Þjóðviljinn - 30.11.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.11.1988, Qupperneq 8
BÆKUR Ádeilu- ritog hug- velqa... Heidi Tuft Krabbamein - viðbrögð - ábyrgð, angist - sorg? Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson 192 bls. Tákn, 1988. Þessi bók skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn, um helmingur bókarinnar, er reynslusaga ungr- ar konu sem fær brjóstkrabba- mein. Annar hlutinn er fræðslu- efni um orsakir krabbameins. í síðasta hluta bókarinnar eru svo kenningar höfundar studdar heimildum úr mörgum áttum um hvernig lækna megi krabbamein. Rauði þráðurinn í bókinni er undinn úr þeirri reynslu sem lýst er í fyrsta hlutanum. Vonbrigð- um höfundar með reynslu sína af þeim aðferðum sem beitt var gegn sjúkdómnum innan norska Flóttinn úr sjúkrahúsinu (mynd eftir Weber). heilbrigðiskerfisins. Þjáningum og niðurlægingu sem hún reynir í meðferðinni. Orvæntingarfullum viðbrögðum þegar sjúkdómurinn tekur sig upp aftur og efi vaknar um meðferðina: „Ég sá í skýrara ljósi hvað aðferðir læknanna voru skaðlegar: Fjarlægja, brenna burt. Eyðileggja. Veikja. Á sama tíma réðu þeir ekki yfir einni einustu aðferð sem gat byggt upp líkama minn á ný... Ég vildi vernda það heilbrigða í mér. Þess vegna hafnaði ég fleiri erfið- um meðferðum fyrir brjóst- krabbasjúklinga. Ég hafnaði því að láta geisla móðurlífið. Ég hafnaði meðferð með andöstróg- enlyfjum. Ég hafnaði staðbund- inni geislun þegar bakslag kom í þriðja og fjórða sinn.“ í lok reynslusögunnar er síðan sagt frá því hvernig höfundurinn byrjar að feta eigin leiðir í barátt- unni við sjúkdóminn. Fer með manni sínum á hjálparstöð fyrir krabbameinssjúklinga þar sem svipuð sjónarmið virðast ríkja og í samhjálparmeðferð gegn drykkjusýki: „Hér voru ekki hvítar yfirhafnir eða dauðhreinsuð herbergi, ekki gangar þar sem þefur af lyfjum og | þvottaefni barst móti manni. Hér voru ávaxtaskálar út um allt og diskar með hnetum, fræjum, möndlum og rúsínum. Hérna ríkti ekki kyrrð agans og skipu- lagsins, heldur var andrúmsloftið fullt bjartsýni og vinsemdar. Fyrsta hugsun mín var: Hér vil ég vera.“ Fræðslukaflarnir, sem á eftir fylgja, miðast svo við að sannfæra lesandann um ágæti þeirrar leiðar sem höfundurinn velur. Með því að greina frá rannsóknaniður- stöðum og athugunum úr ýmsum áttum er lögð áhersla á áhrif um- hverfis, lífsstfls, fæðu, iífsvið- horfa, tilfinninga og tengsla við annað fólk þegar skyggnst er eftir orsökum krabbameins - og reynt að hemja það og lækna með eigin aðferðum. Jafnframt eru dregnar fram margháttaðar röksemdir gegn hefðbundnum viðhorfum og aðferðum sem beitt er í krabbameinsleit og krabba- meinsmeðferð í vestrænum iðn- ríkjum og m.a. fullyrt undir lok- in: „Aldrei hefur sannast að líf- slíkur þeirra sem gangast undir hefðbundnar læknisaðgerðir séu meiri en hinna sem enga meðferð fá.“ Þetta er fyrst og fremst ádeilu- rit - og hugvekja. Bókin fellur í flokk fjölmargra rita sem gefin eru út um þessar mundir austan hafs og vestan um gildi hollustu- samlegs mataræðis, hreyfingar, djúpraröndunar, slökunar, skap- andi og skemmtilegs starfs og lífs- viðhorfs og góðra samskipta fólks fyrir heilsuna. Hér bætist raunar við kenning um lækningamátt þess að taka slíka stefnu en hún er HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND Jón Jónsson Fyrra bindi af sögu hafrannsókna við ísland, rakin frá önd- verðu til 1937. Þar er fyrst greint frá skrifum íslenskra og erlendra höfunda um fiska og aðra sjávarbúa og lífríki hafs- ins kringum landið í fornum ritum, síðan hefst hafrannsókna- þáttur útlendinga á 19. öld og smám saman verða rannsókn- ir þessar umfangsmeiri og vísindalegri og hlutur íslendinga í þeim vex, uns þeir gerast jafnokar erlendra vísindamanna í fiskifræði og hafrannsóknum. Höfundur Hafrannsókna við ísland er dr. Jón Jónsson fiski- fræðingur, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hefur hann ráðist í stórvirki með riti þessu og lagt drög að því lengi. Bókin er prýdd fjölda mynda, m.a. litmynda úr handritum. Bókaútgáfa /MENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7. REYKJAVÍK • SÍMI 6218 22 GÓÐ BÓK ER