Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 1
Trúin, ástin og efinn. Minningar séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staða- stað. Guðbergur Bergsson skráði. Forlagið 1088. Menn litu upp og urðu hissa þegar það sþurðist að Guðbergur Bergsson væri byrjaður að skrá Rögnvaldar sögu Finnbogasonar. Hvaða stælar eru nú það? Hvernig skyldi þeim koma saman? Er nú skemmst frá að segja að þeirra viðskipti sýnast hafa orðiðeinkarfriðsamleg. Ekki árekstur tveggja stórvelda. Guðbergur er hinn hógværi skrásetjari og lætur séra Rögnvald njóta sín með hans tal- smátaog þankagangi. Stundum læð- ist sú spurning að lesanda, hvort Guðbergur hefði ekki mátt vera virk- ari en hann sýnist vera. Hér er þá ekki síst átt við þann galla sem sem fylgir svotil öllum sámtalsbókum, að sögu- maður tínir margt til upp úr sínum minnispoka svo sem í hugsunarleysi. Nöfn og staði og ferðalög og fleira. Og þá skiptir miklu máli að skrásetjar- inn sé ýtinn, heimti eitthvað það af sögumanni sem gefur þessum „nöfnum" líf og og lit og vægi - eða striki þau út ella. Margar spurningar Hvort sem menn þekkja meir eða minna til séra Rögnvaldar slá þeir upp þessari bók með mikilli forvitni. Lífshlaup sögumanns er laust við að vera venjulegt. Hvað veldur því að verkamannssonur úr hálfheiðnu og róttæku um- hverfi leggur stund á guðfræði og gerist klerkur í þjóðkirkju sem er ekki langt frá því að halda að guð sé Sjálfstæðismaður? Hvernig gengur honum að samræma áhuga sinn á fögrum listum og trú (og ekki síst annarri trú en þeirri sem næst er) og sósíalisma - og hvernig verður þessi blanda til á þeim tíma þegar guðfræðideild var lítt í tísku og friðarkommún- isminn enn síður? Hverju trúir sá maður sjálfur, sem kveið mest af öllum prestverkum fyrir að jarð- syngja - en hefur orðið frægur meistari í því að lýsa hug og trúar- hneigðum ANNARRA manna, einmitt um leið og hann jarðsyng- ur þá? Að segja og segja ekki Það eru þessar spurningar sem leita inn í bókina og finna þar merkilega spennu sem ýmislegt má úr vinna. Sú spenna er í því fólgin, að séra Rögnvaldur vill segja frá trúnni og ástinni, en um leið er eins og hann efist um að það sé hægt - hvort sem væri vegna þess að minnið er duttlung- afullt og óáreiðanlegt eða vegna þess hve sjálfsþekkingin er erfið og seinvirk. Ellegar þá vegna þess að einhver leyndarmál verða menn að eiga ef þeir ætla sér að lifa af. Hann segir í upphafi sinn- ar frásagnar, að hann ætli sér að rifja upp liðna tíð „til þess að ógna gleymskunni algeru“. En svo stráir hann um alla bók vafa um sigurmöguleika í glímunni við þessa sömu gleymsku. Hann segir, þegar hann biðst afsökunar á því að hafa afgreitt meistara sína í rauðum kristindómi helst til fátæklega, að ævisögur og minn- ingar séu ekki vettvangur rit- gerða eða fræðimennsku. Þær eru byggðar á gloppóttu minni.“ Þegar hann rifjar upp fyrstu ástina (sem rímar vitanlega bæði á móti brást og þjást) þá segir hann: „Guð má samt vita hvað raunveruleikinn er og hin rétta sýn eða skilningur á manni sjálf- um og öðrurn". Maðurinn er dul- arvera segir á einum stað, við vit- um fátt eitt um tilfinningar okkar á öðrum (þegar dregur til mikils uppgjörs og brýr eru brenndar). Hámarki nær þessi sérstæða efa- hyggja um þá ioju að rifja upp sitt líf í þessari merkilegu setningu Maðurinn er ferðataska filfínninga sinna Séra Rögnvaldur Finnbogason éta það). Og svo þær sögur af skrýtnum körlum sem íslensk menning má ekki án vera - eins og þeim sem fann þungt vatn í bæjarlæknum og vissi fyrir víst (eftir að kjarnorkan fór að leika lausum hala í heiminum) að fjall- ið fyrir ofan bæinn var „einn úr- anhlunkur". Fleira skal nefnt af því sem er til hagsbóta fyrir lesandann: Lýs- ing á trúlofun fyrir fjörtíu árum (þegar leitinni að ástinni og ham- ingjunni átti skyndilega að vera lokið eiginlega um leið og hún hófst) - er gott dæmi um þá líf- rænu úrvinnslu minnisatriða sem höfundarnir hefðu mátt stunda af meiri samkvæmni. Þar eru ýmsar persónulýsingar vel virkar, þótt flestar séu full knappar og hefðu átt meiri þolinmæði skilda. Þar eru og vangaveltur af ýmsu tagi sem er blátt áfram gaman að kynnast - til dæmis í þessa veru hér: Það getur verið meira en