Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 8
MENNING MINNING Bækur Grámosinn glóir um Evrópu Nýjar bækur — Nýjar bækur Verðlaunabók Thors komin útí Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, á þessu ári í Frakklandi og Þýskalandi. Dómar mjög góðir Eins og flestir muna fékk Thor Vilhjálmsson rithöfundurbók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1987 fyrir skáldsögu sína Grámosinn glóir. Þessi verð- launaveiting vakti mikla athygli um Norðurlönd öll, fjölmörg viðtöl við höfundinn og greinar um hann hafa birst í dagblöðum og tímaritum, um hann hafa verið gerðir tveir danskir sjónvarps- þættir sem mikla athygli vöktu, einkum sá fyrri sem fluttur var skömmu eftir verðlaunaveiting- una. Sá þáttur hefur verið seldur til allmargra landa þó enn hafi hann ekki verið sýndur í íslenska sjónvarpinu. Þávargerður sænskur sjónvarpsþáttur um skáldið sem einnig var sýndur í Noregi og loks kom Thor fram í finnska sjónvarpinu. Höfundinum og verkum hans hafa einnig verið gerð góð skil í norrænum útvarpsstöðvum, þar hafa verið fluttir þættir úr verkum hans, talað við hann og fluttar dagskrár um Thor og höfundar- verk hans. ( viðtölum hefur Thor rætt vítt og breitt um bækur sínar og íslenskar bókmenntir, ísland og íslendinga og komið víða við. Thor var gestur norrænu bóka- hátíðarinnar í Gautaborg í ágúst síðastliðnum, tók þar þátt í pall- borðsumræðum og kom fram á blaöamannafundum. í nóvember fór hann til Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur í tilefni af útkomu Grámosans í öllum þessum löndum, kom þar fram á blaða- mannafundum og flutti fyrirlestra um verk sín, íslenskar bók- menntir og menningu. Fyrr í haust kom bókin út í Noregi hjá Norsk Gyldendal og var raunar lesin í færeyska útvarpið í sumar og haust sem framhaldssaga þannig að hún hefur nú verið þýdd á allar helstu tungur Norð- urlanda. Á þessu ári kemur Grámosinn glóir út á þýsku og frönsku og samningar standa yfir við útgefendur á Englandi og í Tékkóslóvakíu. Óhætt mun að fullyrða að við- tökur norrænna gagnrýnenda við verðlaunasögu Thors hafa allar verið á eina lund, hún hefur farið sigurför um Norðurlöndin. Hér á eftir verður vitnað til umsagna nokkurra ritdómara í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Svíþjóð í Svíþjóð kom bókin út um mánaðamótin júlí/ágúst í þýð- ingu Peters Hallberg, raunar var hún lögð fram til verðlaunanna í þýðingu hans. Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur gagnrýn- enda og selst vel. Fyrirhugað er að gefa Grámosann út í kilju á næstu mánuðum á vegum Litter- aturfrámjandet (En bok för alla) í sfóru upplagi. Joel Óhlsson segir í umsögn um bókina í blaðinu Arbetet að rétta bókin hafi fengið Norður- landaverðlaunin að þessu sinni. Göran Schildt segir í Svenska Dagbladet meðal annars: „Úr efni sínu hefur Thor Vilhjálms- son ofið vel útfærða og spennandi sögufléttu sem magnast stig af stigi að dramatískum hápunkti. En umfram allt eru í verkinu óvanalega lifandi umhverfislýs- ingar þar sem fyrirbæri náttúr- unnar eru sífellt gædd mann- legum eiginleikum og tala beint til sögupersónanna sem að sínu leyti renna saman við náttúruna, verða náttúrufyrirbæri. Fyrir borgarbúa nútímans er þessi saga mjög lærdómsrík og hrífandi á dularfullan hátt.“ Pia Zandelin fjallar um bókina í Expressen og segir þar: „Og það er þegar Thor Vilhjálmsson... sleppir lausum skáldlegum krafti sínum, minningunum sem í forn- um frásögnum búa, ...