Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Hofsós Fjártiagsáætlun til 3ja ám Félagsmálaráðuneytið: Skipulagsbreytingar til að komafjárhagnum á réttan kjöl Eftir að gerð var vönduð úttekt á fjárhag Hofsós í nóvember er nú verið að vinna að ársupp- gjöri og undirbúa 3ja ára fjár- hagsáætlun fyrir sveitarfélagið“, sagði Húnbogi Þorsteinsson skrif- stofustjóri félagsmálaráðuneytis- ins. Eins og kunnugt er var sveitar-. sjóður Hofsós gjaldþrota í nóv- ember á síðasta ári og var þá Stöð 2 Nóg til af þýddu efni - Það er ekki rétt að við séum í vandræðum með þýðingar á sjón- varpsefni. Þýðendur hafa sam- band daglega og óska eftir verk- efnum, og þar hefur ekkert lát verið á þrátt fyrir að ekki hafí tekist samningar um breytta til- högun við þýðingar, segir Lára Hanna Einarsdóttir forstöðu- maður þýðingadeildar Stöðvar 2. Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum í gær, hafa þýðendur við Stöð 2 hafnað alfarið hugmynd- um stöðvarinnar um útboð á allri þýðingarvinnu og jafnframt farið fram á að tekin verði til baka upp- sagnarbréf til 19 þýðenda. Lára Hanna sagði í gær að þýð- endum hefði verið gert ákveðið tilboð þar sem fallið væri frá út- boðshugmyndum og fækkun þýð- enda væri til þess að skapa aukna vinnu fyrir aðra þýðendur. Hún sagði líka rangt að launakjör þýð- enda Stöðvar 2 væru nú 30% lægri en taxtar þýðenda við Ríkis- sjónvarpið, munurinn væri um 20%. - Við viljum breyta til, gera þetta að meiri störfum fyrir hvern og einn þýðanda. Okkar tilboð liggur frammi og við bíðum eftir svari, sagði Lára Hanna. -lg- skipuð sérstök nefnd á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins til að taka yfir fjármál hreppsins. Farið var fram á greiðslustöðvun rétt fyrir jólin og rennur hún út í mars. í dag er nefndinni að berast fyrstu upplýsingar frá lánadrottnum hreppsins í kjölfar greiðslustöðv- unarinnar. Gjaldþrot hreppsins er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi í langan tíma og á sér ekkert for- dæmi. Húnbogi sagði að 3ja ára fjárhagsáætluninni yrði fylgt og samfara henni gerðar vissar skipulagsbreytingar til að rétta fjárhag hreppsins við. Þrátt fyrir þennan skell verður ekki gengið til kosninga til nýrrar sveitarstjórnar og sagði Húnbogi að vonandi lærðu menn af mis- tökum sínum í þessum efnum. Hann sagði enga launung vera á því að staða margra annarra sveitarfélaga væri kröpp um þess- ar mundir og sérstaklega vegna vanskila ýmissa sjávarútvegsfyr- irtækja við viðkomandi bæjar- og sveitarfélög. „Ástandið í þessum efnum er langtum alvarlegra en verið hefur um langt skeið sem er vonandi aðeins tímabundið en ekki varan- legt“, sagði Húnbogi Þorsteins- son. -grh Það voru allar skólastofur Austurbæjarskólans tómar f gær og verða væntanlega fram á föstudag þar sem ekki er hægt að kenna í skólanum vegna kulda. Mynd Jim Smart. A usturbæjarskóli Engin kennsla vegna kulda Hitaveituinntak fór í sundur. Kennsla hefst í fyrsta lagi á föstudag að verður fyrst hægt að taka upp skólastarf á föstudaginn héðan af. Þetta er stórt hús og það tekur tíma að ná hitanum upp aft- ur, segir Alfreð Eyjólfsson skóla- stjóri Austubæjarskólans. Kennsla í skólanum féll niður í gær vegna bilunar í hitaveituinn- taki skólans. - Það eru 59 ár síðan þessi skóli var tekinn í notkun og því miður hefur húsnæðinu ekki verið hald- ið nægilega vel við. Við höfum árlega sent Skólamálaskrifstof- unni bréf þar sem við höfum vak- ið athygli þeirra á nauðsyn þess að ráðist verði í viðgerðir á þessu húsi, sem í upphafi hentaði ein- staklega vel til skólastarfs en stenst ekki lengur nútímakröfur um skólabyggingar. Því miður höfum við ekki fengið nein við- brögð við þessum óskum okkar, sagði Alfreð. 