Þjóðviljinn - 30.11.1988, Page 2
BÆKUR
Ektaskap
eða
auðnutjón?
Jane Austen:
Hroki og hieypidómar.
Þýðing: Silja Aðaisteinsdóttir.
Mái og menning, 1988.
I.
Mál og menning hefur nýveriö
sent frá sér þýðingu Silju Aöal-
steinsdóttur á skáldsöginni „Pri-
de and Prejudice" eftir bresku
skáldkonuna Jane Austen
(1775-1817). Sagan kom fyrst
fyrir sjónir almennings í Lundún-
um áriö 1813 og hefur allar götur
síðan veriö lesin í ótal útgáfum á
ótal tungumálum. Þessi geysivin-
sæla ástarsaga hefur auk þess
verið kvikmynduð, bæöi fyrir
breiðtjald og sjónvarp.
„Pride and Prejudice" hefur
áður verið þýdd á íslensku og
fékk þá heitið „Ást og hleypidóm-
VALA SIGURLAUG
VALDIMARSDÓTTIR
ar.“ En þá var hún stytt til lýta og
er óvíst hver þýddi.
Jane Austen var prestsdóttir
og fröken frá Hampshire í Suður-
Englandi. Skáldsögur hennar
urðu sex talsins og fjalla um skin
og skúrir í lífi bresks yfirstéttar-
fólks á öldinni sem leið, í samfé-
lagi sem hún þekkti vel af eigin
raun.
II.
Megin sögusvið „Hroka og
hleypidóma" er Hertfordshire
norðan Lundúna. Bennet fjöl-
skyldan er af lágaðli svonefndum
og í sögutíma gengur ár af hér-
vistartíð hennar. Höfuð fjöl-
skyldunnar er herra Bennet,
greindur vel og spaugsamur
óðalseigandi. Hann er kvæntur
frú Bennet sem er heimsk og hátt
stemmd blaðurskjóða. Þau hjón
eiga fimm dætur barna, gjafvaxta
myndarstúlkur en mis vel gáfum
gæddar.
Sá hængur er á gæfu dætranna
að þær eiga enga von á arfi eftir
föður sinn látinn því lög samfé-
lagsins boða að allar eignir fram-
liðinna renni óskiptar til nánasta
ættingja af karlkyni. Af því leiðir
að konur geta því aðeins framast
að þær sigli fleyi sínu inn í örugga
höfn hjónabandsins. Þar er
þeirra gæfubás og þar innan
stokks geta þær vænst virðingar.
Því er ekki að furða þótt móðir
meyjanna leggi nótt við dag að
koma þeim í hnapphelduna, fjár-
hagslegt öryggi mæðgnanna er í
húfi. Sagan fetar fram torsótta
stigu að þessu marki og verða
mörg ljón í vegi áður en lýkur.
í upphafi sögunnar takast góð-
ir kunnleikar með tveim elstu
systrunum, Jane og Elísabetu, og
tveim heldri mönnum, eðalborn-
um Darcy og herra Bingley. Til-
burðir þessa fólks til ásta eru
rauði þráður verksins, einkum
samfarir Elísabetar og Darcys. í
vegi elskendanna standa hleypi-
dómar samfélags, hroki og hof-
móður einstaklinga. Því eiga þeir
lengstum erfitt um vik.
III.
Stíll höfundar er léttur og
leikandi, kryddaður glettni.
Samtöl eru mörg sem og lýsingar
á amstri hvunndagsins. En þótt
fátt sé um stórbrotna viðburði
verður sagan spennandi og er því
að þakka ritleikni Austens og
prýðilegri persónusköpun.
í samfélagi sögunnar er fjöl-
skrúðugt mannlíf og margt Iitr-
íkra einstaklinga. Frú Bennet er
ógleymanleg, óhefluð og sést
ekki fyrir í umhyggju sinni fyrir
dætrunum. Séra Collins er sá sem
stendur til arfs eftir herra Ben-
net, hvimleið loftunga og
sísmjaðrandi en dregin skop-
legum dráttum. Systur Bingleys
eru illgjarnir og afbrýðissamir
skaðræðisgripir. Lafði Catherine
de Bourgh er hrokafull og snobb-
uð. Allir eru haldnir meiri eða
minni hleypidómum.
Elísabet og Darcy eru greindar
og heillandi manneskjur. En þau
læra ekki fyllilega að meta hvort
annað að verðleikum fyrr en
reynslan hefur afhjúpað þeim
eigin skapbresti.
