Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Qupperneq 14
&4EKUR SKÓUNN - HIÐ INNRA OG YTRA Fjölmargir eru þeir starfsmenn skóla og menntakerfis hér á landi sem átt hafa þess kost á undan- gengnum tveimur áratugum að hlýða á mál Wolfgangs Edelstein - á þingum og námskeiðum kennara, vinnumótum á vegum menntamálaráðuneytisins og á samkomum skólastjórnenda. En hluti þessara erinda hefur ekki birst á prenti þar til nú að þau koma fyrir almenningssjónir í við- amiklu riti sem bókaforlagið Ið- unn gaf nýlega út (alls 284 bls.). Til viðbótar flytur þetta rit tvær greinar sem höfðu áður birst á ensku og eina aðra sem höfund- ur samdi gagngert fyrir þessa út- gáfu. Loks eru hérendurprentað- ar fimm greinar sem hafa áður birst í íslenskum blöðum og tima- ritum. Útkoma þessarar bókar sætir tíðindum þótt ekki væri nema fyrir þá sök að höfundur hefur um tuttugu ára skeið gegnt mikil- vægu hlutverki í þróunarsögu ís- lensks skólakerfis. Þegar um miðjan sjöunda áratuginn, í menntamálaráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar, réðst Wolfgang til starfa sem ráðgjafi ráðuneytisins, og með þetta hlutverk fór hann til ársins 1984 eða þar til Ragnhildur Helgadóttir þáv. menntamála- ráðherra batt enda á. Meðal merkustu áfanga á þessari braut, sem tengjast náið ráðgjafar- og leiðsagnarhlutverki Wolfgangs, má nefna stofnun skóla- rannsóknardeildar ráðuneytisins (1966), setningu grunnskóla 1976/77, að ógleymdri langvar- andi vinnu að gerð kennslugrein- arinnar samfélagsfræði (1973- 84). ★ ★ ★ Skóli - nám - samfélag er safn þrettán greina sem spanna, eins og segir í inngangsorðum, „tutt- ugu ár í ævi höfundar og þróunar- sögu íslensks skólakerfis.“ í víð- asta skilningi fjallar höf. um vanda uppeldis og skóla- menntunar á því tímabili örra þjóðfélagsbreytinga sem yfir landið hafa gengið síðustu ára- Teiknimynda- ádrepa fyrir fullorðna Fyrir þessi jól kemur út teiknimyndabókin „Beðið eftir kaffinu“ eftir hinn þekkta franska teiknimyndahöfund Claire Bretecher. „Beðið eftir kaffinu" er aðallega ætluð full- orðnum og er gefin út af bókafor- laginu Litlu gulu hænunni. Bret- echer, sem er mjög vinsæl í heimalandi sínu svo og á Norður- löndum er þekktust fyrir teikni- myndasögur sem gera grín af nú- tímalífi á kaldhæðinn hátt. Bret- echer beitir einföldum grófum skopteikningum í túlkun sinni á persónum sem eru oft og tíðum stressaðar og ráðvilltar en af- skaplega fyndnar. Hún gerir líka grín af „hlutverkum“ kynjanna, smávandamálum hjóna og hjóna- leysa á milli þrítugs og fertugs. Auk þess gerir hún grín af yfir- borðskenndu fólki, sem á það til að segja eitt en framkvæma eitthvað allt annað. Bókaforlagið Litla gula hænan sérhæfir sig í útgáfu teiknimynda- safna fyrir fullorðna. Teikni- myndasagan er miðill sem sam- einar myndmál og ritmál á sjáls- stæðan listrænan hátt. Síðustu tuttugu árin hefur teiknimynda- sagan þróast mikið og náð því að fullorðnast, svo að vitnað sé í danska teiknimyndasérfræðing- inn Bent Værge. Loftur Guttormsson fjallarum bókWolf- gangs Edelsteins Skóli - nóm - samfé- lag tugi. Nánar tiltekið snýst umfjöll- unin um þrjú „þrástef" - eða með öðrum orðum um hina þrí- greindu spurningu: „Hvað skal kenna nemendum, hvernig og til hvers?