Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 13
BÆKUR NAS Þjóðernissinnar á göngu í Austurstræti 1934. ÖSSUR SKARPH ÉÐINSSON SKRIFAR íslcnskir nasistar eftir Illuga og Hrafn Jökulssyni. Tákn gaf út. Frá því er skemmst að segja, að bók þeirra Jökulssona er með skemmtilegri bókum sem ég hefi lesið um margra ára skeið. Hún er afburða vel skrifuð, og gefur einkennilega heillandi innsýn í þá fallvöltu veröld sem varð til á ár- unum rétt fyrir stríð þegar strákar og stöku kall uppá íslandi skrýddu sig brúnum skyrtum og marseruðu með hakakrossinn um Reykjavík að hylla Adólf Hitler. Rókin hefur þó ekki bara skemmtigildi fyrir þá sem vilja slökkva hinn þjóðlega slúður- þorsta með því að fá síðbúnar upplýsingar um þjóðfélagsstoðir, sem fyrr á öldinni stigu víxlspor í takt við nasíska hetjusöngva. Bræðrunum tekst með stílgáfu sinni að lyfta bókinni yfir það gil, sem skilur á milli góðrar blaða- mennsku og alþýðlegrar sagn- fræði. íslenskir nasistar eru nefnilega sagnfræði án þess að verða nokkru sinni þurr lesning, og til frambúðar verður bókin án efa kölluð til þegar heimilda er vant um þau snautlegu spor, sem fámenn hreyfing íslenskra nasista markaði í aðdraganda nýrrar heimsstyrjaldar. Engan þarf svosem að undra gæði bókarinnar. Báðir eru þeir Hrafn og Illugi meðal fárra af- burða penna í stétt íslenskra blaðamanna og takist þeim ein- hvern tíma að fullorðnast munu þeir vafalítið láta jafn vel, og oft- ar, að sér kveða. Á seinni árum hefur maður smám saman verið að fá á tilfinn- inguna að íslensk stjórnvöld hafi eitthvað að fela í tengslum við nasismann. Undarlegri leynd er sveipað um gögn sem tengjast til- teknum atburðum og mönnum frá þessum tíma. Þeir bræður fengu kuldalegar móttökur þegar þeir föluðust eftir heimildum úr opinberum skjalasöfnum og þurftu að fara krókaleiðir við að- drætti úr fórum stjórnvalda. Eitt hið merkasta sem ísienskir nas- istar hefur fram að færa eru ein- mitt skjöl sem þeim tókst að töfra framhjá varðsveitum kerfisins, og varða tilraunir stjórnvalda til að fá lausan úrþvættið Ólaf Pét- ursson, sem sveik fjölmarga góða Norðmenn í hendur nasista, er drápu þá um síðir. Margir telja, að Ólafur hafi verið sá sem kom íslendingnum Leifi Muller í hendur nasista, sem fluttu hann í hinar alræmdu fangabúðir í Sac- hsenhausen. Leifur beið þeirrar dvalar aldrei bætur. Norðmenn kröfðust dauða- dóms yfir Ólafi. Hann hlaut þó ekki nema 20 ára tugthúsdóm, og íslensk stjórnvöld lögðu óskiljan- lega áherslu á að fá hann leystan úr haldi. Það tókst um síðir. Málgögn vinstri vængsins héldu því seinna fram, að heim kominn hafi Ólafur orðið að einskonar hetju hjá vissum hluta Heimdall- ar, og síðar orðið einn af for- sprökkum hvítliða í óeirðunum á Áusturvelli 30. mars 1949. Ósjálfrátt varpar maður önd- inni léttar að loknum lestri bók- arinnar. Hún lýsir nefnilega einkar vel því andrúmslofti sem íslenskir nasistar hrærðust í, og lesari skilur að lokum, að fyrir utan fáeina vitleysinga urðu ís- lenskir nasistar aldrei annað en sértrúarsöfnuður sem gat aldrei hlotið stuðning fjöldans. Á vinstri vængnum hefir lengi verið á kreiki sú kenning, að markviss viðbrögð kommúnista og rót- tækra sósíalista hafi í raun sniðið vaxtarsprotann af hreyfingu ís- lenskra nasista. Eftir lestur bókar þeirra bræðra hljóta menn mjög að draga það í efa. Vaxtarsprot- inn varð aldrei til - kímið spratt ekki. Skamma hríð kringum 1933 gáfu nokkrir vel