Sagan „fordæmir“ á gaman-
saman hátt lesti á borð við þá sem
að ofan eru taldir og upphefur um
leið þá eiginleika sem lofsverðir
geta talist í fari manna. Enda fer
svo að heiðarlegar, skynsamar,
göfuglyndar og næsta snobbi
firrtar persónur höndla hamingj-
una. Jane og Elísabet eiga fylli-
lega skilið að hreppa öndvegis-
menn því þær eru góðar og rétt-
sýnar stúlkur að upplagi. Darcy
og Bingley eru ekki síður ágætir,
því auk alls annars eru þeir svo
göfuglyndir „að taka niður fyrir
sig“ og virða með því siðvenju
hástéttarinnar að vettugi.
IV.
Það má með sanni segja að því
fari fjarri að ástarsaga þessi sé
„innantóm afþreying“. Hér er
fjallað um ástríður á nærfærinn
og fallegan hátt, þær færðar í
spennandi búning sem lesandinn
fær notið og skilið. Þótt svo eigi
að heita að hleypidómar söguper-
sóna, sögusviðs og sögutíma séu
úreltir er mannleg náttúra ætíð
söm við sig og því er verk þetta
sígilt og hittir í mark hjá hverjum
þeim er ann góðum bók-
menntum.
Þýðing þessi er fagnaðarefni.
Silju hefur tekist með ágætum að
halda léttleika og málfegurð
frumtextans. Hún dregur verkið
nær okkar tímum með því að færa
það yfir á nútíðarmál. Fyrir vikið
lætur tungutak persóna í eyrum
sem sannfærandi og lifandi tal-
mál.
V.
Bókinni fylgir eftirmáli þýð-
anda, fróðlegur og skemmti-
legur. Þar gerir hann grein fyrir
umhverfi og aldarhætti sem sagan
vex úr, kynnir höfundinn fyrir
lesendum sínum og fjallar um
hugverk sitt. Slíkir fróðl-
eiksþættir mættu að ósekju oftar
fylgja þýddum öndvegisverkum.
Að lokum óska ég „Hroka og
hleypidómum" velfarnaðar. Þeir
eiga ugglaust eftir að verma
margar sálir á myrkum skamm-
degiskvöldum. Einnig þeim sem
haldnir eru hroka og hleypidóm-
um í garð „ástarsagna af léttara
taginu".
Tvær f yrir yngstu
börnin
Örn og örlygur hafa endurút-
gefið tvær harðspjaldabækur
fyrir yngstu börnin. Þetta eru
bækur sem notið hafa mjög mikil-
la vinsælda og verið uppseldar
um nokkurt skeið. Önnur nefnist
Helga og Eyfi og dýrin í sveitinni
en hin Tíu litlir negrastrákar.
Þýðandi þeirra beggja var Loftur
heitinn Guðmundsson.
Mannfræði
Hrafnkels sögu
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út ritið Mannfræði
Hrafnkels sögu og frumþætti
eftir dr. Hermann Pálsson, próf-
esor í Edinborg.
Útgefandi kynnir Mannfræði
Hrafnkcls sögu og frumþætti og
bókarhöfund svofelldum orðum
á kápu:
Hrafnkels saga Freysgoða hef-
ur orðið fræðimönnum ærið
rannsóknarefni, og í þeim hópi
munar vafalaust mest undanfar-
inn aldarfjórðung um dr. Her-
mann Pálsson prófessor í Edin-
borg. Mannfræði Hrafnkels sögu
og frumþættir sannar enn hversu
hann leggur sig fram um að sjá
þetta forvitnilega en umdeilda
Iistaverk í nýju Ijósi.
Hermann Pálsson kemst m.a.
svo að orði í formála bókarinnar:
„Tvær ástæður liggja einkum til
þess að ég læt nú þessa ritsmíð frá
mér fara: í fyrsta lagi hafa hug-
myndir mínar um söguna skýrst
verulega síðan ritgerðin
„Hrafnkels saga og klassískar
bókmenntir" kom út árið 1981,
og á hinn bóginn þótti mér rétt að
fjallað yrði um söguna í samræmi
við þær aðferðir sem ég hef tamið
mér að undanförnu og ráða má af
fyrstu bindunum í íslenskri rit-
stýringu: Uppruni Njálu og hug-
myndir (1984) og Leyndarmál
Laxdælu (1966).“
Hermann Pálsson
Öðrum fœti fram fyrir hinn
William Kennedy: Járngresið.
Guðbergur Bergsson þýddi.
Almenna bókafélagið 1988.