“ (bls. 10). Þessa marg- þættu spurningu nálgast Wolf- gang frá þremur meginsjónar- hornum: í fyrsta lagi frá félagssögu- og félagssálfræði- legu, í öðru lagi uppeldisfræði- legu og í þriðja lagi frá kennslu- fræðilegu sjónarhorni. Skv. þessu raðast greinarnar þrettán í þrjá hluta: 1) Félagslegar for- sendur breytinga á skólaaldri; 2) Nám - kennsla - skóli; 3) Samfé- lagsfræði. Af hlutunum þremur er hinn síðasttaldi fyrirferðar- mestur (um 100 bls.). Þótt hver hluti bókarinnar sé þannig helgaður höfuðviðfangs- efni, einkennast efnistök höfund- ar af því að hann bregður yfir hvert þeirra birtu frá fjölþættum fræðílegum sjónarmiðum. Við- fangsefni sem menn eiga að venj- ast að um sé fjallað eftir t.d. sagnfræðilegum, félagssálfræði- legum eða kennslufræðilegum nótum, birtast hér einatt í marg- ræðu og óvæntu samhengi. Það er ekki síst þessi víða yfirsýn höf- undar og hlífðarlaus viðleitni hans til að svara kröfu um heild- stæðan skilning á málefnum skóla og uppeldis sem gera Skóla - nám - samfélag að einstaklega upplýsandi og vekjandi lesefni. Hér er á ferðinni rit sem höfðar í senn til margra fræðasviða - fé- lagsfræði og félagssögu mennt- unar, þroskasálfræði náms og uppeldis, almennrar og greina- bundinnar kennslufræði og hug- myndasögu menntunar. Og öll hníga þessi fræðilegu sjónarhorn að einum ósi, þ.e. greiningu á ís- lensku samfélagskerfi með sínum einkennum sem aðgreina það með ýmsum hætti frá nálægum þjóðfélögum beggja megin Atl- antshafsins. Óhætt er að segja að það þarf aldeilis einstaka fjöl- hæfni og „fjölkynngi" í mann- legum fræðum til þess að leggja fram rit á borð við það sem hér er á ferðinni. ★ ★ ★ Eins og þegar hefur verið gefið í skyn er fyrsti hluti bókarinnar ívaf í þá uppistöðu sem hvörfin frá hefðarþjóðfélagi til breyting- aþjóðfélags - frá gamla íslandi til nýja íslands - mynda. Hér er einkum dregið fram í dagsljósið hverju „tímarnir tvennir“ hafa breytt fyrir samfélagslegt hlut- verk skólans, pólitískar afstæður hans sem og fyrir heim bernsk- unnar yfirleit. I þessum hluta ný- tur sín til fullnustu hið næma, mér liggur við að segja hið dramatíska skyn höfundar á sögulega verð- andi og fylgifiska hennar, hvort sem ræðir um ytri skipulagsform eða innri reynsluheim. Mér segir svo hugur um að greinarnar „Breyttir samfélagshættir og hlutverk skólanna“ og „Tvenns konar bernska“ verði taldar til sígildra kapítula þegar að þvf kemur að söguleg félagsfræði eignast fastan sess í menntalífi landsins. Við lestur þeirra verður manni óvart hugsað til meista- ranna Marx og Webers, svo fim- lega eru hér raktir sundur þræð- irnir í félagsgerð og félagsvitund þeirrar veraldar sem var. í anda hinnar ydduðu greiningaraðferð- ar Webers teflir höfundur gjarnan fortíðarhefðum gegn samtíðaraðstæðum og samtíðar- vanda: hin sögulega krufning verður þannig lykill að skilningi á flóknu og þversagnakenndu mynstri þess nýja íslenska þjóðfélags sem hefur verið að taka á sig mynd frá árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Hinar greinarnar tvær í þessum hluta, „Félagslegar forsendur breyttra viðhorfa til skólakerfis- ins á íslandi“ og „Vélrænt og líf- rænt líkan“, bera um margt merki þessarar sömu aðferðar; en efnis- lega tengjast þær náið reynslu Wolfgangs af ráðgjöf hans varð- andi áætlunargerð og þróunar- starf í íslenskum menntamálum við aðstæður sem mótuðust í upp- hafi m.a. af frumstæðum stjórnsýsluformum og tilfinnan- legum upplýsingaskorti. Síðar- nefnda greinin (upphaflega er- indi flutt 1981) er úttekt á þeirri reynslu sem fengist hafði, þegar hér var komið sögu, af fimmtán ára löngu þróunarstarfi skóla- rannsóknadeildarinnar. Lýst er hvernig allt horfði öðruvísi við í lok þessa tímabils en í upphafi: nýfrjálshyggja