GERSEMI heldur ekki sjaldséð lengur í slík- um bókum. Helsti galli bókarinnar virðist mér sá að meginboðskapurinn er endurtekinn heldur oft. í fyrsta hlutanum gefst tækifæri til að reyna að gera persónur lifandi og hugleiknar lesandanum en þær eru allar í þoku, einkum „Íífs- förunauturinn". Fræðsluefnið mætti setja skipulegar fram og þeim sem kynnu að óska eftir skipulegri heimildaskrá til þess að geta pantað bækur og lesið sér nánar tii um eitthvað verður ekki að ósk sinni. Þýðingin er vel af hendi leyst. Þess vegna finnst mér skrítið að rekast þarna á orðið meðferð í fleirtölu. Og ónákvæmni eins og það að hið mikla grundvallarrit Ivan Illich, Limits to Medicine - Medical Nemesis: The Expropri- ation of Health, skuli í textanum nefnt Medisinsk Nemesis. Önnur rit, sem vitnað er til, fá að halda frummálstitlinum. Umrædd bók nefnist á frum- málinu Min kreft - mit ansvar? og kom út 1986. Höfundurinn er sál- fræðingur, fædd 1947. í formála er greint frá því að hún lifi og hafi skrifað aðra bók. Hörður Bergmann 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. nóvember 1988 Óvœnt œvintýri úr óvœntri átt Út er komið hjá Æskunni safn ævintýra eftir Ólaf M. Jóhannes- son, Óvænt ævintýri, mynd- skreytt af höfundi. Ólafur gaf út kiljuna Stjórnandann í fyrra en er líklega kunnastur sem höfundur þáttar um fjölmiðla í Morgun- blaðinu. Þar hefur Ólafur marg- sinnis fjallað af einurð og alvöru um barnaefni ljósvakafjölmiðla og er því ef til vill ekki undarlegt þótt hann spreyti sig á að skrifa fyrir börn. Það er alltaf gleðiefni þegar ritfærir menn leggja rækt við bókmenntir handa börnum, en slíkar bókmenntir vilja oft verða út undan og oftar en ekki eru minni kröfur gerðar til þeirra en annarra bókmennta. Ólafur ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur er hann hefst handa við að semj a ævintýri. Góð sígild ævintýri hafa fágast í munnmælum kynslóðum saman og þeir eru ekki margir sem hafa valdið því að semja fullboðleg ævintýri. Mörg ævintýra H. C. Andersens standast þó fyllilega samanburð við ævintýri munn- legrar geymdar. Nafn Muggs kemur einnig upp í hugann, en hann hitti í mark með hinu ein- falda en yndislega ævintýri um Dimmalimm. Og nú spreytir Ólafur M. Jóhannesson sig á þessu erfiða bókmenntaformi. Óvænt ævintýri eru sjö að tölu. Þar verða á vegi risar, dvergar, galdrakarlar, töfrastafir, álög og draumar, sígildur efniviður ævintýra. Höfundur nýtur þess greinilega að leika sér að þessum efniviði. Ég er samt ekki frá því að Óvænt ævintýri hefðu mátt sjóast ögn lengur í meðförum höfundar því þrátt fyrir marga kosti eru þau dálítið laus í sér. Sögusviðið er heimur ímyndun- araflsins og fantasíunnar þar sem ótrúlegustu hlutir geta gerst og gerast, Ólafur notar glitþræði ævintýranna en vanrækir dálítið undirstöðuna, það sem býr að baki, það sem leynist undir glit- vefnaðinum og ber hann uppi. En ekki vantar það, frásögnin er fjörleg og kvik og lesandanum leiðist aldrei. Auk þess eru myndir Ólafs hreint prýðilegar, falla vel að sögunum og koma á réttum stöðum í texta. Það er ein- hver suðrænn blær yfir flestum þeirra, það er létt yfir þeim, þótt ef til viil hefði mátt lita þær ögn Ein af myndum höfundar. meira (eins og gert er á bókar- kápu) og gera þær svolítið ævin- týralegri í útfærslu. Bernskur les- andi hefði ef til vill óskað sér skarpari myndskreytingar sem staðfesti meira af því sem birtist í textanum, en greinilegt er að Ólafur er býsna góður teiknari. Útlit bókarinnar er til fyrir- myndar, letur gott og auðlesið og eins og áður sagði, myndskreytt með ágætum. Aftur á móti sakn- aði ég efnisyfirlits, en það er nauðsynlegt í ævintýrasafni af þessu tagi svo hægt sé að fletta upp á stöku ævintýri. Önnur að- finnsla mín varðar stafsetningu. Mér finnst truflandi að nota ekki hefðbundinn rithátt í svo lýrfsk- um texta sem þessum. Hér á ég við aðra persónu fleirtölu: Kom- iði o.s.frv. Til hvers? Önnur að- finnsla, öllu þyngri: í ævintýrinu um svartþröstinn kveður téður fugl „dirrindí" sem ég hélt að lóan okkar þjóðlega ætti einka- rétt á. Er ég ein um það? Olöf Pétursdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.