Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 3
Barnabœtur Fyrsta greiðsla í mánaðarlok Hækka í21.568 kr. með fyrsta barni Fyrstu barnabótagreiðslur af fjórum á þessu ári verður send út nú fyrir mánaðamótin, en fjár- málaráðuneytið hefur ákveðið tæplega 11% hækkun barnabóta frá því þær voru síðast greiddar út í nóvemberbyrjun sl. ár. Bamabætur með fyrsta barni hækka úr 19.453 kr. í 21.568 krónur miðað við heilt ár og með öðm barni úr 29.980 kr. í 32.353. Greiðslur til einstæðra foreldra eru helmingi hærri og eins greiðslur vegna bama undir 7 ára aldri. Þá hefur fjármálaráðuneytið einnig ákveðið að persónuafslátt- ur einstaklinga hækki úr 16.092 kr. frá því í desember í 17.842 kr. á mánuði. Hlutfall staðgreiðslu hækkar úr 35,2% í 37,74% og sjómannaafsláttur verður 492 kr. fyrir hvern dag. \ BHMR Arásum verður hrundið Asamráðsfundi aðildarfélaga BHMR, sem haldinn var gær, var mótmælt harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella gengið, og reka þannig enn einu sinni erindi útflytjenda á kostnað launafólks, eins og segir í ályktun fundarins. / „Ný tekjuöflunarfrumvörp ríkisins og afnám samningsréttar frá maí á síðasta ári hafa skert kaupmátt launafólks stórlega. Aðildarfélög BHMR stefna að því að hrinda þessari árás í kom- andi samningum,“ segir jafn- framt í ályktuninni. -lg- Kvennalistinn Vanbóknun á Ekki ríkisstjórn jafnréttis ogfélags- hyggju - Almenn hækkun tekjuskatts og 4% gengisfelling, auk annarra hækkana á vöruverði, skerða ráðstöfunartekjur heimilanna umfram það sem þegar er orðið með launafrystingunni sl. haust, segir í yfirlýsingu félagsfundar Kvennalistans í Reykjavík og á Reykjanesi sem haldin var í fyrra- kvöld. “Fundurinn lýsti yfir vanþókn- un sinni á efnahagsráðstöfunum ríkisstjómarinnar sem komi fyrst \og fremst niður á launafólki í dandinu. Segja kvennalistakonur að ljóst megi vera að hér sé ekki að verki ríkisstjórn jafnréttis og félagshyggju. „Ríkisstjóm sem þessa getur Kvennalistinn ekki stutt. For- sendur hafa í engu breyst frá sl. hausti þegar Kvennalistinn tók þá einhuga afstöðu að standa utan stjórnarinnar,“ segir í álykt- un fundarins. -•g- _________________FRÉTTIR_________________ Úreldingarsjóður fiskiskipa Bylting eða afturför? Sjávarútvegsráðuneytið vinnur að gerð tillagna um stofnun úreldingarsjóðs fiskiskipa með það markmið að kaupa upp gömulskip og veiðiheimildirþeirra. Finnbogi Jónsson á Neskaupstað: Markmiðið ergott. Öðrumfinnst sjóðsstofnun vera skref afturábak og hið fyrsta inní auðlindaskattinn Um þessar mundir er verið að vinna að tillögum í sjávarút- vegsráðuneytinu að stofnun nýs úreldingarsjóðs fiskiskipa sem ætlað er það hlutverk að kaupa upp gömul veiðiskip og veiði- heimildir þeirra. Hugmyndin að baki stofnun sjóðsins er að fækka skipum I flotanum og jafnframt frystihúsum. Ekki liggur fyrir í aðalatriðum hvernig sjóðurinn verður byggð- ur upp að öðru leyti né fjármagn- aður en meðal útgerðarmanna sætir hugmyndin miklu ámæli sem skref afturábak en hjá öðr- um sem bylting. Finnbogi Jónsson fram- Menntamálaráðherra heimsækir þjóðararfinn. Starfsfólk Stofnunar Árna Magnússonar bauð Svavari Gestssyni menntamálaráðherra í heimsókn í gær til að ræða við hann um framtíð stofnunarinnar. Talað var um að hún þyrfti stærra húsnæði, fleiri stöðugildi og þó einkum fé til að Ijósmynda handrit, ekki síst handrit á Árnasafni í Kaupmannahöfn sem ekki verða send til íslands. Danir hafa Ijósmyndað öll handrit sem hingað hafa verið send. Ekki þykir lengur rétt að fæðimenn vinni með handritin sjálf vegna þess hve viðkvæm þau eru, en afar kostnaðarsamt er að Ijósmynda þau. Myndin sýnir Örn Ólafsson leiðbeina