Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 2
BÆKUR ELSKA SKALTU NÁUNGANN MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR SKRIFAR Dagbók góðrar grannkonu Höf.: Doris Lessing Þýð.: Þuríður Baxter Forlagið, 1988. Doris Lessing er vel þekktur rithöfundur og áður hafa nokkrar bækur hennar komið út á ís- lensku. Dagbók góðrar grann- konu skrifaði hún fyrir nokkrum árum, þegar hún hafði fyrir löngu getið sér gott orð fyrir bækur sínar og tók þá upp á því að senda útgefanda sínum handritið undir dulnefni en fékk það endursent! Saga þessi er í dagbókarformi eins og nafnið bendir til. Sú sem hana skrifar er Jane Somers, tæp- lega fimmtug kona, aðstoðarrit- stjóri á kvennablaði. Hún gefur strax í fyrsta kafla mjög greinar- góða lýsingu á sjálfri sér í Ijósi ákveðinnar reynslu sem orðið hefur til þess að hún lítur líf sitt öðrum augum en fyrr. Hún kynntist fjörgamalli konu og fór að venja komur sínar til hennar, einfaldlega af því að það var eitthvað við hana sem henni lík- aði svovel. Þákomíljós aðgamla konan átti ekki aðra að og svo fer, að Jane stendur við hlið hennar í veikindum þeim sem leiða hana til dauða. Þær eru al- gjörar andstæður að því leyti að Jane sem er barnlaus ekkja eyðir ótrúlegum tíma í að þrífa sig og snyrta, gengur í sérsaumuðum fötum o.s.frv. en gamla konan hefur enga orku lengur til að halda sér hreinni né umhverfi sínu, og í þokkabót þolir hún ekki þetta fólk sem hún á kost á að aðstoði hana, heimilishjálp og þess háttar. Úr sambandi þessara ólíku kvenna gerir Doris Lessing at- hyglisverða sögu sem teygir sig aftur í fortíð þeirra beggja. Maudie Fowler er sérkennileg gömul kona, ólíkindatól, skemmtileg og erfið. Og hún segir skemmtilega frá þegar hún rifjar upp liðna tíð þótt ævi henn- ar hafi verið hið mesta basl. Maudie vorkennir ekki sjálfri sér, en hún er reið og frásögn hennar er í senn átakanleg, fynd- in og ýkjukennd. Það kemur skýrt fram að þegar henni reið mest á aðstoð annarra var enga hjálp að fá og það er ein ástæða þess að hún vill ekki sjá heimilis- hjálp nú frá fólki sem vinnur við slík störf. Henni er það því afar mikils virði að Janna eins og hún er kölluð, kemur til hennar - ekki af því að henni sé borgað fyrir það heldur vegna þess að hún kann vel við hana. Hún er ekki „góð grannkona“ þ.e. í sam- Doris Lessing tökum sem greiða fólki laun fyrir að heimsækja gamalt fólk. Titill bókarinnar er sem sagt írónískur því að aðrir hamra á því að hún hljóti að gera þetta fyrir peninga. Og Jane Somers er ekki einu sinni góð grannkona í venju- legum skilningi því hún þolir ekki nágrannakonu sína sem gerir mikið til þess að kynnast henni. Maudie verður bara á vegi henn- ar og þær verða vinkonur. Það verður athyglisverð breyting á sögumanninum, Jönnu Somers, eftir því sem líður á söguna. Athygli hennar hafði áður öll beinst að henni sjálfri, útliti hennar og því sem hún vann við, því að hún hafði mikinn áhuga á starfi sínu á blaðinu, fer í staðinn að skrifa skáldsögur, hún missir bestu vinkonu sína en eignast aðra. Allt á þetta rót að rekja til þeirrar breytingar sem verður á lífi hennar þegar hún leyfir annarri manneskju að kom- ást inn í tilveru sína, tekur ábyrgð á henni og fer að sinna þörfum hennar. Við