Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 6
i Sukkandi á líu gíra spftthjólastór Frásögn úr nýútkominni bók Sigurðar Á. Friðþjófssonar íslenskir utangarðsunglingar - vitnisburður úr samtímanum „Það var óttalegt rugl á okk- ur. Við helltum okkur fulla og skelltum okkur svo á böll i stólunum," segir einn við- mælenda Sigurðar Á. Frið- þjófssonar í bók hans, ís- ienskir utangarðsunglingar - vitnisburður úr samtímanum, og hafði sá orðið fyrir þeirri ógæfu að lenda í alvarlegu bílslysi, svo alvarlegu að hann lamaðist frá brjósti og niður. ( bókinni lýsir viðmæland- inn - 17 ára strákur - við- brögðum sínum við stysinu og áhrifunum sem það hafði á samskiptin við vini og vanda- menn, og er viðtalið eitt margra þar sem unglingar rekja utangarðssögu sína. Bókin er þó ekki eingöngu við- talsbók við unglinga heldur er einnig um að ræða úttekt á stöðu þeirra og því rætt við lækna, félagsráðgjafa, sál- fræðinga og fleira fólk sem það mál er skylt, en eins og höfundur segir í bókarlok: „Unglingamir svífa í ákveðnu tómarúmi. Þeir eru neytendur en ekki skapendur í samfé- laginu. Það á jafnt við í skóla sem á heimilinu. Þeirra hlut- verk er að taka við en ekki að gefa frá sér." Hér á eftir er gripið niður í frásögn „fatlafólsins" þarsem hann greinir frá hvernig gekk að fóta sig í tilverunni eftir slysið, og hvernig stundum vifdi halla undan fæti á þeirri vegferð. -HS „Það var óttalegt rugl á okkur. Við helltum okkur fulla og skelltum okkur svo á böll í stólun- um. Yfirleitt keyrði löggan okkur á böllin, en við vorum aleinir á fylliríinu. Fóik tók okkur oftast mjög vel. Ég hafði ekkert gott af þessu, hvorki Iíkamlega né and- lega. Ég var ekki búinn að ná fullu jafnvægi og blóðrásin var óregluleg. Eg þekkti alls ekki sjálfan mig, vissi ekki hvað ég gat og hvað ég gat ekki. Samt lét ég mig hafa það. Á þessum tíma hefði ég ekkí treyst mér til þess að fara edrú á böll. Áður en ég lamaðist hafðí ég átt í ástarævintýrum, einsog gengur og gerist hjá ungiingum. Þótt ég væri lamaður var kyn- hvötin óskert. Ég hélt því upp- teknum hætti og reyndi við stelp- urnar þótt ég væri bundinn við hjólastól. Stelpurnar tóku því yf- irleitt vel. Þetta var ekkert vand- ræðamál, bara einsog gengur og gerist. Samt held ég að ég hafi byrjað að reyna við stelpur alltof fljótt eftir slysið. Ég var hvorki andlega né líkamlega undir það búinn. Ég var óheppinn með fyrstu stelpuna sem ég lenti með í rúm- inu. Hún var hrein mey. Þetta gekk heldur brösuglega hjá okk- ur og mér fannst það vera mér að kenna. Næst var ég því með konu sem var bæði eldri og reyndari en ég. Hún var 27 ára, og sú lífsreynsla var mjög spennandi og jók sjálfstraustið. Við vorum saman nokkrum sinnum en svo flutti hún til útlanda." Kjartan fór heim til foreldra sinna þegar hann útskrifaðist af Grensásdeildinni. Hann segir að það liafi verið afar erfitt. „Mér fannst ég ekki lengur eiga heima í þessu þjóðfélagi. Ég var mjög einmana og hékk mest inni í herberginu mínu. Það var alltaf svo mikið tilstand ef ég ætl- aði að gera eitthvað. Mér fannst ástand mitt vonlaust og ég hélt að lífið yrði allt svona. Ég var mjög ósáttur við það. Ég vissi alls ekki hvað ég gat og hvað ég gat ekki. Eg er veiðimaður í mér og notaði áður hvert tækifæri til þess að fara í stangaveiði eða á skyttirí. Ég hef alltaf verið mikið fyrir spennu og hraða og er mikið nátt- úrubarn. Ég var eiginlega hættur að gera ráð fyrir að ég ætti nokk- urntíma eftir að fá tækifæri tíl þess að fara aftur út í náttúruna í veiðitúra eða á skyttirí og var að hugsa um að selja græjurnar, bæði stangirnar og riffilinn. Sem betur fer gerði ég það