metnir og virðu- legir borgarar, sem allir tengdust. Sjálfstæðisflokknum, hinni ný- stofnuðu hreyfingu þjóðernis- sinna vissa tilvistarréttlætingu. Peir mynduðu einskonar brú yfir í Sjálfstæðisflokkinn, og hefðu þeir haldið völdum á meðal þjóð- ernissinna er mögulegt, að um skeið hefði skapast óformleg og laustengd verkaskipting milli þjóðernishreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, þjóðernis- sinnar hefðu þá verið hreyfing til hægri við Sjálfstæðisflokkinn - en með viðurkennda þræði til hans- sem hefði um skeið getað veitt flokknum hugmyndafræðilegt aðhald án þess þó að hafa bein ítök um stefnumótun eða forystu. Þeir hefðu jafnframt skapað vett- vang fyrir unga menn í flokknum og Heimdellinga sem á þeim tíma langaði til að marsera einkennis- klæddir undir fánum, einsog stöku blástakkar úr þeirra röðum staðfestu. Sjálfstæðisflokkurinn hefði hins vegar verið hinn þing- pólitíski armur, og borið þunga baráttunnar á herðum sér. Um það má vitaskuld deila, hvort þróunin hefði orðið með ofangreindum hætti. Sagan sner- ist á annan veg. Aðalráð þjóðern- issinna, hinir gömlu lappar úr Sjálfstæðisflokknum, voru felldir frá völdum í hallarbyltingu ung- tyrkja á borð við Helga S. Jóns- son, Jón Aðils og félaga. Bók 111- uga og Hrafns sýnir hins vegar glögglega þá furðulegu velvild sem nasistar nutu í upphafi frá Sjálfstæðisflokknum. Sýslumað- ur Skaftfellinga og síðar forseti Sameinaðs þings, Sjálfstæðis- maðurinn Gísli Sveinsson sagði þannig tvímælalaust í grein í Morgunblaðinu 1933, að þjóð- ernishreyfingin væri hluti af Sjálf- stæðisflokknum. Hinn merki for- maður Sjálfstæðisflokksins, Jón Þorláksson, kallaði nasistana „unga menn með hreinar hugs- anir“. Daginn fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar 1934 skrifaði Jón svo í Morgunblaðið að sér og öðr- um Sjálfstæðismönnum væri bæði ljúft og skylt að þakka stuðning „Þjóðernishreyfingar íslendinga" í kosningunum. Af hálfu nasistanna var svo gagn- kvæm viðurkenning á skyldleika hreyfinganna framan af. I höfuð- málgagni nasistanna, íslenskri endurreisn, sagði þannig: „Af hálfu blaða Sjálfstæðis- floksins hefir Þjóðernishreyfing- in fengið yfirleitt vingjarnlegar viðtökur...“. Síðan er tekið fram að hreyfingin sé að vísu ekki af- sprengi Sjálfstæðisflokksins, en því bætt við, að stefnumunur sé „ekki verulegur“. í kosningunum 1934 voru nasistar svo klofnir, og meðan ungtyrkirnir buðu fram sérlista þáðu hinir eldri samflot við Sjálfstæðisflokkinn. Einn fulltrúa þeirra á lista flokksins, Jóhann Ólafsson, komst í bæjar- stjórnina og íslensk endurreisn kvað þau úrslit fyrsta sigurinn í baráttu þjóðernissinna, því full- trúi þeirra hefði nú úrslitaat- kvæði í bæjarstjórninni. En þegar hið raunverulega eðli nasismans kom í ljós seig skjótt í sundur með Sjálfstæðisflokknum og nasistum. Tilhugalífinu millum beggja í árdaga þjóðern- ishreyfingarinnar er þó prýðilega lýst í bók Jökulssona og það er einn af helstu kostum hennar. Sömuleiðis er því vel lýst, hvernig „intelligentsían" úr leifum nas- ismans á íslandi ákvað að ganga inn í Sjálfstæðisflokkinn, og reyna að breyta honum innanfrá. Helgi S. hélt því reyndar fram, að þessir ágætu menn hefðu árum saman haldið sellufundi. Sjálfir gortuðu þeir af því að hafa um síðir „átt“ sjö sýslumenn, tvo lög- reglustjóra og amk. einn þing- mann. En Birgir Kjaran, sem auk þess að veðja um síðir á Sjálf- stæðisfálkann gerðist einnig