íslenskri menningararfleifð í heild, sem skáldsagan nær mikilleik sínum." Pia segist eiga eftir að muna til- tekna lýsingu í verkinu á tveimur svönum lengi, „ef til vill svo lengi sem ég lifi.“ Nils Áge Larsson segir í GT að ekki sé einu orði ofaukið í sögunni, „málið er jafn agað, töfrandi og seiðandi og heiðalandslagið sem er baksvið atburðanna." Annika Hultman segir m.a. í Sverisk Veckotidning: „Grámos- inn glóir er frábær saga. Hún er þrungin litadýrð í náttúrulýsing- um sínum og kafar djúpt í mannlýsingum og þeim mikils- verðu málum sem hún fjallar um. Þessa bók á að lesa aftur og aftur. Ekki síst til að greina þær frá- sagnir sem leynast undir niðri í sögunni, margar slíkar eru faldar undir hinu glóandi yfirborði.“ í Dagens Industri segir Börje Isaksson: „Það er erfitt að gera sér þá skáldsögu í hugarlund sem betur hefði verðskuldað þessi verðlaun því þetta er mikilúðlegt og sérkennilegt skáldverk... Ef til vill er það eftirtektarverðast við söguna að í henni hafa náttúra íslands og saga jafn mikla þýð- ingu og sögupersónumar. Þessu furðulega landi á heimsenda, landi þar sem sögur frá 13. öld eru jafn tímabærar og gildandi landslög samtímans, er lýst með stórkostlega lifandi og fjöl- breyttu máli. Grámosinn glóir fjallar um réttinn til ástarinnar og margar ásjónur réttvísinnar en hún fjallar framar öðru um ís- land. Og hún er skrifuð með þeim hætti að í henni glóir ekki aðeins grámosinn heldur textinn sjálf- ur.“ Bo Axelsson segir í Svensk- Polsk Revy: „Thor Vilhjálmsson hefur meitlað harmleik sem býr yfir ótrúlegri spennu, hér er óhik- að hægt að tala um hliðstæðu við hina miklu harmleiki fornaldar. Bókin getur sem hægast orðið sígild. Sköpunarmáttur og mann- þekking TTiors er með eindæm- um... Thor Vilhjálmsson hefur skapað snilldarverk.“ Thomas Almqvist fjallar um bókina í Skánska Dagbladet og segir þar meðal annars: „Grá- mosinn glóir hefur þyngd og al- vöru Gamla testamentisins, allt er hégómi. Málið er agað en þó litríkt, safaríkt og orðaforðinn er mikill. Tungutakið er svo Ijóð- rænt að það er líkt og fínlega meitlaðar myndir í stein. í verk- inu eru Iíka draumsýnir og innra eintal með ríkulegum hugrenn- ingatengslum, og krafti og spennu bundins máls.“ Að lokum má vitna til Leifs Nylén sem fjallaði um bók Thors í Dagens Nyheter: „Thor lætur af- stæðishyggjumódernisma sinn deyja og rísa upp frá dauðum í mynd töfraraunsæis sem er grátt en glóir þó, sprottið úr íslenskri moId.“ Danmörk í Danmörku kom bókin út hjá forlaginu Vindrose í þýðingu Er- iks Skyum-Nielsen í byrjun nóv- ember. Hún hefur fengið ágætar viðtökur, selst prýðilega og hafa dómar gagnrýnenda allir verið mjög lofsamlegir og margir há- stemmdir á köflum. Claes Kast- Thor Vilhjálmsson. Verðlaunabók hans um Grámosann í höndum franskra og þýskra þýðenda. holm Hansen segir í Politiken: „Thor Vilhjálmsson hefur skrifað voldugt skáldverk, sem fangar í sinfónísku taki gjörvalla tilver- una og bregður upp logandi myndaf valdi og valdaleysi. Sem erótískur skáldskapur er Grá- mosinn glóir hnitmiðaöri og ljúf- ari en sjálf Ljóðaljóðin. í innb- lásnum náttúrulýsingum skipar Thor Vilhjálmsson sér á bekk með Tarjei Vesaas...“ Torben Brostróm talar í In- formation um að þetta sé saga um glæp og refsingu, um girnd og lögmál og um konuna og karl- manninn - „hinn óskiljanlega, krefjandi kvenleik sem sprengir af sér öll takmörk og gerir sýslu- manninn að skáldi í stað dóm- ara...