ekki. Ég átti eiginlega enga vini nema strákana af Grensásnum. Við fórum saman á böll um helg- ar og hittumst á skemmtistöðum. Mömmu var stundum mjög illa við það en ég hlustaði ekki á hana. Stundum var hávaðarifrildi út af því. Gömlu vinirnir höfðu ekkert samband við mig eftir að ég kom heim. Eitt sinn hringdi gamall vinur minn. Mamma fór í símann. Eg heyrði að hún kvart- aði undan því að hann kæmi aldrei í heimsókn. Hann sagði henni hreint út að við ættum ekk- ert sameiginlegt lengur. Þá fór mamma að rífast við hann og ég rúllaði mér til hennar og hund- skammaði hana fyrir að vera að skipta sér af mínum málum. Síð- an tók ég tólið og spjallaði við strákinn. Eftir það heyrði ég ekki í honum í mörg ár." Andrúmsloftið á heimilinu versnaði stöðugt. Kjartan var far- inn að detta í það um hverja heigi. Stundum fór hann á ball með vinum sínum, en þess á milli drakk hann einn heima. Móður hans líkaði það mjög illa, en Kjartan lét það sem vind um eyru þjóta. „Þetta byrjaði með helgarfyll- iríum. Ég var mjög þvingaður á þessu tímabili og átti erfitt með að tala við fólk. Mér fannst fólk aldrei skilja mig. Ég var líka feiminn og drakk í mig kjark og til þess að fá útrás fyrir spennuna. Eftir á að hyggja hugsa ég að ég sé fæddur alki og ég er sannfærður um að ég hefði þurft að fara í meðferð þótt ég hefði ekki lam- ast. Líkast til hefur lömunin þó flýtt þróuninni. Brekkan niður var mjög brött og ég hrapaði mjög hratt." Kjartan kynntist einstæðri móður með tvö börn og þau fóru að búa saman í íbúð sem vinur hans átti, á meðan eigandinn dvalcli á Hornafirði. Þau bjuggu saman í hálft ár en Kjartan segir að sér hafi fundist sambúðin erf- ið. „Það var alltaf einhver spenna á milli okkar. Við skildum ekki hvort annað." Þegar vinurinn kom aftur í bæinn misstu þau íbúðina og hurfu hvort í sína átt- ina. Kjartan fór heim til foreldra sinna. Einusinni þegar mikið hafði gengið á í samskiptum Kjartans við foreldra sína hafði mamma hans samband við félagsráðgjafa, sem kom heim til þeirra og ræddi við þau. Hann ráðlagði Kjartani að útvega sér íbúð og flytja að heiman. Skömmu seinna var honum úthlutað íbúð í Hátúni. „Ég hræddist alls ekki tilhugs- unina um að fara að búa einn. Þvert á móti var það mér mikils virði að fá eigin íbúð og sjálfs- traustið jókst mikið við það. Áður hafði líf mitt verið alveg innantómt en nú fór ég smám saman að skynja að ég gat gert ýmislegt þrátt fyrir fötlun mína. Ég tók fram veiðistöngina og hreinsaði byssuna. Áður en sumarið var liðið hafði ég landað nokkrum vænum silungum og skotið mína fyrstu gæs. Oftast er einhver með mér þeg- ar ég fer á veiðar en stundum kemur það fyrir að ég skrepp einn. Það kann að hljóma ótrú- lega að maður í hjólastól sé á gæsaskyttiríi, en ég á hermann- atjald sem ég breiði yfir mig og þannig sit ég fyrir gæsinni. Ég stundaði líka lyftingar og náði allgóðum árangri. Skömmu áður en ég flutti í Hátúnið kynntist ég Dísu, öðru nafni Diazepam, sem er róandi lyf. Ég fékk þessar pillur fyrst hjá vinum mínum af Grensásnum. Þeir höfðu fengið þær við spasma, eða ósjálfráðum taugak- ippum í fótunum. Pillurnar höfðu slakandi áhrif á vöðvana. Mér fannst gott að taka þær til þess að slaka á vöðvunum, en ég fékk stundum svona taugakippi. Seinna komst ég að því að það var mjög gott að taka þessar pillur þegar ég var timbraður. Þetta er hálfgerður vítahring- ur. Maður tekur pillur við spasm- anum og þær hafa góð áhrif en smám saman venst líkaminn lyf- inu og þá verður að auka skammtinn. Ég byrjaði á því að taka tvö og hálft milligramm á dag, en ég get ekki svarað því hversu stór skammturinn var orð- inn að