Undir lok þessarar sögu segir
Francis Phelan: „Ég stíg öðrum
fæti fram fyrir hinn og vona að
þeir stefni eitthvað“. Með þeim
orðum er margt sagt um aðal-
persónu sögunnar, sem hefur
lengst af verið á flótta - undan
fjölskyldunni (hann varð syni sín-
um nýfæddum að bana óvart),
undan ákærum (hann hefur drep-
ið mann og annan), undan mögu-
leikum á að vinna sigra, smáa eða
stóra. Þessi efnilegi hafnabolta-
maður, sem eitt sinn var, er
nefnilega róni. Hann bregður sér
í vinnu öðru hvoru, en hverfur frá
slíkri reglusemi eftir því sem
þorstinn býður. Og hann er í slag-
togi við Helenu sem líka er róni
en átti sér líka dýrðlega fortíð
(hvaða róni á hana ekki?) en
stendur nú „fyrir enda síðasta
rúmsins í síðasta herberginu í síð-
asta hótelinu í síðustu borg enda-
lokanna.“
Þetta er merkisskáldsaga fyrir
margra hluta sakir. Hún er geysi-
haglega saman sett: Atburðir
gerast á svosem tveim sólahring-
um árið 1938, en þeir dagar verða
mjög rúmir vegna þess hve vand-
lega höfundur vefur inn í nútíð
sögunnar allt það sem áður var í
lífi Francis og Helenu. Og þá er
ekki barasta um upprifjanir að
ræða, heldur lifandi glímu vit-
undar, langsoðinnar í áfengi, við
svipi fortíðar, sem hafa eignast
sérstætt framhaldslíf: Við fáum
til dæmis að heyra og sjá, að gröf
sonar Francis, sem dó kornabarn
„titraði, full af frábærum mögu-
leikum“. Og það er rakið með
myndrænum sannfæringarkrafti
sem lesandinn hlýðir, hvernig
þetta barn hefur vaxið í gröf sinni
og eignast gáfu til að tala við íbúa
kirkjugarðanna, auk þess sem
hann skilur orma og maura og les
merkingu dvínandi kraftsins í
laufunum og berjunum: „Og
vegna þess að örlög hans höfðu
einkennst af sakleysi og afneitun,
þá hafði hann fengið um sig varn-
arvef gegn sérhverjum raka, gegn
moldvörpunum, kanínum og
öðrum dýrum... Það stafaði af
honum miklum ljóma af því hann
dó ungur...“
Höfundurinn fer af góðu næmi
og skilningi með líf alkóhólist-
anna, grimmd þess sem ögn er
milduð af umhyggju fyrir þeim
sem kannski frýs í hel í nótt, hann
kann vel á sérstæðar siðareglur,
viðleitnina til að halda höfði (hér
skal vísa til þess, þegar Francis
kastar hýrunni mestallri til að
geta komið heim til fjölskyldunn-
ar sem hann hljóp frá fyrir löngu
með kalkún risavaxinn í kvöld-
matinn). Hann kann hin bestu
skil bæði á hinu volduga afli af-
neitunarinnar í lífi alkans og
mætti ófyrirsjáanleikans. En síð-
ast en ekki síst kemst hann hjá því
að gera sér grillur um rónana.
Hann veit að það bræðralag sem
rónar vilja trúa á hafði aldrei ver-
ið til „að eina bræðralagið sem
þeir voru í var það sem spurði
hinnar þrálátu spurningar:
Hvernig kemst ég af næstu tut-
tugu mínúturnar".
I þessu efni fer William Kenne-
dy vel út úr samanburði við aðra
og fræga höfunda sem skrifað
hafa um utangarðsmenn, dreggj-
arnar, berfætlingana, rónana.
Maxím Gorkí hinn rússneski gat
ekki stillt sig um það í sögum og
leikritum að fegra líf þeirra nokk-
uð fyrir sér, þótt hann þekkti vel
grimmd þess. Þetta gerði hann
vegna þess að hann féll í þá
freistni að dást að stórum
sveiflum í fari berfætlinganna, að
því hve óháðir þeir voru nurli og
smásálarskap smáborgaranna og
stillti þeim upp sem andstæðu
þeirra. Og John Steinbeck gerði
líf rónans að skrýtlu í skáldsögum
eins og Tortilla Flat og Cannery
Row, dró úr því kvölina, sneri
öllu upp í grín.
William Kennedy er heiðar-
legrn
Hér verður fátt eitt sagt um
þýðingu Guðbergs Bergssonar
vegna þess blátt áfram að ekki
gefst kostur á því að gægjast í
frumtextann. En textinn sýnist
nokkuð misjafn, á pörtum með
fullsterkum annarlegum keim
eins og orðin hafi ekki náð alla
leið til Islands - sem kemur þó
ekki í veg fyrir að í heild sé þýð-
ingin lífleg og læsileg.
Arni Bergmann