1 Austurbæj arskólanum eru um 550 nemendur og um 50 manna starfslið. Leikfimikennsla hefur legið niðri það sem af er þessu ári vegna vatnsskemmda á gólfi leikfimisalarins. Alferð sagðist ekki vita hvenær kennsla g®ri hafist aftur í salnum en leikfimikennarar skólans hefðu brugðið á það ráð að kenna leikfimi utandyra þegar veður leyfði. -sg Eldsneyti Sjómenn Tillögum Halldórs hafnað Sambandsstjórn Sjómannasambands- ins: Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrir- tækja verðurekki leystur með sjóðabákni Sambandsstjórn Sjómanna- sambands íslands hafnar hug- myndum sjávarútvegsráðherra um sérstakan úreldingarsjóð fiskiskipa og þróunarsjóð í sjáv- arútvegi vegna rekstrarvanda sjávarútvegsfyrirtækja. Með þessum hugmyndum ráð- herrans telur sambandsstjórnin að sé verið að stíga fyrsta skrefið í átt til auðlindaskatts sem sam- bandsstjórnin er alfarið á móti. Auk þess leiða hugmyndirnar til þess að sjóðakerfi sjávarútvegs- ins yrði endurvakið rúmum 2 árum eftir afnám þess. Sjómenn munu ekki láta slíkt yfir sig ganga minnugir þeirrar löngu baráttu gegn sjóðamyndun í sjávarút- vegi. A síðasta ári stækkaði flotinn um 5 þúsund tonn og sjómenn hafa frá 1978 bent á þá staðreynd að hann sé of stór. Lausn á þeim vanda felst ekki í enn einum sjóði til að auka við sjóðabáknið. Sam- bandsstjórnin minnir á að Fisk- veiðasjóður sjái um lánveitingar til nýsmíða og endumýjunar á flotanum og því sé nærtakast að nota sjóðinn til að stemma stigu við frekari stækkun hans með auknu aðhaldi í lánveitingum. Þá bendir sambandsstjórnin á að 1988 voru 11 bátar úreltir og veiðiheimildir sameinaðar öðr- um skipum. Sambandsstjórnin telur að fiskiskipum muni fækka án íhlutunar stjórnvalda og nægir í því sambandi að benda á aldurs- samsetningu fiskiskipaflotans. Varðandi hugmyndir um stofn- un þróunarsjóðs telur sam- bandsstjórnin hann óþarfan þar sem fiskvinnslan greiðir þegar sérstakt gjald til sölusamtaka sinna sem vinna að markaðsat- hugun og vöruþróun. -grh Heildarnotkun innlendra aöila á olíu mun dragast nokkuð saman fram á næstu öld, einkum vegna samdráttar í millilanda- flugi og sparneytnari flugvéla, er niðurstaða Orkuspárnefndar um eldsneytisnotkun hérlendis fram- til ársins 2015. Spáin gerir ráð fyrir að árið 2010 verði heildarnotkun olíu álíka mikil og hún var árið 1987 eða um 759 þús. tonn en í lok spátímabilsins, árið 2015 verði heildarnotkunin orðin um 773 þús. tonn eða 2% meiri en árið 1987. Ef eingöngu er miðað við notkun hér innanlands er gert ráð fyrir 4% aukningu fyrir þetta tímabil og vegur þar þyngst aukin notkun eldsneytis á bifreiðar og tæki eða sem nemur 28%. Á síðustu árum hefur innflutn- olíueyðsla á næstu öld Ný eldsneytisspá til2015. Lítil aukning á olíunotkun en stórhœkkun olíuverðs. Sparneytnari samgöngutœki, en samdráttur í millilandaflugi sparar mest Olíuverð og bensínverð munu hækka verulega á næstu áratugum en bílar verða sparneytnari og bensínnotkun eykst ekki svo mikið. ingur á olíu aukist nokkuð sam- hliða lækkun olíuverðs. Miklar verðsveiflur hafa verið á er- lendum olíumörkuðum á undan- förnum árum, en spáin gerðir ráð fyrir litlum verðbreytingum á hráolíuverði fram á miðjan næsta áratug en síðan hækki verðið úr 20 Bandarfkjadollurum hver tunna í 25 dollara og verði í lok spátímans 2015 komið í 40 doll- ara tunnan, sem er svipað verð og var á olíumörkuðunum uppúr 1980, þegar olíuverð var hvað hæst. Nefndin gerir ráð fyrir að bif- reiðaeign landsmanna aukist um 38% á næstu 25 árum en akstur bifreiða aukist ekki að sama skapi eða um 33%. Þá verði nýjar bifreiðar sífellt sparneytnari og olíueyðsla bílaflotans og tækja við mannvirkjagerð aukist um 28% á þessum tíma. Eldsneytiskaup til flugflotans minnki hins vegar töluvert á næstu árum, vegna samdráttar og sparneytnari véla en aukist sfðar aftur uppúr aldamótum. Þá er gert ráð fyrir að sjóflutningar vaxi mun hægar en landsfram- leiðsla á þessum tíma og olíu- notkun aukist enn minna vegna stærri og sparneytnari skipa. Orkuspárnefnd er samstarfs- vettvangur nokkurra helstu fyrir- tækja, stofnana og samtaka á sviði orkumála auk Hagstofunn- ar og Þjóðhagsstofnunar. Á veg- um nefndarinnar starfa þrír vinnuhópar sem spá um rafork- unotkun, húsahitun og jarðvarm- anotkun og eldsneytisnotkun. -•g 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.