lokum; en hann var hrika- lega stór. Samt áttaði ég mig aldrei á því að ég væri háður lyfj- unum. Eftir að ég byrjaði að taka díaz- epam hrapaði ég. Ég byrjaði ró- lega á pillunum og drakk tiltölu- lega lítið, en eftir því sem lyfja- skammturinn jókst fór ég að drekka mun stífar. Drykkjan stóó stundum í heilan sólarhring og jafnvel lengur. Svo rétti ég mig af með dísu. Eg var líka farinn að drekka helvíti illa. Ég byrjaði kannski um kvöldmat á föstu- degi, skrapp á ball, síðan í partí og hætti ekki fyrr en á hádegi á. laugardegi. Þetta fór illa með mig andlega og líkamlega og á einu ári brotnaði ég gjörsamlega nið- ur. Mælirinn var fullur þegar ég var farinn að vakna upp í Hverfis- steini hvað eftir annað. Einusinni var mérþó stungið inn að ástæðu- lausu. Eg hafði verið á balli en var ekkert drukkinn að ráði. Löggan keyrði mig heim. Við úti- dyrnar uppgötvaði ég að ég hafði gleymt lyklunum. Það bjó stelpa hjá mér um þessar mundir og ég vonaðist til þess að hún vaknaði við dyrabjölluna, en hún rumsk- aði ekki. Þá bað ég lögregluna að hringja annarri bjöllu, en þar sem það var orðið mjög áliðið vildu þeir ekki gera það, og fóru með mig niður á stöð. Þar sat snarrugl- aður varðstjóri. Hann froðufelldi af reiði. Sjálfsagt hef ég eitthvað verið að rífa kjaft við hann. Ég bað hann að hringja heim og gaf honum upp símanúmerið. Hann hringdi í vitlaust númer og vakti upp einhvern heiðvirðan borgara úti í bæ. Varðstjórinn trompaðist og hélt því fram að ég hefði vilj- andi logið að honum vitlausu sím- anúmeri. Það skipti engum togum, mér var stungið inn og þar var ég látinn dúsa um nóttina. Eitt sinn var ég tekinn með hassmola á mér. Sjálfur hef ég aldrei verið mikið fyrir hass en hvernig sem á því stóð þá átti ég hálft gramm í dísuglasinu mínu. Ég var á fylliríi heima með kunn- ingja mínum. Við vorum að drekka brugg og urðum helvíti ölvaðir. Það endaði með því að vinurinn dó. Þá tók ég brugg- brúsa og fór út á hjólastólnum. Löggan hirti mig, þar sem ég var einn að þvælast úti á götu í stóln- um með hálftóman brúsa, og keyrði mig heim. Þegar ég kom heim stakk ég dísuglasinu í vas- ann og fór aftur út. Þá tóku þeir mig og fóru með mig í steininn. Þar fundu þeir hassið. Það var gerð húsleit hjá mér en auðvitað fundu þeir ekki neitt ólöglegt dóp því ég hafði bara eignast þennan mola af rælni og hafði átt hann lengi án þess að snerta hann. Þetta var samt nóg til þess að ég lenti á sakaskrá fyrir hassreykingar. Mér var f arið að líða helvíti illa 'og ég reyndi að hætta að drekka.. Ég hætti samt ekki á lyfjunum og fljótlega lenti ég aftur í sama far- inu. Andleg líðan mfn var skelfi- leg og ég var hrikalega einmana. Þetta endaði með því að það gerðist eitthvað innra með mér og ég hringdi í SÁÁ." Kjartan fór í viðtal hjá SÁÁ og þar var hann m.a. spurður um lyfjanotkunina. Hann segist hafa lýst henni eftir bestu vitund en í raun hafi hann sagt þeim hversu mikið hann notaði af lyfjum árinu áður. Hann segist ekíci hafa gert sér neina grein fyrir því hversu mikið hann þurfti af pillum þegar hér var komið sögu. Eftir viðtalið þurfti hann að bíða í nokkra daga áður en pláss losnaði á Vogi. Hann var óþreyjufullur og vildi byrja afvötnunina sjálfur og hætta samstundis að taka díazep- amið en honum var ráðlagt að gera það ekki, þar sem það gæti verið hættulegt. Þegar hann var lagður inn á Vog var byrjað að losa hann undan áhrifum lyfj- anna með þvf að gefa honum lí- brium. „Ég vildi drífa þetta af á einu bretti og sleppti því stundum að taka líbriumtöflurnar. Hjartslátt- urinn rauk þá upp úr öllu valdi og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.