Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 11
FRETTIR Skák Skákþing Reykjavflcur að hefjast Skákþing Reykjavíkur verður haldið í 59. sinn nú í janúar og hefst á sunnudaginn í félagsheim- ili Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46. Aðalkeppnin hefst klukkan 14 en í henni keppa allir í einum flokki 11 umferðir eftir Monrad- kerfi. Þrjár umferðir verða á viku að jafnaði og verður teflt á sunn- udögum kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30 en inn á milli verða biðskákir tefldar. Aðalkeppninni lýkur væntanlega 1. febrúar. Hún er opin öllum og fer lokaskráning fram á laugardaginn kl. 14-18. Annan laugardag, 14. janúar, hefst keppni í flokki 14 ára og yngri. Unglingarnir tefla níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi og verð- ur umhugsunartími á skák 40 mínútur fyrir hvern keppanda. Keppt verður þrjá laugardaga í röð og hefst taflið kl. 14. Skákþing Reykjavíkur hefur verið háð á hverju ári frá 1931. Sá sem oftast hefur hreppt titilinn skákmeistari Reykjavíkur er Ingi R. Jóhannsson, alls sex sinnum. Núverandi meistari er Þröstur Þórhallsson sem hefur unnið mótið tvö ár í röð. -ÞH Reykingar Öndum léttar Heimavist og mötuneyti til vinstrí í bakgrunni, nýja kennsluhúsið til hægri. (Mynd: VE) Menntaskólinn á Egilsstöðum í fyrsta sinn í kennslustnfum r Ihaust var í fyrsta sinn tekin í notkun efri hæð fyrsta áfanga kennsluhúss Menntaskólans á Eg- ilsstöðum, flmm bjartar stofur og vinnustófa kcnnara, og hófst þá í fyrsta sinn kennsla í raunveru- legum kenslustofum eystra, en áður var notast við bráðabirgða- húsnæði. \. Þær stofur hafa nemendur fengið til umráða og meðal ann- ars komið þar upp notálegri kaffi- stofu, samkvæmt frétt írá skólan- um. Skólinn á tíu ára afmæli næsta haust og er í ráði að köma sem flestu í þokkalegt horf fyrir af- mælið. Þar er fyrst að nefna lúkn- ingu kennsluhússins, svo og flutning borðstofu og eldhúss á aðra hæð heimavistar- og mötu- neytishússins. Aðsókn að skólanum í ár er með mesta móti og heimavist full. Tólf nemendur luku stúd- entsprófum í annarlok fyrir jól en útskrifast þó ekki formlega fyrren með félögum sínum í vor, þá um 40 saman. Um átján kenn- arar eru við skólann auk skóla- meistarans Vilhjálms Einars- sonar. SKATTHLUTMLL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ 1989 Ef að vanda lætur hafa ófáir strengt það áramótaheit að hætta að reykja. Margir vita líka af sárri raun að það getur gengið erflðlega að losa sig við óvanann og þess vegna er fyrir löngu farið að bjóða upp á námskeið sem auðvelda fólki að láta af reyking- um. Félagsskapur sem nefnist ís- lenska bindindisfélagið býður nú upp á slíkt námskeið undir heitinu „Öndum léttar" og segir í fréttatilkynningu að það eigi sér 30 ára sögu erlendis en 20 ára sögu hérlendis. Hefur námsefnið nú verið aukið og endumýjað. Námskeiðið hefst miðviícudag- inn 11. janúar nk. kl. 20 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands. Stendur það í 8 kvöld, uþb. 2 stundir í senn. Þátttöku er hægt að tilkynna á skrifstofutíma í síma 13899 og í síma 36655 eftir kl. 18. -ÞH Borgaraleg ferming Námskeiðið að hefjast Námskeið til undirbúnings fyrstu borgaralegu fermingunni hérlendis hefst 18. janúar, segir í fréttatilkynningu frá skipulags- nefnd, og er áætlað að sjálf ferm- ingin fari fram á sumardaginn fyrsta. Námskeiðið verður í ellefu hlutum og er þar fjallað um þessi efni: Siðfræði, samskipti foreldra og unglinga, unglinga fyrr og nú - til hvers borgaraleg ferming, að vera saman, vímuefni, réttur unglinga í þjóðfélaginu, jafnrétti, umhverfísmál, stríð og friður, mannréttindi, að vera virkur í samfélaginu. Fermingargjald er 5000 krónur og þeir sem áhuga hafa em beðn- ir að láta vita af því í síma 73734, helst ívrir 7. janúar. ALMENNT SKATTHLUTFALL ER37,74% SKATTHLUTFALL BARNA UNDIR 16 ÁRA ALDRIER 6% PERSÓNUAFSLÁTTUR ER 17.842KR. SJÓMANNAAFSLÁTTUR ER 492KR.ÁDAG LAUNAGREÐANDA ER ÓHEIMILT AÐ EÆRA ÓNÝTTAN PERSÓNUAFSLÁTT MILLIÁRA . (Þ.E FRÁl 988 TIL 1989) Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í Samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RlKISSKATTSTJÓRI GEE AlXli.YCMGAÞjONUSTAN '£!A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.