Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 6
BÆKUR Saga Ólafsfjarðar Út er komið annað bindi sögu Ólafsfjarðar, Hundrað ár í Hom- inu, eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Útgefandi er Ól- afsfjarðarbær. Bókin er 404 blað- síður að stærð með um 200 ljós- myndum, teikningum og línu- ritum. Þetta bindi nær aðallega til áranna 1883-1944, eins og fyrsta bindið, en nú em aðrir mála- flokkar teknir til rannsóknar. Þriðja bindi verksins mun fjalla um árin 1945-1983. Þrátt fyrir að upphaf söguritunarinnar miðist við þéttbýlismyndunina í Ólafs- firði frá og með 1883 er þó víða í ritinu leitað fanga lengra aftur í tímanum eða frá byrjun 18. aldar. Annað bindi ritsins Hundrað ár í Horninu skiptist í 10 kafla en auk þess er þar að vinna tilvísana- , heimilda- og myndaskrár. Viða- mesti kaflinn er um sögu land- búnaðarins í Ólafsfirði. í öðmm og þriðja kafla er fjall- að um orsakir þéttbýlismyndunar í Horninu, sveitarstjórn, stéttir og framfærslumál. Þá taka við tveir umfangsmikl- ir kaflar um kirkju og heilsugæslu í hreppnum. í þeim báðum er leitað fanga í sögu fyrri alda, sér- staklega í kaflanum um kirkjuna og þar er söguritunin studd myndum af fombréfum og máld- aga Kvíabekkjarkirkju á skinni úr þeirri frægu máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar, Rauð- skinnu. Sjötti kafli Ólafsfjarðarsögu ber yfirskriftina Menning og menntir. Þar er umfangsmest saga skólamála en auk þess er í kaflanum fjallað um ungmenna- félög á stðánum, stúkur, kvenfé- lagið Æskuna og leiklist. Sjöundi kafli ritsins fjallar um íþróttir og útilíf, m.a. Iþróttafé- lagið Leiftur. Lokakaflarnir þrír fjalla um iðnað, verkalýðsmál og Sparisjóð Ólafsfjarðar. yfir táknrænni og illri kyngi, Morð þau sem Axlar-Björn framdi hafa þótt hin herfilegustu, menn vita ekki hvað þeir eiga annað um þau ósköp að segja. Og það er fróðlegt að fylgjast með því, hvernig Ulfar vinnur úr því dómsorði - og leitar þá æ lengra í þá átt að vísa til myrkrar samtíð- ar, grimmdarlegs þjóðfélags, spilltra höfðingja og siðblindu sem fygir því að guð kaþólskra er dauður og verið að þröngva guði lútherskra upp á fólk með fólsku. Þar með er sekt morðingjans ekki neitað - en hún dofnar æ meir eftir því sem meir er vísað til málsbóta allt um kring: hlutur sem liggur í pækli tekur í sig salt. Úlfar dregur að mjög margar skýringar á lífi og glæpum Björns í Öxl. Þar fá römm forlög sinn sess ög forneskja tengd álögum og galdri, sömuleiðis hið mikla myrkur íslands sem leggst á sál- irnar. Þetta ræður rikjum í sjálfri frásögninni af Axlar Birni allt þar til hann er handtekinn - og þar með stíll þjóðsögunnar, einatt kröftugur vel. Svo skiptir um: þegar Björn stendur andspænis réttvísinni er hann fyrst og síðast orðinn hinn stolti öreigi and- spænis illu og dreissugu höfðing- javaldi. Og það heldur hann áfram að vera í ræðu konu sinnar Þórdísar, þegar hún löngu síðar hittir son þeirra Svein Skotta í hans útlegðarbæli. Að því við- bættu að í munn ekkjunnar eru lagðar athugasemdir um það hve allt er ótryggt og óhöndlanlegt í siðum manna og hugarfari ein- staklinga. Hún segir á einum stað: „þetta fléttast allt einhvern veginn saman“. En þess hefur Úlfar reyndar ekki gætt sem skyldi. Framan af er Björn á valdi þeirra afla sem ráða í þjóðsögum, honum er ekki sjálfrátt mannin- um, forlögin eru svo römm að það er aldrei hægt að spyrja að því hvert er val mannsins sjálfs, hver ábyrgð hans. Svo koma hin snöggu umskipti: og nú færist öll áherslan yfir á þá þætti í samfé- Iaginu sem gera alla grimma. Ekkjan Þórdís er látin taka að sér einskonar siðferðilega afstæðisk- enningu: „Ekkert er samt frá stund til stundar og ekkert er eins frá tveim mönnum séð og lifað“. En með leyfi að spyrja: var það ekki Þórdís sem hjálpaði Birni sínum