var á góðri leið með að leysa velferðarstefnu af hólmi og ný fræðileg sjónarmið til náms og kennslu höfðu verið að ryðja sér til rúms, einkum fyrir áhrif frá þroskasálarfræði J. Piag- ets. Hér ræðir höf. m.a. um for- boða hins „menntapólitíska öldu- dals“ sem framsókn nýfrjáls- hyggjunnar átti eftir að fleyta landinu í á fyrri helmingi þessa áratugar. I greininni er að finna skarpari krufningu á þjóðfélags- legum bakgrunni þesssara hug- myndafræðilegu umskipta en ég veit dæmi um í íslenskum texta. ★ ★ ★ Greinarnar fjórar sem fylla annan hluta bókarinnar snúast allar með einum eða öðrum hætti um nútímavanda skólahalds og kennslu á íslandi. Hinn félagssál- fræðilegi bakgrunnur breyting- anna er alls staðar nálægur en annars ber hér hæst umhugsun um uppeldisfræðilega fylgifiska þeirra varðandi skipan og inntak skólanáms. Tekið er á mörgum brýnum úrlausnarefnum í skóla- málum sem knúðu sérstaklega fast á þegar menn stóðu frammi fyrir því upplausnar- og óvissu- ástandi sem innreið hægri stefn- unnar á fyrri helmingi þessa ára- tugar átti drjúgan þátt í að skapa (t.d. skipulagsleysi á sviði fram- haldsmenntunar og ótryggja þjóðfélagsstöðu kennarastéttar- innar). Höfundur varar við oftrú á tæknilegaar lausnir á skipu- lagsformum náms og skóla, beinir í þess stað athygli að innra starfi hans, sjálfum námssam- skiptunum. Hann telur að hér fe- list rætur ýmissa meginvanda- mála nútíma skólastarfs; í fram- haldsskólum gæti þannig áber- andi námsleiða og firringar gagnvart menningararfi og merk- ingarbænt lifi og starfi á líðandi stund. Ört vaxandi skólasókn hvers árangs valdi þvi að fram- haldsskólanemar starfi „undir huliðshjálmi á næsta óþekktum vettvangi... Skólamir eru ekki gerðir fyrir þá nemendur sem sækja þá, heldur í minningu um aðra nemendur sem sóttu annars konar skóla með önnur markmið í huga.“ (bls. 146-47) Af þessu spretti aftur krafa um þroskavæn- legt, merkingarbært og innihalds- ríka námsreynslu og þeirri kröfu geti engir svarað, þegar til kast- anna komi, nema sjálfir starfs- menn skólanna, kennararnir. í þessu sambandi brýni Wolfgang kennara til faglegrar ábyrgðar og reisnar og vandar nokkuð um við Wolfgang Edelstein þá í leiðinni (sbr. greinina „Mótun skólastefnu og fagvitund kennara"). En hann lætur heldur ekki undir höfuð leggjast, þegar því er að skipta, að leggja fram áþreifanlegar úrbótatillögur: um þetta vitna t.d. hinar mjög svo frjóu hugmyndir sem hann setur fram um námsefni og námsskipan framhaldsskóla er svari marg- þættu uppeldis- og fræðsluhlut- verki (sjá „Æskan og menning- in“, bls. 148-55). ★ ★ ★ Þriðji og síðasti hluti bókarinn- ar minnir rækilega á að höf. hefur ekki látið sér nægja að gagnrýna og rannsaka skólastarf á Islandi heldur hefur hann jafnframt ver- ið einstaklega mikilvirkur bygg- ingarmeistari í þágu þess. Meðal kennara er hann eflaust þekktast- ur sem höfuðsmiður hinnar viða- miklu samfélagsfræðiáætlunar. Þessi hluti bókarinnar fjallar um kennslufræðilegar og þroskasál- fræðilegar forsendur samfélags- fræðinnar sem og um afdrif henn- ar í orrahríð „söguskammdegis- ins“ veturinn 1983-84. Lengsta greinin, „Markmið og uppbyg- ging samfélagsfræðinnar", gefur ítarlegt heildaryfirlit yfir áætlun- ina sem í rannsóknaskýrslu OECD frá 1987 er kölluð „veiga- mesta viðleitni skólayfirvalda til nýbreytni síðustu 15 ár“. I við- auka er birt skrá yfir helstu rit um fslenska samfélagsfræði og sam- félagsfræðikennslu, 142 að 6ölu! Þessi grein ætti að vera kærkomin