Þjóðviljinn - 30.11.1988, Page 5
BÆKUR
OGMAÐURINN
OG SJÓRINN
VERDAEITT
Eyvindur Eiríksson: Og þá eru bara
settar niður nýjar kartöflur
(Ljósm. Jim Smart).
Sjallað við
Eyvind Eiríksson
um fyrstu
skóldsögu hans
Múkkinn
Múkkinn heitir fyrsta skáld-
saga Eyvindar Eiríkssonar og
kemur út hjá Iðunni. í bókarkynn-
ingu er talað um að bókin lýsi lífi
og tali sjómanna af hispursleysi,
um stílöryggi í túlkun samspils
manns og hafs, sem tákngerist í
fuglinum sem gefur bókinni nafn.
Og við spyrjum Eyvind, mál-
fræðimagister, sendikennara í ís-
lensku í Helsinki og Kaupmanna-
höfn, hvernig á því standi að
hann skrifar sjómannaskáldsögu.
Er hann kannski að forðast það
sem verið hefur næsta umhverfi
hans?
Reynsla og bók
Ég er alinn upp við sjó, mér fór
sem svo ótalmörgum öðrum ís-
lendingum - tilveran speglaðist í
sjónum, við hann eru tengdar
mínar fyrstu minningar norðan
frá Ströndum á stríðsárunum. Og
þótt ég sé ekki laus við sjóveiki
hefur mér alltaf liðið vel úti á sjó
og hefi fram á þennan dag reynt
að halda trúnaði við hann og sigla
um hann og finna lyktina af hon-
um. Svo var ég á togurum þegar
ég var um tvítugt og þá gaf margt
að sjá og heyra. Eg treysti mér
ekki til að skrifa neitt þá, hafði
ekki kjark til þess. En strax þá
hripaði ég hjá mér eitt og annað,
sumt af því hefi ég notað í smá-
sögu, en sem sagt - ég hefi átt
ýmsa punkta frá þeim árum og
mig hefur lengi langað að gera
eitthvað úr þessu. En maður hef-
ur verið að kenna og kennslan
sýgur úr mánni mikinn kraft, þótt
ég svo hafi verið að pára sitt af
hverju
Þegar ég kom heim frá lektors-
starfi fyrir tveim árum skrifaði ég
sögu um Indjána sem kemur
hingað í bandaríska hernum - en
sú saga datt niður milli stóla, hún
var fyrst hugsuð sem unglinga-
saga en færðist yfir í eldri aldurs-
flokka. Kannski skrifa ég hana
upp aftur seinna.
Finnst þér þú sért með þessari
sögu að fylla upp í cyðu?
Það hefur reyndar verið furðu
lítið skrifað um líf sjómanna í
skáldsöguformi. Ekki svo að
skilja að ég sé að gera einhverja
samfélagslega úttekt á lifi togar-
asjómanna. Ég er að vona að mér
hafi tekist að gera náttúruna að
mikilvægri persónu í sögunni,
gera hafið lifandi, sýna mann-
eskjuna í því lífi miðju sem hluta
af því, að það skili sér að ég vil
eins og þurrka burt skilin milli
manns og náttúru. Einnig það, að
skipið er lifandi vera þeim sem á
skipi eru, enda haga engin tvö
skip sér eins, hve „raðsmíðuð"
sem þau annars eiga að vera.
Aldrei of seint
Finnst þér ekkert skrýtið að
byrja að skrifa skáldsögur á sex-
tugsaldri?
Nei. Mér finnst það mjög gott.
Þetta er sú iðja sem gefur mér
mesta lífsfyllingu. En hún erekki
auðveld. Ég hefi mikið fyrir að
skrifa. Sem betur fer hefur ýmis-
legt verið að safnast upp hjá mér,
ég hefi samið ljóðakorn, leikrit
sem fékk verðlaun hjá MFA á
sínum tíma og fleira í þá veru. Ég
vildi helst halda áfram og skrifa
stærri verk og reyndar á ég ram-
ma að tveim eða þrem skáld-
sögum.
Þú finnur ekki til þeirrar ang-
istar að bókmenntir séu kartöflu-
garður og aðrir búnir að taka upp
úr honum?
Þá eru bara settar niður nýjar
kartöflur. Það var eitt sinn að
lömb sem átti að reka yfir Hér-
aðsvötn voru óvenju óþæg, þá
sagði einn karlinn: Ég skil ekkert
í helvítis lömbunum, þau fara
þetta á hverju hausti. En svona er
það: Það kemur ný kynslóð, það
vantar nýjar kartöflur. Ég hef
verið að dunda við skriftir í 30 ár
og þá finnst mér það sé allt í lagi
að ég reyni að segja það sem ég
hugsa - ég hugsa vonandi ekki
eins og hinir. Svo er þetta að
ýmsu leyti þakklátt viðfangsefni:
Skip á sjó. Vegna þess að þetta er
heimur sem er lokaður mörgum -
og svo ert þú, þangað kominn,
lokaður inni í honum - þú getur
ekki rokið heim þótt þér líði illa.
