Þjóðviljinn - 17.12.1988, Side 10

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Side 10
BvCKUR Þórarinn er sjálfum sérlíkur Frumlegur, fyndinn, hlýr. - Einfaldlega góður. „Bækurfallaeinogein allarsamanholastein!" Rmm fyrstu bækur Þórarins fást nú í einu fallegu bindi og á verði einnar: Kvæði, Disneyrímur, Erindi, Ofsögum sagt og Kyrr kjör. 500 blaðsíður með skemmtilegum kvæðum og sögum. Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Lesið Bjöm Th.Björnsson: Minningarmörk í Hólavailakirkju- garði. Ljósmyndun Pjetur Þ. Maack. Mál og menning 1988. Björn Th. Björnsson hefur haft þann sið að fara með nemendur sína i listasögu í „stærsta minja- safn Reykjavíkur" - í kirkjugarð- inn við Suðurgötu. Hann segirfrá því í eftirmála þessarar bókar, að þeim hafi sumum fundist slíkur leiðangur næsta óþarfur - áður en hann varfarinn. En þeim mun fróðlegri þegar á hólminn kom. Nú hefur Björn tekið saman mikla bók og vandlega myndum prýdda um þennan ágæta kirkju- garð, sem er reyndar 150 ára á þessum vetri. f>að var seint á ár- inu 1838 að loksins tókst að velja lík það, sem verðugt væri til að fara fyrst í nýjan grafreit Reykvíkinga, sem ærið basl og skriffinnsku hafði kostað að koma upp: „svo vildi til þetta haust, að það voru ekki nema fá- tæklingsræflar sem skildu við þetta jarðlíf og alls ekki trúandi fyrir svo nýjum og rokdýrum garði til frambúðar“. En loks var á þann hnút höggvið með andláti Guðrúnar, ekkju Stefáns Step- hensens amtmanns og síðar eigin- konu Þórðar Sveinbjörnssonar yfirdómara- og til hennar útfarar og vígslu garðsins mættu á annað þúsund manns. Það voru fleiri en bjuggu þá í Reykjavík og Sel- tjarnarneshreppi; annar eins mannsöfnuður hafði ekki sést á íslandi í langan tíma. Þessi atvik minna í sjálfu sér á ýmislegt það sem gerir það að verkum að freistandi getur verið að lesa bók um kirkjugarð. Kirkjugarður er mikil saga af efni gerð: það er hægt að leggja út af því t.d. hvern umbúnað grafirnar fengu, það er vikið að hjátrú tengdri „vökumanni“ (þeim sem Björn Th Björnsson á vettvangi. fyrst er greftraður í nýjum kirkju- garði). Inn í málið blandast þjóð- félagsástandið (hver er verðug- ur?). Og við erum einnig minnt á það rækilega, hve fátækt þetta land er fyrir hálfri annarri öld: það hefur ekki verið efnt til meiri skemmtunar og hátíðar lengi en jarðarfarar. Og svo sannarlega kann Björn Th. Björnsson úr öllum þeim þráðum að spinna. Hann er grúskarinn sem kemur upp um höfunda legsteina og finnur týnd leiði. Hann er leikskáldið sem sviðsetur sögulegar jarðarfarir. Hann er listfræðingurinn sem rekur fyrir okkur merkingu tákna, merkja og myndgervinga: hvað merkir handaband, brotin súla, rós, askur Yggdrasils, eða gyðingastjarnan á minningar- merkjunum? Hann er. þjóðfé- lagsrýnir sem les stéttanna greiningu af gröfum dauðra. Og hann er fyrst og síðast hinn fund- vísi höfundur, sem ekki hikar við að stefna saman heimildum úr ólíkustu áttum og gleymir hvorki rómantískum ástum, þjóðtrú, stórslysum né spaugilegum upp- ákomum. Og allt er þetta saman skrifað á ilmandi málfari sem fleytir lesandanum vel yfir fróð- leikinn, líka þegar hann gerist hvað þurrlegastur. Myndir eru margar í bókinni, sem fyrr segir, og er Pjetur Þ. Maack höfundur þeirra. Mynd- akosturinn sameinar vel fegurð og nytsemd og það er vel til fund- ið að hafa myndirnar svart-hvítar en láta ekki undan freistingum glæsilegrar litprentunar, sem er á góðri leið með að gera alla skapaða hluti glansmikla og dí- sæta. Árni Bergmann kirkju- garði SMÁSAGNAUPP- SKERA LEIKSKÁLDS Agnar Þórðarson. Sáð í sandinn. Níu sögur. Menningarsjóður 1988 Agnar Þórðarson, sem menn þekkja best af leikritum hans, hefur ekki áður gefið út smá- sögur. Þær níu sögur sem nú koma á bók eru allt frá upphafi ritferils hans og bera flestar svip af frásagnarsiðum fímmta og sjötta áratugarins. Hefðin er sterk: hvort sem væri í nokkuð föstum líkingum: snjóflygsurnar koma svífandi eins og fiðrildi, lanaslag líður hjá eins og ævintýri í myndatylk eða rennur gegnum vitundina eins og hvítsvört filma á tjaldi (sagan „Bréf sem kom of seint“). Eða þá í sjálfu sögu- mynstrinu: ástin ogdauðinn mæt- ast á berklahæli og það er mjög raunalegt en samt skal gæta hóf- stillingar (sama saga). Segja sem fæst, spara - en reyna þó að láta umtalsverð tíðindi eða dóma vaka undir yfirborðinu og ieita á lesandann. Eins og tekst allvel í sögu eins og „Þjófurinn" en kannski síður í sögunni „Mikið voðalega á fólkið bágt“ þar sem fínu borgarahjónin vorkenna Kleppsmanni en við eigum að vorkenna þeim. Sumar þessar sögur eru heldur léttvægar en meiripartur þeirra nýtur góðs af hæfni höfundar til að ná með einföldum ráðum utan um atvik og sannleika þeirra. . Agnar Þórðarson Einna matarmest er fyrsta og lengsta saga bókarinnar, „Sáð í veikleika,“sem lýsir af góðu næmi tveim konum íslenskum sem komnar eru til Parísar að sækja ösku vinkonu þeirra beggja, og önnur þeirra færir erf- iða fórn minningunni um gamla vináttu og ást sem koinst ekki út úr grunsemd og þögn meðan tími var til. Árni Bergmann 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.