háskalegt að draumar rætast. Skólakerfið eins og það var lét hið „hrokafulla stáliminni“ sem dýrkað var til prófs, skipa mikinn sess til þess að lærifeður kæmu ekki upp um vanmátt sinn gagnvart áleitnum grundvallar- spurningum. íslendingar lifa best í skorpum og verða ekki heilir menn nema í miklum átökum þegar allt er að verða um seinan: „Svo lognast maður út af á ný, hverfur inn í nýjan doða og til- finningu fyrir einangrun og til- gangsleysi með stöku upphlaupi og írafári út af engu, til að krydda doðann." Sem fyrr segir: syndlausir eru þeir Guðbergur og séra Rögn- valdur ekki gagnvart sínum les- endum. En bók þeirra er með því lífi og lumar á þeim gátum sem duga vel til þess að það slokknar ekki á áhuga og forvitni um klerkinn baldna og guð hans, sem er enn eins og Nafnið dularfulla, ha-shem, sem segir: Ég er sá sem ég er. Hvað verður fleira um hann sagt? hér um vanmmátt minnis og orða til að höndla hið liðna: „Eg minnist fagurs kvölds í Bjarnarnesi. Því ætla ég að lýsa nú, vegna þess að það á heima á þessum stað, í þessari andrá, til að sanna fyrir huga mínum að það sem býr í honum sé algjör- lega ólýsanlegt. Það er ekki einu sinni hægt að lýsa fögru kvöldi hvað þá sjálfum sér, vegna þess að sá veruleiki sem komst eitt sinn inn í hugann verður ekki tek- inn úr honum á ný nema sem ann- ar veruleiki en sá sem inn fór. Þá er hann orðinn að umbreyttri og gagnsærri, óáreiðanlegri mynd - felumynd." Leitin og flóttinn Þetta virðist ekki efnilegt veg- anesti til minningabókar og það leggur sögumann í bönd meira en maður kannski vildi, en samt verður úr glímu hans við þessa fjötra einhver sú undarleg tog- streita sem þessum lesanda hér þótti fróðlegast að fylgjast með og varð honum eins og að aðal- persónu frásagnarinnar. Mér fannst ég skynja í þessari sömu togstreitu ótta förumannsins, þess sem á erfitt með að skjóta föstum rótum, við sjálfan sig. Ótta hans við það hve sterkt hið ófyrirsjáanlega er í lífi hans (hið ófyrirsjáanlega sem allt eins get- ur tekið á sig spaugilegar myndir eins og þegar mögulegur prest- skapur á Brjánslæk dettur út úr anlegt hvort hann er á flótta eða í leit. Skrýtlan, vangavelturnar Rögnvaldur segir í þessu bindi minninganna frá bernsku og upp- vaxtarárum í Hafnarfirði, guð- fræðinámi, námsdvöl í London, fyrstu tilburðum til prestskapar og efasemdum um þann starfa, sem ekki lamast fyrr en séra Eiríkur Heigason, þá fársjúkur maður, biður hann að fara fyrir sig austur í Bjarnanes að ferma börn. Og þar segir frá fyrstu ást- inni og fyrra hjónabandi. Eins og áður var á minnst: það er fleira tínt til en úr er unnið, eins og verða vill í samtalsbókum. Það er þó næsta óvenjulegt við þessa bók hér, að bernska og unglings- ár, þau sem minningamenn dvelja einatt svo lengi við að sá tími dregur allan kraft úr mann- dómsárum þeirra, þau eru öllu ágripskenndari í lýsingunni en þau sem lýsa viðureign ungs manns við sjálfan sig, guð og menn. Þá verður holdið á beinun- um eins og þéttara. Skrýtlan fer þá á kreik og dreypir á frásögnina öðru hvoru. Þar undir eru ágætar prestasögur (mikið var ég hrifinn af þeim skemmtilega presti sem stríddi viðkvæmum tengdasyni sínum, geistlegum líka, með því, að það væri illt í kjötleysi að standa í að jarða fólk, nær væri að ævinni vegna þess að gott er kaff- ið og masið á prestsetrinu í Flatey). Um leið er förumenns- kan réttlætt með því (m.a. þar sem Rögnvaldur skýrir áhuga sinn á Búddasið) að „Maðurinn er þannig gerður, að hann verður að hitta fyrir einhvern af fram- andi þjóð eða tungu, af ólíkri menningu og trú, til að geta gert sér grein fyrir sjálfum sér, fundið sjálfan sig“. Það er mikið rétt að hið framandlega er mikil hjálp á þeim brautum (leiðin heim liggur umhverfis hnöttinn) en vitanlega tryggir hún ekki ein og sér fullan árangur í sjálfsleitinni. Séra Rögnvaldur veit það líka, að það er ekki víst að ungum manni gangi betur að ná áttum eftir guð- fræðipróf í London en Reykja- vík: „Sérhver maður er ferða- taska tilfinninga sinna, og þess vegna flýr enginn sjálfan sig.“ Og samt býst maðurinn til nýrra ferða og það er einmitt ófyrirsjá- ÁRNI BERGMANN Miðvikudagur 30. nóvember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.