Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 7
ég varð ofboðslega spenntur. Mér fannst erfitt að vera kominn inn á Vog, enda var ég eini alkinn sem rúllaði í hjólastól í gegnum meðferðina. Mér fannst ég mjög áberandi. Vistarverur þarna eru ekki hannaðar fyrir hjólastóla og það þurfti t.d. alltaf að bera mig niður í mat. Við meðferðina komast menn að því að þeir eru allir eins. Það átti einnig við um mig en mér fannst ég öðruvísi að því leytinu að ég var fatlaður. Mér fannst ég vera með vandamál sem enginn þarna skildi, vandamál sem ég hafði ekki tekist á við. Ég var mjög ruglaður á þessu tímabili. Ég tapaði alveg skammtíma- minninu á meðan ég var í með- ferð og jafnvægisskynið var úr lagi. Ég hélt það út í viku en lét mig þá hverfa. Eg var varla kominn út þegar ég sá eftir öllu saman. Ég fór heim og hringdi í vinkonu mína sem er hjúkrunarkona, því ég var ákveðinn í að hætta þótt ég væri búinn að klúðra dvölinni á Vogi og þyrfti þess vegna að sjá einn um afvötnunina. Vinkonan út- vegaði mér krampalyf sem ég tók inn. Mér leið djöfullega. Ég tap- aði jafnvæginu og púlsinn fór í 160. Ég hafði aftur samband við SÁÁ. Eg hringdi í Þórarin Tyrf- ingsson og hann sagði mér að því miður gæti hann ekki tekið við mér strax, þar sem ég hefði út- skrifað sjálfan mig, en það myndi losna pláss eftir hálfan mánuð. Þessar tvær vikur voru heilt helvíti. Ég var staðráðinn í því að taka ekki inn díazepamið þótt mér liði djöfullega og ég stóð við það. Sömuleiðis lét ég flöskuna alveg eiga sig. Það eina sem ég tók inn þessar vikur var krampa- lyfið sem hjúkrunarkonan útveg- aði mér, en það kom í veg fyrir krampa. Ég var aleinn heima. Mér leið hryllilega og ég var yfir- spenntur á taugum. Það lá við að ég fengi taugaáfall ef dyrabjöll- unni var hringt og þegar gestir komu í heimsókn fór allt í kerfi. Þegar ég fór aftur inn á Vog var ég aðeins farinn að ná áttum. Ég var þó enn í mjög bágbornu ástandi og það tók mig meira en ár að losna við öll fráhvarfs- einkenni, enda skilst mér að frá- hvarfseinkenni af dísu séu verri en af heróíni. Ég var í 10 daga á Vogi og þaðan fór ég á Sogn og dvaldi þar í mánuð. Þegar ég kom úr meðferðinni fannst mér ég vera að hefja nýtt ltf." Kjartan hóf að byggja upp sitt nýja líf. Hann fór sér að engu óðslega og notaði næsta árið til þess að róa sig niður og skoða líf sitt í nýju Ijósi. „Ég hafði alltaf verið hræddur um að fólk hafnaði mér og gerði því alltof miklar kröfur til sjálfs mín og um leið til annarra. Ég réð einfaldlega ekkert við það en eftir meðferðina reýndi ég að breyta þessu. Ég passaði mig á því að lenda ekki í tilfinninga- tengslum við kvenfólk vegna þess að ég var alls ekki tilbúinn í slíkt. Það var liðið rúmt ár frá meðferð- inni þegar ég hitti unnustu mfna sem ég hef verið með síðan. Ég sneri mér að áhugamálum mínum, veiðum, skotfimi og úti- vist. Þegar ég var á kafi í sukkinu talaði ég mikið um það en fór samt lítið í veiði. Ég var alltof upptekinn af hinu „ljúfa lífi". Eg var spurður að því um dag- inn hvort ég væri farinn að sætta mig við fötíun mína. Ég fullyrti þá að svo væri en ég efast um að það verði nokkurntíma. Ég held að enginn geti sagt að hann sé sáttur við að vera fatlaður, en ég er farinn að sjá líf mitt í nýju Ijósi. Það sem mér finnst einna verst er að ég get ekki stundað hvaða vinnu sem er. Ég hef alltaf verið lítið fyrir skrifstofuvinnu. Það er um svo fátt að velja fyrir okkur. Þótt ég sé þeirrar skoðunar að enginn geti sætt sig við að vera fatlaður, þá held ég að við eigum að geta orðið jafn hamingjusamir og aðrir. Fötlunin á ekki að koma í veg fyrir að okkur geti liðið jafn vel og öðrum. Ég var óheppinn en það þýðir ekki að sýta það að eilífu. Eg verð að takast á við lífið einsog allir aðrir og mín viður- eign er ekki síður spennandi en Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning Landsbankans og fengið 7,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.