þetta opnast augu hennar fyrir öðru fólki. Það kem- ur m.a. fram í því að hún brýtur dagbókarformið upp með því að lýsa degi í lífi annarra persóna sem koma við sögu. Þannig reynir hún að setja sig í spor þeirra sem eru orðnir gamlir með því að lýsa degi í lífi Maudie. Hún lýsir einnig degi í lífi heimilis- hjálpar enda hefur hún öðlast nýjan skilning á lífi þeirra fjöl- mörgu kvenna sem vinna myrkr- anna á milli við að annast aðra bæði á heimili og vinnumarkaði, störf sem fæstir meta að verð- leikum. Allar helstu persónur sögunnar eru konur. Karlmenn eru meðal hinna fjarlægu auka- persóna sem lúta því lögmáli að birtast í dagbók sögumanns og ber því sterkan keim af skoðun- um hennar á þeim. Form sögunn- ar einfaldar þannig aukapersónur talsvert. Sögumaður reynist hins- vegar með tímanum sterk og virðingarverð persóna sem les- andi hlýtur að taka mark á. í þessari sögu veltir Doris Les- sing upp málum sem flestir kjósa að leiða hjá sér, erfiðleikum ell- innar, þess að verða einmana og ósjálfbjarga. Hún deilir á og vek- ur til umhugsunar. Það sem helst má finna að sögunni er að hún rambar stundum á barmi þess að vera mjög heiðarleg og alvaraleg umfjöllun á samfélagslegum vanda fremur en að vera skáld- saga sem grípur lesandann. Þetta á einkum við um miðhluta sög- unnar, þegar hún fer að verða nokkuð langdregin. Sú spenna sem verður kringu'm ástamál er ekki hér og það er eflaust með ráðum gert, í mótmælaskyni við nútímann sem gerir oft fáránlega mikið úr kynlífi. Sagan dregur fram viðhorf gamla fólksins sem ólst upp við að þessi mál lægju í þagnargildi og hún dregur fram andstyggð Maudie gömlu á kyn- lífi sem er þó þveröfugt við reynslu sögumanns. En spenna í frásögn getur verið af ýmsum : toga og hana vantar á stundum í sjálfa framvindu sögunnar. Hversdagsleikinn og raunsæið er svo yfirþyrmandi, það vantar að lesanda sé komið á óvart, að skyggnst sé bak við veruleikann, kafað djúpt í mannlegt eðli, hald- ið á vit hins ókunnuga. í síðasta hluta bókarinnar verður frásögnin hins vegar þróttmikil og sterk, þegar kemur. að endalokum Maudie og tekist er á við spurningar um líf og dauða, hina sterku, óskiljanlegu lífslöngun, spurninguna um líkn- ardráp og umfram allt, ótta nú- tímans við að horfast í augu við dauðann. Hér er heimi sjúkra- hússins lýst með glöggu auga Jane Somers sem skilur manna best hve margvíslega er vegið að sjálfræði og reisn gömlu konunn- ar. Þuríður Baxter þýddi bókina og hefur gert það afar vel. Mál- farið er gott, fellur vel að efninu og er eðlilegt: enginn þýðingar- keimur. Dagbók góðrar grann- konu er athyglisverð og lær- dómsrík saga. Hún er alvarleg ádeila á hugsunarhátt og venjur í nútímasamfélagi. Framsetning hennar, dagbók Jane Somers, veldur því að erfitt er að leiða hana hjá sér, vegna þess að sú sem þar talar, er ekki bara mjög mannleg heldur líka hreinskilin og óvægin við sjálfa sig. Margrét Eggertsdóttir Og myrkur grúfði yfir djúpinu Isaac Bashevis Singer: Jöfur sléttunnar. Hjörtur Pálsson þýddi. Setberg 1988. Setberg heldur þeim geðslega sið að bæta á ári hverju þýddri bók eftir jiddíska sagnameistar- ann Isaac Bashevis Singer í okk- ar mögulega bókasafn. Að þessu sinni er valin saga sem er langt frá hefðbundnu