Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 5. janúar 1989 3. tölubiað 54. órgangur Nýtt álver Níu mills og vinnufrið Frakkar hyggjast byggja nýtt200þúsund tonna álver viðDunkirk. Raforkuverð: 9 mills Christian Roth forstjóri Isal: Sé ekki að erlendir aðilar hafi áhuga á álveri á íslandi sé orkuverðið mikið hœrra en hœgt er aðfáíEvrópu. Borgumídagl8,5mills. Verkföllhérvalda einnig áhyggjum Frakkar hafa nýlega upplýst um áform um að reisa nýtt 200 þúsund tonna álver við Dunkirk og mun sú verksmiðja aðeins þurfa að greiða um 9 mills fyrir Valur Arnþórsson Erekki bankasíjórí Misskilningur hjá Vali, Pétri, eðaÞórði, forstöðumanni bank- aeftirlits um hverer bankastjóri og hver etXfHfi. „Ég hef ekki enn sent inn svör, en ég reikna með að ég komi til með að gera það á næstunni, að svo miklu leyti sem ég hef einhverju að svara. Staða min í dag stangast ekki á við bankalög. Ég hef ekki enn þá tekið til starfa sem banka- stjóri í Landsbankanum," segir Valur Arnþórsson. Haft var eftir Þórði Ólafssyni, forstöðumanni bankaeftirlitsins í Þjóðviljanum í gær, að Pétur Sig- urðsson, formaður bankaráðs hefði staðfest að Valur hefði tekið við starfinu. Bankaeftirlitið sendi Val síðan bréf í fyrradag, þar sem leitað var staðfestingar Vals á að hann gegndi ekki lengur öðrum störfum fyrir aðila óskylda bankanum, enda er það óheimilt samkvæmt banka- lögum. Valur segir að samkvæmt samkomulagi við formann bank- aráðs og Landbankann taki hann til starfa síðar í janúar eða í síð- asta lagi þann 1. febrúar. phh Stjórnmál AA-fe * " II K i Jón og Ólafur: Okkar einkafyrirtœki Stefnubreytingar Alþýðu- bandalags og AJþýðuflokks sem hafa fært þessa flokka nær hvorn öðrum, gott samstarf í nýrri ríkis- stjórn, viiji til frekari samstarfs og breyttar aðstæður í alþjóða- málum, er meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun formanna AI- þýðubandalags að leggja upp í sameiginlega fundaferð um landið síðar í þessum mánuði. Þessi fundaherferð hefur mætt nokkurri andstöðu í beggja flokka, en formennirnir segja þetta ekki flokksfundi, heldur þeirra einkafyrirtæki. Sjá bls. 2 raforkuna. Þetta raforkuverð er hclmingi lægra en það verð sem Isal greiðir Landsvirkjun í dag og í ítarlegu viðtali við dr. Christian Roth sem birtist í Nýju Helgar- blaði á morgun, kemur fram að hann telji að þetta geti sett veru- legt strik í reikninginn varðandi áhuga þeirra fjögurra álfyrir- tækja sem nú íhuga að reisa nýtt álver við Straumsvík, en AIu- suisse er eitt þeirra. „Upplýsingar um þetta álver voru birtar fyrir mánuði í tímarit- inu Metal Bulletin en þetta er fyrsta álverið af þessari stærðar- gráðu sem byggt er í Mið-Evrópu sl. 15 ár. Álverið er í eigu Pichin- ey fyrirtækisins en Electricite de France sem er ríkisfyrirtæki á hlut í því og sennilega er raforku- verðið eitthvað niðurgreitt, þó mér sé ekki kunnugt um það. Þau aðalatriði sem álfyrirtæki setja fyrir sig þegar þau íhuga bygg- ingu nýs álvers hér, er raforku- verðið og ástandið á vinnumark- aðnum. Ef hér verða verkföll einu sinni á ári í þessum iðnaði, þá mun ég ekki mæla með bygg- ingu nýrrar verksmiðju hér. Og ef að erlend álfyrirtæki eiga möguleika á að fá raforku á verði í Evrópu sem er nálægt 9 mills meðan að við borgum í dag t.d. 18,5 mills þá sé ekki af hverju þau ættu að hafa áhuga á að reisa ál- ver hér. Þá þarf líka að taka tillit til flutningskostnaðar sem er mun meiri hér. Það verður þó að taka fram að mér er ekki kunnugt um hvort öðrum fyrirtækjum en frönskum stendur svona lágt raf- orkuverð til boða," sagði dr. Roth. í viðtali við dr. Roth sem birtist í Nýju Helgarblaði á morgun lýsir hann róttækum hugmyndum sín- um um mengunarvarnir hjá ísal og umhverfisvernd, en ísal mun í framtíðinni aðeins nota endur- unninn pappír og ekki kaupa trjá- við frá regnskógum, ræðir um vandamál við stjórnun fyrirtækis- ins og samskipti við starfsmenn. -phh Slökkviliðsmenn reyndu að hefta útbreiðslu eldsins með því að rjúfa Þ©KJu hússins án árangurs. Mynd: Jim Smart Gúmmívinnustofan Smábál varö að stórtmina Gífurlegttjón erhús Gúmmívinnustofunnarbrann tilkaldra kola ígœr. Aðstandendur fyrirtœkisins óánœgðir með vinnubrögð slökkviliðsins Þð er engu likara en þeir hjá slökkviliðinu haldi að hér hafi veríð starfandi sælgætisverks- miðja en ekki gúmmivinnustofa. Það leið hálftími þar til þeir byrj- uðu að sprauta froðu á eldinn, sagði einn aðstandenda Gúmmí- vinnustofunnar við Réttarháls þegar hann horfði á hús fyrirtæk- isins brenna til kaldra kola í gær. Það var ekki fyrr en liðið var á kvöld, að slökkviliðið náði tökum á eldinum en þá hafði hann borist um allt húsið og allt brunnið sem brunnið gat. Talið er að húsið sé gjörónýtt. Auk Gúmmívinnustofunnar voru nokkur önnur fyrirtæki til húsa á jarðhæð hússins. Ekki voru að- standendur þeirra tilbúnir í gær til að meta tjónið en ljóst er að það er gífurlegt, gæti numið allt að einum miljarði króna. Mikil gagnrýni heyrðist þegar á bruna- stað á störf slökkviliðsins og og töldu forráðamenn Gúmmívinn- ustofunnar ljóst að slökkviliðið hafi ekki tekið þennan bruna nægilega alvarlega strax, og létu meira segja sumir þeirra þau orð falla að ef eitthvað væri, þá hefðu fyrstu viðbrögð liðsins aðeins magnað upp eldinn. Hrólfur Jónsson varaslökkvi- liðsstjóri sagði í gær að allt hefði verið gert til að hefta útbreiðslu eldsins en það væri ljóst að betri tækjabúnaður hefði komið sér vel. Hann sagði að það hefði sýnt sig að húsið hefði ekki verið nægi- lega hólfað af, og þó að bruna- veggir úr gipsi og steinull hefðu verið í húsinu hefðu þeir ekki þol- að allan þennan eld. Eldurinn kom upp um þrjú- leytið í sólningarverksmiðju í austurenda hússins. Talið er að neisti hafi hlaupið í bensíntunnu. Að sögn Andrésar Hreinssonar sem var við vinnu í húsinu bloss- aði eldurinn upp skyndilega. Varð þegar af mikill reykur og áttu menn fótum sínum fjör að launa. Ekki urðu nein slys á mönnum en einn starfsmaður mun þó hafa hlotið smávægileg brunasár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.