“ Hann kallarThor afburða skáld sem leiki með tákn og veru- leika jafnt í smáu og stóru. Þetta sé krefjandi skáldverk sem fáist við hinar stóru spurningar „af kátínu, leikandi létt, af miklum þunga og óhugnaði, með frels- andi lýrík. Kalt íshaf og heitir hverir." Ritdómur Grethe Rost- bpll í Jyllands-Posten hefst á orð- unum: „ísland lifir af vegna skáldskapar.“ Hún segir að í skáldsögunni Grámosinn glóir sé mikil list á ferð: „Hlýr, tilfinning- aríkur náttúruskáldskapur um- hverfir þá stóru atburði sem verða milli lífs og dauða.“ Mogens Brpndsted skrifar um- bókina í Fyns Stiftstidende og líkir henni við hinar fornu sögur ís- lendinga, segir bókina „marg- brotna, þéttofna og víðfeðma líkt og ísiendingasögu, stfllinn sveifl- ast frá knöppum orðræðum í vitnaleiðslum til hástemmdrar náttúrulýríkur." Hann ber jafn- framt lof á þýðandann, eins og raunar aðrir gagnrýnendur gera líka. Niels Houkjær fjallar um bókina í Berlinske Tidende og kallar hana „samviskuskáldsögu" þarsem glæsilegar náttúrulýsing- ar fallist í faðma við ljóðið og er- ótíkina: „Landslagið merkir ein- att reynslu, andlega sögu og hnignun íslensku þjóðarinar. Þannig var það á landnámsöld og þannig er það enn. Slík er list Thors sem rithöfundar, sú list sem gerir skáldsögu hans að al- þjóðlegri skáldskaparlist.“ Hans Holmberg skrifaði um bókina fyrir „Vinstripressuna" svokölluðu, og ritdómur hans birtist í um 15 blöðum víða um Danmörku. Hann segir að ef metsölulistar í Danmörku byggð- ust á gæðum ætti þessi skáldsaga að tróna þar efst allt fram á árið 1989. Hún sé heilsteypt verk í anda hinna fornu bókmennta þar sem fengist sé við stórar spurn- ingar og efninu komið til skila „á tilfinningaríku, mynd-vísu máli. Grámosinn glóir er söguljóð mik- ils skálds,“ segir Holmberg að lokum. Noregur Grámosinn glóir kom út í sept- ember í Noregi og í þýðingu Ivars Eskelands. Viðbrögð gagnrýn- enda þar hafa mjög verið á eina lund og afar jákvæð. Hér' má vitna til þriggja ritdómara. Ottar Raastad segir í Morgenbladet: „Áhuginn á þessari bók kviknar strax á fyrstu síðunum þar sem þessi séríslenski höfundur teflir saman náttúru, heimspeki og líf- svisku svo úr verður listræn heild. Það merkilega við söguna... er kannski ekki endilega hinn sögu- legi efniviður heldur sú magnþ- rungna nálægð sem við skynjum við líf Sögueyjunnar í öllum skilningi. Landið og þjóðin eru eitt.“ Jo Örjasæter fjallaði um bók- ina í Nationen og segir m.a.: „ís- lendingurinn Thor Vilhjálmsson fékk bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir þessa bók. Og það getum við vel skilið þegar við höfum lesið hana. Hér er á ferð- inni óvenjulega margslungin og grípandi sagnalist. Thor Vil- hjálmsson er mikill meistari orðs- ins. Mér hefur stundum þótt að hann leyfi meistaratökum sínum á hljómi málsins að ná yfirhönd- inni en í Grámosinn glóir gerist það ekki.“ Jan Inge Sörbp (Stavanger Aft- enblad) segist líka vel geta skilið hvers vegna Thor fékk bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir þessa bók.: „Hvflík bók! Þessi bók er svo sterk, merkileg, gagntakandi, spenn- andi, hefðbundin og tilraunak- ennd að maður hlýtur að hrífast. íslensk allt í gegn en um leið al- gjörlega alþjóðleg.