Þjóðviljinn - 17.12.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Page 15
BÆKUR Skotta eignast nýja vini - og aðdóendur ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR SKRIFAR UM BARNABÆKUR: Út er komin hjá Selfjalli ný bók eftir Margréti E. Jónsdóttur, Skotta eignast nýja vini. Þetta er viðeigandi titill því músin Skotta og stalla hennar Bolla hafa eignast einlægan aðdáanda í þessum lesanda. Er skemmst frá því að segja að hér er að mínu mati komin úrvalsbók handa öllum aldurshópum. Rökstyðjum þetta nánar. í fyrsta lagi: Persónusköpun er með því besta sem sést hefur í íslenskri barnabók. Það er annars skondið að í þessu tilviki eru persónurnar spendýr og fuglar, en menn eru í algjörum auka- hlutvferkum. Mýsnar Bolla og Skotta eru ólíkar að skapgerð og upplagi. Bolla er t.d. ekki sérlega viðræðugóð í upphafi sögu, ein- strengingsleg, viðskotaill og ýkin. Hún brýtur odd af oflæti sínu og tekst þá að vingast við önnur dýr. Báðar mýsnar sigrast líka á hleypidómum sínum gagnvart öðrum, það stuðlar líka að því að vinahópurinn stækkar. í fyrstu þykir þeim neftókbak eftir- sóknarverðast alls en síðar gera þær sitt ítrasta til þess að bjarga Iífi aldins hunds. Þannig er sögð þroskasaga tveggja einstaklinga, án nokkurs forræðis- eða um- vöndunartóns. Þroskinn fæst með nýrri þekkingu og skilningi á því sem framandi er. Jafnvel óargadýr eins og tófan breytist við nánari kynni og þær mýslur neyðast til þess að endurskoða af- stöðu sína. Ein skýring þess hve vel hefur tekist til með persónusköpun tel ég vera þá yndislegu kímni sem einkennir bókina alla. Mýslurnar eru óborganlegar, ekki síst í sam- skiptum sínum við aðrar tegund- ir, en aldrei er um léttúð að ræða, heldur aðferð til þess að lýsa skapgerð þeirra. Samtölin eru al- veg frábær og í frásögninni býr mikil kæti, smekkvísi og næmi. Mýslurnar kynnast fjölda fugl- ategunda og lifnaðarháttum þeirra, hvort sem um sjávarfugla er að ræða eður ei. Hugfólgnast- ur allra verður músarrindillinn hugprúði, Teitur, en kríunni eru líka gerð góð skil, svo og æðar- fuglinum, lifnaðarháttum hans Ný barnabók Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja barnabók eftir Kristínu Steinsdóttur, en hún hlaut sem kunnugt er íslensku barnabóka- verðlaunin 1987 fyrir bók sína Franskbrauð með sultu. Nýja bókin, Fallin spýta, er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar. Foreldrar söguhetjunnar Lillu þurfa óvænt að fara til útlanda og hún er send frá Reykjavík til ömmu sinnar og afa á Austur- firði. Þar bíða gamlir og nýir leikfélagar og ævintýrin eru á næsta leiti. Efni sögunnar byggir á íslenskum veruleika og veitir innsýn í líf og leiki barna á sjötta áratugnum. Fallin spýta er önnur barnabók Kristínar Steinsdóttur, en hún hefur á undanfömum árum sam- ið nokkur leikrit í samvinnu við systur sína Iðunni Steinsdóttur og unnið til verðlauna sem leikrita- og smásagnahöfundur. Kristín er búsett á Akranesi og kennir þar við Fjölbrautaskólann. Brian Pilkinton myndskreytti bókina og teiknaði kápumynd. Bókin er 114 