Svavari en hjá stendur Jónas Kristjáns- son. (Mynd: Jim). Alþýðusambandið Kaupmáttanýimm uppá 12,7% HagdeildASÍ: Tekjuöflun ríkissjóðsþýðir6% kaupmáttarrýrnun. Hefur áður rýrnað um 6,7% á nýliðnu ári Kaupmáttur almenns launa- fólks mun rýrna um 6% vegna nýafstaðinna ráðstafana ríkis- stjórnarinnar til tekjuöflunar, en áður hafði kaupmáttur rýrnað um 6,7% frá því í júní í fyrra fram til áramóta. Þetta cr mat hagdeildar Alþýðusambandsins sem kynnt var á miðstjórnarfundi sambandsins í gær þar sem fjallað var um kjara- og samningamól. Hagfræðingar ASÍ telja að vegna hækkunar vörugjalds, bensín- og þungaskatts og inn- flutningsverðs á bflum auk nýaf- staðinnar gengisfellingar muni framfærsluvísitalan hækka um 3,5%. Þar af eru áhrifin vegna gengisfellingarinnar metin uppá 2% hækkun vísitölunnar en aðrar tolla- og vörugjaldshækkanir uppá 0,5% hver um sig. Að auki er bent á að stað- greiðsluskattar af almennum launatekjum hækkuðu nú um áramótin um 2,5% frá fyrri skattalögum. Síðasta almenna launhækkun- in varð í júní á síðasta ári og síðan þá hefur kaupmáttur rýrnað um 6,7%. Hagfræðingar ASÍ segja að með væntanlegri hækkun framfærsluvísitölunnar sé kaup- máttarrýrnunin orðin 10,2% og 12,7% sé hækkun tekjuskattsins bætt við. Það að auki muni kaupmáttur rýrna enn frekar vegna annarra verðhækkana sem kunni að mælast í þessum mán- uði. ^g- Fimmtudagur 5. januar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað sagði að séð frá sínum bæjardyrum væri mark- mið sjóðsins gott og til framfara frá því sem nú væri. Útgerðar- menn sem vildu endurnýja gömul skip með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðarbúið gætu þess í stað selt sitt skip og kvóta á sannvirði sem síðan yrði seldur öðrum. í stað þess sem verið hefur að ný skip eru smíðuð í stað eldri á sama tíma sem ásóknin í fisk- stofnana væri takmörkuð vegna afrakstursgetu þeirral Þetta kost- aði þjóðarbúið ómældar miljónir sem ekki skiluðu sér til baka þar sem ekki væri hægt að nýta nýju skipin sem skyldi vegna takmark- aðs kvóta. Fækkun veiðiskipa, kvóti til ráðstöfunar samfara kerfisbreytingum í rekstri fisk- vinnslufyrirtækja, allt yrði þetta til hagsbóta fyrir sjávarútveginn og þjóðina í heild. Utgerðarmenn margir hverjir hafa hins vegar stofnun sjóðsins á hornum sér og telja hann vera skref afturábak. Sjóðakerfi sjáv- arútvegsins hafi verið lagt niður 1986 til hagræðingar og einföld- unar sem hafi gefist vel. Nú væri meiningin að kaupa upp skip og kvóta í stórum stfl. Kvótanum yrði síðan útdeilt til pólitískra gæðinga þeirrar stjórnar sem réði yfir sjóðnum hverju sinni. Nýr úreldingarsjóður væri skref aftur á bak og kæmi eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Með honum yrði stigið fyrsta skrefið inn í auðlindaskattinn sem enginn hefði mælt með nema einstaka fræðimenn. -grh Gengisfellingin Spáð 1,8% vísitölu- hækkun Úttektforsœtisráð- herra á efnhags- og atvinnumálum kynnt í dag - Það er mat Þjóðhagsstofnun- ar að framfærsluvísitalan fyrir janúarmánuð muni hækka um 1,8% frá fyrra mánuði og þá er tekin inn í dæmið bæði þessi gengisfelling, skattahækkanir og aðrar hækkanir sem orðið hafa nú að undanförnu, segir Þor- steinn Ólafsson efnahagsráðu- nautur forsætisráðherra. Að sögn Þorsteins hefur að undanförnu verið upnið að ítar- legri úttekt á ítöðuefnahags- og atvinnumála á vegum forsætis- ráðuneytisins og mun forsætis- ráðherra kynna helstu niðurstöð- ur í þeim efnum á fundi með fréttamönnum síðdegis í dag. Þorsteinn vildi ekki láta uppi undirbúning að frekari tillögum í efnhagsmálum, það myndi skýrast nánar á næstunni. -«g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.