Ég er líka að vona að ég hafi
komist sjálfstætt frá þessu og þá
set ég mest traust á það hve sterkt
náttúran hefur alltaf orkað á mig.
Ég vil halda áfram að vinna úr
þessari náttúruskynjun - og mér
sýnist ekki af veita nú þegar svo
margvíslegur háski er náttúrunni
búinn.
Bókaástandið
Hvað finnst þér um þann bóka-
heim sem þú kemur inn í?
Ég er svo heppinn að vera
menntaður sem málfræðingur, ég
er að sumu leyti stikkfrí frá bók-
menntafræðum. Og ég hefi ekki
lesjð mikið meðan ég hefi verið
að skrifa sjálfur. En mér sýnist
ailt í lagi með bókina, hún blífur.
Ég efast um að ástandið í bók-
menntaheiminum gæti verið öllu
betra, við eigum ágæta höfunda,
ekki sfst konurnar, sem mér sýn-
ist ekki eins hætt við að festist í
ákveðnum farvegi og ýmsum
kynbræðrum mínum.
Einn vinur minn rithöfundur
spurði mig hvernig mér gengi á
dögununum. Vel, sagði ég, ég á
bunka af efni, ég þarf bara tíma.
Þú átt gott, sagði hann - ekki veit
ég um hvern fjandann ég ætti að
skrifa næst.... Ág.
Miðvikudagur 30. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Sannleikurínn
fegurðin ömurleikinn
Húsið með blindu glersvölunum.
Höfundur Herbjörg Wassmo
Þýðing Hannes Sigfússon
Mál og menning, 1988.
Ég játa að ég fór að lesa þessa
sögu með hálfum huga af því að
mér fannst efnið svo ógeðfellt og
sögusviðið lítið aðlaðandi. Þetta
ógeðfellda efni hefur hingað til
verið í eins konar bannhelgi en er
nú miskunnarlaust dregið fram í
dagsljósið, það er kynferðisleg
misnotkun barna. Það væri þó
miklu nær sanni að segja að þessi
saga fjallaði um stálpaða stúlku á
eyju úti fyrir strönd Norður-
Noregs, eyju sem er „umlukin
hafi, kulda og myrkri" og efni
sögunnar er líf þessarar telpu, til-
finningar hennar, vonir og sorgir.
Og sorgir hennar eru aðrar og
meiri en margra annarra. Hún er
lausaleiksbarn; dóttir þýsks her-
manns og er beint og óbeint látin
gjalda þess sem hún veit sjálf
varla hvað er. Við þetta bætist sú
óbærilega tilvera að vera ekki
hult á eigin heimili fyrir stjúpa
sínum sem misnotar sér hana.
Þetta tvöfalda píslarvætti skynjar
Þóra sem eina heild. Hún sér
sjálfa sig í flækingsketti sem
krakkar kvelja til bana af því að
það var „enginn sem átti hann“.
Flestar persónur sögunnar eru
séðar með augum Þóru þó að höf-
undur bindi sig ekki algjörlega
við hennar sjónarhorn. Sagan öll
er glíma Þóru við eigin þjáningu
og hún er stöðugt að velta fyrir
sér baráttu hins veika við hið
sterka. Af þessum sökum er það
veigamikið atriði í persónulýsing-
um að vega og meta hver er
veikur, hver sterkur, hver vinnur
og hver tapar. Á þennan hátt
opnast fyrir lesanda samfélagið á
eynni, misjöfn kjör manna og
þeirra misskipta lán. Að því leyti
er þetta raunsæisleg skáldsaga
sem afhjúpar, forðast að fegra
hlutina, leitast við að segja sann-
leikann þótt nöturlegur sé. Þóru,
sem bæði sekkur sér ofan í skáld-
sögur og semur sínar eigin sögur,
er þetta nokkurt umhugsunar-
efni. Hún var reyndar að virða
fyrir sér málverk þegar hún hugs-
aði „að það væri kannski fallegt,
en það var ekki satt.“ Og sólin
sýndi henni hvernig herbergið
hennar leit út: „Það var satt. En
það var ekki fallegt.“ (bls. 140).