blaðsíður í kilju- formi. L og þeim hættum sem að varpinu steðja. Síðast en alls ekki síst er að geta myndskreytinga Önnu Vil- borgar Gunnarsdóttur. Þær eru hreint afbragð, hvernig sem á þær er litið. Hinar ólíku fuglategundir skila sér prýðilega. Sagan gerist að miklu leyti við grasrótina og ber myndskreyting þess einnig merki, fíflar, baldursbrár, rabar- bari og fleiri dæmigerðar jurtir verða þá viðfangsefni listamanns- ins. Þá leikur kímnin lausum halsa í myndunum sem í frásögn- inni. Sem dæmi um óborganlega mýslumynd bendi ég á bls. 19, þar sem Skotta skinnið heldur fyrir augun af ótta... ég segi ekki við hvað, gáið bara sjálf. Það eina sem mætti kannski spyrja að í sambandi við þessar prýðilegu myndir er hvort þær hefðu ekki átt skilið að birtast í lit, eins og á bókarkápu, a.m.k. sumar þeirra. Ég er ekki frá því. Annars er bók- in öll hin þekkilegasta, prentvill- ur sá ég ekki og letur er stórt og auðlæsilegt þeim yngstu (og þeim elstu?). Ég efast ekki um að Skotta á eftir að vinna hjörtu allra þeirra sem um hana lesa. Ólöf Pétursdóttir Anna Vilborg Sigurðardóttir hefur myndskreytt bókina með miklum ágætum. IWB DÆVT TO PVDTP hir rSÆxMJrv rirvlrv PlLi LÍFSREYNSLA annað bindi. í þessari bók eru níu frásagnir velþekktra höfunda um eftirminnilega og sérstæða reynslu fólks úr öllum landsfjórðungum. Meðal annars er sagt frá endurhæfingu Ingimars Eydal eftir bílslys, björgun úr sprungu á Vatnajökli, sjávarháska við Eyrar- bakka, lífsreynslu Ágústs Matthíassonar í Keflavík, flugslysi á Selfossi, björgun á elleftu stundu í Vest- mannaeyjum og reynslu íslendings af innrásinni í Tékkó- slóvakíu. Þetta er bók sem lætur engan ósnortinn. AFLAKÓNGAR OG ATHAFNAMENN. í þessari bók, sem er annað bindi samnefnds ritsafns, eru viðtöl við sex lands- þekkta aflamenn. Bókin gefur raunsanna mynd af lífi og kjörum sjómanna og varpar ijósi á ýmis framfaraspor sem stigin hafa verið í íslenskum sjávarútvegi. Rætt er við Örn Þór Þorbjörnsson, Höfn í Hornarfirði, Sigurjón Óskarsson, Vestmannaeyjum, Willard Fiske Ólason, Grindavík, Arthur Örn Bogason, Vestmannaeyjum, Snorra Snorrason, Dalvík og Jón Magnússon, Patreks- firði. STÓRU STUNDIRNAR eftir Hermann Ragnar Stefánsson. Ómissandi handbók um siði og venjur á merkum tíma- mótum. Hér má finna svör við ótal spurningum sem ávallt koma upp við helstu tímamót á lífsleiðinni. Fjallað er um fæðingu, skírn, fermingu, áfangapróf, trúlofun, brúðkaup, afmæli, gestaboð og útfarir. Þetta er sérís- lensk handbók prýdd fjölda litmynda. Bók sem mun kærkomin á hvert heimili. LITIRNIR ÞINIR. Metsölubókin „Color Me Beautiful" eftir Carole Jackson. Bók um litgreiningu, sem gefur hagnýt ráð um litaval í fötum og farða. Unnt er að spara umtals- verðar fjárhæðir í fatakaupum með því að tileinka sér þær leiðir sem kynntar eru í bókinni. Hún boðar jákvæð lífsviðhorf og gefur tækifæri til þess að skapa þér nýtt og heillandi útlit með hjálp lita. Stekkjarholti 8-10, 300 Akranes. iftft °a farða HÖRPUÚTGÁFAN ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.