“ Ólafsfjarðar I II Friðrik F. Olgeirsson: Hundrað ár í Horninu, Saga Ólafs- fjarðar 1883 - 1944; I - II bindi; Olafsfjarðarkaupstaður, 1984 og 1988. Út er komið annað bindi af sögu Ólafsfjarðar 1883 -1944, og mun eitt ókomið, en hið fyrsta birtist 1984. Sögu þessa ritar Friðrik G. Olgeirsson. í formála fyrsta bindis segir hann svo frá tildrögum þess: „... sem loka- verkefni í sagnfræðinámi mínu við Háskóla íslands varð saga Ól- afsfjarðarfyrir valinu. Verkið var unnið undir handleiðslu Berg- steins Jónssonar lektors og því lauk í apríl 1977. Titill ritgerðar- innar var Ólafsfjörður - fisk- veiðar og fyrstu áratugir þorps- byggðar. Ein af niðurstöðum þeirrar rannsóknar var sú, sem raunar kemur fram hér að ofan, að upphaf byggðar í Ólafsfjarðar- horni megi rekja til fardaga ársins 1883 - 1984. - Veturinn 1982 - 1983 kaus bæjarstjórn Ólafs- fjarðar nefnd ... (til) að minnast komandi aldarafmælis staðarins ... Stuttu síðar fór nefndin þess á leit við höfund, að hann tæki að sér ritun byggðarsögu Ólafsfjarð- ar eða hluta hennar.“ í þessum tveimur fyrstu bind- um er saga Ólafsfjarðar rakin eftir málaflokkum til ársloka 1944. Meginkaflar ritsins eru, í fyrsta bindi, „Fiskveiðar og að- dragandi þéttbýlismyndunar," „Frumbýlingar, “ „Skipulagstími og aukinn framfarahugur,“ og í öðru bindi, „Landbúnaður fram til 1944“, „Orsakir þéttbýlis- myndunar í Horninu,“ „Sveitar- stjórn, stéttir og framfærsla,“ „Áf kirkju og kennimönnum,* „Heilsugæsla," „Menning og „Iþróttir og útilíf“, og iðnaðarmenn,“ menntir, „Iðnaður HARALDUR JÓHANNSSON „Verkalýðsmál,“ „Sparisjóður Ólafsfjarðar.“ Eins og flestar byggðarsögur er þessi saga Ólafsfjarðar öðrum þræði persónusaga íbúanna (með myndum af mörgum þeirra), en rituð með þeirri nærfærni sem heimildirleyfa. Verður hérgripið niður í henni á tveimur stöðum. Frá bátum í Ólafsfirði á síðari hluta 19. aldar segir í fyrsta bindi: „Heimildir benda til þess, að ól- afsfirski flotinn hafi fyrst og fremst verið sexæringar og fjög- urra manna för um og eftir miðja 19. öld og fram yfir síðustu alda- mót, bátar sem mest voru notaðir til fiskveiða. Tveggja manna för voru aftur á móti mun færri. Bátar þessir voru misjafnir að gæðum og sumir hverjir smíðaðir innan sveitar ... Seglbúnaður var yfirleitt lítilfjörlegur og þeim því róið, öfugt með það sem gerðist með vetrarskipin, sem voru þung og oftast siglt. Lag bátanna og útlit virðist hafa verið svipað og frá fornu fari.“ (Bls. 44-45) Frá stofnun Sparisjóðs Ölafs- fjarðar segir í öðru bindinu: „Um síðustu aldamót var oftast lítið fjármagn í umferð í Ólafsfirði. Flestir voru í reikningsvið- skiptum við verslun Páls Bergs- sonar eða útibú þeirra Akur- eyrarkaupmanna, sem verkuðu fisk á staðnum og höfðu jafn- framt einhvern varning á boðstól- um yfir sumartímann ... Þann 27. október 1913 boðaði séra Helgi Árnason til fundar í skólahúsinu í Strandgötu 3 og var fundarefnið að ræða stofnun sparisjóðs. f fundargerð kemur fram, að um var að ræða einkaframtak séra Helga og j afnframt er helst svo að skilja, að hann hafi sent þeim 15 mönnum, sem fundinn sátu, fundarboð, en ekki sett upp auglýsingu um opinn fund. A fundinum var ákveðið að stofna sparisjóð í hreppnum, sem héti Sparisjóður Ólafsfjarðar og að hann tæki til starfa 1. janúar 1914. Fundarmenn ábyrgðust á- kveðna upphæð fyrir sjóðinn, þar til varasjóður hans næmi eitt þús- und krónum. Bls. 371) ... Rekst- ur Sparisjóðs Ólafsfjarðar telst hafa hafist 1. janúar 1914. Þó var hann ekki opnaður fyrr en daginn eftir og hófst starfsræksla hans á því, að Árni Björnsson frá Kálfsá lagði inn 33,35 kr. Þennan fyrsta dag seldist 51 viðskiptabók, en hver þeirra kostaði 50 aura. Inn- lögn var frá 2 krónum upp í 130 