hverjum þeim sem vill kynna sér hleypidómalaust hvaða megin- sjónarmið bjuggu að baki þessa metnaðarfulla átaks til nýbreytni í íslenskum skólamálum. Sem kunnugt er var fram- kvæmd samfélagsfræðiáætlunar- innar skyndilega stöðvuð í ráð- herratíð Ragnhildar Helgadóttur (1984). Moldviðri „söguskamm- degisins“ kom þeim, sem voru með einum eða öðrum hætti riðnir við framkvæmdina, í opna skjöldu og ráðherrann afneitaði í reynd áætluninni og starfsmönn- um hennar. Við svo búið hlutu þeir að draga sig í hlé og snúast til varnar, eftir því sem efni og að- stæður stóðu til. Hér má lesa and- svar Wolfgangs við árásunum á samfélagsfræðina eins og það birtist í Morgunblaðinu í febrúar 1984. Þessa ofstopafullu og gjörr- æðislegu aðför setur hann svo í alþjóðlegt menntapólitískt sam- hengi í lokagrein bókarinnar, „Uppgangur og afdrif samfélags- fræðinnar 1974-1984“. Höf. sýnir m.a. fram á að það „bandalag gegn skilningi", sem tókst með sundurleitu liði íhaldsstefnunnar á íslandi í „söguskammdeginu“, var angi af andófi bókstafstrúar- manna, jafnt vestan hafs sem austan, gegn framsókn þroska- sinnaðrar kennslufræði í skólum. Við helstu viðfangsefni þessar- ar bókar verður varla skilist án þess að minna á umfjöllun höf. um vanda sögukennslu. Ný tök á sögulegu efni innan ramma samfélagsfræði voru, sem kunn- ugt er, helsti skotspónn andstæð- inga hennar. Þess vegna er einkar fróðlegt að kynnast röksemdum Wolfgangs fyrir endurnýjun sögukennslu eins og þær birtast í greininni „Saga eða samfélags- fræði“; greinin er að stofni til er- indi sem hann flutti á fundi með sagnfræðingum í upphafi samfé- lagsfræðiáætlunarinnar (1974) en hún öðlast endurnýjuð gildi í ljósi þeirra blindu innrætingarsjónar- miða sem voru rauði þráðurinn í árásunum á samfélagsfræðina tíu árum síðar. ★ ★ ★ Skóli - nám - samfélag er ekki nein léttlestrarbók. í raun og veru er bókin langtum efnismeiri en lengd hennar segir til um: svo samþjöppuð og margbrotin er sú hugsun sem hún geymir. Textinn gerir þannig æðistrangar kröfur til lesandans enda er hér tekið á viðfangsefnum sem eru í eðli sínu flókin og vandmeðfarin. Málfar bókarinnar og fram- setningarmáti er kapítuli út af fyrir sig. Tök og meðhöndlun Wolfgangs á íslensku máli mundu sumir kalla nokkuð sérstæð, aðrir næsta aðdáunarverð þegar haft er í huga að hann hefur aðeins haft mjög stopula vist í landinu síð- ustu fjörutíu árin. Vitaskuld mót- ast hugsun hans af langri ögun við erlend mál en hún hefur fundið sér frumlegan búning á íslensku: gamalkunnug heiti koma t.d. fram í nýstárlegum samsetning- um og hlutstæð orð úr sveitamáli skjóta kannski upp kollinum þeg- ar minnst varir - innan um runu af sérstæðum hugtökum! Og ef grannt væri skoðað, fyndust án efa ófá nýyrði í bókartextanum. Þegar á heildina er litið er hér á ferðinni einstakt rit. Það geymir í senn félagsfræðilega og uppeldis- lega greiningu og menntapóli- tíska og kennslufræðilega stefnu- skrá. Þegar hlutarnir þrír eru lagðir saman, blasir við heilsteypt kenning um þróun náms og skóla er hæfi þörfum einstaklinga og samfélagsheildar á okkar dögum. Ég þekki ekkert rit á íslensku um skólamál er jafnast á við þetta að yfirsýn, skarpskyggni og rök- festu. Það er sama hvernig hand- hafar meira eða minna óupplýsts stjórnvalds snúa sér: enginn sem hugsar af alvöru og ábyrgð um íslensk uppeldis- og skólamál mun geta leitt hjá sér það sem Wolfgang Edelstein færir fram í þessari bók. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.