merkur bókarhöfundur um ís- lenska örninn, náði þeim áfanga að verða þingmaður Sjálfstæðis- manna og um skeið einn helsti hugmyndafræðingur flokksins, fyrir tíð frjálshyggjunnar. Til marks um áhrif hans má nefna að í ritgerðasafni hans úir og grúir af orðaleppum, sem sótt eru í smiðju nasismans, og hinir bestu menn hafa þóst sjá merki þeirra inn í jafn helg vé og Reykjavík- urbréf Morgunblaðsins allt fram á síðustu ári. Birgir var ljóngáf- aður, og á einn örfárra manna þá sögu að baki að hafa verið bæði forseti Framtíðarinnar og in- specfor scholae í Menntaskólan- um í Reykjavík. En í hans tíð réðu nasistar skólalífinu í MR, og í einum bekk varð þá til kjarni sem síðar átti eftir að bera uppi nasistahreyfinguna að verulegu leyti árin á eftir og að lokum ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 marka spor innan Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er tíundað á stór- skemmtilegan og spennandi hátt íslenskum nasistum. Bókin er frábærlega uppsett af Birni Br. Björnssyni. Myndir eru margar og afar forvitnilegar, enda kitlar víst marga að sjá góð- borgara sem á seinni árum hafa stjórnað bönkum eða trygginga- félögum marsera skrýdda hak- akrossum og nasistafánum um götur borgarinnar. Aðrar myndir eru ekki síður merkar. Þannig má lesa áhrifamiklar karakterlýsing- ar úr gamalli og lúðri mynd af forsetafeðgunum, Sveini og Birni SS-foringja, sem Georgia forset- afrú sótti í fangelsi í Danmörku að afloknu stríðinu. Myndin er tekin úti fyrir Bessastöðum 1947, skömmu áður en Björn fór á vit stríðsglæpamanna úr röðum nas- ista í Argentínu. Forsetinn gamli þrumir einsog úfinn björn, styrk- urinn meitlaður í hvern andlitsd- rátt, meðan veiklyndið drýpur af hjárænulegu glotti frumburðar hans, sem um skeið var útvarps- stjóri nasista í Danmörku.. Helstu lýti bókarinnar eru vondar prentvillur, þannig er það nokkuð skondið að lesa á bls. 329 um „innrás Hitlers í Þýskaland sumarið 1941“. Af og til verður stfllinn of timbraður. Hitler var vitaskuld hinn versti maður og skotinn geiga þegar orðfærið verður eins og í eftirfarandi lýs- ingu: „Hann var náttúrlega alveg galinn, samankrumpaður, log- andi af heift og ófullnægju, öfu- ndsýki, minnimáttarkennd og stórmennskubrjálæði, allt í ein- um hrærigraut“. En þetta eru undantekningar. Stundum er líka sem samúð Hrafns og Illuga sé helst til mikil með nasistunum, á köflum er engu líkara en þeir þori ekki ann- að en bera í bætifláka fyrir nafn- greinda menn án þess að færa til þess gild rök. Þannig halda þeir því fram að Gunnar Gunnarsson skáld hafi ekki verið nasisti. Gott og vel. En svo vill til að á sömu blaðsíðu (296) er þess getið, að skáldið hafi sent Norræna fé- laginu í Þýskalandi - alræmdu nasistagengi - skeyti með heilla- óskum í tilefni af því að Þjóðverj- ar hafi innlimað Áusturríki. Ekki er það nú beinlínis fallið til að draga nasistaorðið af skáldinu, enda rýrir það í engu orðstír hans sem rithöfundar að hafa um stund dregið taum hreyfingarinn- ar. En þetta er þó allt saman titt- lingaskítur. Bókin er afburða skemmtileg og enginn sem hefur snefil af áhuga á stjórnmálum fyrr og nú getur látið hana fram- hjá sér fara. Össur SkarphéSinsson 2.útgáfaerkomin í bókabúðir. Dýrðlega skemmti- leg bók um Stapa- jón, einn mesta grallara í íslenskum bókmenntum. JON DAN ATBURÐIRNIR f' \ASTAPA ’aN. ' önnukútgAfa Bókaútgáfan Keilir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.