krónur, en samtals voru lagðar inn 1.386,40 kr. fyrsta daginn." (Bls. 373). Ekki aðeins Ólafsfirðingar, heldur líka áhugamenn um sögu um land allt, munu kunna Frið- riki G. Olgeirssyni þakkir fyrir vandvirkni hans. Haraldur Jóhannsson Kvæði Freysteins Kvæði Freysteins Gunnars- sonar skólastjóra Kennara- skólans, komu út á vegum nem- enda hans haustið 1987. Þau hafa ekki verið til sölu í bókabúðum svo teljandi sé heldur aðeins til áskrifenda á sérstöku áskriftar- verði. Þar setn ýmsir hafa kvartað um að þeim hafi ekki tekist að fá bók- ina hafa útgefendur ákveðið að gefa kost á henni með áskriftar- verðinu - kr. 1400 - fram að næstu áramótum, en vilja jafn- framt benda á, að nú er mjög gengið á upplag hennar. Þeir, sem vilja sinna þessu geta fengið bókina á þessu verði hjá Bókaút- gáfunni Iðunni, Bræðraborgar- stíg 16, sími 28555, Andrési Kristjánssyni, sími 40982 og Gils Guðmundssyni, sími 15225. Ágóði af sölu bókarinnar hefur til þessa verið afhentur Kennar- aháskóla íslands í minningar- skyni um Freystein og því, sem við bætist, verður ráðstafað með sama hætti. -mhg Allir listamenn sem hönd lögðu á plóginn við sýningu þessa gáfu vinnu sína við útgáfu mynd- bandsins en ef hagnaður verður af sölu þess verður hann notaður til að stofna sjóð til styrktar óp- eruskóla og nemendasýninga á óperum, en brýn þörf hefur verið fyrir slíkt. Myndbandið verður til sölu í íslensku óperunni og nokkrum hljómplötuverslunum og bóka- verslunum. Upplýsingar um sölu- staði fást í íslensku óperunni í síma 27033. Myndbandið kostar 3000 kr. fyrir styrktarfélaga og 3500 kr. fyrir aðra. Úlfur Friðriksson Þankar milli leiða Út er komin bók eftir Úlf Frið- riksson „Fundið og gefið - Sund- urlausir þankar á leiðum milli leiða í kirkjugarðinum við Suður- götu“. f henni leiðir Úlfur Frið- riksson lesanda sinn milli leiða í gamla kirkjugarðinum í Reykja- vík, sem einmitt verður 150 ára um þessar mundir. Hann flettir í bókum, ritgerðum og ritum um og eftir þá sem þar hvfla, rifjar upp atvik úr lífi þeirra eða þeim tengd, flytur okkur ljóð, kynnir okkur gömul bréf og rýnir í leg- steina og minnisvarða þekktra sem óþekktra íslendinga. Innan þessa mjög svo sérstæða ramma hugleiðir höfundur líf og dauða, tilvist sína, uppruna og skoðanir. Höfundurinn, Úlfur Friðriks- son, er fæddur árið 1912 í Kúr- landi, en er af þýsku og pólsku bergi brotinn. Hann fluttist til ís- lands árið 1955, og hefur starfað hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur frá árinu 1968. Hann hefur áður skrifað eina bók, í ríki hestsins, sem út kom árið 1977. Reykholt aðstoðar við útgáfu bókarinnar sem kostar kr. 800 út úr búð. Don Giovanni á myndbandi Styrktarfélag íslensku óper- unnar hefur gefið út myndband með sýningu Óperunnar á Don Giovanni í vor, þar sem Kristinn Sigmundsson syngur titilhlut- verkið. Sýning þessi hlaut mjög góðar undurtektir gagnrýnenda og óp- erugesta og var alls 21 sýning á óperunni. Óvenju margir ein- söngvarar komu fram í óperunni og voru sumir þeirra að stíga sín fyrstu skref á óperusviðinu. Hreyfilsmenn Út er komin bókin Hreyfils- menn, saga og félagatal Samvinn- ufélagsins Hreyfils, 1943-1988, tekin saman af Ingólfi Jónssyni frá Prestsbakka. Rekur Ingólfur þar af mikilli natni og nákvæmni sögu félagsins allt frá stofnun og til þessa dags. I sérstökum annál er greint frá öllu því markverðasta, sem gerst hefur á hverju ári og þeim fé- lögum, sem starfað hafa innan Hreyfils. Þá