Þessi saga fjallar um margar
óþægilegar staðreyndir eins og
ofbeldi á heimilum, misrétti á
vinnumarkaði o.fl. en hún er líka
falleg á sinn hátt. Það er að
nokkru leyti fólgið í stílnum sem
er látlaus, blátt áfram, stundum
örlítið ljóðrænn, en einkum er
það fólgið í afstöðu höfundar ti!
persónu sinnar; tilfinningum
þeirra og kjörum er lýst með sam-
úð og innsæi sem veldur því að líf
þessa fólks og örlög verður
eitthvað sem kemur lesandanum
við.
Kynferðismisnotkun barna er
vandmeðfarið efni. í þessari sögu
tekst höfundi að skelfa mann
með ljótleik þess án þess þó að
misþyrma lesandanum um leið.
Lýsingarnar eru ekki margar,
þær eru fáorðar en áhrifaríkar.
Óttinn beinist allur að skóm við
útidyrnar eða marri í hurð. Einn-
ig er það sannfærandi hvernig
Þóra reynir markvisst að bægja
frá sér öllum hugsunum og minn-
ingum um það sem hefur gerst:
„Henni lá ekkert á hjarta, og hún
átti engan viðmælanda. Ef ein-
hver hefði sagt við hana að syrgja
ekki, því slíkt hefði borið við
áður, og öll sár gróa að lokum, já
- þá hefði hún sett upp ærlegan
svip og spurt: - Hvað? Hvað hef-
ur gerst? - og lakið var vel falið.“
(bls. 145).
Þetta er þroskasaga Þóru, leit
hennar að innri styrk og trú á
sjálfa sig til þess að geta lifað af.
En hvað getur orðið henni til
Bjargar? Trúin á Krist birtist í
heittrúaðri hvítasunnukonu og
afskiptalitlum presti og það er
lögð áhersla á að þar finni Þóra
enga lausn. Þó er spurning hvort
túlka megi sögulok sem bænasvar
eða eitthvað annað. Von þessar-
ar sögu er hins vegar bundin við
kvenkynið. Iieimsmyndin er
stundum nokkuð einföld: Karl-
menn hafa komið af stað styrjöld-
um, ógæfulegum getnaði og alls
konar ranglæti. Þetta er hluti af
þeirri kvennareiði sem hér brýst
víða fram og svo sannarlega ekki
að ástæðulausu. Það er dálítið
skemmtilegt að höfundur leyfir
kvenpersónum sínum að ausa úr
sér reiðinni en þegar þær hafa
jafnað sig, sættast þær á aðeins
meiri sanngirni. Sem dæmi má
nefna þegar Rakel, frænka Þóru,
lætur Símon eiginmann sinn og
hinn allravænsta mann taka á sig
allar misgjörðir karlkynsins eða
þegar konurnar í frystihúsinu
reiðast vegna stöðu kvenna á
vinnumarkaðinum en minnast
þess þó að Iokum að ekki eru allir
karlar jafnvelsettir. Það fer sem
sagt ekki á milli mála að sagan er
sögð frá sjónarhóli kvenna. Hér
þykir það í frásögur færandi að
sauma kjól, skipta um mold á
blómum, baka brauð, fæða barn
og hafa tíðir. Samstaða kvenna er
einnig mikilvægt atriði.
Húsið með blindu glersvölun-
um er fyrsti hluti þriggja binda
verks. Þessi saga stenst vel út af
fyrir sig. í lokin verða kaflaskil,
hvörf sem eru um leið alvarlegt
uppgjör Þóru við sjálfa sig og það
er óvísi hver afdrif hennar verða.
Þetta vekur auðvitað áhuga á
framhaldinu.
Hannes Sigfússon hefur þýtt
söguna á vandaða íslensku.
Orðalagið er stundum óvenju-
legt, það eru dregin fram fremur
sjaldgæf orð og ekkert nema gott
um það að segja. Einstaka setn-
ing virtist mér óíslenskuleg en
það eru smámunir, í heild er þýð-
ingin góð.
Það er viss einfaldleiki sem ein-
kennir „Húsið með blindu gler-
svölunum“. Hún er blátt áfram,
tákn hennar augljós og skiljan-
leg. Það á vel við; þannig tekst að
túlka á eðlilegan hátt tilfinningar
Þóru sem er ennþá barn þrátt
fyrir allt. Það má finna sögunni
það til foráttu að vera „vanda-
málasaga" þar sem samfélagsleg
vandamál eru rakin lið fyrir lið.
En á móti kemur að þau félags-
legu vandamál sem hér er tekið á
eru mjög ríkur þáttur í lífsbaráttu
söguhetjunnar, Þóru. Gildi sög-
unnar er þó einkurn fólgið í þeim
skilningi sem höfundur hefur á
því sem hún lýsir og hæfileika
hennar til að láta efnið snerta les-
andann.
Margrét Eggertsdóttir