sögusviði Sin- gers: lífi pólskra gyðinga í gamla Njörður P. Njarðvík Smásögur eftir Njörð P. Njarðvík IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir Njörð P. Njarðvík og nefnist hún í flæðamáJinu. Njörður P. Njarðvík er af- kastamikill rithöfundur og þýð- andi, auk skáldsagna hefur hann skrifað leikrit, ljóð og barnabæk- ur og hafa ýmis verka hans verið þýdd á önnur tungumál. I flæðamálinu er æskusaga þar sem segir frá uppvaxtarárum drengs í sjávarplássi. Bókin er byggð upp á nokkrum þáttum og lesa má hvern þeirra sem sjálf- stæða frásögn, en þælttirnir tengjast þó innbyrðis og skapa heilsteypta mynd af aðalsögu- persónunni, drengnum, og því umhverfi sem hann lifir og hrær- ist í. En í kynningu forlagsins segir svo: „Undir kyrrlátu yfirborði frásagnarinnar vakir næm tilfinn- ing og ýmsar persónur sem hér bregður fyrir verða fyrir lesanda minnisstæðar. f eftirmála segir höfundur að hann láti sér „detta í hug að einhverjir ísfirðingar þyk- ist kannast við suma atburði og ef til vill einhverjar sögupersónur líka. Hins vegar er svo frjálslega með efnið farið á stundum að ekki er skynsamlegt að líta á bók- ina sem sjálfsævisögu nema að Iitlu leyti.“ landinu og svo nýja heiminum, þeim undarlega heimi heilagra manna og stórsyndara og um- fram allt óendanlega sérviturra. í skáldsögunni Jöfur skógarins er farið með lesandann langt aft- ur í aldir til þess tíma, að heiðni með margskonar barbaríi ríkti meðal þeirra slavnesku kynkvísla sem síðar urðu pólsk þjóð. Singer gerir tilraun til að skyggnast um í heimi sem enn þekkir ekki hin gyðing-kristilegu siðaboð og hann er ekki par fagur. Þetta er grimmur heimur þar sem morðið, ofbeldið, og allskyns siðferði- legur sóðaskapur eru sjálfsagðir hlutir. Hermenn af kyni korn- yrkjubænda eru að leggja undir sig byggð veiðimanna, drepandi karlana og nauðgandi konunum. Fyrir þeim er konungur ærið drykkfelldur sem Rauður er nefndur. Hann hefur tekið frillu- taki Lösku, dóttur Cybulu, sem er helstur höfðingi veiðimanna og á flótta uppi á fjöllum. Með þeim takast svikasáttir með margskonar uppákomum, flest- um hinum herfilegustu - mann- fórnum, blóðskömm, móðurm- orði og fleiru. Að nokkru leyti líkist sögu- mynstrið því sem við þekkjum úr annarri sögu Singers, Þrællinn. Einnig þar er lýst raunheiðnu (en formlega kristnu) samfélagi. Og þar er gyðingur sem einn manna lifir hreinu lífi og kona sem elskar hann og vill taka hans trú. Slíkur Gyðingur er hér einnig, Ben Isaac Bashevis Singer. Dosa, ánauðugur skósmiður, sem kemur með fyrstu siðferðis- og menntunarglóruna inn í heiðnina - og uppsker í staðinn forvitni og virðingu barnanna og ást tartarastelpunnar Kosoku, sem lengi vel er honum þung byrði. Það verður þó að segjast að Þrællinn er mun sterkari skáldsaga og áhrifameiri en Jöfur skógarins. Líklega er ástæðan fyrst og fremst sú, að Singer seil- ist fulllangt inn í myrkur sögu- leysisins. Því verða hinir frum- stæðu menn dálítið eins og af- strakt og dauflegir hver og einn - þrátt fyrir allt sitt blinda æði, sem Singer lætur yfirleitt svo vel að lýsa. En ekki skortir hann frásagn- argleðina og lipur vel og læsileg er þýðing Hjartar Pálssonar. Árni Bergmann 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.