er og í bókinni félag- atal allt frá upphafi, ásamt mynd- um af flestum bflstjórunum og stuttu æviágripi. Svo er og um starfsfólk félagsins. Um myndir og myndmál sá Sigurður Oskar Sigvaldason. Reynt verður síðar að segja rækilegar frá þessu mikla og merka ritverki. - mhg Guðrún J. Þorsteinsdóttir. Þankar á flugi Út er komin ljóðabókin „Þankar á flugi“ eftir Guðrúnu J. Þorsteinsdóttur, myndskreytt af Margréti Birgisdóttur. f bókinni eru 35 ljóð Guðrúnar og 9 teikningar eftir Margréti. Guðrún er barnfæddur Reykvíkingur. Hún er píanó- leikari og hefur stundað píanó- kennslu um árabil. Ljóðin eru ort á síðastliðnum 3 árum. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar. Margrét Birgisdóttir er útskrif- uð úr Myndlista- og handíðaskóla fslands og hefur einkum unnið að grafíkmyndum. Bókin fæst í helstu bókabúðum og kostar 980 krónur. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1989 Fimmtudagur 5. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Hallfreður Guðmundsson Fáein kveðjuorð „Hann Halli frændi dó í--- kvöld.“ Þannig tók bróðir minn til orða er hann sagði mér frá and- láti Hallfreðs Guðmundssonar þann 29. desember sl. Það segir kannski fleira en mörg orð um það hversu náin tengsl voru milli fjölskyldna Hallfreðs heitins og foreldra minna, að hann skyldi taka svona til orða um mann sem var alls ekki skyldur okkur. En í munni okkar systkina var Hall- freður aldrei annað en Halli frændi og fórum við þó spart með þann titil. Hins vegar var Hall- freður tengdur okkur, því að hann var kvæntur móðursystur okkar Sigurjónu Magnúsdóttur. Þær systur, þe. móðir mín og Sig- urjóna, voru mjög nánar og með þeim svilum tókst ágæt vinátta. Við, börn þeirra, áttum í orðsins fyllstu merkingu tvö heimili, ann- að í Reykjavík og hitt á Akranesi, en þar bjuggu Hallfreður og Sig- urjóna lengstaf. Vinátta þeirra svilanna entist ævilangt og var föður mínum og ég vænti einnig Halla frænda mikils virði, ekki hvað síst eftir lát þeirra systra, en þær létust með stuttu millibili langt fyrir aldur fram. Ekki ætla ég mér þá dul að rekja æviferil Halla frænda til nokkurrar hlítar enda ekki til- gangur þessara fátæklegu kveðj- uorða. Ég get þó ekki látið hjá líða að drepa á það helsta, því saga hans er saga þeirrar kynslóð- ar, sem fæddist á myrkum tímum harðinda og örbirgðar á síðustu áratugum fyrri aldar, en lagði með harðfylgi og dugnaði þann grunn allsnægtaþjóðfélags sem við búum nú við. Hallfreður fæddist að Selja- landi í Gufudalssveit vestra þann 23. júní 1896 og hafði því tvo um nírætt er hann féll frá. Foreldrar hans, hjónin Guðmundur Guð- mundsson og Sólveig Magnús- dóttir, voru bláfátækt bændafólk með mikla ómegð og var honum komið í fóstur að Fremri- Gufudal þegar hann var á öðru ári. Skólagangan varð skamm- vinn eins og hjá flestum efnalitl- um á þessum árum. Hann fór snemma til sjós og upplifði og tók þátt í þeirri þróun sjósóknar sem varð hér frá opnum bátum til tog- ara. Fulltíða heimilisfaðir réðst hann í að sækja Sjómanna- skólann og lauk þaðan stýri- mannaprófi árið 1927. Eftir að hann hætti að sækja sjóinn stýrði hann um tíma bæjarútgerðinni á Akranesi og síðustu starfsárin var hann hafnsögumaðurþar. Þannig tengdist öll hans langa starfsævi sjósókn á einn eða annan hátt. Hann kynntist erfiðum kjörum og vinnuskilyrðum sjómanna af eigin raun og gerðist ódeigur bar- áttumaður fyrir bættum lífsskil- yrðum og aðbúnaði þeirra, m.a. vökulögunum. Á þeim