sem nefnist Lestrarbækur Iðunnar. Þetta eru litlar bækur, sérstaklega ætlaðar byrjendum í lestri. Hver bók er sjálfstæð saga, og allar eru þær ríkulega skreyttar litmyndum. Letrið á bókunum er stórt og setningar stuttar og auðveldar. Allar bækurnar skiptast í marga stutta kafla. Þorsteinn frá Hamri þýddi bækurnar. Hin fjögur fræknu Komin er út hjá Iðunni ný teiknimyndasaga um hin fjögur fræknu. Nefnist hún Hin fjögur fræknu og illfyglið. Að þessu sinni leggja þau leið sína til Suður-Ameríku. Dóttir dósahnífakóngsins Vilhjálms Bankmann er horfin. Það er kall- að á hin fjögur fræknu til aðstoð- ar ásamt lögreglumönnunum snjöllu, Lofti og Lárusi. Leikur- inn berst upp í fjöllin, þar sem undarlegir hlutir hafa gerst. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Miðvikudagur 30. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.