Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 1
► þlÓÐVILIINN Af bókauppskeru Um þessar mundir er hvert blað bókablað og þar á ofan er bætt þessu sérstaka bókablaði hér, þar sem fjallað er um nýlesnar bækur. Þótt bókaútgáfa hafi skroppið eitthvað saman á þessu ári munu fáir um lítið úrval. I bæklingi bókaútgefenda eru á skrá nær þrjú hundruð bækur og vantar þá ýmislegt sem menn eru að gefa út sjálfir. Er bókaútgáfa að breytast? Sumum finnst að ævisögur og endur- minningar séu allt að gleypa - en þær eru reyndar ekki nema um tuttugu talsins. Handbækur eru fleiri - og eru þó ekki með talinn leiðarvísir um mannleg vandamál sem mjög hefurfjölgað á undanförn- um árum. Og þær Ijóðabækur sem á bækling komast eru ekki færri en endurminningabækurnar íslensku - og eru þá mjög margar ótaldar eins og menn vita, því sjálfsútgáfan er mestan part Ijóðakver. En eina sérstæða sveiflu tekur endurminningaútgáfan að þessu sinni: það eru prestajól. Fimm klerkar segja æfisögu sína. En ekki nema einn flugmaður. Og enginn skipstjóri að þessu sinni. íslenskar skáldsögur eru ekki mjög margar á þessu ári. Og þar verða miklar sveiflur: í fyrra voru stelpujól, meirihluti nýrra skáldsagna var eftir konur. Nú eru konur skrifaðar fyrir aðeins þrem skemmtisögum - meðan „strákarnir" ryðjast fram með einar tólf nýjar bækur og eru þar af óvenju mörg smásagnasöfn eða fimm talsins. Á hverri vertíð eru erlendar skáldsögur einhver stærsti og um leiö sundurleitasti bókaflokkurinn. í fyrrnefndum bæklingi eru þær rösk- lega fimmtíu talsins. Voru oft fleiri, og munaði þá mest um innbunda reyfara um ástir, glæpi eða ótrúleg afrek - þeim hefur fækkað á sjónvarpsöld. Aftur á móti kemur út tiltölulega mikið af góðum bók- menntum þýddum úr ólíklegustu áttum - þær bækur fara að nálgast tvo tugi. Ef einhver spyr: hvað af þessu verður maður að lesa? þá verður líklega fátt um svör: Hver er sá að öðrum ráði heilt í því efni? Nema að þekkja þeim mun betur þann sem spyr og hans hugðarefni. Hitt er svo víst að það er enginn vandi fyrir hvern sem nennir að hugsa sitt ráð að finna eitthvað prýðilegt við hæfi hvers lesandi manns, og þá fleiri en tvær bækur eöa þrjár. Hrafitjoknlssön lUugt Jgkuksem ÍSLENSKIR Tímamótabók Bræðurnir Hrafn og lllugi Jökulsson skrifa um mál sem hingað til hafa að mestu legið í þagnargildi. Hverjir voru íslensku nasistarnir, hvað vakti fyrir þeim, hver voru tengslin við Þýskaland Hitlers? Rak- in er saga flokka nasista hériendis, sagt f rá þátttöku í kosningum, erjum við kommúnista, tengslum við Þjóðverja og njósnum á stríðsárunum. Sagt er frá hugmyndum íslenskra nasista um kyn- bætur: frá íslenskum stríðsglæpamönnum og af- skiptum stjórnvalda hérlendis til að fá þá lausa úr erlendum fangelsum. Höfundar komust yfir merk skjöl, einkabréf og fjölda Ijósmynda. Islenskir nasistar - skemmtileg og sérfróðleg bók um þann þátt nútímasögunnar sem margir hafa vilj- að gleyma. „Bókin íslenskir nasistar er lipurlega skrifuð. Höf- undar nota reynslu sína af blaðamennsku og svið- setja atburði til að gera þá eftirminnilegri. Einnig er víða brugðið á það ráð að segja söguna út frá ein- stökum þátttakendum. Þetta gerir bókina líflega og læsilega... Hér er á ferðinni hin eigulegasta bók“. DV - Páll Vilhjálmsson „Hrafn og lllugi Jökulssynir eru ungir og hressir blaðamenn sem kunna að velja sér efni... Og ekki neita höfundarnir sér um að beina kastljósinu að hinum kómísku hliðum málanna. Maður getur hlegið upp úr lestrinum“ Morgunblaðið - Erlendur Jonsson BÆKUR Klapparstíg 25-27 Sími 621720 ITZftCSK) ÖÐRUVÍSI .iiimmmi édíJw.W h. »n»' W6. 31*8*1, •ÍKínigmin irtóKco Hmmnw Ijúiimmm ihmjiof llfalbKtfiisqÍHÍ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.