árum, þegar barist var um hvert skiprúm og sjómenn áttu allt undir duttlungum útgerðar- manna og skipstjóra, þurfti ekki lítinn kjark, sérflagi fyrir fjöl- skyldumann með ómegð, til að taka virkan þátt í þeirri baráttu og áhættuminna að þegja, en það var list sem Halla frænda lærðist aldrei á langri ævi, og er mér ekki grunlaust að hann hafi stundum goldið dirfsku sinnar. En hann og samherjar hans gátu þó að end- ingu glaðst yfir gjörbreyttum að- búnaði sjómanna. Hann var róttækur jafnaðar- maður og gekk snemma til liðs við Alþýðuflokkinn en þótti á síðari árum sá flokkur ekki sú brjóstvörn alþýðu sem í upphafi, enda hvikaði hann aldrei frá skoðunum sínum. Hann var einn- ig jafnréttissinni og minnist ég þess að hann ræddi það við mig hvort það væri ekki rétt að velja konuna, eins og hann orðaði það, þegar okkar ágæti forseti var fyrst í kjöri, á þeirri forsendu að það gæti virkað hvetjandi fyrir rétt- indabaráttu kvenna. Halli frændi var greindur mað- ur, ritfær vel og margfróður. Hann var glaðvær, félagslyndur, ræðinn og sagði vel frá. Og það var oft frá mörgu segja eftir langa útivist, enda minnist ég þess, að Sigga frænka sagði við krakkana og oft var ég í hópnum: „Slökkvið þið á útvarpinu, krakkar, hann pabbi ykkar er heirna." Hallfreð- ur var tíður gestur á heimili for- eldra minna eftir að ég tók að stálpast, enda þurfti hann oft að reka erindi fyrir Akranesbæ er hann stýrði útgerðinni. Þeir svilar höfðu mikið yndi af að spila og var þá oft tekinn slagur og stund- um var ég, heldur klénn bridge- spilari, hafður með sem fjórði maður ef í nauðir rak. Ekki þótti verra að hafa eitthvað til að dreypa á því enginn var hann of- stækismaður. Þá var oft glatt á hjalla, talað tæpitungulaust og í hressilegum hálfkæringi yfir spil- unum. Þau Sigurjóna eignuðust fjögur börn, Sigríði, húsmóður á Ákranesi, Magnús tæknifræðing við Áburðarverksmiðjuna, Run- ólf skipstjóra og útgerðarmann á Akranesi og Halldór Hallgrím vélstjóra, sem fórst á besta aldri við skyldustörf á varðskipi í þorskastríðinu við Breta. Eftir að Halli missti konu sína bjó hann um alllanga hríð á heimili dóttur sinnar en kaus síðar að flytja á Hrafnistu í Reykjavík og undi sér þar vel enda margir gamlir fé- lagar af sjónum þar og hann mannblendinn. Hann fylgdist vel með allt til loka og ekki dapraðist minnið, sem var mjög traust. Hann var byrjaður að hripa niður minningabrot, en tapaði sjón og varð því minna úr en skyldi og var það mikill skaði. En þrátt fyrir sjóndepurð og jafnvel eftir að hann lamaðist að nokkru vegna heilablóðfalls fyrir nokkrum árum hélt hann glaðsinni sínu og var einstaklega jákvæður og þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert og lagði raunar metnað sinn í að vera ekki einungis þiggj- andi heldur einnig veitandi. Hann var því mjög kær því ágæta fólki sem annaðist hann síðustu árin á Sjúkrahúsi Akraness. Sé eitthvað fyrir handan og því trúðir þú Halli minn, og hafi sá sem þar ræður ríkjum sömu rétt- lætiskennd og þú mun þér vafa- laust m.a. umbunað með því að aldrei skorti fjórða mann í bridge og eitthvað tiltækt til að mýkja raddböndin svo að þú getir sagt hverja slemmuna af annarri skýrri röddu. Um leið og ég þakka þér ánægjulega samfylgd og margar skemmtilegar minningar, Halli frændi, votta ég aðstandendum þínum samúð mína. Guðmundur Georgsson Útför Hallfreðar verður gerð frá Akraneskirkju á morgun, föstudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.