við morðverkin, jafnvel þau verstu: að drepa böm? er hægt að leyfa henni að hlaupast frá því? Úlfar dregur margt merkilegt og fróðlegt til sinnar Axlar- Bjarnar sögu, en það vantar sitt- hvað til þess að þeir þættir styðji hver annan, fléttist saman af þeirri sannfæringu sem lesandinn geti fallið fyrir. Betur tekst til raunar með Svein Skotta, lands- hornaflakkara, ákærðan fyrir gripdeildir og kvennafar og guð- last. Úlfar gerir úr honum bæði fómarlamb þess samfélags sem lætur syndir feðranna koma niður á börnunum og svo einskonar ís- lenskan Ugluspegil sem hefnir sín á höfðingjum með ýmislegum út- smognum klækjum og ólögmætu kvennafari. Aftur á móti er sem tengsli fortíðar þeirra feðga við samtímann í lokakaflanum geigi hjá marki. Málfarið á sögunni tekur mið af íslendingasögum og þjóð- sögum. Vel má finna í textanum ýmislega stílræna óvissu og út- úrdúra, en þegar á heildina er litið er hann hæfilega fyrndur, hraður vel og magnaðastur í lýs- ingu á óhugnaði. pyntinga og af- töku, sem sögufeðgar mæta með grófum gálgahúmor Jómsvík- inga. Árni Bergmann Rennur blóð eftir slóð Úlfar Þormóðsson. Þrjár sólir svartar. Höfundur gaf út 1988. Úlfar Þormóðsson hefur skrif- að sögulega skáldsögu um okkar frægasta morðingja, Axlar-Björn og son hans, Svein Skotta, Eru þættir af þeim síðan tengdir inn í nútímann með því að ekki hafa aðeins sagnir af endemum fyrri tíðar brugðið á leik í handriti heldur og exi sú sem Björn hjó með menn og börn og býr sjálf Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning 1. og 5. bindi eru komin út. í heild verður þetta mikla yfirlitsverk samið af 40 íslenskum fræðimönnum. er skipulagður sem níu binda ritröð sem spannar yfir rúm 1000 ár í íslenskri menningarsögu Helstu efnisflokkar eru þessir: Uppruni og umhverfi íslenskrar þjóðar, Jarðyrkja og kvikfjárrækt, Sjávarhættir, Heimilisstörf, Trúarhættir, Aiþýðuvísindi, Kvæða- og sagnaskemmtun, Sjónmenntir, Samgöngur, Félagslíf og fóikið í bændasamfélaginu (mótun einstaklingsins, svipmót og daglegt iíf). SÍMAR 13510 - 17059, PÓSTHÓLF147. Stríðssaga eftir Sven Hassel Guði gleymdir heitir skáldsaga eftir Sven Hassel sem Skjaldborg gefur út. Fáar stríðsbækur eru meira lesnar en bækur Sven Hassel. Hann barðist í þýska hernum og þekkir því hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar af eigin reynslu. Félagarnir Porta, Lilli, Gamlingi og Flóðhesturinn í nær- sveit hinna fordæmdu eru hafðir í fremstu víglínu. Það er enginn sem hefur áhyggjur af þeim, allra síst þýski herinn. Magnaðar lýs- ingar af samskiptum þessara her- manna innbyrðis auk átaka við óvininn hafa gert bækur Sven Hassel að metsölubókum um all- an heim. Nunnurog hermenn eftir Iris Murdoch Komin er út hjá IÐUNNI bók- in Nunnur og hermenn, en hún er eftir Iris Murdoch, sem er meðal þekktustuog virtustu rithöfunda Breta á þessri öld. Hún hefur auk fjölda skáldssagna skrifað bæði leikrit og heimspekirit og hlotið ýmis bókmenntaverðlaun fyrir verk sín. Bækur hennar eiga sér stóran lesendahóp og vekja jafn- an mikla athygli, en Nunnur og henmcaa er fyrsta bók hennar sem út kemur í íslenskri þýðingu. t kynningu útgefanda á efni bókarinnar segir: „Nmaur og er spennandi og falieg ástarsaga en jafnframt átaka- mikið skáldverk. Þegar sagan hefst liggur Guy Openshaw og bfður dauðans. Ættingjar og vinir safnast að banabeði hans og vilja hughreysta Gertrude, eiginkonu hans. Aður en Guy deyr biður hann Gertrude að giftast aftur þegar hann er horfinn. t sömu mund birtist Anne, gömul vin- kona Gertrude, fyrrverandi nunna sem snúið hefur baki við klausturlífinu. Þsr endurnýja vináttuböndin og reyna að taka upp þráðinn þar sem hann slitn- aði er Anne gekk í klaustur. Sigurður G. Tómasson þýddi bókina. » 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.